Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1996, Page 3
JL) VFÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 19%
HLJÓMPUTU
&MYjJJ
Kula Shaker - K
Vel heppnuð
Hljómsveitin Kula Shaker
skaust nýverið upp á topp
breska vinsældalistans með
plötu sína, K, og fór þá leið
án þess að unna sér hvíldar
á leiðinni.
Tónlist hljómsveitarinnar
minnir um margt á hið svo-
kallaða breska popp/rokk
(hrit pop) sem er mjög vin-
sælt um þessar mundir en
einkennist þar að auki af
áhrifum frá Pink Floyd og
indverskri tónlist (eins og
umslagið gefur til kynna). Þessi blanda tekst einstaklega vel á frum-
smíð hljómsveitarinnar. Melódíurnar eru óvenjulegar og gripandi og
í flutningi sveitarinnar er að finna ferskleikann sem svo oft fylgir ný-
liðum i bransanum (enginn útbrunninn hér). Lagasmíðamar verða
aldrei einfaldar, þónokkuð oft flóknar, en missa þó ekki niður meló-
díur (í velflestum tilfellum). Kula Shaker sækir ekki aðeins áhrif til
indverskrar tónlistar heldur notar hún einnig óspart indversk hljóð-
færi (ásamt indverskum gestahljóðfæraleikurum) til afspilunar á lög-
um sínum.
Allt þetta og meira til er að finna á frumsmíð hljómsveitarinnar
þó ekki séu öll lögin jafn góð eins og við er að búast hjá jafh ungri
sveit. Stefnan er góð og bestu lög plötunnar að mínu mati eru:
Tattva, Hey Dude, Govinda, Knight of the Town og Grateful When
Your Dead/Jerry Was there (þar sem söngvarinn sýnir einstaklega
góða rokktakta). Guðjón Bergmann
★★★
Van Morrison, Georgie Fame, Ben Sidran
Tell Me Something ★★★★
Það stafar ekki miklum
frægðarljóma af nafni banda-
ríska píanóleikarans, laga-
og textasmiðsins Mose Alli-
sons. En hann á þó sinn sess
í hjörtum blús- og djass-
geggjara víða um heim. Að
sögn bresks heimildarmanns
er ávallt þétt setinn bekkur-
inn og margt hljómlistar-
manna þegar kappinn held-
ur tónleika í Bretlandi. Það
var því kannski ekki seinna
vænna að út kæmi hljóm-
diskur honum til heiðurs þar í landi. Það hafa þeir nú gert þrir
félagar sem aldrei hafa farið leynt með aðdáun sína á Mose, Eng-
lendingurinn Georgie Fame, hinn írski Van Morrison og Banda-
ríkjamaðurinn Ben Sidran og útkoman er algjör veisla, a.m.k. fyr-
ir aðra aðdáendur slíkrar tónlistar. Fame sér um Hammondorgel-
ið, Morrison blæs lítið eitt í munnhörpu og Sidran leikur á flygil
og söngnum skipta þeir allir með sér. Sá gamli mætir í heimsókn,
raular tvo dúetta með Morrison og tekur í píanóið. All£ir upptök-
ur eru gerðar „live“ í hljóðverinu eins og oftast er vaninn hjá
þessu kompanii og öll lögin eftir Mose. Virðingin fyrir viðfangs-
efninu er augljós meðal flytjenda og þeir virðast skemmta sér hið
besta. Enda vart annað hægt því að textar Allisons eru launfyndn-
ir en um leið knappir og kjamyrtir og lög hans oft með lúmskum
krossgötum. Minna svolítið á sum lög Willie Dixons en teygja
meira á blúsforminu.
Auk framangreindra aðdáenda og sporgöngumanna Allisons
koma við sögu á diskinum trompetleikarinn Guy Barker í miklu
stuði og hljómar eins og Lee Morgan sálugi í einleiksköflum,
Ralph Salmins á trommur, Alec Dankworth á bassa og Pee Wee
Ellis á saxófón. (Líklega hafa þeir ekki náð í Sigurð Flosason.) -
Sá sem þetta ritar viðurkennir að hann heldur mikið upp á þessa
tegund tónlistar og þá listamenn sem hlut eiga að máli og á það
eflaust sinn þátt í veglegri stjömugjöf. Ingvi Þór Kormáksson
Simply Red - Greatest Hits
Gott safn fyrir aðdáendur ★★*
Á þessari plötu er að finna
brot af því besta sem hljóm-
sveitin Simply Red hefúr sent
frá sér á ferlinum sem spannar
nú tíu ár. Þegar litið er á um-
slagið lítur hins vegar frekar út
fyrir að hér sé á ferðinni sóló-
plata söngvarans Micks
Hucknalls. Hann á flest lögin á
plötunni og inni í umslaginu er
ekki að finna mynd af neinum
öðrum. Simply Red hefur líka
þróast út í það síðustu árin að
verða eins manns sveit og því
byggist dómur á svona plötu mikið á því hvort maður fílar Mick
Hucknall eða ekki. Undirritaður viðurkennir að ekki hefúr allt verið
gott sem frá honum hefúr komið og margt hvert keimlíkt, en á þess-
ari plötu kemur breiddin berlega í ljós og ekki verður annað sagt en
Hucknall hafi samið margar perlur í gegnum árin, t.d. Holding Back
the Years, Moneys to Tight to Mention, Stars, Something Got Me
Started o.fl. Einnig eru lög eftir aðra, eins og If You Dont Know Me by
Now og Angel (sem hann flytur ásamt Fugees) vel flutt, það fyrra nán-
ast sígilt. Á plötunni hefði samt mátt vera meira efiii frá fyrri árum
sveitarinnar enda mælir undirritaður eindregið með fyrstu þrem út-
gáfunum. Á heildina litið er þetta gott safii fyrir aðdáendur og einnig
þá sem vilja kynnast sveitinni eins og hún kemur fyrir.
Guðjón Bergmann
r Fyrsta plata Faríseanna:
Útgáfutónleikar í kvöld
Faríseamir eru ein af fjölmörgum
lítt þekktmn hljómsveitum sem gefa út
plötu fyrir þessi jól. Þrátt fyrir litla vit-
neskju um hljómsveitina kannast lík-
lega flestir við forsprakka hennar,
Davíð Þór Jónsson. DV kannaði málið
og komst að því hvað þessi hljómsveit
hefur ffam að fáera á nýrri breiðskífu
sinni.
Upphafið
Lagasmiðurinn, téxtahöfúndurinn
og söngvarinn Davíð Þór hefur löngum
gert grín að söngrödd sinni. Hefur eitt-
hvað breyst? „Nei, nei. Ég viðurkenni
það fúslega að ég er lélegur söngvari,
en á maður að vera að sefja fyrir sig
svoleiðis smáatriði þegar maður hefur
eitthvað að segja? Ég held ekki.
Efiiið á plötunni hefur orðið til af
sjálfu sér á síðustu tveim til þremur
árum, ekki endilega samið til plötuút-
gáfu. Það gerðist hins vegar þegar við
Einar S. Guðmundsson byrjuðum að
rækta okkar vináttu aftur og fórum að
glamra saman á gítarana okkar að hjá
okkur fæddist einlægur vilji til að gera
eitthvað við þetta efni sem við áttum
og þá stofnuðum við þessa hljómsveit.
Einar hringdi í stráka sem hann hafði
verið að spila með tveimur árum áður,
Sævar, Jón Gest og Ragga, og úr urðu
Faríseamir."
Faríseamir em hins vegar langt frá
því að vera fyrsta hljómsveitin sem
Davíð Þór Jónsson leggur nafn sitt við.
„Árið 1980 var ég fimmtán ára, en þá
kom út ísbjamarblús með Bubba
Morthens og hann sló í gegn. Upp frá
því fór hver einasti maður sem ein-
hvem tíma hafði spilað á hljóðfæri í
bílskúrshljómsveit. Ég var búinn að
vera í mörgum bílskúrshljómsveitum í
Hafnarfirði áður en ég byijaði í Kátum
piltum." I þessum hijómsveitum spil-
aði Davíð aðallega á píanó en hann
spilar einnig á gítar. Á sínum tíma
spilaði hann líka á blokkflautu þótt
hún hafi aldrei komist í hljóðfæraskip-
an bílskúrshljómsveitanna.
Tréð sem fellur í skóginum...
„...býr ekki til neitt hljóð ef enginn
heyrir það.“ Davíð segir þetta meginá-
stæðuna fyrir útgáfunni. Fyrir mér em
lagasmíðar tæki tjáningar og stundum
em tilfmningar mínar og hugmyndir
ekki skýrar fyrr en þær eru orðnar að
lögum og textum. Ég hef einfaldlega
mikla þörf fyrir að semja tónlist. Þú
getur ort ódauðleg kvæði ofan í skrif-
borðsskúffúna þína en ef skrifborðið
brennur og enginn hefur séð þau gætu
þau alveg eins aldrei hafa verið til.“
Davíð fékk mikið hrós fyrir þýðingu
sína á söngleiknum Hárinu og hefúr
síðan tekið að sér að semja texta fyrir
hljómsveitir eins og Reggae on Ice og
SSSÓL. Þessa dagana er hann einnig
að semja texta fyrir bamaleikrit. En
Davíð segir textana á nýju plötunni
vera mun persónulegri en þá sem hann
semur fyrir aðra. Á plötunni má líka
frnna ýmis yrkisefiii. Ástin, ástarsorg-
in, fyllirí, kvennafar, guð, ísland, Fjall-
konan og trú em meðal málefiia á
plötu Faríseanna.
Sálmur og ofstækishæðni
„Allt sem mér er hugleikið getur
orðið að yrkisefiii,“ segir Davið um þá
fjölbreytni sem platan býður upp á í
textasmíðum. Tvö dæmi sem undirrit-
aður tekur snúast bæði um trú. Davíð
segist trúaður maður en bætir við
„...eins og Guð skapaði manninn, þá
skapaði maðurinn trúarbrögðin...," og
viil ekki blanda trúnni og trúarbrögð-
unum saman. í laginu Friður sé með
yður má hins vegar finna hæðnistón
gagnvart trúarbrögðum hér á landi.
„I því lagi set ég mig i spor trúarfik-
ilsins og læt hann tjá sína skoðun á
trúmálum en dreg sérstaklega fram all-
ar þær mótsagnir sem mér finnast ein-
kenna hans skoðanir til þess að hæðast
að viðkomandi. Lagið er sprottið upp
úr geðvonsku. Ég var staddur á gatna-
ljósum í mikilli umferð og var að
hlusta á trúarfíkil sem þennan í Þjóð-
arsálinni. Ég slökkti í snarhasti og þeg-
ar ég kom heim fimmtán mínútum síð-
ar var textinn nánast tilbúinn."
Á plötunni er einnig að finna annan
tón trúarinnar þar sem Davíð Þór hef-
ur samið sálm sem ber nafnið Kyrie.
Heldur Davíð að hann verði einhvem
tíma fluttur í kirkju?
„Það er ekkert sem mælir gegn því,
nema fólki finnist eitthvað óguðlegt
við rafmagnsgítar. Ef við lítrnn t.d. á
sálmana sem við erum að syngja við
texta Lúters þá voru þetta popplög síns
tíma, drykkjulög sem hann samdi texta
við tii að ná til eyrna fleiri manna.
Textinn í okkar lagi er byggður upp
eins og miskunnarbæn sem er hund-
rað ára gamalt bænaform. Þetta er þrí-
eind bæn þar sem ég þríeini drottin
skaparann, soninn og hinn heilaga
anda og bið um miskunn. Síðan er
millistefið Kyrie eleison, eða Kristur,
miskunna þú oss. Rafmagnsgítar í
kirkjuna? Amen.“
Tónleikar í Loftkastalanum
Á miðnætti í kvöld halda Farísearn-
ir útgáfútónleika sína í Loftkastalan-
um. Nýjung er að þeir sem hafa þegar
keypt diskinn geta notað hann sem að-
göngumiða. Auðvitað viljum við helst
spila fyrir þá sem finnst gaman að okk-
ar tónlist," segir Davíð. Fyrir hina sem
eru forvitnir en hafa ekki fest kaup á
diskinum enn kostar aðgöngumiðinn
750 krónur en húsið er opnað klukkan
ellefú. Gítarrokk fyrir þenkjandi hlust-
endur? Þitt að dæma. -GBG