Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1996, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1996
25
IÞROTTIR
Getraunir:
Enski
boltinn
xxx 22x x22 2111
Lottó 5/38:
1 491338(24)
Haraldur með
góðan leik
Haraldur Ingólfsson átti góðan
leik með Aberdeen i skosku úr-
valsdeildinni í knattspyrnunni
um helgina er liðið sigraði Hi-
bernian á heimavelli sínum, 1-0.
Haraldur þótti standa sig vel í
leiknum en hann var í byrjunar-
liði Aberdeen í fyrsta skipti.
Hann fékk tvö góð marktækifæri
og átti skot sem smaug í stöng-
ina. Á 60. mínútu var Haraldi
síðan skipt út af en þá var stað-
an 1-0 fyrir Aberdeen.
Sjá umfjöllun um skosku
knattspyrnuna á bls. 30.
-SE
Eyjólfur rek-
inn í sturtu
Eyjólfúr Sverrisson kom
nokkuð við sögu í 1. deild þýsku
knattspyrnunnar um helgina er
lið hans, Hertha Berlín, sigraði
lið Stuttgarter, Kickers, 2-1.
Eyjólfur fékk að líta gula
spjaldið hjá dómara leiksins. Það
var síðan tíu mínútum fyrir
leikslok að Eyjólfur fékk rauða
spjaldið og varð að yfirgefa völl-
inn.
Kaiserslautem er efst í 1.
deildinni með 30 stig en Hertha
kemur næst með 25 stig.
Mannheim, lið Bjarka Gunn-
laugssonar, sigraði efsta liðið,
Kaiserslautem, um helgina, 2-0.
Bjarki átti góöan leik en tókst
ekki að skora að þessu sinni.
Mannheim er sem fyrr í 14. sæti
deildarinnar með 17 stig.
Lið Helga Sigurðssonar, Tebe
Berlín, gerði um helgina marka-
laust í 3. deildinni og er í 7. sæti
deildarinnar með 23 stig.
-SK
Glíma:
Þingeyingar
í fyrsta sæti
Þingeyingar náðu um helgina
forystunni í stigakeppni Lands-
glímunnar.
Annað mótið af fjórum fór
fram á Húnavöllum um helgina.
Amgeir Friðriksson, HSÞ, sigr-
aði I flokki fullorðinna.
Ingibergur Sigurðsson, Vík-
verja, varð annar og Helgi
Bjamason, KR, þriðji. Þess má
geta að Orri Bjömsson, KR, varð
að hætta keppni vegna meiðsla
sem hann varö fyrir.
HSÞ er nú efst í stigakeppn-
inni meö 14 stig en KR kemur
næst meö 12 stig.
Ólafur Kristjánsson, HSÞ,
vann með nokkrum yfirburðum
í unglingaflokki og þingeysku
unglingamir hafa örugga for-
ystu.
-SK
Enski boltinn:
Arsenal í
annað sæti
Arsenal skaust í gær í annað
sæti ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspymu með því að sigra
Tottenham í Lundúnaslagmnn,
3-1.
Arsenal er með jafnmörg stig
og Newcastle en markatala
Newcastle er betri.
Sjá allt um ensku knatt-
spymuna á bls. 30.
-SK
„Stefnan sett á titilinn“
- Herbert Arnarsyni gengur allt í haginn í hollenska körfuboltanum
Herbert Amarsyni landsliðs-
manni og félögum hans í hollenska
liðinu Donar frá Groningen gengur
allt í haginn í 1. deildinni þar í
landi um þessar mundir,
Liðið hefúr unnið hvem leikinn
af fætur öðrum og er komið í þriðja
sæti. Um helgina sigraði liðið Voor-
burg, 72-86, og skoraði Herbert 8
stig og lék í 35 minútur. Hann var
ánægður með frammistöðu sína og
lætur vel af veru sinni hjá félaginu.
Herbert er búinn að leika sjö leiki
með liðinu síðan hann gerði Scimn-
ing sem gildir út þetta tímabili.
„Við erum búnir að tapa einum
leik síðan ég kom til félagsins. Þjálf-
arinn hefur sýnt mér mikið traust
en ég er að leika að jafnaði um 37
mínútur í leik. Ég vissi ekki hvert
hlutverk mitt yrði hjá liðinu áður
en ég fór utan en ég fór strax í byrj-
unarliðið. Það kom mér mikið á
óvart.
Það hafa margir af bestu leik-
mönnum Hollands farið til Þýska-
lands og Belgíu síðan úrskurðurinn
í Bosman-málinu féll. Meginástæð-
an fyrir því að ég fór til Donar var
að nokkrir leikmenn duttu úr leik
vegna meiðsla. Reglur í hollenska
körfuboltanum leyfa 3 Bandaríkja-
menn í hverju liði og það nýtir Don-
ar sér til fulls. Meginmuniu-inn á
hollenska körfuboltanum og þeim
bolta sem leikinn er á íslandi liggur
í stærri leikmönnum og sterkari
sem leika hér. Þjálfarinn leggur
mest upp úr því að boltanum sé
komið inn á stóru leikmennina og í
æ ríkari mæli keynnn við nú orðið
mikið á hraðaupphlaupum," sagði
Herbert í samtali við DV.
Herbert segist hafa náð sér vel á
strik og er kominn í toppform.
Hann hefur í fjórum leikjum verið
að skora upp undir 20 stig í leik.
„Það er mat okkar hér hjá Donar
að við eigum mannskap til að verða
meistarar. Deildin er skipt hvað
styrkleika varðar en átta lið eru
sterk en fjögur þó nokkuð lakari.
Við eigum tvo leiki inni á neðstu
liðin þannig að dæmið lítur vel út á
næstunni. Þjálfarinn hefúr ákveöið
að æfa ekkert um jólin og þess í stað
verður leikmönnum gefið tveggja
vikna jólafrí. Ég kem heim 22. des-
ember en fer síðan út aftur 7. janú-
ar. Það er gaman að geta einbeitt
sér eingöngu að körfuboltanum,"
sagði Herbert Amarson í samtalinu
við DV.
-JKS
HM í golfi:
S-Afríka meistari
Kylfingamir Emie Els og Wayne Westner tryggðu S-Afríku heims-
meistaratitilinn í golfi tveggja manna landsliða í gær. Els lék á 272 högg-
inn en Westner á 275 höggum, samtals 547 höggum. Bandaríkin urðu í
öðra sæti á 565 höggum. Tom Lehman lék á 283 höggum og Steve Jones
á 282 höggum. Skotar urðu þriðju á 566 höggiun.
Rangers deildameistari
Glasgow Rangers varð í gær skoskur deildameistari í knattspyrnu er
liðið sigraði Hearts í úrslitaleik, 4-3.
Þessi lið mættust einnig í úrslitaleik í fyrra en þá sigraði Hearts.
Rangers komst í 2-0 með mörkum frá Ally McCoist. Þeir Fulton og Ro-
bertson jöfiiuðu fyrir Hearts en síðan komu tvö mörk frá Paul Gascoigne.
Weir minnkaði svo muninn fyrir Hearts á lokamínútu leiksins.
-SK