Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 15 Eftir óveðrið Mottó: Svo skal böl bæta að bíða annað meira Fyrir fáeinum árum kynntist ég lítillega grunnskóla í London, rík- isskóla dæmigeröum fyrir mið- og neðri lög samfélagsins (sem sam- kvæmt lögmáli kransakökunnar eru jafhan umfangsmeiri en hin efri). Hljóð í kennslustofum var í 3. merkingu Orðabókar Menning- arsjóðs: hróp og óp. Sambandið miUi kennara og nemenda ámóta og Útvegsbankaklukkunnar og umferðarinnar um Lækjargötu. Veröld unglinganna undirlögð af hyldýpisgjá milli auglýsinga og handbærs skotsilfurs. Skólinn samfelldur markaður þar sem stöðugt var verið að koma þýfi í verð, allt frá sígarettum upp í vél- hjól. Lausamunum á glámbekk var stolið jafnharðan og í félagsað- stöðu nemenda ríktu frumskógar- lögmálin á meðan kennarar sleiktu sár sín á kennarastofunni. Tveir hvítir hrafnar Lengri verður þessi Lundúna- ferð ekki að sinni, ég býð menn velkomna aftur til fslands þar sem þjóðin situr um þessar mundir hnípin og sleikir sár sin eftir slæma útreið á samræmdu prófi þjóðanna í raungreinum. Það er mikið búið að skamma hana og litlu við að bæta fyrir þann sem mætir seint til leiks. Þó langar mig að leiða andartak hugann að merk- „Verður vitið óhjákvæmilega úti í Skeiöarárhlaupi skjámiðlanna?" spyr greinarhöfundur m.a. ingu orðsins „skóli“ sem mér skilst að sé ættað úr grísku og merki „næði“ og „tóm“. Þessir hvítu hrafnar tveir munu vera orðnir sjaldgæf sjón á Vestur- löndum (sem vel að merkja virð- ast velflest hljóta falieinkunn í títthefndri könnun). Vesturheimskt hugskot, hvemig stendur á tomæmi þess? Er andi tímans svona óhallkvæmur yfir- legu og námi? Verður vitið óhjá- kvæmilega úti í Skeiðarárhlaupi skjámiðlanna? Beija ámar brúar- lausar til hafs? „Foreldrarnir soguðust inn í vinnu- hítina eins ogjólatré í pökkunarsíló og geta sig hvergi hrært. Börnunum var komið fyrir hjá barnfóstru sem var sakleysið uppmálað eins og sjónvarps- eða tölvuskjár en reynd- ist vera barnaníðingur.“ I harðsoðinni síbrota- fræðslu En bera þær ekki alltént með sér leir sem eykur við landnám hugans? Ákaflega virðist það ótraust byggingarefni. Við höfum séð í gamanmyndum þegar vondi kaliinn er látinn setjast á skóla- hekk; það mun vera hið gagnstæða sem er uppi á teningnum hér: skólaböm i harðsoð- inni síbrotafræðslu. Hvar fer hún fram? Að stærstum hluta á heimilunum, hinum eiginlega gmnnskóla. Að vísu eru kennar- arnir fjarverandi, for- eldramir soguðust inn í vinnuhítina eins og jólatré í pökkunarsíló og geta sig hvergi hrært. Bömunum var komið fyrir hjá bam- fóstm sem var sak- leysið uppmálað eins og sjónvarps- eða Kjallarinn Pétur Gunnarsson rithöfundur tölvuskjár en reynd- ist vera barnaníðing- ur og Bláskeggur. Tekst foreldrunum að slíta sig úr neti vinnuþrælkunarinn- ar? Ná þeir að end- urheimta heimili sín? Fá þeir aftur bömin? Þeir era að vísu rétt- indalausir og engin námsskrá fyrirliggj- andi um það sem fram á að fara. Ein- asta kennslutækiö augnaráð. Og næði og tóm. Pétur Gunnarsson 14 babiljur Islendinga íslendingar búa nú flestir við nokkrar reginfirrur í lífssýn sinni sem skekkja gildismat þeirra út yfir allan þjófabálk. Skulu þær helstu því nefndar hér á eftir. Lífshlaupiö Fyrst er það að flestir gera sér ekki grein fyrir hvað lífið er stutt. Því þræla þeir oft meginhluta þess við að búa í haginn fyrir einhverja fjarlæga framtíð sem þeir þyrftu að verða fjórð- ungi eldri tii að fá höndlað. Annað er að margir halda að þeir fái endalaust tækifæri til að byija upp á nýtt; því þeir treysta á að líf sé eftir dauðann og því sé í rauninni eng- inn dauði framundan heldur bara eilíft líf. Fyrir það þriðja: Fólk heldur áfram að hlaða niður börnum í þeirri misskildu trú að þau séu öll- um til hagsbóta og jafnvel að for- eldrar lifi áfram í bömunum sín- um! Pjóöareðliö Fólk trúir að meginundirstaða velferðarríkis okkar sé dugnaður, gáfur og menntun íslendinga. Sönnu nær er þó að velferðarþjóð- félagið er í grundvallaratriðum einkum til staðar vegna nábýlis við vestrænar þjóðir og vegna fiskimiðanna. Flest fólk heldur að menningarmál og „óhagnýt" menntun skipti litlu máli. Það gleymir að velferðarþjóðfélagið sér öllum fyrir nauðþurftum og flest annað er því einhvers konar félagslif og menningarmál í bland. Flestir búa við rammar pólitískar tálsýnir. Þannig trúðu menn tii skamms tíma að íslendingar gætu lifað af kjamorkustríð og að slíkt gæti ekki komið hingað. En siðan hefur komið í ljós að Sovétmenn beindu nógu mörgum kjarnorku- flaugum að íslandi til að eyða hér öllu lífi í árþúsundir. Líkast til hefðu engir íslendingar orðið eftir í heiminum ef til stríðs hefði komið, nema kannski í Ástr- alíu. Öryggi í heimi kjamorkuváar var því og er sjálfsblekk- ing og lífsblekking. íslendingar halda eflaust flestir að vemdun íslenskunn- ar og annarra þjóð- legra sérkenna okkar sé margfalt mikil- vægari en hún er í raun og veru. íslendingar halda trúlega flestir að landið sé stærra en það er, miðað við önnur lönd. Einnig að fslendingar séu miklu stærri hluti af mannfjölda heimsins en þeir eru í raun og að þeir séu miklir og merkilegir eftir því. íslendingar halda að þeir séu bókmenntaþjóð. En þeir hafa fæst- ir nægan frið frá vinnunni til að lesa langar setningar, hvað þá heilar hækur! íslendingar halda að þeir einir íslendingar séu marktækir sem slíkir sem era búsettir á íslandi. En líklegt er að samanlagður fjöldi íslendinga erlendis sé ennþá merkilegri og verðugri hópur en við sem heima sitjum; að minnsta kosti talsvert nútíma- legri og menntaðri. Lýöræöiö íslendingar halda að þeir eigi út af fyrir sig allt sem þeir sjá í kringum sig: landið, miðin og náttúruna. Einnig að þeir eigi einkarétt á að búa í landinu og á að búa við íslenskt lýðræði og frelsi. En þetta er allt óðum að breytast í sameign Evrópu- bandalagsins og heimsbúa allra. íslendingar halda að hið nýfengna vest- ræna lýðræði sé eina skipulagið í heiminum sem sé gott og réttsýnt og að aðrir möguleikar séu óhugsandi fyrir hugsandi þjóð. íslendingar halda að Norður- landaþjóðimar séu Guðs útvalda fólk. Og að næst á eftir þeim komi enskumælandi þjóðimar. Og að aðrar þjóðir séu varla til að tala um. Fólk heldur að jafhrétti kynj- anna sé á næsta leiti. En hvorugt kynið vill gera neitt teljandi til að svo megi verða í lífstíð núverandi kjósenda. Heill sé þá þjóð vorri ef svo er, og punktur. Tryggvi V. Líndal „íslendingar halda að þeir séu bókmenntaþjóð. En þeir hafa fæstir nægan frið frá vinnunni til að lesa langar setningar, hvað þá heilar bækur!u Kjallarinn Tryggvi V. Líndal þjóöfélagsfræöingur Með og á móti Úrskurðarnefnd sjómanna og útgerðarmanna Sturlaugur Stur- laugsson, nefndar- maöur í úrskuröar- nefnd. Hefur náð tilgangi „Á sínum tíma, þegar þessi úr- skurðamefnd var sett á laggirnar, var það málamiðlun. Þarna mynd- aðist vettvangur til að leysa þau mál sem upp komu varðandi verð á fiski. Þetta var líka vettvangur til að taka á því ef verið var að láta sjómenn taka þátt I kvótakaupum. Það var fiöldi mála sem nefndin leysti og í öðru lagi hafði hún þau áhrif í verðlagningar- kerfinu að sjómenn og fisk- vinnslumenn lögðu miklú harðar að sér við lausn mála til að koma í veg fyrir að þau færa til umfjöll- unar og úrskurðar hjá nefndinni. Nefndin leysti fjölda mála óbeint með tilvist sinni þrátt fyrir að þau hafi aldrei komið á hennar borö. Hún var því hvati til að menn leystu málin. Samskipti sjómanna og útgerðarmanna era aö mínu niáti miklu betri meö þessari úr- skurðarnefnd vegna þess að menn hættu að blaöra um vandamálin í fjölmiðlum. Útgerðarmenn hafa lagt sig fram um að leysa þessi mál og koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvótakaupum. Nefnd- in hefúr því svo sannarlega náð tilgangi sínum og ég get ekki séð að krafa sjómanna um að allur fiskur fari um markaö leysi öll vandamál. Fiskvinnslufólk al- mennt mun ekki sætta sig við slíkt fyrirkomulag. Það er fjöldi fyrirtækja sem í seinni tíö hefur verið að tengja saman veiðar, vinnslu og markað. Þetta er því ein heild sem ekki má slíta í sund- ur.“ Hefur brugðist „Nefndin var stofnuð í kjarasamn- ingum og henni var ætlað að leysa úr þeim ágreiningi sem upp kynni að koma milli sjómanna og út- gerðarmanna varðandi verð- lagsmál. Það er hægt að segja að nefndin hafi lokið öllum sín- um málum; hún hefur úr- skurðað í þeim puöjón a. Krist- .... . jansson, nefndar- Ohum, annað- maður í úrskuröar- hvort með sam- nefnd. komulagi eða með oddamanni og það liggur ekk- ert mál óafgreitt. Hins vegar hefur það komið upp að úrskm-öirnir hafa ekki notið þess fulltingis að eftir þeim væri farið. Menn hafa komist upp meö að hóta að leggja skipunum eða segja upp áhöftium. Menn hafa verið settir upp að vegg og síðan neyddir til að sam- þykkja eitthvað annað en nefndin hafði úrskurðað. Önnur hlið máls- ins er sú að mönnum hefur verið sagt að færu þeir með mál sín til úrskurðamefndarinnar þá yrði skipi þeirra lagt. Sú staða hefur því verið uppi að menn hafa setið uppi með fiskverðsdeilu þar sem skip hafa legið vikum saman þrátt fyrir þetta fyrirkomulag. Það ligg- ur því fyrir að nefndin hefur ekki náð þeim tilgangi sem henni var ætlaður. Sjómenn búa því við þann órétt að ná ekki fram leið- réttingum á sínum málum. Vand- inn felst í því að útgerðin ræður bæði skipum og kvóta og eina lausnin er sú að allur fiskur fari um fiskmarkaði. Það hlýtur að teljast eðlileg niðurstaða sjó- mannasamtakanna, eftir þriggja til fjögurra ára baráttu við að leysa þessi mál, að ekkert sé eftir nema markaðsverðið. Sú lausn er þjóðhagslega hagkvæm og eðlileg- ur farvegur til að ná sem mestri hagkvæmni í sölu og vinnslu sjáv- arafla. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.