Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Page 18
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 33"V
i8 %enning
Fegurð á 20. öldinni
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í
Háskólabíói í gærkvöldi voru leikin þrjú
verk, öll eftir viöurkennd stórmenni tónlist-
arsögunnar. Þama hljómaöi Harmaforleikur
op. 81 eftir Johannes Brahms, þá fiðlukonsert
op. 15 eftir Benjamin Britten og loks sjöunda
sinfónía Beethovens. Einleikari í konsertin-
um var konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar
íslands, Guðný Guðmundsdóttir, og stjóm-
andi var Sidney Harth frá Bandaríkjunum.
Tónlist
Sigfríður Björnsdóttír
Hljómsveit og hljómsveitarstjóri náðu ekki
vel saman í þessum þekkta forleik Brahms.
Verkið er vel samið, sterk flétta kannski ekki
mjög frumlegra en traustra tónhugmynda.
Vel var haldið áfram við flutninginn, en dýpt
og vídd skorti í túlkunina á stórum köflum.
Samtaka vora menn ekki alltaf og hljóðfæra-
leikur jafnvel áberandi óhreinn á stöku stað,
t.d. hjá sellóum og lágfiðlum.
Ekki þurfti undan neinu slíku að kvarta í
næsta verki, fiðlukonserti Brittens. Þvert á
móti! Hljómsveitin lék vel. Alvaran og ein-
beitnin sem einkenndi leikinn skilaði sér vel
út í salinn og fékk menn til að hlusta með
sama hugarfari. Allir virtust standa saman
um að gera þennan fmmflutning verksins hér
Guöný Guðmundsdóttir konsertmeistari: Hrein fegurö hæf-
ir henni vel.
á landi sem eftirminnilegastan.
í stærstu hlutverki var auðvitað Guðný
Guðmundsdóttir. Hin hreina fegurð verks-
ins, þetta dásamlega frelsi frá tilfinningasem-
inni án þess að rómantíkinni sé fómað, virt-
ist hæfa Guðnýju vel. Einleikshlutverkið er
mjög krefjandi og komst Guðný vel frá öllu.
Bestar vom þó langar svifháar strófúr við
hinn sérstaka undirleik hljómsveitarinnar
svo sem í fyrsta kafla þar sem strengir syngja
undir fiðluna og sneriltromma kemur inn.
Og ekki var síðra samspil einleikarans og
blásara í öðrum kafla.
Konsertinn geymir reyndar mörg slík
ómetanleg augnablik, verk sem býr yfir sér-
stæðri og seiðandi fegurð. Hljómsveitarstjór-
inn Sidney Harth leiddi þá sem í salnum
vom af öryggi gegnum verkið, tryggði ein-
leikaranum ávallt bestu mögulegu skilyrði
og mótaði faflega. Þannig var t.d. aðfari nið-
urlags annars kafla mjög vel unninn, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Sidney Harth lét þó fyrst verulega til sín
taka þegar kom að síðasta verkinu á dagskrá
kvöldsins, þeirri sjöundu. Það þarf þó nokk-
uð til að fá áheyrendur til að standa og hrópa
og stappa í fögnuði sínum eftir flutning á jafh
gjörþekktu verki og þessi sinfónía er. En það
tókst stjómandanum. Þokkinn og mýktin
sem gerði þennan flutning svo góðan og svo
eldurinn, í raun hálfgerður eldsvoði, í síðasta
kaflanum ærði fjöldann. Harth var þakkað
ákaflega og þannig lauk þessum ágætu tón-
leikum.
Þrír kórar
Jólin em timi mikillar hljómdiskaútgáfu eins og
kunnugt er. Þótt ef til vill sé of mikið að tala um flóð má
áreiðanlega segja að hljómdiskastraumur gangi yfir
þjóðina um þessar mundir. Nú hafa okkur borist þrír
nýir íslenskir hljómdiskar með kórtónlist. Hamrahlíðar-
kórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótiur, syngur á
diski sem nefnist Islenskir jólasöngvar og Maríukvæði.
Karlakór Reykjavíkur er á hljómdiski sem nefnist ís-
lands lag, stjómandi er Friðrik S.
Kristinsson. Þá syngur Karlakór
Keflavíkur á diski sem nefnist Suður-
nesjamenn. Stjómandi hans er Vil-
berg Viggósson.
Með hljómdiski Hamrahlíðarkórs-
ins fylgir bæklingur þar sem m.a. er
að finna ágæta ritgerð eftir Hrafn Sveinbjarnarson um
jólasöng á íslandi. Efnisvalið á disknum er athyglisvert.
Er þar sótt aftur í aldir og byrjað á Þorlákstíðum. Þá eru
allmörg lög úr ritum þeim sem Guðbrandur Hólabiskup
lét prenta; Sálmabókinni 1589 og Grallaranum. Því næst
fikrast lagavalið fram eftir öldum og til okkar tima. Er
þama að finna Maríukvæði og jólalög eftir Þorkel Sig-
urbjömsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jón
Þórarinsson, Hróðmar I. Sigurbjömsson, Jónmni Viðar
og Sigvalda Kaldalóns.
Má segja að á diski þessum sé óvenjulega skemmtileg
kennslustund í íslenskri tónlistarsögu auk þess sem tón-
listin frá listrænu sjónarmiöi er fyrsta flokks. Flutning-
ur Hamrahlíðarkórsins, undir stjóm Þorgerðar Ingólfs-
dóttur, er með ágætum. Sama er að segja um upptöku og
tæknivinnu þótt fyrir smekk undirritaðs sé eftirómur í
upptökunni fullmikill.
Að sama skapi sem efnisval Hamrahlíðarkórsins er
ferskt verður vart annað sagt en að lagavalið á hljóm-
diski Karlakórs Reykjavíkur sé eins venjulegt og hugsast
getur. Obbinn af lögunum hefur tilheyrt föstum liðum í
verkefnavali íslenskra karlakóra svo lengi sem munað
verður. Hins vegar verður ekki mikið fundið að söng
kórsins á þessum diski. Margir góðir raddmenn fyfla rað-
ir hans og er hljómurinn fallegur, túlkun laganna skýr og
væmnislaus og blæbrigði í lit og styrk koma vel fram.
Allt em þetta mikilvæg einkenni á góðum karlakórs-
söng. Ef til vill má líta á þetta sem
endanlega og varanlega afgreiðslu á
hinum gömlu karlakórslögum og
megi nú leggja þau til hliðar um hríð.
Þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn
Sigmundsson og Sigurður Haukur
Gíslason eiga ágætt framlag á diskn-
um ásamt píanóleikurunum Önnu Guðnýju Guðmunds-
dóttur og Jónasi Ingimundarsyni.
Karlakór Reykjavíkur hefur lítt verið gefinn fyrir að
skipta um stjómendur. Fyrsti stjórnandinn starfaði í 36
ár, sá næsti í 26 ár. Núverandi stjómandi, Friðrik S.
Kristinsson, hefur starfað i sex ár og gæti því átt tuttugu
ár eða þrjátíu eftir. Er það vel þvi kórinn blómstrar und-
ir stjórn hans, en verður vonandi nýjungagjamari í verk-
efnavali í framtíðinni. Hann virðist hafa burði til þess að
takast á við nánast hvað sem er.
Karlakór Keflavíkur státar ekki af stærð og starfs-
aldri á við Karlakór Reykjavíkur. Viðfangsefnin era
einnig alþýðlegri og sum með dægurlagakeim, sem vel
getur stuðlað að vinsældum svona disks. í flestum lög-
unum er píanóundirleikur, sem Ágota Joó leysir vel af
hendi, og stundum koma fleiri hljóðfæri við sögu.
Stjómandinn, Vilberg Viggósson, hefúr starfað meö
kómum undanfarin þrjú ár og er þetta fyrsti geisladisk-
urinn sem kórinn gefúr út með söng sínum. Það er lofs-
Hljómplötur
Hnnur Torfi Stefánsson
Þorgerður Ingólfsdóttir: Ferskt efn-
isval.
vert framtak. Hafi kórinn og stjórn-
andinn svipað úthald og kollegar
þeirra í Reykjavík munu þeir ná
langt er tímar líða.
Hamrahlíðarkórinn; íslenskir jóla-
söngvar og Maríukvæði, stjórn-
andi Þorgerður Ingólfsdóttir, ein-
söngvarar Hallveig Rúnarsdóttir
og Olafur Rúnarsson.
Karlakór Reykjavíkur; íslands lag,
stjórnandi Friðrik S. Kristinsson,
einsöngvarar Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir og Kristinn Sigmundsson.
Karlakór Keflavíkur; Suðurnesja-
menn, stjórnandi Vilberg Viggós-
son, undirleikur á píanó Ágota
Joó.
Vaskur grís
Margrét Vilhjálmsdóttir leik-
kona hefur lesið inn á snældu
söguna um Vaska grísinn
Badda eftir Dick King-Smith.
Dóra Hvanndal þýddi söguna
sem vinsæl kvikmynd hefur
einnig verið gerð eftir. Jón
Ólafsson gerði tónlist á snæld-
una en Jóhann Sigurðarson
leikstýrði Margréti
Hljóðsetning gefúr út.
Smásögur
Hljóðsetning gefur einnig út
fimm þýddar smásögur á geisla-
diski sem heitir einfaldlega
Smásögur. Þar les Amar Jóns-
son sögu eftir
Strindberg, Jó-
hann Sigurðar-
son smásögu
eftir Ingvar
Orre, Ragn-
heiður Stein-
dórsdóttir
sögu eftir Vla-
dimir Nabokov, Öm Áma-
son sögu eftir John O’Hara og
Erlingur Gíslason sögu eftir
Heinrich Böll.
Útgefendur vilja með þessu
veita hlustendum innsýn í fjöl-
skrúðugan heim erlenda smá-
sagna, því sögumar era ólikar
og frá ýmsum tímum.
Úr höll birtunnar
Kristinn Kristjánsson eða
Diddi í Bárðarbúð eins og vinir
hans kalla hann var að gefa út
sina fyrstu ljóðabók, rúmlega
sjötugur að aldri. Þó hefur
hann lengi fengist við ritstörf
og haft viðumefnið Skáldið á
Heflissandi.
Bók
Krist-
ins
heitir
Úr höll
birtunn-
ar og
geymir 44
Ijóð sem
mörg eru
ort á síðustu
árum. Við-
fangsefnin era
fjölbreytt en
snerta þó flest líf og tilvera í
grennd við Snæfellsjökul og
goðmögn hans:
Handan við hafdjúpin blá
úr heiðríkju jökullinn rís
skínandi bjartur og skær
skartar um miðsumarsnótt.
Lýsir á leiðimar enn
langt inn i ókomna tíð
ber sér í fangi bemskuvor
brimhljóð frá mannlífsröst.
Bjöm Roth myndlistarmaður
hefur hannað bókina og gert
hana einstaklega vel úr garði
og bókaútgáfan Pöpull á Helln-
um gefúr hana út í litlu upp-
lagi. Hún fæst í helstu bókabúð-
um og hjá höfúndi.
Hugfróar leitað hjá náttúrunni
Mörg Ijóðanna í fjórðu ljóða-
bók Jónasar Þorbjamarsonar,
Villilandi, eru rabbkenndar
hugleiðingar og í þeim gætir
ferskrar sýnar og allt að því
bamslegrar undrunar þess
sem lætur ekki vana eða við-
teknar hugmyndir sljóvga
skynjunina. Ljóðmælandi er
persóna í nær öllum ljóðunum
og verður hans eigið sjálf
stundum nokkuð fyrirferðar-
mikið. Talsvert er um beinar
lýsingar hans á eigin högum,
og á viðbrögöum við því sem
fyrir hann ber, sem sumar
hveijar virka ekki mjög skáld-
legar. Eftirfarandi línur era úr
ólíkum ljóðum: ,já setur að
mér nokkur ónot“, „ég fæ
snert/ af menningarsjokki...“,
„ég sýp hveljur", „ég verð strax
dálítið ringlaður“. Lífsafstaða
ljóðmælanda einnkennist af
Jónas Þorbjarnarson
Bókmenntir
Kristján Þórður Hrafnsson
nægjusemi og æðruleysi og er
áhugaverð en rabbkenndur og
kumpánlegur stíll á þátt í því
að stundum virkar sjálfsskoð-
un hans ögn makindaleg.
Áhrifamestu kaflar bókar-
innar era þeir þar sem hinn
rabbkenndi tónn víkur fyrir
öðram sárari, meiri hnitmið-
unar gætir og vísað er til til-
finningalegrar reynslu. Jónas
víkur á eftirminnilegan hátt
aö sjálfsvígum en eins og
hann minnir á eru „ljóðskáld
talin veik fyrir slíku - / árátt-
an að stytta, stroka út“. í ljóði
um Verðandi-mennina ávarp-
ar hann Bertel E. Ó. Þorleifs-
son sem drukknaði í Kaup-
mannahöfn: „Gastu ekki
hinkrað ögn við/ á bakkanum
(eins og ég) - bölvað lífinu
svolítið lengur/ nokkur ljóð í
viðbót, já þú . . .“
Dæmi um ljóð þar sem skáldgáfa Jónasar nýt-
ur sín mjög vel er „Hafsjór" sem byggist á heild-
stæðu en um leið margslungnu myndmáli er sýn-
ir hafið sem bók - bókina sem ljóðmælandi
myndi taka með sér á eyðiey - himininn sem
grúskara og tunglið sem leslampa. Eftirfarandi
línur era úr þessu ljóði:
. .. því þegar ég er verulega einn
finnst mér um að gera
að lesa eitthvað mjög stórt í sér
og djúpt: alltaf þegar mér líður
eins og á eyðiey norður í hafi
þá þakka ég fyrir
að vera þó með réttu bókina ...
Löngun eftir að finna hugarhægð hjá náttúra-
öflunum er sterk í þessu verki og víða er eins og
ljóðmælandi vilji gleyma mannlifinu og jafnvel
sjálfúm sér í tilfinningalegri einingu við náttúr-
una.
Jónas Þorbjarnarson:
Villiland
Forlagið 1996
Á vígaslóð
Einar Björgvinsson hefur
kannað heimildir um íslendinga
sem börðust með
nasistum í
seinni heims-
styrjöldinni og
skrifað skáld-
sögu um hlut-
deild þeirra í
þeim hildar-
leik sem
hann nefn-
ir íslend-
ingur á víga-
slóð. Þetta er spennandi
*: stríðssaga þar sem því er meðal
i;' axmars lýst hvemig Hamborg
r; var lögð í rúst í loftárásum.
I' Fjölvi gefur út.
Umsjón
I
| Silja Aðalsteinsdóttír