Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1996, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996 21 Fréttir Nýr leikskóli vigöur á Flateyri: Byggður fýrir gjafafé frá Færeyingum Grænlendingar, Kiwanismenn auk Qölda annarra gáfu Nýr leikskóli var vígður á Flat- eyri á sunnudaginn. Skólinn er að stærstum hluta byggðtir fyrir gjafa- fé frá Færeyjum en ungir menn þar í landi stóðu fyrir fjársöfnun eftir snjóflóðið á Flateyri fyrir rúmu ári. Var m.a. efnt til tónleika í Norður- landahúsinu í Þórshöfn þann 31. október i fyrra, aðeins fimm dögum jftir að snjóflóðið féll. Fjöldi tón- listarmanna óskaði eftir að taka þátt í tónleikum þessum og komust þar raunar færri að en vildu. Söfn- uðu Færeyingar 30 milljónum húsið var hannað af Ársæli Vignis- syni arkitekt. Lagnir og burðarþol vann Eyþór Þórhallsson verkfræð- ingur og raflagnir eru hannaðar af Raftæknistofunni hf. Við sögu byggingar þessa leik- skóla koma, auk Færeyinga, m.a. Kiwanismenn, sem gáfu fé til kaupa á húsgögnum, Sjöunda dags aðventistar, Hjálpræðisherinn, Lögreglan í Reykjavík, leikskólar víða um land, Vestfirðingar i Snæ- fellsbæ ásamt mörgum öðrum. Samkvæmt sérstöku samstarfs- júnímánaðar. Framkvæmdir hófust þó ekki fyrr en í síðustu viku júlí- mánaðar vegna dráttar á samþykki skipulagsyfirvalda í Reykjavík og var botnplata steypt 12. ágúst. Tveimur dögum síðar hófst upp- setning á húsinu sem var gert fok- helt á tveim vikum. Verkinu var síðan skilað sl. sunnudag og er því verktíminn tæplega fjórir mánuðir. -HK wmgr-er nð notn á néttu mrn ðegi? Þykk og springdýna. Efsvo er skaltu koma og líta á amerísku svefnsófana frá Broyhill og Lazy-boy sem eru sérlega fallegir, vandaðir og þægilegir. Hjá okkur sjáið þið mikið og breitt úrval og allir geta fundið svefnsófa fyrir sitt hæfi. Verðfrákr. 79.490, -. TST (' £ Iffiiliffli HUSGAGNAHOLLIN Bíldshöföi 20 - 112 Rvik - S:587 1199 Jemsína Jensdóttir leikskólastjóri og Aksel Haraldsen forstööumaöur Noröurlandalandahússins Færeyjum, klippa á boröann. DV-mynd Höröur króna sem ákveðið var að verja til byggingar á nýjum leikskóla sem kostar fullbúinn 40 milljónir króna. Þrír fulltrúar Færeyinga voru við- staddir vígsluathöfnina á sunnu- daginn, þau Aksel Haraldsson, for- stöðumaður Norðurlandahússins, Marjum Poulsen og Fróði Vestergaard. Grunnflatarmál hússins, sem er finnskt bjálkahús byggt á steypum jrunni, er 268 fermetrar og því til yiðbótar er 124 fermetra milliloft ueð stórum kvisti. Leikskólinn rúmar 40 böm í tveimur aðskildum ieildum. Allt efni í húsið frá Finnlandi vó 12 tonn og kom það til ísafjarðar í jórum gámum. Aðalverktaki við tyggingu hússins var Ris hf. en verkefni ísafjarðarbæjar og Rauða kross deildar Önundafiarðar verð- ur efri hæð leikskólabyggingarinn- ar nýtt fyrir félagsaðstöðu bama og unglinga í Grunnskólanum á Flat- eyri. Grænlendingar gáfu eina milljón króna sem notuð er til kaupa á búnaði í þessa félagsað- stöðu en verkefnið er sérstaklega styrkt af Rauða krossi íslands. Kristinn Jörundsson frá Bygg- ingafélaginu Risi hf. sagði bygg- ingasögu hússins en rammasamn- ingur að byggingunni var undirrit- aður þann 26. febrúar á þessu ári og er meðgöngutíminn því níu mánuðir. Formaður kvenfélagsins á Flateyri og núverandi leikskóla- stjóri, Jensína Jensdóttir, tók svo fyrstu skóflustunguna seinni part :ríöi Vestergaard, fulltrúi Færeyinga, til vinstri, afhendir Kristjáni Þóri lúlíussyni, bæjarstjóra ísafjaröarbæjar, lyklana aö nýja leikskólanum. Á nilli þeirra stendur séra Gunnar Björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.