Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Page 15
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
15
Enn einu sinni um
veiðileyfagjald
„Á sama hátt er veiðileyfagjald ekki skattur heldur greiðsla fyrir afnot af
eign sem þjóðin á,“ segir Björgvin í greininni.
Margt hefur verið
rætt og ritað um kosti
og galla veiðileyfagjalds
og sýnist sitt hverjum.
Ekki er ætlunin hér að
endursegja allt sem áður
hefur verið sagt um eitt
stærsta hagsmunamál
þjóðarinnar enda þarf
meira til en eina blaða-
grein. Nauðsynlegt er þó
að benda á nokkur rök
þeirra sem aðhyllast
veiðileyfagjaldið ásamt
því að leiðrétta ákveð-
inn misskilning sem
haldið hefur verið á lofti
af fylgjendum núverandi
kerfis.
Vinnuafl - fjármagn
Samtök iðnaðarins
eru fylgjandi veiðileyfagjaldi af
nokkrum ástæðum. Helst ber að
nefna að iðnaðurinn keppir við
sjávarútveginn um vinnuafl og
ijármagn. Iðnaðurinn þarf að borga
fyrir aðfóng sín eins og gengur og
gerist á almennum markaði. Sjáv-
arútvegsfyrirtæki sem fengu út-
hlutað ókeypis kvóta á sínum tíma
og eru enn í rekstri fái aftur á móti
hráefnið ókeypis. Kostnaður þeirra
felist eimmgis í því að sækja hrá-
efhið. Þetta sé ástæðan fyrir því að
útgerðarfyrirtæki geti borgað sín-
um starfsmönnum mun hærri laun
og eigi auðveldari aðgang að fjár-
magni en gengur og gerist hjá iðn-
fyrirtækjum.
Gjald - skattur
Tilgangur með breytanlegu
veiðileyfagjaldi er að stýra sókn
fiskiskipa í auð-
lindina ásamt því
að skila tekjiun til
ríkissjóðs. And-
stæðingar veiði-
leyfagjalds telja að
slikt gjald sé í raun
ekkert annað en
skattur á útgerð-
ina. Ef ríkið ætlaði
sér að leggja fleiri
milljarða króna
álögur á útgerðina
myndu þær krónur
aðeins renna í „rík-
ishítina“. Þeir
segja að fylgjendur
veiðileyfagjalds séu
í raun talsmenn
aukinnar skatt-
heimtu og ríkisum-
svifa.
Fylgjendur veiðileyfagjalds eru
ósammála því að um skatt sé að
ræða. Ef t.d. ríkið á íbúðarhús-
næði og leigir það út er ekki um
skatt að ræða heldur gjald fyrir af-
not. Á sama hátt er veiðileyfagjald
ekki skattur heldur greiðsla fýrir
afhot af eign sem
þjóðin á. Hvort
sem veiðileyfa-
gjald er skattur
eða ekki þá eru
báðir hópamir
að mestu leyti
sammála um eitt
en það er að
veiðileyfagjald er
hagkvæmari
tekjuöflun fyrir
ríkissjóð heldur
en skattur á
vinnuafl og fjármagn. Ástæðan er
sú að skattur á vinnuafl dregur úr
vinnuframboði og skattur á fjár-
magn dregur úr spamaði.
Ragnarsson - Becker
Rangt er að halda því fram, eins
og oft hefur komið fram opinber-
lega, að talsmenn veiðileyfagjalds
séu fylgjandi auknum ríkisumsvif-
um, nema síður sé. Þvi til staðfest-
ingar er rétt aö vitna til Garys S.
Beckers, nóbelsverðlaunhafa í hag-
fræði árið 1992 og ráðgjafa Bobs
Doles í síðustu forsetakosningum.
Becker er talinn einn af hörðustu
talsmönnum fyrir takmörkuðum
afskiptum ríkisvaldsins af hag-
kerfinu, svo mjög að mörgum
hægrisinnuðum repúblikönum
þykir nóg um. í nýútkominni bók,
The Economics of Life, segir hann:
„Á íslandi hafa verið miklar um-
ræður á meðal embættismanna,
blaðamanna og hagfræðinga um
hagkvæmasta fískveiðistjómunar-
kerfið en fiskveiðar eru aðalat-
vinnugreinin þar. Umræðumar
hafa snúist um hvort flskveiði-
stjómunarkerfið sé betra: kvóta
úthlutað á skip eða gjald lagt á
veiddan afla hvers skips. Þrátt fyr-
ir góð rök þeirra sem em fylgjandi
kvótakerfi er ég enn þeirrar skoð-
unar að veiðileyfagjald sé betra
kerfi, sérstaklega ef tekjunum er
ráðstafað til þess að lækka aðra
skatta."
í ljósi þessara ummæla hins
hægrisinnaða nóbelsverðlaunahöf-
undar í hagfræði er broslegt að
heyra forystumann LÍÚ, Kristján
Ragnarsson, gefa ritstjóra Morgun-
blaðsins heitið „síðasti sósíalistinn
á íslandi" fyrir að halda á lofti
svipuðum skoöunum og Gary S.
Becker. Skyldi þá Gary Becker
vera „síðasti sósíalistinn í Banda-
ríkjunum" og hefði Bob Dole e.t.v.
gengið betur í forsetakosning-
unum í Bandaríkjunum ef hann
hefði ráðfært sig við Kristján
Ragnarsson fremur en Gary
Becker?
Björgvin Sighvatsson
Kjallarinn
Björgvin
Sighvatsson
hagfræðingur
„Hvort sem veiðileyfagjald er
skattur eða ekki þá eru báðir
hóparnir að mestu leyti sammála
um eitt en það er að veiðileyfa-
gjald er hagkvæmari tekjuöflun
fyrir ríkissjóð heldur en skattur á
vinnuafl og fjármagn.u
Viðskiptasiðferði og veruleiki
Margir era á höttunum eftir
sérfróðum mönnum sem þeir vilja
gera sér að lærifeðrum sér til
halds og trausts í ótryggum heimi.
Stundum beinist þessi gúrúleit að
raunvísindamönnum, á öðram
tíma að hagfræðingum og nú sýn-
ist röðin komin að siðfræðingum.
Það er ekki að undra: á okkar
dögum skulu markaðslögmál ráða
sem mestu, en þau láta sig litlu
varða rétt eða rangt. Því vilja
menn fá einhverja leiðsögn um
gildi og breytni sem í senn sé
klædd í virðulegan og fræðilegan
búning og teygi sig aðeins upp fyr-
ir áhyggjur af heilsufari hluta-
bréfamarkaðar.
Þegar á hólminn kom
Siðfræðingar fá m.a. að kenna
viðskiptasiðfræði við háskóla,
m.ö.o. kenna verðandi liðsforingj-
um fyrirtækja að gott siðferði sé
hollt viðskiptum og að leysa sið-
ferðilegar þrautir á ábyrgan hátt.
Og fýrirtæki búa sér til siðareglur
og siðanefndir. En siðfræðin hef-
ur ekki erindi sem erfiði eins og
segir frá í grein í Morgunblaðinu
nýveriö, þar sem skýrt er frá
könnun sem gerð var á því hvem-
ig siðvæddum nemendum
Harvard- bisnessskólans reiddi af
þegar þeir komu út í atvinnulífið.
Það „tókst ekki að gera siðaregl-
umar að hluta af fyrirtækjabragn-
um“ stendur
þar.
Þetta hófsama
orðalag er látið
ná yfir ærið
misjafha
reynslu
Harvardstúd-
enta af við-
skiptaveruleik-
anum. Hvað
sem yfirbragði
viðskiptasið-
ferðis leið var einatt til þess ætl-
ast af þeim, að þeir folsuðu út-
reikninga sína til að sýna útkomu
sem félli ráðamönnum fyrirtækja
betur í geð en sannleikurinn. Litu
fram hjá göllum í vöra eða þjón-
ustu, fyndu leiðir til að reka fólk
úr starfi án þess fyrirtækið ætti
von á lögsókn. Og fleira
þessu líkt.
Þaö sem allir vissu
Ein helsta ástæöan
fyrir því að svo fer sem
fer er sú að „menn telja
sig ekki hafa hag af því
að vera siðferðilega
ábyrgir í starfi" og önn-
ur sú að allar aðstæður
í bisness reka menn til
að hafa rangt við vilji
þeir ekki hrekjast út í
hom í starfi eða missa
atvinnuna. Könnunin er
m.ö.o. lík mörgum öör-
um í því að hún sýnir
ekki mikið annað en
það sem allir vissu. Get-
ur verið þörf samt, mik-
il ósköp, hún neyðir ef til vill ein-
hverja sem fegurst gala um við-
skiptasiðferði til að skoða það smá-
stund sem þeir helst ekki vilja sjá.
En það segir sig sjálft að sið-
fræðin, hve ágæt sem hún kynni
. að vera, stendur höllum fæti í
veruleika viðskipta. Hún stangast
á við svo margt annað sem mótar
sterkast hegðun þeirra sem velta
peningmn og vörum fram og aftur
um heiminn. Ekki síst þá allsherj-
arreglu að hámarkshagnaður af
fjármagni sé sú grundvallarkrafa
sem öllum ber að hlýða - hvað
sem það kostar.
Fagurgali um sið-
ferði eða umhyggju
um „mannauðinn"
breytir engu þar
um - þau sjónar-
mið era dæmd til
að hrekjast fyrir
ofsa þeirra sem
hafa lært (einnig á
viðskiptaháskól-
um!) að forðast „til-
finningastj ómun“.
Með öðram orðum
- forðast að taka
nema í eins litlum
mæli og unnt er til-
lit til starfsmanna
eða alls konar
auralítilla valdleys-
ingja sem umsvif
fyrirtækis kunna að bitna á. Og
eins og segir með skondnu orða-
lagi í lok fyrmefiidrar greinar: „Ef
stjómendur predika gott siðferði...
en fylgja síðan ekki eigin siðaboð-
skap er lítil hætta á að siðferðilegt
andrúmsloft skapist innan fyrir-
tækis“.
Það er ekki nema satt. Hluta-
fjáreigendur þurfa ekki að óttast.
Það er „engin hætta“ á öflugu við-
skiptasiðferði - þótt það sé sjálf-
sagt hentugt að fjasa um það við
nytsama sakleysingja.
Árni Bergmann
Hlutafjáreigendur þurfa ekki að
óttast. Það er „engin hættau á öfb
ugu viðskiptasiðferði - þótt það
só sjálfsagt hentugt að fjasa um
það við nytsama sakleysingja.u
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
Með og
á móti
Er framkvæmdaáætlun
Reykjavíkurborgar
verðbólguhvetjandi?
Stööugleikinn
raskast
„Það liggur fyrir að á næsta
ári verði miklar framkvæmdir
við uppbyggingu orkufyrirtækj
anna, bæði á vegum Reykjavík-
urborgar við Nesjavelli og eins
hjá Landsvirkj-
un. Þetta teng-
ist fram-
kvæmdum við
stóriðju og í
ljósi þessara
stórfram-
kvæmda hefur
Þjóðhagsstofh-
un varað við
því að stöðug-
leikinn geti
raskast og ver-
bólgan farið af
stað ef ekki verði reynt að draga
úr öðrum framkvæmdum á
næsta ári. Þess vegna hef ég
reynt að vekja athygli á fyrir-
huguðum framkvæmdum á veg-
um borgarinnar. Reykjavík er
langstærsta sveitarfélagið og
heldur uppi mjög háu fram-
kvæmdastigi á næsta ári hvað
varðar bygginga-, hafnar-, vatns-
veitu-, rafveitu- og hitaveitu-
framkvæmdir. Það hlýtúr þó að
Sturta
Böðvarsson, vara-
formaður Qártaga-
Alþingis.
vera skylda stjómenda Reykja-
víkurborgar að taka tillit til
þessara aðvarana Þjóðhagsstofh-
unar og draga úr framkvæmdum
á árunum 1997 og 1998 svo ekki
komi til slaki og þar með at-
vinnuleysi á áranum þar á eftir.
Umsvif borgarinnar era geysi-
lega mikil og borgin getur haft
meiri áhrif á stöðugleikann hvað
þetta varðar heldur en ríkisvald-
ið vegna þess að það eru ekki
svo miklar framkvæmdir í gangi
á vegum ríkisins á höfuðborgar-
svæðinu núna. Stærsti áhrifa-
valdurinn í þessu er þessi fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar."
Samkomulag
við ríkið
„Það má segja að fram-
kvæmdaáætlun Reykjavíkur-
borgar skiptist í þrennt. í fyrsta
lagi fer tæpur milljarður til
skólabygginga, samkvæmt sam-
komulagi við
ríkið varðandi
einsetningu
grannskóla
fyrir 2002, og
það er undar-
legt að fulltrúi
ríkisins skuli
skammast yfir
því að borgbl Sl£rún Magnús-
taki ábending- J"*0'
um eins og
samið var um. Álíka upphæð fer
i alla aðra málaflokka borgarinn-
ar. í þriðja lagi era það svo göt-
umar og holræsin. Varðandi
þann lið erum við jafnframt
bundin samkomulagi við ríkið
um að sveitarfélögin geri átak i
þeim málum og rikið kemur á
móts við þær framkvæmdir með
20 prósenta ffamlagi. Við hjá
Reykjavíkurborg tókum þetta al-
varlega og höfum skipulagt þetta
síðan Reykjavíkurlistinn tók við
og þær framkvæmdir hefjast
vonandi á næsta ári. Þá ætlum
við að koma á fót dælustöö sem
mun dæla langt í sjó ffarn
þannig að fljótlega verður hægt
að synda i Nauthólsvíkinni.
Þetta era þær framkvæmdir sem
Reykjavíkurborg stendur í og
þær era ekki viðameiri heldur
en við höfúm verið að gera á
undanfómum árum, nema þá
helst hvað varðar þessar hol-
ræsaframkvæmdir." -ilk