Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Page 18
26
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
Iþróttir
Hakeem Olajuwon, leikmaöurinn snjalli hjá Houston Rockets, er meöal
stigahæstu leikmannanna í NBA-deildinni. Sfmamynd Reuter
Bækurnar um
Indiana Jones
henta öllum aldurs-
hópum - þeim sem
eru að læra að lesa
jafnt sem þeirn sem
vilja lesa fræðandi og
skemmtilegt
efni fyrir
WtMjtjm bctrnabörnin.
Indiana
Jones
söguhetjan sem allir þekkja, ungir sem aldnlr,
af kvikmyndum og sjónvarpsmyndum. Bæk-
urnar eru engu lakari myndunum og eru ótrú-
lega ódýrar - aðeins 595 krónur bókin eða
samtals kr. 2380 allar bækurnar flórar saman.
Veljið eina, tvær, þrjór eða fjórar - ódýr
jólagjöf, fræðandi og skemmtileg í senn.
Pöntunarsími
562 6010
DV
Tölulegar upplýsingar í NBA:
Jordan að vanda
sá stigahæsti
Það þarf engum að koma á óvart
að snillinguriim Michael Jordan hjá
Chicago Bulls er stigahæstur í NBA-
deildinni. Jordan, sem oftast ailra
hefur verið stigakóngur i NBA,
skorar að jafnaði 31,1 stig í leik. Hér
á eftir getur að Uta ýmsar tölulegar
upplýsingar í deildinni:
Stigahæstu leikmenn:
Michael Jordan, Chicago........31,1
Karl Malone, Utah .............26,2
Shaquille O’Neal, LA Lakers .. . 24,9
Hakeem Olajuwon, Houston .. . 24,3
Latrell Sprewell, Golden St....24,1
Shawn Kemp, Seattle ...........23,6
Allen Iverson, Philadelphia .... 23,1
Tom Gugliotta, Minnesota.......22,6
Patrick Ewing, New York........22,2
Vin Baker, Milwaukee ..........22,0
Flest fráköst:
Jayson Williams, New Jersey . . 16,1
Charles Barkley, Houston....15,8
Dennis Rodman, Chicago .....15,2
Shaquille O'Neal, LA Lakers . . . 13,2
Shawn Kemp, Seattle .........12,0
Dikembe Mutombo, Atlanta ... 11,5
Flestar stoðsendingar:
John Stockton, Utah..........11,0
Mark Jackson, Denver ........10,7
Jason Kidd, Dallas...........9,4
Nick van Exel, LA Lakers ....8,4
Damon Stoudamire, Toronto .... 8,1
Robert Pack, New Jersey .....7,9
Stolnir boltar:
Greg Anthony, Vancouver.....2,61
Gary Payton, Seattle.........2,59
Eddie Jones, LA Lakers ........2,55
Mookie Blaylock, Atlanta ......2,53
Jason Kidd, Dailas ............2,22
Allen Iverson, Philadelphia .... 2,19
Varin skot:
Shawn Bradley, New Jersey . . . 4,20
Dikembe Mutombo, Atlanta . .. 3,44
Shaquille O'Neal...............2,68
Jim Mcilivaine, Seattle........2,59
Chris Webber, Washington .... 2,59
Alonzo Mouming, Miami .........2,55
Flestar mínútur í leik:
Anthony Mason, Charlotte .... 42,3
Latrell Sprewell, Golden St .... 41,8
Charles Barkley, Houston.......41,6
Dan Majerle, Miami ............41,4
Dale Ellis, Denver ............41,1
Sean Elliot, SA Spurs .........39,8
-GH
Bikarkeppnin í körfuknattleik í kvöld:
Hvað gera IR-ingar
gegn Keflvíkingum?
Tveir leikir fara fram í 8 liða úr-
slitum í bikarkeppni karla í
körfuknattleik í kvöld. Á Selfossi
taka heimamenn á móti íslands-
meisturum Grindvíkinga og í Selja-
skóla mætast ÍR og Keflavik. Síðari
tveir leikimir í 8 liða úrslitunum
eru annað kvöld þegar KR fær
Njarðvík í heimsókn á Seltjamar-
nesi og KFÍ leikur gegn Skallagrími
á ísafirði.
Um leikina í kvöld er það að segja
að Grindvíkingum ætti ekki að
verða skotaskuld úr því að tryggja
sér sæti í undanúrslitunum þegar
þeir mæta 1. deildar liði Selfyss-
inga. í Seljaskóla eru Keflvíkingar
sigurstranglegri en ÍR-ingar hafa
löngum verið erfiðir heim að sækja
í „Hellinn" og með góðum leik gætu
þeir veitt Suðumesjaliðinu harða
keppni. Leikimir hefjast báðir
klukkan 20.
Fjórir kvennaleikir
Hjá kvenfólkinu lýkur 8 liða úr-
slitum í kvöld. Klukkan 20 eru þrír
leikir, Keflavík-Grindavík, ÍS-KR
og Njarðvík-Skallagrímur og klukk-
an 21.30 eigast við ÍR og ÍSÍ. -GH
Evrópukeppnin:
Brann mætir
Liverpooi
Birkir Kristinsson, Ágúst
Gylfason og félagar þeirra í
Brann duttu í lukkupottinn í
gær en þá drógust þeir gegn
Liverpool í 8 liða úrslitum í Evr-
ópukeppni bikarhafa.
KR-banamir I AIK frá Stokk-
hólmi ættu að eiga fyrir salti í
grautinn í framtíðinni en þeir
drógust gegn spænska stórliðinu
Barcelona og ljóst þykir að
sænska liðið á eftir að hagnast
mjög fjárhagslega vegna sjón-
varpssamninga. Drátturinn lítur
annars þannig út:
Evrópukeppni bikarhafa:
Brann-Liverpool
Benfica-Fiorentina
París SG-AEK
Barcelona-AIK
Leikimir fara fram 4. og 18.
mars.
UEFA-keppnin:
Newcastle-Monaco
Tenerife-Bröndby
Schalke-Valencia
Anderlecht-Inter
Leikimir fara fram 6. og 20.
mars.
Skotarnir fá frítt
Stuöningsmenn skoska lands-
liðsins í knattspymu, sem fóru
fýluferð til Eistlands í haust þeg-
ar ekkert varð af leik Skota og
Eista I undankeppni HM, fá fría
miða á völlinn þegar þjóðirnar
mætast í Mónakó 11. febrúar á
næsta ári. Þetta var tilkynnt hjá
FIFA í gær. -GH
Fyrsti alvöru handboltaleikurinn á Siglufirði:
KS tekur á móti
Stjörnumönnum
Það ríkir mikil eftirvænting í Siglufirði fyrir leik KS og Stjömunnar í
32 liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik sem fram fer á Siglu-
firði klukkan 13.30 á laugardaginn. Segja má með sanni að þetta sé fyrsti
alvöru handboltaleikurinn sem fram fer á Siglufirði og er mikill áhugi
fyrir leiknum í bænum. Siglfirðingum þykir mjög gaman að fyrsti stór-
leikurinn skuli vera gegn 1. deildar liði Stjömunnar enda era í Garða-
bæjarliðinu margir snjallir leikmenn, til að mynda landsliðsmennimir
Valdimar Grímsson og Konráð Olavsson.
Sigfírðingar heimsóttu KA-menn á Akureyri á dögunum og fengu Al-
freö Gíslason, þjálfara liðsins, til að skóla sig aðeins til. Þeir bera eng-
an kvíðboga fyrir leiknum á laugardaginn og ætla að standa sig, eins og
einn forráöamaður liösins orðaði það við DV.
Sigurvegarinn í þessum leik mætir B-liði KA í 16 liða úrslitunum.
-GH
Nafn íþróttamanns
Sendið tii:
íþróttamaður ársins
DV - Þverholtl 11
105 Reykjavik
Heimilisfang: