Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Side 28
36
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
Bændur nú-
tímalegri en
stjórnmálamenn
„Eg hef oft undrast það að
bændur sjálfír . : tilbúnir til að
ganga mun lengra í nútíma- og
frjálsræðisátt með sín málefni
heldur en þeir stjómmálamenn
sem hafa töglin og hagldimar í
þessu landbúnaðarkerfi.“
Svanfríður Jónasdóttir alþing-
ismaður, í DV.
Einelti
„Öll börn geta lent í einelti.
Þau þurfa aðeins að vera á röng-
um stað á röngum tíma. Það er
eineltið sjálft sem gerir þau
varnarlaus og vamarleysið sem
viðheldur eineltinu."
Benedikt Halldórsson, í grein í
Morgunblaðinu.
Ummæli
Tröllið Hjálmar
„Ég hef einhvern veginn á til-
finningunni að það sé litið á
hann sem eins konar tröll."
Þórarinn Eldjárn um skáldbróð-
ur sinn, Bólu-Hjálmar, í Alþýðu-
blaðinu.
Ekkert fjárfestingar-
fyllirí
„Við ætlum okkur ekki á neitt
íjárfestingarfyllirí heldur ætlum
við að nota svo til alla þessa pen-
inga til að borga niður skuldir."
Gísli Bragi Hjartarson, bæjar-
fulltrúi á Akureyri, um sölu
hlutabréfa í ÚA.
Óvinir með hom og hala
„Mér fannst að allir pólitískir
andstæðingar hlytu að vera fólk
sem hefði sýnileg horn og hala.
Þetta viðhorf hefur elst af mér
mjög rækilega."
Böðvar Guðmundsson rithöf-
undur, í Alþýðublaðinu.
Stekkjarstaur í islenskum klæð
um.
Þjóðminjasafnið:
Stekkjarstaur
kemur í dag
Eins og undanfarin ár koma
jólasveinarnir íslensku við í
Þjóðminjasafninu á leið til
byggða og kemur sá fyrsti,
Stekkjarstar í dag kl. 14.00 og
Blessuð veröldin
verður hann boðinn velkominn
af gestum í safninu. í kvæði Jó-
hannesar úr Kötlum um jóla-
sveinana segir um Stekkjar-
staur:
Stekkjarstaur kom fyrstur
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé
Hann vildi sjúga æmar,
- þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
- það gekk nú ekki vel.
Talsvert frost
1000 mb lægð yfír Noregi íjar-
lægist en minnkandi hæðarhryggur
yfir vestanverðu landinu þokast
austur. Vaxandi lægðardrag yfir
vestanverðu landinu þokast austur.
Vaxandi lægðardrag er yfir Austur-
Grænlandi.
Veðrið í dag
Fremur hæg norðlæg átt eða
breytileg átt, víða léttskýjað og tals-
vert frost fram eftir degi. Suðvestan
gola eða kaldi og dálítil snjókoma á
vestanverðu landinu síðdegis en
súld eða rigning í kvöld. í kvöld
þykknar einnig upp á austanverðu
landinu og þar má búast við lítils
háttar snjókomu og minnkandi
frosti í nótt.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hægviðri og talsvert frost fram eftir
degi. Suðvestangola eða kaldi og dá-
lítil snjókoma verður síðdegis en
súld eða rigning í kvöld og nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 15.32
Sólarupprás á morgun: 11.13
Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.35
Árdegisflóð á morgun: 07.57
Veöriö kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjaó -11
Akurnes léttskýjað -7
Bergstaöir Bolungarvík alskýjaó -8
Egilsstaðir skýjað -9
Keflavíkurflugv. léttskýjaö -6
Kirkjubkl. heiðskírt -5
Raufarhöfn alskýjaö -7
Reykjavik heiöskírt -9
Stórhöföi léttskýjaö -5
Helsinki súld 2
Kaupmannah. kornsnjór 0
Ósló alskýjaö -2
Stokkhólmur slydda á síö. kls. 0
Þórshöfn snjóél á síö. kls. 1
Amsterdam F. úöi/rign. á síö. kls. -1
Barcelona Chicago alskýjaö 3
Frankfurt þokumóöa 0
Glasgow mistur 2
Hamborg frostúöi -1
London mistur 3
Los Angeles Madrid alskýjaö 9
Malaga rigning 14
Mallorca skýjaö 9
París þoka 0
Róm rigning 10
Valencia skýjaö 9
New York Orlando Nuuk rigning 1
Vín alskýjaö 1
Washington Winnipeg snjókoma -1
Sigurbjörg Ágústsdóttir, þolfimikennari og nuddari:
Þolfimi er hluti
af lífsstíl
„Ég þurfti að bæta helling við
æfingar fyrir keppnina Ungfrú Fit-
ness. Ég kenni í World Class tólf
tíma á viku og þegar ég æfði hvað
mest fyrir keppnina var ég nánast
sest að í World Class og æfði upp í
þrjátíu tíma á viku. En það nægir
ekki að æfa, það þarf að huga að
mataræðinu sem skiptir mestu
máli og í tvo mánuði fer fram nið-
urskurður þannig að árangurinn
felst í miklum æfingum og stífu
mataræði," segir Sigurbjörg
Ágústsdóttir sem sigraði i keppn-
inni Ungfrú Fitness sem haldin
var fyrir stuttu á Akureyri.
Maður dagsins
Sigurbjörg tók þátt í keppninni í
fyrra og lenti i þriðja sæti. „Ég bjó
vel að þeirri reynslu, ég vissi ná-
kvæmlega hvað ég þurfti að gera
til að sigra og það gekk eftir.“
Það fylgir sigrinum að taka þátt
í keppni erlendis: „Ég fer í heims-
meistaramótið í Fitness sem fram
fer í Ohio í Bandaríkjunum í mars
þannig að ég get borðað jólasteik-
ina en síðan er að fara í gegnum
allt prógrammið aftur og við taka
strangar æfingar.“
Sigurbjörg er búin að kenna þol-
fimi í tvö éir: „Ég byrjaði í fimleik-
um sex ára gömul og var i þeim í
tíu ár. Það kom síðan nokkurn
veginn af sjálfú sér að ég fór yfir í
þolfimina og hana hef ég stundað í
fimm ár.“
Sigurbjörgu finnst alltaf jafn
skemmtilegt í þolfiminni: „Þegar
fólk dettur inn í þetta á annað
borð þá verður ekki aftur snúið.
Það þarf að finna tíma sem hæfir
hverjum og einum og þegar það er
fundið er orðið gaman og þolfhnin
verður hluti af lífsstílnum.
Sigurbjörg tekur daginn
snemma. Á morgnana, kl. 6.30, er
hún með 25 manns í þolfimi í
World Class og síðan er hún með
tíma fram yfir hádegi. Vinnudag-
urinn er samt langt í frá að vera
búinn hjá henni þegar þessari
töm lýkur: „Ég er nuddari og fyr-
ir rúmri viku opnaði ég mína eig-
in nuddstofu í Grafarvoginum og
þar býð ég upp á tíu tegundir af
nuddi þannig að ég hef í nógu að
snúast en þetta er allt saman mjög
spennandi og skemmtilegt.“ -HK
Myndgátan
Málar mynd á trönum
Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði.
Kristinn leikur í Laugarneskirkju
í kvöld.
Gítartónlist í
Laugameskirkju
Kristmn Árnason gítarleikari
mun halda tónleika i kvöld í
Laugameskirkju í tilefni af út-
komu nýrrar geislaplötu. Krist-
inn hefur haldið fjölda einleiks-
tónleika á íslandi, Ítalíu, Banda-
rikjunum og í Wigmore Hall í
London. Hann hefur hljóöritað
fyrir útvarp og leikið einleik
með Kammersveit Reykjavíkur.
Platan sem nú er komin út er
hans önnur. Á henni er að finna
verk eftir F. Sor og M. Ponce.
Fyrsta plata Kristins, sem kom
út í fyrra, var tilnefnd til Is-
lensku tónlistarverðlaunanna,
auk þess sem Kristinn var til-
nefhdur til menningarverðlauna
DV í fyrra. Tónleikamir hefjast
kl. 20.30.
Tónleikar
Jólatónleikar
Sinfóníunnar
Sinfóníuhljómsveit íslands
heldur jólatónleika í Langholts-
kirkju í kvöld. Á efnisskrá em
meðal annars Árstíðimar eftir
Vivaldi og Flugeldasvítan eftir
Handel. Einleikari og hljóm-
sveitarstjóri er Guillermo Figu-
eroa og er þetta í annað sinn sem
hann stjórnar Sí. Figueroa hafði
þegar öðlast frægð sem fiðluleik-
ari þegar hann vakti á sér at-
hygli fyrir hæfileika sem hljóm-
sveitarstjóri í New York árið
1974. Frá þeirri stundu hefur
hann verið eftirsóttur hljóm-
sveitarstjóri. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 20.00.
Bridge
Margir telja að Bandaríkjamaðurinn
Peter Weichsel sé líklegur til að fá
verðlaun fyrir besta vamarspil ársins.
Bretinn Bruce Ferguson, sem varð fyr-
ir barðinu á vamarsnilli Weichsels,
var sá sem fyrst skrifaði um spilið.
Sagnir gengu þannig, norður gjafari
og allir á hættu:
♦ 10762
•* KD64
♦ 875
♦ 92
Norður Austur Suður Vestur
Nagy Levin FergusonWeichsel
1 ♦ pass 1 ♦ pass
1 Grand pass 2 ♦ pass
2 pass 3 * pass
3 * pass 4 * pass
4 * pass 5» pass
6 * pass 64 p/h
Weichsel byrjaði á því að spila út
hjartafimmunni og Ferguson drap
strax á ásinn. Hann lagði strax nið-
ur tígulásinn og spilaði sig síðan
inn á spaðakónginn. Næst var
trompsvíning i tígli tekin og hjart-
anu hent heima - og Weichsel setti
strax lítið spil! Enn var tígli svínaö
og þá drap Weichsel á kónginn og
spilaði aftur tígli sem Levin tromp-
aði með sexunni. Nú var búið að
eyðileggja eitt niðurkast í litnum
fyrir sagnhafa en vinningsmögu-
leikar vom enn talsverðir í spilinu.
Ferguson tók á kóng og ás í laufi og
trompaði síðan lauf með spaðaní-
unni i blindum en austur átti tíuna
og samningurinn fór niður.
ísak Öm Sigurðsson
* 43
•* 1085
* K632
* D1065