Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 tyndbönd 29 Mexíkanski leikstjórinn Robert Rodrigues vakti mikla athygli með hinni hræódýru E1 Mariachi árið 1992. Hún var gerð fyrir aðeins 7000 dollara, en vakti athygli fyrir frum- leika og stílbrögð. Myndin færði honum samstarfssamning við Col- umbia Pictures sem gerði honum kleift að gera Desperado, sem er eins konar dýrari útgáfa af E1 Mari- achi, meira blóð, meiri hasar, fleiri og betri brellur og frægari leikarar. Vinátta hans við Quentin Tarantino hófst á Toronto kvikmyndahátíð- inni 1992 þar sem þeir voru báðir að kynna frumburði sína, Rodrigues var með E1 Mariachi og Tau-antino með Reservoir Dogs, og hrifust þeir af stílbrögðum hvor annars. Tar- antino kom fram í smáhlutverki í Desperado og hvor um sig átti eina sögu i Four Rooms og hér nær sam- starf þeirra hámarki, þar sem Ro- bert Rodrigues leikstýrir sögu eftir Quentin Tarantino með Tarantino sjálfan i einu af aðalhlutverkunum. Útkoman er myndin From Dusk till Dawn. í myndinni segir Geckobræðran- um (George Clooney og Tarantino), stórhættulegum glæpamönnum á flótta undan réttvísinni í Texas. Til að komast yfir landamærin til Mex- íkó taka þau Fuller fjölskylduna í gíslingu. Harvey Keitel leikur fjöl- skylduföðurinn, prest sem hefur misst trúna og böm hans eru leikin af Juliette Lewis og Emest Liu. í Mexíkó er meiningin að hitta Car- los, tengilið Geckobræðranna, á bamum Titty Twister, þar sem Car- los ætlar að koma í morgunsárið. Hér breytir myndin algerlega um stefiiu, úr harðsvíraðum glæpahas- ar í blóðugan blóðsuguhrylling, þar sem eigendur og starfsfólk staðarins reynast vera blóðþyrstar vampírur. Geckobræðumir og Fullerjölskyld- an eiga því fyrir höndum erfiða nótt. George Clooney og Quentin Tarantino leika hina svakalegu Geckobræður. Vampírumar í From Dusk till Dawn eru ekki þessar venjulegu Drakúla-vampírur vesturlanda- menningar. Robert Rodrigues sótti í trúarbrögð og blóðfómir Azteka og Maya og bjó til musteri þar sem vampírumar hafa haldið til í hundruð ára. Þær fá síðan þá snjöllu hugmynd að byggja subbu- legan klámbar ofan á musteri sitt og lokka að vörubílstjóra og mótor- hjólatöffara, sem hægt væri að gæða sér á. í hlutverum Gecko-bræðranna era George Clooney og Quentin Tar- antino. Clooney hóf kvikmyndaferil sinn í B-myndum eins og Return of the Killer Tomatoes og Retum to Horror High, en ferill hans hefur tekið stórt stökk eftir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum ER. Eftir From Dusk TiU Dawn lék hann í The Peacemaker og næsta verkefni er Batman sjálfur í fjórðu Batman myndinni. Tarantino hefur að sjálf- sögðu verið betm’ þekktur sem leik- stjóri myndanna Reservoir Dogs og Pulp Fiction en fyrir leik sinn, en hefur þó komið fram í Destiny Tums on the Radio, auk þess að leika smáhlutverk í Desperado og eigin myndum. Þess má einnig geta að í kjölfar vinsælda Reservoir Dogs voru gerðar vinsælar myndir eftir tveimur handrita hans, True Rom- ance og Natural Bom Killers. Einnig leika Harvey Keitel og Juliette Lewis stór hlutverk í mynd- inni. Harvey Keitel vakti fyrst at- hygli fyrir hálfum þriðja áratug í myndum Scorseses, Mean Streets og Taxi Driver, en hann vann einnig fyrir hann síðar í myndinni The Last Temptation of Christ. Hann varð snemma eftirlæti óháðra kvik- myndaleikstjóra og sóttist eftir að leika í myndum þeirra. Hann hefur því leikið í mörgum athyglisverðum myndum, þar á meðal i fyrstu mynd Quentin Tarantino, Reservoir Dogs, og eftirminnileg er frammistaða hans í Pulp Fiction og The Piano. Salma Hayek leikur eina blóðsuguna. Hann sást á kvikmyndahátíðinni í haust í myndum Wayne Wang, Smoke og Blue in the Face. Juliette Lewis er öllu nýrri í bransanum, en hefur verið að leika frá því að hún var krakki, en hún vakti mikla at- hygli þegar hún lék á móti Robert De Niro í Cape Fear. í kjölfarið fylgdu hlutverk í Husbands and Wi- ves, Kalifomia, Whats Eating Gil- bert Grape, Romeo is Bleeding, Natural Bom Killers, Mixed Nuts og Strange Days. Þá era í myndinni mörg kunnug- leg andlit úr Desperado, Cheech Marin, Danny Trejo, Tito Larriva, Michael Moroff og Christos. Um það segir leikstjórinn: Mörgum líkaði vel við þessa karaktera í Desperado og voru alltaf að spyrja mig hvers vegna þeir vora drepnir svona snemma. Ég svaraði að ég hefði hlutverk handa þeim ... allir sem dóu í Desperado snúa aftur sem vampirur í From Dusk Till Dawn. -PJ UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Steinn Ármann Magnússon Af einhverjum or- sökum hef ég horft mjög oft á eina mynd. Það er myndin Jeremiah John- son með Robert Redford. Þessi mynd er frá árinu 1972 og það var Sidney Pollack sem leikstýrði henni. Hún gerist í Klettafjöllunum og fjallar um Jeremiah Johnson sem varð hálfgerð goðsögn þama. Tökurnar í myndinni eru mjög fallegar og sagan er virkilega góð. Svo hef ég líka horft á margar Marlon Brando myndir, eins og til dæmis On the Waterfront og A Streetcar Named Desire. Af því að ég er leik- ari hef ég rannsakað kvikmynda- leik mjög mikið Marlon Brando var lengi vel uppá- haldsleikarinn minn, þó svo að það sé mjög klisjukennt að eiga hann fyrir uppáhaldsleikara. Hann var bara verulega góður þó hann sé hættur að nenna þessu í dag. Ég vil líka taka fram að ég er mjög oft ósammála kvikmynda- gagnrýnendum og kvikmynda- fræðingum. Annars horfi ég mikið á myndbönd. Við kónan mín eig- um tvö lítil börn sem þýðir það að við fóram frekar á leiguna heldur en að fá bam- fóstra. -ilk 'ML m Agnes 1S- Agnes er tæplega ársgömul lensk kvik- _________________ mynd sem var frumsýnd um jólin í fyrra. Hún er ein af stærri íslensku kvikmyndun- um og er mikill metnaður á bak við gerð hennar. Agnes er byggð á sönnum at- burðum sem leiddu til síðustu aftökunnar á ís- landi þegar þau Agnes Magnúsdótt- ir og Friörik Sigurðsson vora líflát- in fyrir morðið á Natani Ketilssyni árið 1830. Leikstjóri myndarinnar er Egill Eðvarðsson, höfundar handrits era Jón Ásgeir Hreinsson og Snorri Þór- isson sem einnig er framleiðandi myndarinnar og sér um kvikmynda- töku. í hlutverki Agnesar er María Ellingsen, Baltasar Kormákur leik- ur Friðrik og Egill Ólafsson sýslu- manninn. í öðrum hlutverkum eru Hilmir Snær Guðnason, Magnús Ólafsson, Guðný Guðlaugsdóttir og Hanna María Karlsdóttir. Myndform gefur út Agnesi sem er bönnuð börnum innan 16 ára. Út- gáfudagur er 17. desember. SK IH fii ■ .• jPpÉSft mHm w íiia- Copycat II Postino Copycat er mikill spennutryllir þar sem hinar ágætu leikkonur Sigourney Wea- ver og Holly Himter fara með stærstu hlutverk- in. Weaver leik- ur afbrotasál- fræðing sem eftir að hafa orðið fyr- ir hrottalegri árás morðingja fékk taugaáfall og hefur lokað " sig inni i íbúð sinni mánuðum sam- an. Þegar hrottaleg morð eru fram- in stendur lögreglan á gati yfir því hver morðinginn er. Afbrotasál- fræðingurinn lætur vita af því að hún geti sagt um hver morðinginn er og fer lögreglukona á hennar fúnd. Þessar tvær konur stilla sam- an strengi sína eftir stirða byrjun í leit að morðingjanum. Auk Weaver og Hunter leika í myndinni Dermot Mulroney, Willi- am McNamara og Harry Connick, jr. Leikstjóri er Jon Amiel sem síð- ast leikstýrði Sommersby með Ric- hard Gere og Jodie Foster í aðal- hlutverkum. Warner-myndir gefur Copycat út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 16. desem- ber. Það er álit flestra að II Postino sé meðal allra bestu kvikmynda sem hafa komið fram á siðustu árum og verðlaunum hefur verið hlað- ið á hana að verðleikum og má geta þess að aðalleikari myndarinnar, Massimo Troisi, var tilnefndur til óskarsverðlauna að honum látnum. Þegar hann var að leika í II Postino var hann sjúk- ur og lést stuttu eftir gerð hennar. Hér á landi var hún sýnd samfleytt í marga mánuði í Sam-bíóum. Myndin gerist á afskekktri Mið- jarðarhafseyju og fjallar um sam- band einfalds og feimins fiskimanns og stórskáldsins Pablo Neruda sem lifir i nokkurs konar útlegð á eyj- unni. Á milli þessara ólíku manna tekst sérstök vinátta. í hlutverki Neruda er Philippe Noiret. II Postino er myndband sem óhætt er að mæla með. Sam-myndbönd gefa út II Postino og er hún leyfð öllum aldurshóp- um. Útgáfudagur er 16. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.