Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1997
4
F
Islenskt afgreiðslufólk
vantar starfsmenntun
- útlits- og rekstrarskóli stofnsettur
Margir eru þeirrar skoðunar að
þjónusta í verslunum á tslandi
standi að baki samþærilegri þjón-
ustu sem veitt er í verslunum i ná-
grannalöndum okkar. Margir kann-
ast við þá umræðu að íslenskt af-
greiðslufólk sé áhugalaust um
vinnu sina og hafi í mörgum tilfell-
um enga þekkingu á þeirri vöru sem
það er að bjóða til sölu. Þetta er
talið af mörgum vera sérstaklega
áberandi í verslunum sem selja
tískuvaming.
Anna Gunnarsdóttir
(„Anna og útlitið") útlits-
hönnuður er ein þeirra
sem telja að þessum hlut-
um sé áhótavant á ts-
landi. Hún er að stofn-
setja Útlits- og rekstrar-
skóla sem ætlað er bæta
úr þessu vandamáli.
„Það sem er áberandi
vandamál á íslandi er að
það vantar betra starfs-
fólk í verslanir. Ég vona
að það móðgist ekki
margir við þessa yfirlýs-
ingu mína. Það virðist
sem hver og einn geti
komið í búð og fengið
því
gam-
selja
og
sölu. Einnig er mikilvægt að áhugi
sé til staðar á starfmu.
Ef fólk hefur enga þekkingu á þvi
sem verið er að
bjóða til sölu
finnst
ekkert
an að
vöruna
áhugaleysið
er algert. Þess
vegna er ís-
lenskt af-
greiöslufólk ekki
alltaf mjög glatt við
störf sín. Það
sinnir aðeins
frumstæð-
ustu kurt-
eisisregl-
um sem
d u g a
skammt til
að full-
nægja þörf-
um við-
skiptavin-
arins. Því
miður er
það oft
þannig að
fólk sem
er illa
þjálfað er
a ð
Anna Gunnarsdóttir útlitshönnuður telur að hér á landi sé brýn þörf á að
þjálfa fólk til afgreiðslustarfa.
þess að hafa nokkra vöruþróunar-
þekkingu af neinu tagi. í mörgum
tilfellum er aðeins farið eftir því að
fólk hafi góða framkomu, en það
nægir engan veginn. Það er ekki
nóg fyrir konur til dæmis það eitt að
vera sætar og líta vel út,“ sagði
Anna.
Vantar áhugann
„Til þess að geta afgreitt í versl-
im eins og Harrods, Gucci, Christi-
an Dior eða ámóta verður af-
greiðslumaðurinn að fara í gegnum
ákveðið ferli og læra tæknina. Það
er þess vegna sem ég er að setja
upp þennan skóla. Það er ekki nóg
að líta vel út og hafa góða fram-
komu, einnig er nauðsynlegt að
hafa eitthvert vit á þeirri vöru eða
þjónustu sem verið er að bjóða til
selja viðskiptavininum vöru sem
passar honum alls ekki og það er
náttúrlega óhæft með öllu.
Að veita góða þjónustu felur ekki
einungis í sér að vera sérfræðingur
í því sem verið er að selja heldur
þarf einnig að beita réttri tækni. í
fjölmörgum verslunum er nánast
enga þjónustu að fá, í öðrum er af-
greiðslufólkið nánast uppáþrengj-
andi og getur ekki látið viðskipta-
vininn í friði. Það þarf að kenna
fólki að veita rétta þjónustu þegar
hana vantar, vera aUtaf til staðar
en aldrei uppáþrengjandi," sagði
Anna.
Erlend fyrirmYnd
Anna segist sækja fyrirmyndina
að skólanum erlendis frá. „Þar eru
til skólar sem þjálfa fólk til starfa í
betri verslanir eins og þær sem ég
taldi upp hér á undan.
Ég kenni einhvern hluta náms-
efnisins, en nýt einnig starfskrafta
margra annarra sérfræðinga. Ég
verð með tæknifræðing, viðskipta-
fræðing, rekstrarfræðing, klæð-
skera og alla þá sérfræðinga sem
til þarf við kennsluna. í skólanum
verður kennd afgreiðslutækni á
öllu því sem tengist útliti, fatnaði,
gleraugum, snyrtivörum og svo
framvegis.
Kröfur eru gerðar til nemend-
anna og þeir verða að standast
próf og leggja vinnu af hendi til
þess að fá skírteinisbréf. Til dæm-
is í efhisfræðinni verða menn að
kunna raða efhum saman, læra
mn eiginleika efhanna og af hverju
þau hafa ákveðna eiginleika. í
hvaða flíkur tiltekin efni passa
best og þannig fram eftir götunum.
Menn læra einnig að sauma og
áhersla verður lögð á að kenna
fólki að hafa heildarútlitið í lagi.
Það er mikilvægt að vera vel til
fara frá toppi til táar.
Á íslandi virðist það oft gleym-
ast hjá fólki að leggja áherslu á
smáatriðin. Sokkar eru oft úr stíl
við fötin eða skóna. Það er oft
þannig að það virðist vanta klassa
á fylgihluti fólks.“
Tvær annir
Námið fer fram á tveimur önn-
um, hvor önn tekur tólf vikur og
kennt er í skólunum fyrir og eftir
áramót. Útlits- og rekstrarskólinn
er kvöldskóli og hentar því mörg-
um sem eru í vinnu á daginn.
Kennt er fjóra daga vikunnar, en
fimmti dagurinn er ætlaður til
vinnu.
Fyrsta önnin er að hefjast nú 14.
janúar. Ekki verður kennt í skólan-
um á sumrin, enda vilja íslending-
ar ekki ganga í skóla á sumrin.
Þeir vUja grilla á þeim tíma eða elt-
ast við þá sólargeisla sem gefast á
þeim tíma ársins.
Það er tU fuUt af konum sem sitja
aögerðalausar heima hjá sér, finna
ekki hjá sér burði tU að mennta sig
áfram eða taka stúdentspróf eða
aðra menntun. Skóli eins og sá sem
ég er að setja upp er tUvalinn fyrir
þær og reyndar ekki síður karl-
menn ef þeir æfia sér að vinna í
þessum geira. Reyndar er það svo
furðulegt að karlmenn fá meiri
þjónustu í karlmannafataverslun-
um en konur í kvenfataverslunum.
Þegar föt á karlmenn eru keypt
fylgir oft sú þjónusta að fá þau
stytt, síkkuð eða löguð á annan hátt
án þess að borga þurfi fyrir það.
Konur verða sjálfar að fara heim
með sín föt og gera breytingar sjálf-
ar eða bíða eftir því nokkra daga og
þurfa oftast nær að borga fyrir
þjónustuna. Það er eins og konur
séu annars flokks.
Það er tU fuUt af fólki sem rekur
verslanir og það fær aldrei frí af
því að það fær ekki hæft starfsfólk
tU að leysa sig af. í mörgum tilfeU-
um er verið að selja svo sérhæfðar
vörur eða þjónustu að langan tíma
tekur að þjálfa fólk í störfin. Þarna
kemur skólinn að liði, hann sparar
verslunarrekendum þennan tíma,
fólkið fær þjálfunina í skólanum í
stað þess að verslunareigandinn
þurfi að eyða timanum í þjálfun-
ina,“ sagði Anna. -ÍS
Anægður viðskiptavinir er það sem skiptir mestu máli.
15
Getnaðarvarnir
Áður en nútíma getnaðar-
varnir komu tU sögu þekktust
ýmsar ráðleggingar tU að koma
í veg fyrir þungun. Þótt vísinda-
leg þekking á tíöahring kvenna
og verkanir hans á frjósemi
yröi ekki alkunn eða viður-
kennd fyrr en langt var komið
fram á 20. öld hlýtur reynslan
að hafa kennt ljósmæðrum og
öðrum kunnáttumönnum ýmis-
legt í þeim efnum. Ýmislegt
bendir einnig til þess að klókar
konur hafi á miðöldum vitað
sitt af hverju um getnaðarvarn-
ir, fóstureyðingar og aðrar tak-
markanir barneigna. í sömu átt
benda kannanir hjá sumum
þjóðflokkum sem yfirlætisfuUir
Evrópumenn hafa kaUað frum-
stæöa.
íslensk þekking
Nýlega hafa líka borist heim-
Ud um að sumar íslenskar kon-
ur hafi eigi síðar en um sein-
ustu aldamót kunnað einfalda
getnaðarvörn sem dugði að
nokkru marki. Kona, sem fædd
var 1886, sagði að hún hefði ver-
ið fólgin í því að þær hekluðu
sér dálitla dúUu úr mýksta þel-
inu sem völ var á og lögðu hana
í mjólkursýru. Settu síöan upp í
leggöngin þegar von var að tU
tíðinda drægi. Þessi vitneskja
gekk bara miUi kvennanna og
farið var með hana eins og
mannsmorð. Karlarnir máttu
aUs ekki vita af þessu því þeir
vildu bara eiga börn.
Haldminni ráð
Að sjálfsögðu hafa ætið verið
tU einstakUngar á íslandi sem
annars staðar sem létu hug-
myndagamminn geisa um þessi
efni. Danski læknirinn
Schleisner skrifaði ýmislegt á
I ferð sinni um ísland árið 1847.
Þar er getið fjögurra ráða tU að
koma í veg fyrir getnað. Eins og
endranær á konan einkum að
Ileysa vandann. Hún á meðal
annars að taka legið úr ungri
geit sem aldrei hefur fengið og
bera það á sér innan klæða.
Hún á að drekka hrútshland.
Hún á að taka fræin af túnsúru
Iog bera þau i litlum poka við
vinstri nára. Hún á að bera á
sér tinnustein eða jámsvarf í
hjartarskinnspungi.
Sagnir frá 16. öld sögðu frá
því að ef hjón vildu ekki eiga
börn átti annað hvort þeirra
; eða bæði að gera skinnsprettu á
öðrum káUanum á sér, láta þar
ögn af kvikasilfri og græða svo
fyrir. Meðan þau höfðu það þar
eignuðust þau ekki börn, en
væri það tekið í burtu byrjuðu
þau aftur.
i
IFrábitnar lostasemi
Ein aðferðin er raunar sú að
| vekja með konunni óbeit á sam-
forum. Þá á að taka sköndulinn
af gömlu nauti, þurrka hann og
steyta í duft. Það gerir hana svo
frábitna lostasemi að frá þeim
tíma forðast hún karlmenn.
Ólíklegt er þó að þessi ráð sem
hér á undan eru talin hafi kom-
ið að miklum notum.
Stuðst við bókina Merkis-
dagar á mannsævinni.