Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 Fréttir Mjög góð þorskveiði á Faxaflóa: Betri en mörg undanfarin ár - segir skipstjórinn á Aðalbjörginni RE „Það er mjög góð veiði á öllu það sé nú hálfgert skaðræði að auka verið að fjölga. í fyrra kom fyrir að Faxaflóasvæðinu eins og það leggur kvótann jafnvel ekki eitthvað skarp- við vorum bara 4-5 bátar í flóanum sig, meiri núna en mörg undanfarin ar en gert er,“ sagði Sigurður Ólafs- en núna eru ábyggilega ein 30 skip í Þeir Rúnar Gylfi Dagbjartsson og Sveinn Vignir Björgvinsson gera hér aö afianum sem Aðalbjörg II. landaði um helg- ina. DV-mynd S ár í þessum mánuði. Tíðarfarið hef- ur oft verið slæmt og einnig hefur hreinlega ekki verið neitt sérstakt fiskirí. Núna höfum við fengið i kringum 10 tonn á dag en við erum búnir að draga þrisvar. Ég held að son, skipstjóri á Aðalbjörgu II. Hann sagði stærri báta hafa verið að fiska ennþá meira, allt upp í 30 tonn. Aflinn er nær eingöngu þorsk- ur og það nokkuð góður, að sögn Sigurðar. „Bátunum hefur einnig það heila sem eru byrjuð að róa á net,“ sagði Sigurður. Hann sagðist taka í kringum 200 tonn og svo væri hann hættur. -ingo Fáskrúðsfjörður: Grafreit- ur syrgj- enda DV, Fáskrúðsfirði: Séra Carlos A. Ferrer sóknar- prestur vígði nýlega sérstakan graf- reit syrgjenda hér í kirkjugarði Fá- skrúðsfjarðar. Hann er ætlaður þeim sem eiga látna ástvini fjarri heimabyggð. Þarna er hægt að koma og minnast látinna, sýna þeim virðingu, kveikja á kertum og koma fyrir -* blómum. Það er hópur fólks sem komið hef- ur saman undanfarin tvö ár og rætt um sorg og sorgarviðbrögð sem hafði frumkvæði að þessu verki. Sóknarpresturinn vígði reitinn og kór Fáskrúðsfjarðarkirkju söng við athöfnina. Séra Carlos A. Ferrer vígir grafreitinn. DV-mynd Ægir Höfn: Maður fannst alblóðugur á götunni Maður á fimmtugsaldri fannst liggjandi alblóðugur á götu á Höfn í Homafirði i gærmorgun. Vegfarendur komu að manninum -v og létu lögreglu vita. Maöurinn, sem var ölvaður, gat ekki gert grein fyr- ir hvað hafði komið fyrir sig. Hann var með töluverða áverka á höfði og var fluttur á heilsugæslustöðina á Höfn. Að sögn lögreglu er ekki hægt að fullyrða hvað kom fyrir manninn en málið er í rannsókn. -RR Hringiðan Hún Gréta Egilsdóttir kom sérstaklega frá Kaupmanna- höfn, þar sem hún vinnur, til þess aö halda upp á af- mælið sitt. Hér er hún með Brynjari Sumarliða- syni á Astró. Þau Óttar Helga- son og Berglind Pétursdóttir voru í innilegum faðmlög- um þegar Ijósmynd- ara DV bar að garði á Tunglinu á laugardags- kvöldið. Bjarni Sigurbjörsson opnaðl sýn- ingu í Galleríinu Sjónarhóli á laugardaginn. Þær Vera Sif Rún- arsdóttir og Aðalheiður Bfrgls- dóttir voru við opnunina. DV-mynd Hari Hijómsveltin Skítamórall spilaði á Gauki á Stöng á laugardagskvöldlð. Vinkonurnar Sigurlaug Sturlaugsdóttir og Vigdís Guömundsdóttir voru á Gauknum. Hestamannafélagið Fákur var með sín árlegu þrettánda- brennu við skeiðvöll félagsins á laugardaginn. Hlynur Snorra- son „púki“ náði sér í eld í kyndilinn sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.