Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 Afmæli Kristján Hreinsson Kristján Hreinsson skáld, Einars- nesi 27, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist í Kópvogi og ólst þar upp. Hann stundaði nám við MH og síðan við Bergen Kadedral- skole, stundaði nám í fjögur ár við Háskólann í Bergen þar sem hann las heimspeki og listasögu með leik- húsfræði sem aðaifag. Á unglingsárunum var Kristján lagermaður og handlangari. Hann var nokkur ár gjaldkeri við Lands- bankann og síðar skjalavörður þar, en í seinni tíð hefur hann helgað sig ritstörfum. Þá hefur hann unnið við vísna- og pistlagerð fyrir útvarp, þýtt myndir, m.a. fyrir Stöð 3, og stjómað útvarpsþáttaröð á rás 1. Ljóðabækur Kristjáns eru Mál- verk, útg. 1974; Og, útg. 1975; Frið- ryk, f. 1975; Andandi, útg. 1981; Vog- rek, útg. 1989; Mannhaf, útg. 1991. Þá hefur Kristján samið mikinn fjölda söngtexta á hljómplötur, samið útvarpsleikritin Ræsið 1993 og Myndina, 1996, auk þess sem hann hefur lesiö smásögur eft- ir sig í útvarp og samið mikinn fjölda limra fyrir útvarpsflutning. Hann hefur þýtt kvik- myndir og teiknimyndir fyrir sjónvarp, samið stutta leikþætti og gert auglýsingatexta fyrir útvarps- og sjónvarpsauglýsingar og skrifað greinar og pistla í blöð og tímarit. Fjölskylda Kona Kristjáns er Edda Birgitte Lingaas, f. 27.11. 1961, fulltrúi við leikmunadeild Þjóðleikhússins. Hún er dóttir Per Lingaas, yfir- læknis við Oslo Helserád, og Ástrósar Jónsdóttur, lengst af saumakonu hjá Nationaltheater í Osló. Stjúpsonur Kristjáns frá fyrri sambúð er Gunnar Karl, f. 9.4. 1977. Synir Kristjáns og Eddu eru Pétur, f. 9.10. 1990; Baldur, f. 27..3. 1993. Systkini Kristjáns eru Auður Hreinsdóttir, f. 15.10. 1955, starfsmaður við mötuneyti Egils Skallagrimssonar; Svan- berg Hreinsson, f. 23.5. 1965, að- stoðarframkvæmdastjóri hjá Bakkalág. Foreldrar Kristjáns eru Hreinn Ágúst Steindórsson verkstjóri og k.h., Guðrún Ólafsdóttir, matráðs- kona við mötuneyti Egils Skalla- grímssonar. Þau hjónin bjuggu lengst af við Austurgerði í Kópa- vogi en búa nú í Reykjavík. Ætt Hreinn er sonur Steindórs Krist- ins, frystihússtjóra í Sænska frysti- húsinu við Kalkofhsveg, Ingimund- arsonar, b. í Sogni í Ölfusi, Ingi- mundarsonar, b. í Sogni, Gísiason- ar. Móðir Ingimundar Ingimundar- sonar var Unnur Bjömsdóttir. Móðir Steindórs Kristins var Guð- björg, systir Jóns á Hálsi, fóður ívars, fyrrv. ritstjóra Þjóðviljans og skrifstofustjóra Þjóðleikhússins. Guðbjörg var dóttir ívars, b. á Króki í Ölfúsi, Halldórssonar, b. á Króki og á Ytri-Þurá. Móðir Guð- bjargar var Margrét Steindórsdótt- ir, b. í Sölvholti í Flóa, Sæmunds- sonar. Móðir Hreins var Oddný Hjartar- dóttir, ættuð frá Borðeyri. Guörún er dóttir Ólafs Magnús- sonar frá Hvammi á Hvalfjarðar- strönd og Svanbjargar Daviðsdótt- ur frá Hrísey. Kristján Hreinsson. Einar Guðmundsson Einar Guðmundsson, sjómaður og útgerðarmaður, Hjallastræti 19, Bolungarvík, er sextugur í dag. Starfsferill Einar fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hann stundaði fisk- vinnslunám og hefur verkstjórarétt- indi í fiskvinnslu. Einar fór ungur til sjós og stund- aði jöfnum höndum sjómennsku og almenn verkamannastörf í landi til 1970. Þá geröist hann verkstjóri í Frystihúsi Einars Guðfinnssonar hf. Þá var hann í nokkur ár verk- stjóri í Hraðfrystihúsi Norðurtang- ans hf. á ísafirði en hefur frá 1990 stundað sjómennsku á eigin króka- bátum. Einar hefúr alla tíð átt heima í Bolungarvík að undanskildum ánmurn 1983-85 er hann bjó á ísafirði. Einar var í nokkur ár gjaldkeri hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bol- ungarvíkur, sat í stjóm Lífeyrissjóðs Bolungar- víkur og í sfjóm Verk- stjórafélags Vestfjarða. Fjölskylda Einar kvæntist 26.9. 1959 Ásdísi Svövu Hrólfs- dóttur, f. á Hesteyri f Jök- uifjörðum 8.9. 1939, fiskverkunar- konu. Hún er dóttir Hrólfs Guð- mundssonar og Soffiu Bæringsdóttur sem bæði era látin. Stjúpfaðir Ásdís- ar Svövu er Þórður Eyjólfsson, bú- settur í Bolungarvík. Böm Einars og Ásdísar Svövu era Guðmundur, f. 16.2. 1957, skipsijóri í Bolungarvik, kvæntur Ásgerði Jónas- dóttur og eiga þau þijú böm; Hrólfúr, f. 3.2. 1958, verkamaður í Bolung- arvík, kvæntur Lindu Benediktsdóttur og eiga þau einn son; Daðey Stein- unn, f. 27.2. 1960, kennari á Akranesi, gift Amari S. Ragnarssyni og eiga þau þijú böm; Soffia Þóra, f. 24.4.1961, skrifstofúmaður á ísafirði, en maður henn- ar er Guömundur Jens Jóhannsson og eiga þau þijú böm; Jón Þorgeir, f. 22.5.1962, endurskoðandi í Bolungar- vík, en kona hans er Sigrún Sigurð- ardóttir og eiga þau þijú böm; Jó- hanna, f. 11.6. 1966, skrifstofumaður, búsett að Bifröst í Borgarfirði, en maður hennar er Hallgrímur Magnús Sigurjónsson og eiga þau tvö börn; Hólmfríður, f. 3.9. 1972, nemi í Reykjavík, en maður hennar er Ragnar Þór Ragnarsson og eiga þau einn son. Systkini Einars: Þorgeir, f. 8.7. 1938, verkamaður í Bolungarvik; Jón- ína, f. 18.2. 1940, d. 8.2. 1941; Daði, f. 16.3.1943, verkamaður í Bolungarvík og formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvikur, kvæntur Fríðu Dagmar Snorradóttur og eiga þau sex böm; Elías, f. 5.1. 1946, d. 7.9. 1947; Hálfdán, f. 20.5.1957, d. 22.10.1958. Foreldrar Einars: Guðmundur Ein- arsson, f. 1.6. 1911, d. 6.1. 1979, sjó- maður í Bolungarvík, og k.h., Daðey Steinunn Einarsdóttir, f. 26.7. 1919, húsmóðir. Einar og Ásdis dvelja á Kanaríeyj- um þessa dagana. Ingibjörg og Guðrún Pálsdætur Tvíburasystumar Ingibjörg Páls- dóttir ritari, Eikjuvogi 22, Reykja- vík, og Guðrún Pálsdóttir kennari, Hrísmóum 3, Garðabæ, eru fertugar í dag. Starfsferill Ingibjörg og Guðrún fæddust í Borgamesi en ólust upp á Seltjarn- amesinu. Þær luku landsprófi við Mýrarhúsaskóla, stunduðu báðar ballettnám við Listdansskóla Þjóð- leikhússins frá átta ára aldri og tóku þátt í nemendasýningum þar. Þær vora meðal stofnenda íslenska dansflokksins 1973 og störfuðu við hann nær óslitið þar til þær hættu 1993, sökum almennra aldurstak- markanna flokksins en þær tóku þátt í flestum upp- færslum íslenska dansflokksins á starfsferli sínum þar. Þá stunduðu þær nám við Den- ver College í Colorado og döns- uðu þá meö Den- ver City Ballet Company. Við lok dansfer- ils sins, hóf Ingi- björg tölvunám en Guðrún stundaði nám við KHÍ. Ingibjörg er nú ritari hjá Lána- sýslu ríkisins en Guðrún er kennari Eiginmaður Ingi- bjargar er Gunnar Hermannsson, f. 8.8. 1953, rafiðnfræðingur og hljóðmeistari hjá RÚV. Hann er sonur Hermanns Jónssonar og Guðnýjar Th. Guðnadóttur. Eiginmaður Guðrún- ar er Þórir Baldurs- son, f. 29.3. 1944, tón- skáld. Hann er sonur Ingibjörg og Guðrún Baldurs Þóris Júlíus- Pálsdætur. sonar og Margrétar við Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Fjölskylda Hannesdóttur. Dætur Ingibjargar og Gunnars eru Unnur, f. 7.4.1988; Rakel Rán, f. 17.12. 1995. Dætur Guðrúnar og Þóris eru Sól- ey, f. 11.4. 1984; Sunna Margrét, f. 2.5. 1992. Systur Ingibjargar og Guðrúnar era Katrín, f. 25.1. 1951, hjúkrunar- fræðingur, búsett á Seltjamamesi; Lára, f. 25.10. 1952, félagsráðgjafi, búsett á Seltjarnamesi; Unnur, f. 18.6.1963, kennari, búsett á Seltjam- arnesi. Foreldrar Ingibjargar og Guðrún- ar era Páll Guðmundsson, f. 29.8. 1926, skólastjóri Mýrarhúsaskóla, og k.h., Unnur Ágústsdóttir, f. 11.7. 1927, kennari. Jóhann J. Helgason Jóhann Jóels Helgason bifreiðar- stjóri, Miðtúni 74, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Hafnarfirði en ólst upp á Litlu-Strönd á Rangár- völlum við öll almenn sveitastörf. Hann hóf akstur hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu 1954, flutti til Reykjavík- ur 1957 og stundaði þar keyrslu hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, var síðan vagnstjóri hjá Landleið- um frá 1961, var vagnstjóri í afleys- ingum hjá SVR auk fleiri starfa og stundaði keyrslu hjá BÚR á árunum 1967-72. Þá gerðist hann húsvörður við Fellaskóla og var síöan húsvörð- ur við Fjölbrautaskólann í Breiðholti frá 1975. Hann hefur sfrmdað hóp- ferðaakstur frá 1978 auk þess sem hann ók um skeið hjá Steypustöðinni hf. 1979-83. Fjölskylda Eiginkona Jóhanns er Nanna Sigríður Ragnars- dóttir, f. 27.12. 1938, hús- móöir og verkakona. Hún er dóttir Ragnars Hall- dórssonar, verkamanns á Höfh í Homafirði, og k.h., Guðbjargar Jónsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Böm Jóhanns og Nönnu Sigríðar eru Randý Arn- björg Jóhannsdóttir, f. 21.8.1959, búsett í Reykja- vík; Sigurjón Jóhannsson, f. 1.6. 1961, bílstjóri í Reykjavík; Ásgerður Soff- ía Jóhannsdóttir, f. 16.1. 1963, húsmóðir í Dan- mörku, gift Gísla Hjálm- arssyni og eiga þau fjögur börn; Agnes Björk Jó- hannsdóttir, f. 4.2. 1964, húsmóðir í Reykjavík en hennar maður er Magnús Stefánsson; Guðbjörg Ragna Jó- hannsdóttir, f. 18.6. 1968, verslun- armaður i Reykjavík og á hún einn son. Alsystkini Jóhanns era Hrafn- hildur Helgadóttir, f. 16.8. 1943, hús- móðir í Hafnarfirði; Sævar Örn Helgason, f. 14.8. 1944, starfrækir bilapartasölu, búsettur í Hafnar- firði; Kristbjörg Lára Helgadóttir, f. 25.3. 1958, fóstra í Hafnarfirði. Hálfsystir Jóhanns, sammæðra, er Erla Siggerður Pálsdóttir, f. 15.2. 1932, verslunamaður í Hafnarfirði. Foreldrar Jóhanns voru Helgi Guðmundsson, f. 28.10. 1903, d. 3.2. 1979, bóndi að Litlu-Strönd á Rang- árvöllum og síðar bílstjóri i Reykja- vík, og k.h., Agnes Pálsdóttir, f. 27.11. 1912, d. 5.8. 1978, húsmóðir. Jóhann verður að heiman á af- mælisdaginn. Jóhann Jóels Helgason. DV Tll hamingju með afmælið 7. janúar 80 ára _____________ Þóra Þórðardóttir, Skriðustekk 14, Reykjavík. 70 ára Róbert Nikulásson, Hafnarbyggð 13, Vopnafirði. Unnur Ágústsdóttir, Miðvangi 14, Hafharfirði. 60 ára Ágústa Hulda Pálsdóttir, Framnesvegi 55, Reykjavik. Jóhann Hjálmarsson, Miögarði 8, Neskaupstað. Regína Jónsdóttir, Skaröshlið 26E, Akureyri. Sonja Sigurðardóttir, Hátúni 10, Reykjavík. 50 ára Jón Skúli Runólfsson, Keilusíðu 9B, Akureyri. Þórunn Jósefsdóttir, Þórshamri, Borgarfjarðar- hreppi. Þórhalla Sigurðardóttir, Skólagarði 6, Húsavík. Stefanía Stefánsdóttir, Sólvallagötu 56, Reykjavík. Elsa Sigrún Sigurðardóttir, Kársnesbraut 49, Kópavogi. Anna Helgadóttir, Hraunbæ 150, Reykjavík. Daníel Douglas Teague, Akurgerði, Seltjamamesi. Halldór Ólafsson, Reynigrand 22, Akranesi. Þorbjörg Einarsdóttir, Rauðarárstíg 22, Reykjavík. Einar Magnús Kristjánsson, Asparlundi 5, Garðabæ. 40 ára Jóhanna Erlingsdóttir, Flétturima 31, Reykjavík. Valtýr Þorvaldsson, Kleppsvegi 56, Reykjavík. Bjöm Kristján Svavarsson, Holtsgötu 4, Hafnarfirði. Móeiður Sigvaldadóttir, Víðigrund 17, Akranesi. Guðrún Sveinsdóttir, Kirkjuvegi 88, Vestmannaeyj- um. Dóróthea Jóhannsdóttir, Laufásvegi 38, Reykjavík. Hrefna Þórarinsdóttir, Raftahlíð 67, Sauðárkróki. Lára Helga Jónsdóttir, Þorfinnsstöðum II, Þverár- hreppi. Skúli Sigurðsson, Vesturbrún 8, Reykjavík. Jón Karl Danielsson, Bólstaðarhlið 12, Reykjavík. Þorvaldur Kröyer, Öldugötu 26, Hafnarfirði. Þorkell Einarsson, Neshaga 5, Reykjavík. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar PV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.