Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 Fréttir__________________________________ pv Mengun frá Grundartanga: Umhverfisráðuneytið kref- ur Hollustuvernd skýringa - vill vita til hvaða aðgerða Hollustuvernd hefur gripið vegna mengunar frá járnblendinu „í framhaldi af umræðu um mengun frá starfsemi Jámblendi- verksmiðjunnar og ályktun um það frá íbúum Kjósarhrepps hefur um- hverfisráðuneytið óskað eftir grein- argerð frá Hollustuvemd ríkisins um eftirlit með útblæstri verksmiðj- unnar,“ segir Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- neytisins, í samtali við DV. Magnús segir að Hollustuvemd ríkisins sé eftirlitsaðOi með því að framkvæmdaaðilar, svo sem stór- iðja, fari að ákvæðum laga og ákvæðum og skilyrðum starfsleyfis. „Ef framkvæmdaaðili sinnir ekki tilmælum eða fyrirmælum eftirlits- aðila innan tiltekins frests má beita dagsektum, allt að 100 þús. kr. á dag, þar til úr hefur verið bætt,“ Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. segir ráðuneytisstjóri umhverfis- ráðuneytisins. Mjög mikill hiti er nú kominn í umræðuna um nýtt álver á Grund- artanga en hreppsnefnd og íbúar á Kjalamesi hafa snúist í harða and- stöðu gegn því að það rísi á þessum stað vegna mengunar sem frá því muni stafa. Andstaðan er að nokkru byggð á þeirri reynslu sem er af rekstri Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga en mengun frá henni hefur verið talsverð, ekki síst vegna tíðra bilana undanfarin tvö ár í tækjum sem hreinsa eiga útblástur frá verksmiðjunni. Jón Gíslason, bóndi á Hálsi í Kjós, segir í samtali við DV að ná- grannar Jámblendiverksmiðjunnar beggja vegna Hvalfjarðar hafi ítrek- að vakið athygli á ástandinu í Járn- blendiverksmiðjunni og því stór- fellda mengunarslysi sem þar hefur átt og á sér stað, en án þess að við- bragða yfirvalda hafi orðið vart. Engar refsileiðir virðist vera færar. Ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- neytisins segir við DV að ef kært er þá beri Hollustuvernd að athuga málið og grípa til aðgerða, eigi kær- ur við rök að styðjast. Komi í ljós að framkvæmdaaðili sé að koma sér hjá ákvæðum í starfsleyfinu beri að áminna fyrirtækið og krefjast úr- bóta. Verði stjómendur verksmiðj- unnar ekki við því hafi Hollustu- vemd heimild til að ákveða viður- lög, m.a. í samræmi við 28. grein laga um hollustuhætti og heilbrigð- iseftirlit. -SÁ Hermann Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri HoHustuverndar: Meiri sjónmengun en bein eiturmengun - unnin veröur greinargerö fyrir umhverfisráðuneytið „Umhverfisráðuneytið hefur beðið um álit Hollustuvemdar á efnasam- setningu útblásturs frá Jámblendi- verksmiðjunni á Grundartanga og við munum svara því með greinargerð, en því er ekki lokið. Jafnframt verða gefnar tölfræðilegar upplýsingar um þessi tilfelli sem hafa verið, en allt er þetta til skráð hjá stofnuninni,“ segir „Tilgangur minn með fundinum var að menn fengju ljósar upplýs- ingar um faglega hluti hjá Hollustu- vemd og væm ekki að deila um staðreyndir," segir Ólafur Ólafsson landlæknir en hann fundaði með hreppsnefnd Kjósarhrepps og full- trúum Hollustuvemdar vegna fyrir- hugaðs álvers á Grundartanga. Hermann Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hollustuverndar, í sam- tali við DV. Hermann segir að það hafi verið miklu meira um bilanir í hreinsibún- aði Jámblendiverksmiðjunnar á Grundartanga sl. tvö ár en áður, svo þurft hefur að hleypa fram hjá hreinsivirki verksmiðjunnar meng- Fundurinn fór fram í húsakynnum Hollustuvemdar í gærmorgun. Landlæknir er læknisfræðilegur ráðgjafi Hollustuverndar og um- hverfísráðuneytis. „Hreppsnefndarmenn vildu ræða um háa bilanatíðni í járnblendi- verksmiðjunni sem ekki hafa verið gefnar nægilegar upplýsingar um. uðu lofti, aðallega af kísilryki og gufu. Af þessu hafi verið meiri sjónmengun en bein eiturmengim, að hans sögn. Hermann var spurður hvort Holl- ustuvemd hafi gripið til aðgerða gegn Járnblendiverksmiðjvmni vegna þessa, eins og stofnunin hefur heimild til samkvæmt lögum. Hann sagði að til ýtrustu aðgerða hefði Þeir vildu fá tryggingu fyrir því að slíkt yrði ekki við hina nýju verk- smiðju. Þá var einnig spurt um hversu stór verksmiðjan yrði. Ljóst er að það er ekki reiknað með 60 þúsund tonna heldur 180 þúsund tonna verksmiðju. Þeir hafa aðaláhyggjumar af því að þarna á að reisa stórt iðnaðar- ekki verið gripið, en stjómendur hennar hefðu jafhan tilkynnt stofn- uninni þegar orðið hafi að hleypa menguðu lofti fram hjá hreinsivirk- inu, en þegar slíkt gerðist oft væri álitamál hvort ekki ætti að draga menn til ábyrgðar um viðhald og endurbætur. Það hefði á þessu stigi ekki verið gert. -SÁ svæði sem er á við miðborg Reykja- vikur. Við munum hittast aftur og ræða þessa hluti nánar. Landlækni- sembættið ræður hins vegar engu um staðsetningu þessa álvers. Ef allt fer fram sem horfir og menn standa við sin loforð þá er líklegt að mest verði um sjónmengun að ræða,“ segir Ólafur. -RR Stuttar fréttir Slæm samkeppni Samkeppni um mjólkurkvóta sprengir upp verðið og skoða þarf hvort halda eigi áfram frjálsu framsali á kvótanum, segir fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna í Degi-Tímanum. Tæknival bæiir viö Tæknival hf. hefur eignast helmingshlut í tveimur hugbún- aðarfyrirtækjum sem sérhæfa sig í hugbúnaði í upplýsingatækni og fyrir Intemetið. Ferðalán Flugleiða Flugleiðir bjóða nú greiðslu- kortahöfúm upp á að greiða flug- far og ferðir í heild með rað- greiöslum til allt að tveggja ára með 2500 króna lágmarksgreiöslu og engri sérstakri innágreiðslu við pöntun. Sjúkraþjónusta flutt út Heilbrigðisráðherrar íslands og Grænlands hafa samið um sam- starf um að koma á útflutningi á heilbrigðisþjónustu frá íslandi til Grænlands. Eimskip og Jöklar Eimskip og SH hafa samið um flutninga á afurðum til Ameríku og hefur Eimskip jafnframt keypt skipið Hofsjökul af Jöklum hf., dótturfýrirtæki SH. Reglum breytt Ætlunin er að breyta reglum um bílainnflutning þamiig að vél- arstærð ráði álögum ríkisins en ekki innkaupsverð bílanna eins og nú er. Hyggst fjármálaráðu- neytið með þessu stöðva innflutn- ing notaðra bila á tilbúnu lágu innkaupsverði. Morgunblaðið segir frá. Alþýðublaö í óvissu Framtíð Alþýðublaðsins er óráðin enn og óvíst um útgáfu þess eftir mánaðamótin. Bylgjan sagði frá. FÍB-Trygging víkkar sviðið Alþjóðleg miðlun, sem rekur FÍB-tryggingu, hyggst fljótlega bjóða upp á húsatryggingar og innbústryggingar, en fyrirtækið er í viðræðum við tryggingaaðila innan og utan Lloyd’s sam- steypunnar. Morgunblaðið segir frá. -SÁ Fulltrúar Ibúa í Kjósarhreppi áttu í gær fundi meó Hollustuvernd, landlækni og fleiri yfirmönnum heilbrigðismála. Pað eru þeir Hermann Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Hollustuverndar, og Ólafur Ólafsson landlæknir sem eru til vinstri á myndinni. í kvöld gangast heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna í næsta nágrenni við Grundartanga fyrir almennum fundi um stóriðju. DV-mynd GVA Ólafur Ólafsson landlæknir fundaði með hreppsnefnd Kjósarhrepps: Líklegt að mest verði um sjónmengun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.