Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
Fréttir
Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Vestfirðinga:
Guðbjörg ÍS fjárfesting
sem menn réðu ekki við
- og ósanngjarnt kvótakerfi orsök þess að skipið var selt
„Það fer ekkert á milli mála að
þeir Hrannarmenn fóru út í fjárfest-
ingu sem kom í ljós að var ekki
skynsamleg. Guðbjörg ÍS er mjög
dýrt skip sem ekki reyndist raun-
hæft að reka á grundvelli þeirra
aflaheimilda sem útgerðin hafði yfir
að ráða. Þetta er önnur af tveimur
höfuðástæðum þess að Guðbjörg ÍS
var seld til Samherja á Akureyri.
Hin ástæðan er kvótakerfið þar sem
örfáum einstaklingum er afhentur
umráðaréttur yfir fiskimiðunum
á grundvelli reynslu sem
vinna hundraða hefur
skapað. Það eru ekki
bara útgerðarmenn-
irnir sem sköpuðu
fiskiskipunum
reynslu sem
lögð er til
grundvallar
kvótaút-
hlutuninni
heldur sjó-
mennimir
og land-
verkafólkið
á viðkom-
andi stöð-
um sem
hafði veitt
aflann og
unnið hann.
Síðan er örfá-
um einstakling-
um afhentur
kvótinn. Þeir taka
svo ákvörðun um að
seija lífsbjörgina burt frá
fólkinu," sagði Sighvatur
Björgvinsson, þingmaður Vest-
firöinga, um söluna á Guðbjörgu ÍS.
Hann segir að erfiðleikamir á
Þingeyri séu af sömu rót. Þar hafi
menn keypt skip, Sléttanesið, sem
þeir réðu ekkert við. Þegar menn
sáu að þeir réðu ekki við þetta seldu
þeir allt annað en reyndu að hanga
á skipinu.
„Þetta endaði svo með því að þeir
seldu skipið sjálft og eftir stendur
fyrirtæki, sem áður fyrr var öflugt,
eignalaust eftir," segir Sighvatur.
Hann segir að vissulega sé at-
vinnuástandið á Vestfjörðum gríð-
arlega erfitt. Menn bindi hins vegar
vonir við þá sameiningu fyrirtækja
sem unnið hefur
verið að.
Síðan bindi menn vonir viö að fyr-
irtækin rétti úr kútnum um leið og
þorskveiðiheimildimar verði aukn-
ar.
Sighvatur var spurður hvort
hann teldi að þingmenn Vestfjarða
gætu gert eitthvað til bjargar þeim
fyrirtækjum sem virðast vera að
sligast og loka:
„Við getum afskap-
lega lítið gert
vegna
þess
Við vorum ekkert spurðir þegar
nýja Guðbjörgin ÍS var keypt, held-
ur ekki þegar Sléttanesið var keypt
til Þingeyrar. Við voram ekkert
spurðir þegar þessi fyrirtæki tóku
þá ákvörðun að selja. Síðan eigum
við að bjarga öllu. Ég sé bara ekki
hvemig við getum gert það,“ sagði
Sighvatur Björgvinsson. -S.dór
Takist
að vinna
þannig að því að hægt verði að
koma nýjum öflugum fyrirtækum á
hlutabréfamarkað og sækja því
þannig aukið fé ætti að rætast úr.
Kaup Samherja á frystitogaranum Guðbjörgu ÍS:
Kvótalögin gera
atvinnuöryggi
fólks að engu
- segir Pétur Sigurðsson
að
þarna
er eða var
um að ræða einka-
fyrirtæki. Ekki var leitað til
okkar um þær ákvarðanir sem tekn-
ar vora enda ástæðulaust vegna
þess aö við eigum ekki að vera með
puttana í rekstri einkafyrirtækja.
„Þessi sala á Guð-
björgu ÍS er bara enn
ein sönnun þeirrar
staðreyndar að með
kvótalögunum var
lífsbjörgin tekin frá
vinnandi fólki. At-
vinnuöryggi þess og
örlög, fiöregg þess, er
sett á fárra manna
hendur. Þetta fjöregg
geta kvótaeigendur svo
selt hverjum sem er hve-
nær sem er. Dæmin era
mörg en þetta dæmi með
Guðbjörgu fS er svo stórt að
það vekur sérstaka athygli enda
um 3.500 þorskígildistonna kvóta að
ræða,“ segir Pétur Sigurðsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins Baldurs á
ísafirði, um söluna á frystitogaran-
um Guðbjörgu ÍS frá fsafirði til
Samherja á Akureryi.
Hann bendir á að þessi sala á
Guðbjörgu ÍS hafi ekki haft mikið
að segja fyrir fiskvinnslufólk á ísa-
firði. í raun hafi verið búið að taka
afla skipsins frá þvi þar sem hann
er allur verkaður um borð eins og
hjá öðram frystitogurum.
„Aftur á móti hafa komið inn í
bæinn gríðarlega miklar tekjur af
mannskapnum á Guðbjörginni, eins
vegna þjónustu við hana, auk þess
sem útgerðin hefur veriö í gangi hér
í bænum, sem maður hefur á til-
finningunni að muni fjara út. Ég hef
enga trú á því að vel rekið fyrirtæki
eins og Samherji fari að halda uppi
einhverri útgerð hér á Ísafirði, með
öll önnur umsvif sín á Akureyri.
Þá segir Pétur að þaö sé spuming
um hvort áhöfn skipsins verði
áfram skipuð mönnum frá ísafirði.
„í bili er skipstjórinn héðan, sem
og áhöfnin eða meirihluti hennar
lika. Þegar frá líður er engin trygg-
ing fyrir því að þetta verði svona
áfram. Mér þykir þetta allt saman
afar dapurlegt," sagði Pétur Sig-
urðsson.
-S.dór
Dagfari
Tölum ekki um fortíðina
Dagfari var að fylgjast með frétt-
um á Stöð tvö í fyrrakvöld þegar
Stöðin fór að segja frá því eins og
hverri annarri stórfrétt að yfirlög-
fræðingur Húsnæðisstofnunar rík-
isins hefði fengið sérstaka fyrir-
greiðslu hjá stofnuninni. Eftir því
sem skilja mátti af fréttinni haföi
lögfræðingurinn fengið leyfi til að
flytja veð á milli húsa. Svona veð-
flutningar tíðkast víst ekki og Stöð
tvö rifjaði það upp að aðeins einn
íslendingur hefði áður fengið sams
konar fyrirgreiðslu en það var
Svavar nokkur Gestsson, fyrrver-
andi ráðherra og yfirmaður Hús-
næðisstofnunarinnar.
Yfirlögfræðingurinn er samt
ekki meiri pappír en svo að hans
er ekki einu sinni getiö meö nafni
í þessari frétt Stöðvarinnar og
þetta var ekki meira mál en svo að
Sigurður Guðmundsson, sem er
forstjóri stofnunarinnar, mundi
ekki einu sinni eftir þessari fyrir-
greiðslu til yfirlögfræðingsins og
þurfti að kynna sér málið sérstak-
lega. Þessi ókunnugleiki forstjór-
ans sýnir í hnotskurn hversu þetta
mál er ómerkilegt og raunar fyrir
neðan virðingu virðulegra embætt-
ismanna að svara fyrirspumum
þar að lútandi.
Jú, það kom í ljós þegar forstjór-
inn hafði kynnt sér málið að þetta
var rétt með yfirlögfræðinginn, að
hann hafði fengið leyfi hjá stofnun-
inni fyrir veðflutningum, sem al-
menningi stendur ekki til boða.
Forstjórinn mundi að hann hafði
samþykkt veðflutninginn en hann
mundi hins vegar ekki af hverju.
Yfirlögfræðingurinn mundi það
hins vegar, enda lögfræðingar
minnugir menn, og hann upplýsti
að þessar undanþágur hefðu staðiö
starfsmönnum stofnunarinnar til
boða á sínum tíma. Þær hefðu að
vísu verið felldar niður síðan þá en
þetta vora sem sagt leifar af göml-
um sérfríðindum starfsfólksins hjá
Húsnæðisstofnun og verður að
draga þá ályktun að Húsnæðis-
stofnun hafi verið í vandræðum
með að ráða til sín fólk og þurft aö
bjóða því hlunnindi umfram þaö
sem leyfilegt er samkvæmt lögum
og umfram það sem almenningi
stendur til boða, einfaldlega til að
fá það til starfa!
Og hvað með það?
Enda sagði félagsmálaráðherra,
Páll Pétursson, aðspurður að hann
vildi lítið með þetta mál gera þar
sem hann hefur ekki tamið sér að
„tala um mál úr fortíðinni". Þetta
var vel mælt hjá Páli og í rauninni
tímamótasvar. Ráðherrar og raun-
ar stjómmálamenn almennt hafa
nefnilega dottið í þann fúla pytt að
tala sífellt um eitthvað sem liðið er
og búiö er og era að draga álykt-
amir af því og hafa skoðanir á ein-
hverju sem búið er að gera. Nú hef-
ur Páll snúið við blaðinu og talar
ekki lengur um mál „úr fortíð-
inni“. Hér eftir talar Páll bara um
framtíðina. Honum er fortiðin
óviðkomandi og enda þótt yfirlög-
fræðingurinn hjá Húsnæðisstofn-
un og forstjórinn hjá Húsnæðis-
stofnun hafi talið sig knúna til að
brjóta lög og hygla þeim fyrrnefhda
eru þau mál löngu gleymd og graf-
in, enda úr fortíðinni og framtíð-
inni óviðkomandi.
Dagfari er hissa og hneykslaður
á Stöð tvö að vera að gera vesal-
ings mönnunum þennan grikk að
vera að tala um mál sem eru af-
greidd og frá. Og leyfa sér síðan að
spyrja sjálfan ráðherrann um for-
tíðarmál! Eins og honum komi það
við hvað opinberir starfsmenn
undir hans ráðuneyti hafa gert fyr-
ir löngu og fyrir sjálfa sig sem er
vitaskuld þeirra prívatmál og öðr-
um óviðkomandi.
Hvað á þessi afskiptasemi að
ganga langt?
Dagfari