Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 5
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 5 Fréttir Fráskilin kona fæddi tvíbura eftir tæknifrjóvgun: Fyrrverandi eiginmaður úrskurðaður faðir sam- kvæmt barnalögum - skriflegt samþykki mannsins lá ekki fyrir Héraðsdómur Reykjavikur hefur úrskurðað að maður teljist faðir tvíbura sem eiginkona hans fæddi eftir tæknifrjóvgun. Maðurinn hafði ekki gefið skrif- legt samþykki fyrir frjóvguninni en dómurinn taldi að maðurinn hefði í raun samþykkt hana með því að afneita ekki börnunum fyrr en móðirin var komin sjö mánuði á leið. Maðurinn höfðaði mál gegn kon- unni og kröfur hans voru þær að dæmt yrði að hann skyldi ekki telj- ast faðir tvíbura, tveggja svein- barna, sem eiginkona hans ól. Dómurinn sýknaði konuna af kröf- um mannsins í málinu og var hon- um einnig gert að greiða máls- kostnað konunnar, krónur 350 þús- und, í ríkissjóð. Málsatvik Málsaðilar gengu í hjónaband og eignuðust dóttur fljótlega eftir það. Vegna ófrjósemi konunnar var hún getin með gjafasæði en málsaðilar höfðu báðir óskað eftir slikri aðgerð með skriflegri yfirlýsingu frá 18. apríl 1992. Þcir lýsti maðurinn því sérstaklega yfir að bam eða börn sem kona hans fæddi eftir slíka tæknifrjóvgun myndi hann á allan hátt og ávallt skoða sem sitt eigið barn. í september 1993 flutti fjölskyldan til London þar sem maðurinn stund- aði nám. Sumarið 1994 voru málsað- ilar á íslandi í nokkra mánuði og kom þá til tals að þau hjónin eign- uðust annað barn. Þau töluðu m.a. bæði í síma við lækninn sem fram- kvæmdi fyrri aðgerðina. Aðilar eru ekki sammála um hvaða ákvarðanir voru þá teknar en málsaðilar fengu þær upplýsingar að ekkert væri því til fyrirstöðu að framkvæmd yrði önnur tæknisæðing. Konan fór í slíka aðgerð í desem- ber 1994 og eftir áramót kom í ljós að hún hafði heppnast. Konan fæddi tvíbura en skömmu áður höfðu málsaðilar slitið samvistum og skil- ið siðan að borði og sæng. Niðurstaöa dómsins í niðurstöðu dómsins kemur fram að telja verði sannað að málsaðilar hafi tekið sameiginlega ákvörðun um að konan gengist undir tækni- fijóvgun þá sem framkvæmd var 23. desember 1994. Stefnandi hafi því í raun verið samþykkur aðgerðinni þótt ekki hafi verið gengið eftir því að hann samþykkti hana skriflega. Stefnandi telst þvi faðir barna þeirra sem um ræðir samkvæmt 1. mgr. 2. gr. bamalaga, nr. 20/1992. Ber því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda í málinu. Sigríður Ingvarsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn ásamt meðdómurum sínum, Auði Þor- bergsdóttur héraðsdómara og Valtý Sigurðssyni héraðsdómara. -RR Svarfaðardalur: Vallakirkja endur- byggð DV, Dalvík: Mikill einhugur er ríkjandi meðal sóknarbarna í Vallasókn í Svarfaðardal um að endurbyggja Vallakirkju í upprunalegri mynd. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var þriðjudags- kvöldið 7. janúar. Að sögn Elínborgar Sigurðar- dóttur, formanns sóknarnefnd- ar, var fundurinn vel sóttur og mikillar bjartsýni gætti um að þetta geti orðið að veruleika. Gert er ráð fyrir að tryggingafé nægi til að gera Vallakirkju fok- helda á ný. Fundurinn fól síðan sóknar- nefnd að sækja um fyrirgreiðslu úr sjóðum og var þá einkum horft til Húsafriðunarsjóðs og Jöfnunarsjóðs kirkna. Elínborg sagði að þess utan væri vitað að margir væru fúsir að leggja hönd á plóginn, bæði með fjárframlögum og vinnu, til að kirkjan geti risið á ný. Fyrst er að kanna hve mikið fæst úr áðurnefndum sjóðum og ef til vill fleiri. Að því mun sóknarnefnd einbeita sér á næstu dögum. Sem kunnugt er gjöreyðilagð- ist Vallakirkja í eldsvoða á síð- asta ári. -hiá Eldri kona í Vogum heiðruð: Leitar aö dósum og flösk- um fyrir íþóttafélagiö DV, Suðurnesjum: „Ég hef haft mik- inn áhuga á að hjálpa unga fólkinu í félaginu. Þau eru meðal annars að safha fyrir áhöldum til leikja í nýja íþróttahúsið. Ég fer víða um og er alltaf með augun hjá mér ef ég sé dósir og plastflöskur sem ég safha saman til að gefa félaginu,“ sagði Sigríður Jakobsdótt- ir, 73 ára íbúi í Vog- um í Vatnsleysu- strandarhreppi, í samtali við DV. Sigríður hefur í nokkur ár safnað plastflöskum og áldósum sem hún hefur gefið Ungmennafélaginu Þrótti í Vogum. í desember afhenti Þróttur henni viðurkenningu fyrir framtak hennar en Sigríður hefur haft mikinn áhuga á starfi fyrir það. Faðir hennar, Jakob Sigurðsson, var einn af stofnendum félagsins. Þá var Sigríður einnig í félaginu á sín- um tíma. Sigríður segist fara á degi hverjum í göngutúra ásamt hundi sínum til að tína og safna fyrir fé- lagið. Hún hefur ekki tölur yfir hvað hún er búin að safha en pokamir era all- margir. Dósimar og plastflöskurnar skipta þúsundum. Ég labba víða um og fer oft niður á strönd og upp í heiði. Ég hef mjög gaman af því að leita að flöskum og dósum. a Göngutúramir halda mér við. Að geta hreyft sig og andað að sér fersku lofti er alveg dýrlegt. Þegar ég og maðurinn minn erum á rúntinum þá læt ég hann stoppa ef ég sé dós við veginn," sagði Sigríð- ur. Hún er eldhress. Lék meðal ann- ars oft á þorrablótum í samkomu- húsinu í Vogum fyrr á árum. Faðir hennar byggði húsið 1932 og Sigríð- ur byrjaði strax að leika á sviðinu. -ÆMK Sigríður með dósir. DV-mynd ÆMK Bónusdagar Þrír ævintýradagar meöan húsrúm leyfir Innifalið: Gisting í 3 nætur, morgunverður af hlaðborði alla dagana og einn þríréttaður kvöldverður. Verð kr. 4.950 Upplýsingar og bókanir á Hótel Örk, Hveragerði. Fyrstur kemur - fyrstur fær LYKIL HÖTEL Lykillinn að íslenskri gestrisni. Hveragerði - Sími 483 4700 - Bréfsími 483 4775 Egils Kristall með sítrónubragði hentar Vel með öiium fiskréttum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.