Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 7
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
7
Flugeldabann:
Nánast úti-
lokað
- segir Björn Friöfinnsson
„Ég tel það nánast útilokað að
hægt sé að túlka efhi EES-samn-
ingsins með þeim hætti að bann-
að sé að skjóta upp flugeldum. Ég
hef verið í viðræðum við þá aðila
í umhverfisráðuneytinu sem m.a.
stóðu að samningnum og þar
könnuðust menn ekki við neitt
slíkt og töldu ekki ástæöu til að
hafa áhyggjur af þessu,“ sagði
Björn Friðfínnsson, sérfræðingur
í málefnum EES, með þeim fyrir-
vara þó að hann hafi ekki lesið
allar þessar reglur og hafi ekki
verið með í samningsgerðinni.
Erlendur leiðsögumaður, skjól-
stæöingur Jóns Oddssonar lög-
manns, hefúr lýst yfir áhyggjum
af því að íslenska ríkið hafi und-
irritað samning Evrópubanda-
lagsins um umhverfisvernd sem
m.a. bannar notkun flugelda
vegna hættu á umhverfismengun.
í kjölfarið skrifaði Jón Ferða-
málaráði bréf og bað um að þetta
yrði kannað því öll hótel og veit-
ingahús eru þegar fullbókuð fyrir
áramótin 2000.
„í viðauka 20 við EES-samning-
inn eru ákveðin hámörk fyrir út-
blæstri á koldíoxíði og brenni-
steinsdíoxíði en þar er ekki átt
við eitthvað sem gerist í nokkrar
klukkustundir heldur er átt við
langtíma útblástur frá iðnaði eða
einhverju slíku. Slík gildi miðast
alltaf við varanlegt ástand. Ég á
því ekki von á því að erlendir að-
ilar geri neinar athugasemdir við
flugeldanotlnm okkar um áramót
sem stendur yfir í 4-5 klukku-
stundir," sagði Bjöm. -ingo
Fiskveiðiheimildir Færeyinga og íslendinga:
Færeyingar fá 30
þúsund lestir af
loðnu á vorvertíð
- samkvæmt ráðherrasamkomulagi
Ríkisstjórnin fjallar í þessari
viku um samkomulag Johns Peter-
sons, sjávarútvegsráðherra Fær-
eyja, og Þorsteins Pálssonar sjávar-
útvegsráðherra um gagnkvæmar
veiðiheimildir Færeyinga og Islend-
inga í lögsögu beggja á þessu ári og
því næsta. í framhaldinu verður
formlega gengið frá fiskveiðisamn-
ingi milli landanna
Samkvæmt samkomulagi ráð-
herranna verða botnfiskveiðiheim-
ildir Færeyinga í íslenskri lögsögu
óbreyttar frá síðasta ári eða um 5
þúsund tonn. Hámarksafli einstakra
tegunda er óbreyttur að öðru leyti
en því að Færeyingar mega veiða
200 tonnum meira af keilu. í upp-
sjávarfiskafla eru gagnkvæmur
heimildir óbreyttar frá síðasta ári.
íslendingar fá að veiða kolmunna, 2
þúsund lestir af annarri síld en
norsk-íslenskri og 1000 lestir af
makríl í færeyskri lögsögu.
Færeyingar fá að veiða kolmunna
og 30 þúsund lestir af loðnu í ís-
lenskri lögsögu. Þá er lagt til að
Færeyingar megi veiða allan loðnu-
aflann á vorvertíð en óheimilt verði
að frysta þann afla um borð eða
landa honum annars staðar en á ís-
landi nema til bræðslu. -SÁ
Peningavandi LR:
LR baö um 15 millj-
ónir en borgarráð
reiðir fram fimm
- samstarfssamningur endurskoðaður
Borgarráð Reykjavíkur sam-
þykkti í gær að veita Leikfélagi
Reykjavíkur sérstaka 5 milljóna
króna fjárveitingu í tilefni af aldar-
afmæli Leikfélagsins á þessu ári en
Þórhildur Þorleifsdóttir leikhús-
stjóri hafði farið fram á það i bréfi
til borgarstjóra að fjárframlag borg-
arinnar á fjárhagsáætlun yrði
hækkað um 15 milljónir króna.
Jafnframt því að samþykkja
fyrmefnt framlag til LR minnir
borgarráö á það að samstarfssamn-
ingur borgarinnar og LR sé fallinn
úr gildi síðan um síðustu áramót.
Viðræðunefnd um nýjan samstarfs-
samning, sem skipuð var í júlímán-
uði sl., hafi enn ekki lokið störfum
og mikilvægt sé að hún hraði störf-
um sínum svo gera megi nýjan
samning hið fyrsta.
-SÁ
Samúðarbók vegna prins Bertils
Vegna fráfalls hans hátignar heimili sendiherra Svíþjóðar að
prins Bertils þann 5. janúar 1997 Fjólugötu 9 dagana 7.-10. janúar
liggur samúðarbók frammi fyrir þá klukkan 11-14.
sem óska að rita nafn sitt i hana á
Neyðaráætlun:
Aðeins tilbúin á Flateyri
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, svæð-
issfjóri Rauða krossins á Vestfjörð-
um, vill taka fram, vegna fréttar í
DV, að neyðaráætlun sé aöeins til-
búin á Flateyri en unnið sé að gerð
neyðaráætlana annars staðar á
Vestfjöröum. Hún segir að gert sé
ráð fýrir að þær verði tilbúnar alls
staðar á næstunni.
Fréttir
Mikifl þorskur á stóru svæði á Vestfjarðamiðum:
Það er gnótt fiskjar
og stanslaus flótti
- segir Bjarni Viggósson, skipstjóri á togaranum Stefni
„Það er þorskur hér á geysilega
stóru svæði. Það er fiskur nánast
alls staðar í köntimum þar sem bor-
ið er niður. Það er ekkert skip á
þorskveiðum eins og stendur enda
hafa menn ekki úr neinum kvóta að
spila,“ segir Bjami Viggósson, skip-
stjóri á togaranum Stefni ÍS frá ísa-
firöi, þar sem hann var við veiðar í
Víkurál.
Bjarni segir helsta vandann vera
að forðast þorskinn og finna aðrar
tegundir. Hann segir nánast sama
hvar borið sé niður á svæöinu frá
Víkurál í vestri og að Reykjafjarðar-
ál; alls staðar sé þorskurinn að þvæl-
ast fyrir.
„Það lóöar ekkert á fiski hér og ég
get nefnt sem dæmi að ég dró i tvær
klukkustundir án þess að sjá neitt en
það voru tonn af góðum þorski þegar
ég hífði. Það er óhætt að segja að
komið hafi á óvart að fá slíkan feng.
Við höfúm það lítinn kvóta að þetta
var í fuliri óþökk,“ segir Bjami sem
má veiða hátt í 25 tonn af þorski á
viku. Hann fékk því vikuskammtinn
á tveimur klukkustundum.
„Það er mjög erfitt að forðast þor-
skinn og þetta er alltaf að versna.
Þetta ástand er mjög öfugsnúið.
Gnótt fiskjar og stanslaus flótti und-
an bjargræðinu," segir Bjami. -rt
Kennarafélag Vélskólans:
Telur að stefni í óefni
í menntamálum
Kennarafélag Vélskóla íslands
sendi frá sér ályktun á aðalfundi fé-
lagsins þar sem lýst er yfir þungum
áhyggjum vegna þróunar mennta-
mála á íslandi og þá sér í lagi verk-
menntunar.
Kennarafélagið telur að ýmis at-
riði valdi því að í óefni stefni í
menntamálum á íslandi. í ályktun
frá félaginu segir að það sé afar
brýnt að allir sem málið snertir, yf-
irvöld menntamála og skóla, kenn-
arar og þjóðin öll, taki höndum sam-
an um að snúa þessari þróun við.
-RR
UTSALAN
HEFST í FYRRAMÁLIÐ KL. 10:00
0 R I G I N A L
Levrs
\m
MIKILL AFSLÁTTUR
- í nokkra daga -
LEVI’S BÚÐIN - LAUGAVEGI 37 - REYKJAVÍK - S. 561 8777 - RÁÐHÚSTORGI 9 - AKUREYRI - S. 461 1858