Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 9
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 9 Utlönd Eí þig langar í gott rúm skaltu koma og prófa » Loftbelgur auðkýfingsins hrapaði á fleygiferð: Branson feginn að vera lif- andi og það eitt skipti máli Breski auðkýfmgurinn Richard Branson sagði í gær að hann væri himinlifandi yfir að vera enn á lífi eftir að tilraun hans til að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg endaði með ósköpum þegar belgurinn skall á fleygiferð niður í eyðimörkina í Alsír, aðeins nokkrum klukku- stundum eftir að lagt var upp frá Marokkó. Loftbelgurinn kom niður í eyði- mörkinni í kolniðamyrkri og var hraði hans svona tvöfalt meiri en hraðlyftu. Öðrum aðstoðarmanna Bransons, Alex Ritchie, tókst þó að klifra upp á þak belghylkisins og varpa niður tveimur kjölfestutönk- um til að létta loftbelginn og hægja aðeins á ferðinni. Skömmu áður hafði belgforum tekist að svifa yfir fjallgarð. Branson reyndi einnig að hægja á ferðinni með því að kasta út bæði mat og eldsneýti. „Alex er hetja dagsins,“ sagði Branson við mennina í stjómstöð- inni í London. „Hann bjargaði lífi okkar." Ritchie slóst í hópinn á síðustu stundu þegar hann kom í staðinn fyrir Rory McCarthy sem þurfti að hætta við förina vegna veikinda. Aðspurður hvort hann væri von- svikinn sagði Branson í viðtali frá Alsír: „Það er gott að vera lifandi, gott að sitja hér í þessu stórkostlega eyðimerkurlandslagi og það er það sem skiptir raunverulega máli.“ Hann sagði að lendingin hefði verið allsvakaleg, miklu líkari geim- flugi en loftbelgsflugi. „Það er eins og við séum lentir á tunglinu,“ sagði Branson og gerði að gamni sínu úti í eyðimörkinni. Loftbelgurinn lenti nærri bænum Bechar, um 640 kilómetra frá þeim stað sem lagt var upp ffá í Marokkó. Þyrla frá alsírska hernum kom fljót- lega á staðinn eftir að belgurinn lenti. Ekki hefur enn tekist að finna út hvað varð raunverulega til þess að belgurinn hrapaði til jarðar. Reuter # Ide Box fjaðradýnurnar eru á tréramma og geta staðið einar sér eða passa ofan í flest öll rúm. # Hjón geta valið sitthvora dýnugerðina ef vill og eru þá dýnurnar einfaldlega festar saman. # Ide Box fjaðradýnurnar hafa leyst málin fyrir þær þúsundir íslendinga sem kusu betri svefn. # Ide Box fjaðradýnurnar eru alltaf til á lager # Ide Box fjaðradýnurnar eru ekki dýrar. Komdu og prófaðu Ide Box fjaðradýnurnar. Sérþjálfað starfsfólk okkar tekur vel á móti þér. É,-'...................'N / Munið bara Ide Box fjaðra- , dýnurnar fást / \ aðeins hjá / \ okkur. _' Karólína prinsessa af Mónakó við eina af mörgum hátíöarsýningum sem hófust í gær í tilefni 700 ára afmælis fursta- dæmisins. Sfmamynd Reuter # Vandað og margbreytilegt fjaðrakerfi sem tryggir réttan stuðning, þægindi og endingu. # Margar gerðir eru til þannig að allir geta fundið dýnu við sitt hæfi, þungir eða léttir -það skiptir engu máli. # Margar stærðir eru í boði, allt frá 80 sm. # Góð yfirdýna fylgir öllum Ide Box fjaðradýnunum. Þrír morðingjar teknir af lífi í einu I Arkansas Þrír dæmdir morðingjar voru teknir af lífi í Arkansasfylki í Bandaríkjunum í nótt. Aðeins einu sinni áður hafa þrír menn verið líflátnir á einu bretti frá því dauðarefsingar voru teknar upp að nýju vestra árið 1976. Mönnunum voru gefnar eitur- sprautur í sama aftökuherberg- inu en með nokkru millibili þó. Sá sem var síðastur mannanna þriggja fékk smáfrest á meðan hæstiréttur fjallaði um og hafn- aði beiðni um að stöðva aftök- una. Þurfti hann að bíða í klukkutíma á dauðabekknum. Mannréttindahópar höíðu uppi hávær mótmæli gegn aftökum þessum. Assad Sýrlands- forseti heim eftir skurðaðgerð Hafez al-Assad Sýrlandsforseti fór heim af sjúkrahúsi í gær eftir vel heppnaða aðgerð á blöðru- hálskirtli, að því er talsmaöur forsetans skýrði frá. Hann sagði að forsetinn mundi sinna öllum skylduverkum sín- um á ný innan fárra daga. Ekki var skýrt frekar frá að- gerðinni á Assad sem er 66 ára. Botnlangi hans hafði áður verið fjarlægður og eitthvað hefúr hjart- að verið að angra hann. Reuter Margrét Danadrottning. Sænskur dálkahöfundur gagnrýnir keöjureykingar Margrétar Þórhildar: Drottningin gangandi auglýsing fyrir tóbak - danskir Qölmiðlar í reykstríð við Svía „Leyfið drottningunni að reykja í friði“, „Skiptið ykkur ekki af ann- arra málum“ og „Haltu áfram að púa, Margrét". Þetta voru fyrirsagn- ir danskra blaða í gær í kjölfar gagnrýni sænska sjónvarpsmanns- ins og dálkahöfundarins Hagges Geigerts á reykingum Margrétar Danadrottningar. í grein sem Hagge skrifaði í dag- blaðið Göteborg-Posten á laugardag- inn gagnrýndi hann drottninguna harkalega fyrir keðjureykingar og sagði hana vera gangandi auglýs- ingu fyrir tóbak þótt vitað væri að það gæti valdið krabbameini. Drottningin gæfi þannig slæmt for- dæmi. „Danska drottningin hefur sér- stakan þjón sem gengur á eftir henni með öskubakka. Hún reykir alls staðar, jafnvel á heilsugæslu- stöðvum,“ skrifaði Hagge. „Ég tel það rangt af drottningunni að reykja á opinberum stöðum þar sem reykingar eru bannaöar," skrifaði Hagge einnig. Hann gat þess jafn- framt að Karl Gústaf Svíakonungur gætti þess að reykja aldrei fyrir framan blaðaljósmyndara eða sjón- varpstökumenn. Danska pressan brást ókvæða við athugasemdum Hagges og sakaði Svía mn tvískinnung, bannhugarfar í amerískum stfi og hræsni. „Er það til marks um ábyrgðartilfinningu að sænski konungurinn læðist inn á salernin til að reykja í laumi?“ spurði Ekstra Bladet í gær. Danska hirðin neitaði að tjá sig opinberlega um málið í gær. Tals- maður danska krabbameinsfélags- ins sagði það einkamál drottningar hvort hún reykti eða ekki. Reykstríð Dana við Svía hófst þegar aðeins er vika til hátíðahalda i Danmörku vegna 25 ára setu drottningar i hásæti. Verður Svía- konungurinn meðal annarra tig- inna gesta drottningar. Reuter lCpÉflprMfeite

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.