Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 11
FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1997
menning u
1
I
i
<
<
i
(
i
i
i
i
Í
i
í
i
i
Langar þig í mest
spennandi skólann
íbœnum?
Langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega
og líklegast eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá og
þessa undarlegu heima er með aðstoð miðla?
Langar þig að vita hvað eru afturgöngur, líkamningar, álfar,
huldufólk, fjarskynjun, fyrirboðar, berdreymi svifjógar, ærlsa-
draugar, eða bara hvers vegna skilaboð koma að handan?
Og langar þig að setjast í skemmtilegt og svo sannarlega
spennandi skóla í glaðværum og jákvæðum hópi nemenda
eitt kvöld í viku eða eitt laugardagseftirmiðdegi í viku, þar sem
farið er ítarlega í máli og myndum sem og í námsefni yfir allt
sem lýtur að framhaldslifi okkar jarðarbúa eins og mest og best
er vitað um það á hnettinum í dag, fyrir hófleg skólagjöld? Ef
svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur og yfir ftmm hundruð
ánægðum nemendum sl. fimm misseri.
Þrír byrjunarbekkir hefja brátt nám í sálarrannsóknum I nú á
vorönn ’97. Skráning stendur yfir. Hringdu og fáðu allar nánari
upplýsingar um mest spennandi skólann sem í boði er í dag.
Yfir skáningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans
alla daga vikunnar kl. 14 til 19.
Vala einleikur á ný
Á laugardaginn kl. 21 hefjast
sýningar á tveim einleikjum
Völu Þórsdóttur, leikkonu og
leikskálds, í Kaffi-
leik-
húsinu
í Hlað-
varpan-
um.
Þann
fyrri, Eða
þannig,
sýndi Vala
á sama stað
í fyrravor
við góðar
undirtektir
en þann
seinni, Kíki,
súkkulaði, fýlugufu og rusl,
sýndi hún í dagskrá sem hún
var meö í Kaffileikhúsinu í
nóvember ásamt hinum óvið-
jafnanlega dúett Súkkati.
Vala hefur síðastliðið sumar
og haust sýnt Eða þannig á ítal-
iu á ítölsku og í Kaupmanna-
höfh og London á ensku við
prýðilegar undirtektir. í bígerð
eru sýningar í öðrum leikhús-
um í London og leikferð um
Bretlandseyjar.
Næstu sýningar Völu í Kafii-
leikhúsinu eru 11., 17. og 18.
janúar.
Mímir kveikti í krökkunum
í nóvember síðastliðnum var
haldin samnorræn lestrarkeppni
nemenda í grunnskólum með stuðn-
ingi norrænu ráðherranefndarinn-
ar. Keppnin hlaut nafnið Mímir -
enda til þess ætlast að börnin yrðu
margs vísari þegar henni lyki. Öll-
um grunnskólum á Norðurlöndum
var boðið að vera með en ekki gátu
allir þegið boðið.
Þátttakendur lásu norrænar bók-
menntir af kappi i tvær vikur og að
loknum lestrinum voru unnin vegg-
spjöld í hverjum bekk þar sem áhrif
bókmenntanna voru táknuð á
mynd. Hver skóli mátti senda þrjú
veggspjöld til sérstakrar dómnefnd-
ar ásamt meðfylgjandi lista yfir
lesnar bækur og nú hafa verið valin
veggspjöld úr íslenska bunkanum
til að setja á sýningu sem verður
opnuð á morgun í anddyri Norræna
hússins. DV hafði samband við
Garðar Gíslason, verkefnisstjóra
Mímis, um árangur af keppninni.
„Okkur bárust 425 veggspjöld frá
143 skólum hvaðanæva af landinu,“
segir Garðar, „og getum ekki sýnt
nema litinn hluta þeirra á sýning-
unni. Sjálf keppnin var í þrem hóp-
um eftir aldri. í fyrsta aldurshópi
var 1. til 4. bekkur, 6-9 ára börn, í
öðrum hópi var 5. til 7. bekkur,
10-12 ára, og loks elsti hópurinn,
8.-10. bekkur eða 13-15 ára krakkar.
Tæplega 75% af skólum landsins
tóku þátt í keppninni, þar af lang-
flestir stóru skólarnir, þannig að
tæplega 90 af hverjum 100 íslensk-
um grunnskólanemendum tengdust
keppninni. Við erum að tala um al-
veg rosalega þátttöku.
Félagar mínir annars staðar á
Norðurlöndum eru líka ánægðir
með þetta framtak og þátttökuna
hjá sér en við veitum þeim algert
rothögg með þátttökunni hjá okkur.
Norðmenn fengu til dæmis um 450
veggspjöld og eru alveg í skýjunum,
Svíar fengu 350 og Danir og Finnar
eitthvað álíka. Það þýðir að mun
færri skólar hlutfallslega hafa verið
með þar.
Á veggspjöldunum túlka krakk-
amir upplifun sína af lestrinum og
þau eru metin sem myndlist, þannig
að ekki voru endilega send inn þau
spjöld sem lengstir lestrarlistar
fylgdu. En það mesta sem ég hef séð
á lista frá einum bekk voru 2.400
blaðsíður á nemanda að meðaltali.
Það er gríðarlega mikill lestur og þó
getur verið að einhver bekkur hafi
lesið ennþá meira en veggspjaldið
ekki þótt nógu gott til að senda það
inn.“
- Heldurðu að svona keppni hafi
áhrif?
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
það. Þetta þjálfar krakka sem voru
duglegir fyrir og kveikir í þeim sem
vissu ekki hvað það getur verið
gaman að lesa bækur. Eftir lestrar-
keppnina, sem var haldin hér á
landi 1993, jukust útlán á bókasöfn-
um umtalsvert, segja mér bókaverð-
ir, og núna er til að bókasöfn hafi
hreinlega sprungið vegna álags.
Keppnisandinn er svo skemmti-
legur núna að viða á Norðurlöndum
vilja menn halda áfram og margir
hér heima lika, gera þetta að árleg-
um viðburði innan skóla eða i
stærra samhengi. Áhuginn er ótrú-
lega mikill. Ég frétti af heilu stiga-
göngimum þar sem krakkar sátu í
tröppunum og kepptust um að lesa!
Verðlaunin verða fyrir veggspjald
og lestur sameiginlega og þrjú
spjöld verða verðlaunuð í hverjum
aldurshópi. Allir í verðlaunabekkj-
unum fá boli og bækur og bekkimir
sem fá fyrstu verðlaun fá 90 þúsund
krónur í sameiginlegan sjóð.
Svo verða veggspjöldin þrjú sem
hljóta fyrstu verðlaun send áfram til
Stavanger í Noregi. Þar verður stór
bókmenntahátíð fyrir börn og ungl-
inga 9.-12. febrúar og einn liður á
dagskránni er að velja úr verð-
launaspjöldum alls staðar af Norð-
urlöndum. Einum nemanda úr
hverjum bekk sem hlýtur fyrstu
verðlaun verður boðið þangað
ásamt fylgdarmanni. Þetta verður
mikil hátið fyrir þá heppnu.“
Sýningin í Norræna húsinu verð-
ur opnuð klukkan 14 á morgun og
hún stendur til 29. janúar.
Orðstöðulykill
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita
og kennslugagna, veitir árlega viður-
kenningu að upphæð 400 þúsund kr.
fyrir merkt fræðirit eða kennslu-
gögn. í gær var þessi viðurkenning
veitt i tíunda sinn og hlaut þau hóp-
ur fjögurra fræðimanna fyrir útgáfu
á geisladiski fyrir PC-tölvur meö
texta allra íslendingasagna ásamt
orðstöðulykli. Þau sem viðurkenn-
inguna hlutu eru Eiríkur Rögnvalds-
son málfræðiprófessor, sem var aðal-
ritstjóri verksins, Bergljót Kristjáns-
dóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Öm-
ólfur Thorsson.
„Þetta er verkefni sem byrjað var
á fyrir mörgrnn árum," segir Ömólf-
ur. „Allur texti Islendingasagna var
greindur í orðfiokka með styrk frá
Vísindaráði. Þetta er ekki vélrænn
orðstöðulykill eins og tölvurnar búa
til heldur er til dæmis búið að setja á
sinn stað orðmyndir sem líta eins út
en eru í ólíkum flokkum. Eins og hið
fræga dæmi „á“!
í útprenti er þetta nokkuð þykk
bók, milli sjö og átta þúsund blaðsíð-
ur miðað við 100 línur á siðu, og ekki
var talið að útgefendur myndu slást
um að gefa hana út. Því þótti skyn-
samlegra að koma þessu öllu fyrir á
einum geisladiski. A einum diski em
650 megabæt en svo dæmi sé tekið er
Njála aðeins hálft megabæt."
- En til hvers er svona diskur og
hverjum gagnast hann?
verðlaunaður
„Á diskinum er ekki bara orð-
stöðulykillinn heldur líka texti sagn-
anna, ekki stafréttur texti heldur á
nútimastafsetningu. Axel Gunn-
laugsson hefur smíðað leitarforrit til
að vinna með þetta mikla efni, ann-
ars vegar að leita í sögum og úr þeim
yfir í orðstöðulykil eða fara frá lykli
yfir í sögur. Við létum fylgja merk-
ingarflokkaða skrá yfir öll nafnorð í
sögunum. Ef þig langar til dæmis til
að skoða böm og uppeldi í íslend-
ingasögum þá er búið að grófgreina
öll nafnorð í sögunum í efnisflokka,
og einn af tuttugu yfirflokkum er
börn og uppeldi. Þar eru talin þau
nafnorð sem okkur sýndist falla á
það svið. Þú tekur þau orð, leitar þau
uppi í orðstöðulyklinum, velur þér
dæmi og færð yfírsýn yfir þennan
merkingarflokk.
Allir áhugamenn um sögurnar
geta notað efnið á þessum diski, jafnt
málfiræðingar sem eru að rannsaka
stíl og orðaforða íslendingasagna, og
skólanemendur. Þetta er öflugt tæki
fyrir skólakerfið, bæði grunnskóla
og framhaldsskóla, kennara í leit að
hentugum viðfangsefnum handa
nemendum og krakka sem langar til
að gramsa sjálfir i sögunum.
Diskurinn er sem sagt fyrir alla
sem vilja skoða sögurnar og flýta fyr-
ir sér ef þeir kunna þær ekki alveg
utanbókar."
Á myndinni eru Garðar Gíslason og
Nína Dögg Filippusdóttir með vegg-
spjöld frá Hallormsstaðaskóla og
Álftanesskóia. Spjöld frá Víðistaða-
skóla, Snælandsskóla og Kirkju-
bæjarskóla á Síðu liggja á borðinu.
DV-mynd Pjetur
Vegmúla 2
s. 561 9015 & 588 6050
^\NGA «5.
V * <-7
Fallegir silfurskartgripir og keramikvörur
Silfurskemman
Skólavöröustíg 12 - Sími 552-2840
1