Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 Spurningin Ætlar þú á útsölur? Alma Róbertsdóttir húsmóðir: Nei, ég er ákveðin í að gera það ekki. Þorlákur Hermannsson og Þor- lákur Dan: Nei, við förum aldrei á útsölur. Kristrún Andrésdóttir húsfreyja: Já, ég ætla á útsölur. María Baldursdóttir verslunar- maður: Já, það ætla ég að gera. Jónina Jóhannsdóttir sölumað- ur: Ég geri ekki ráð fyrir því. Lesendur Opiö bréf vegna vega í Borgarfirði: Héraðið situr enn á hakanum Kristleifur Þorsteinsson skrifar: Niðurlæging vega í Borgarfirði hófst með smíði Borgarfiarðarbrúar- innar sem Halldór E. Sigurðsson kom í framkvæmd á sínum tíma. Brúin var dijúgt skref í gerð hringvegarins, var því vægast sagt ósanngjamt að láta það bitna á framkvæmdum vega í héraðinu. Sunnlendingar fengu síðan hliðstæðar upphæðir og brúin kostaði til vegabóta um Suðurland. Seinna rættist úr fyrir Snæfellingum fyrir til- hlutan góðra þingmanna af þeirra landsvæði. En Borgarfjarðarhérað sit- ur enn á hakanum. Þó er kominn slit- bundinn vegur að Reykholti um Staf- holtstungur og að Hvanneyri frá Borg- amesi. Eftir er að leggja veg með slit- lagi Geldingadraga og Svínadalsveg, inn í Skorradal, einn fegursta dal ís- lands, Lundarreykjadal, þar liggur umferðin um hina fjölförnu Uxa- hryggjaleið, Þverárhlíð að framtíðar- leiðinni um Gijótháls og síðast en ekki síst Hálsasveitarveg frá Reyk- holti að Húsafelli og að Kalmanstungu og Fljótstungu. Frá Húsafelli liggur leiðin um Kaldadal sem þarf nauðsyn- lega að stórbæta á næstu árum. Það er mikil móðgun við íslenska náttúrufeg- urð, íslenska þegna og erlenda ferða- menn að stinga við fótum með lagn- ingu slitlags við Reykholt. Nútímafólk telur ekki til vega þær leiðir sem ekki era lagðar slitlagi. Þess vegna er það að fjöldi ferðamanna snýr við þegar Kristleifur Þorsteinsson er ósáttur meö hversu hægt hefur miöaö í vegamál- um í Borgarfjaröarsýslu. Hann segir aö þarna sé víöa einstæö fegurö og aö margir missi af henni vegna slæmra vega. -Snorralaug er í Reykholti. kemur að enda slitlagsins, innan við Reykholt, sé mönnum ekki kunnugt um þá fegurð sem þar inn af býr. Eitthvað er borið viö ósætti bænda um vegarstæði að ekki er unnið við vegagerð frá Hvanneyri að Kleppjám- sreykjum. Ekki hef ég trú á að þar sé um að ræða vandamál sem ekki væri hægt að leysa. Á meðan er alveg sjálf- sagt að leggja allan kraft í að gera veg- inn fram Hálsasveitina því engin ósætti er með vegarstæði á þefrri leið. Með veginn inn Borgaríjarðarhérað um Kaldadal og Þingvelli opnast hringvegur Reykjavík-Reykjavík sem er ekki nema rúmir 200 km. Þessi leið býður upp á svo einstæða skoðunar- staði að við höfum engin efrii á því að leggja ekki veg um hana. Þama sjást hverir, jöklar, hraunhellar, fossar, blómleg býli og hrikaleg öræfi. Sumt af þessu eru einstök veraldarundur. Við, sem látum okkur málið varða, biðjum ekki og mælumst ekki til held- ur krefjumst, fyrir hönd þeirra Qöl- mörgu sem þurfa að njóta þessara leiða, að fyrir aldamót verði lokið við að leggja á þær bundið slitlag. Halldór Þorsteinsson teiknar og skrifar: Ég óska Davíð Oddssyni, ríkisstjóm hans, meðreiðarsveiniun og meyjum góðrar veiði á komandi ári. Megi bráð- in verða spök og ykkur auðveld að vanda. Móðurmálið elur á misrétti Hildur skrifar: Þjóð er svo ágæt ein, að eigin mati, með hið fegursta móðurmál sem ber að varðveita, að sjálfsögðu meö kjafti og klóm ef ekki vill betur. Það jaðrar því næstum við guðlast að leyfa sér að benda á misréttið sem elskaða ylhýra móðurmálið elur á í samskiptum þegnanna. Hver kannast ekki við hina mikil- fenglegu „veitendur" og „stjóra" í mæltu máli, sem bera mikið úr být- um í krafti nafnbótar og fá í bónus þá „ánægju“ .að stíga á bremsur og tala piður til „þeganna“. Þessir Hildur vill aö skipt veröi um orö og aö hætt veröi aö nota móöurmáliö til aö mismuna fólki. Hún vill aö fólk á vinnumarkaöi veröi kallaö vinnuseljendur en hinir vinnukaupendur. „þegar“ bóta, lífeyris og launa, og guö má vita hvað þessi „lýður" nú heitir sem þeir kljást við af mikilli elju þegar þeim hentar, ryðst upp á dekk til þess að reyna að bæta kjör sín. Elskaða ylhýra móðurmálið hafa þeir jú sín megin sem „veitendur" og hinum ber að þiggja sem „þegar", og vitaskuld það sem þeir skammta. En öllu má vist ofgera og skammta svo naumt úr hnefa að valið á „lýðn- um“ nær eyrum verndarengils smæ- lingjanna, móður Theresu, sem bregst vel við og sendir náðarfaðm sinn til fátæka landans sem forsæt- isráðherra kannast ekkert við. Jafiivægi í sem flestu er öllum til góða, breytum því hiö snarast máli sem mismunar. Við erum annað- hvort vinnukaupendur eða vinnu- seljendur. DV Ónýtt grænmeti Garðar hringdi: Ég varð hissa þegar ég kom í Nóatún vestur í bæ á sunnudag- inn aö sjá hversu ógeðslegt grænmeti var haft þar frammi í kössum. Ég var að leita mér að ýmsu grænmeti og fékk sæmi- legt kínakál, vitaskuld allt of dýrt, en þær örfáu paprikur sem tÚ voru voru grautlinar og sum- ar meira að segja myglaðar í endann. Sveppir voru sárafáir og lítt kræsilegir. Mér finnst að svona nokkuð eigi að taka úr hillum og segja bara aö hlutur- inn sé ekki til. Ljósin samstillt Jón Guðmundsson hringdi: Þegar ég ek um borgina er ég oft að velta fyrir mér hvemig umferðarljósin séu stillt saman. Oft finnst mér Breiðholtsbrautin t.d. í lagi en svo koma tímar þar sem manni finnst sem ljósin hljóti að vera eitthvað biluð. Þá kemst maður ekki nema rétt á milli rauðu ljósanna. Víða er hundleiðinlegt að keyra í borg- inni þar sem ljósin em ekki sam- stillt og mælist ég til þess að menn leiði hugann örlítið að þessu víða. Gott málefni Stuðningsmaður skáta hringdi: Guðni nokkur er borinn fyrir orðum í DV í vikunni og þar er hann að fárast út í hve fiug- eldamir séu dýrir. Hann segir þá vera algert drasl og þess vegna eigi að lækka veröið. Ég er ósam- mála þessu. Reyndar er sumt af þessu dóti ekkert rosalega merkilegt en það sem skiptir mestu máli er að með því að kaupa þetta erum við að styrkja gott málefni. Ég kaupi ekki flug- elda af öörum en skátunum og hvet aðra til þess að gera það sama. Hjálpum fram- bjóðendum Stuðningsmaður skrifar: Ég er einn þeirra sem fylgdist vel með forsetaframboðunum og kom þar reyndar nokkuð nærri hjá einum frambjóðandanum. Fréttir berast af því að miklar skuldir hafi hrannast upp og að nú sé farið að haröna á dalnum hjá sumum þeirra. Nú hvet ég þær vösku sveitir sem unnu með þessu ágæta fólki að koma sam- an og sjá hvað hægt er að gera til þess að hreinsa upp þessar skuldir. Það er okkur, sem að þessu stóðu með frambjóðendun- um, ekki til neins sóma að hlaupa frá þessu og skilja þá eft- ir í skítnum. Hvernig standa knattspyrnu- mál? Norðanmaður hringdi: Síðastliðið sumar heyrðust sögur um að til stæði að hefja framkvæmdir við yfirbyggðan knattspymuvöll á Norðurlandi, líklega á Akureyri. Nú hef ég ekkert heyrt af þessari byggingu nýlega og langar til þess að vita hvemig þetta mál sækist. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikil bylting þetta hús yrði fyrir knattspymima. Hver veit nema Akureyrarliðin gætu tekið sig eitthvað á og kom- ið sér í fremstu röð á nýjan leik. Metnaö hefúr skort á Akureyri en með tilkomu nýs húss gæti hann vaknaö aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.