Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritsfjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: TOÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ríkið mengar Hvalfjörð Staðfest er, að mengunarvamir jámblendiversins á Grundartanga í Hvalfirði hafa verið bilaðar í tvö ár. Ná- grannar versins handan flarðarins í Kjós telja sig raun- ar heyra, þegar skrúfað sé fyrir á morgnana, er búið sé að hleypa út vinnslugufum í skjóli nætur. Þetta vekur ýmsar spumingar. Einna áleitnust er, hvers vegna Kjósverjar hafa ekki fyrr gert neina mark- tæka tilraun til að vekja athygli á því, sem þeir segja nú vera óviðunandi ástand. Það, sem þeir kalla nú eiturguf- ur, hafa þeir látið yfir sig ganga í tvö ár. Hin áleitna spumingin er um mengunareftirlit ríkisins með jámblendiverinu. Þetta eftirlit virðist aHs ekki hafa verið til og allra sízt á síðustu tveimur árum, þegar verk- smiðjan hefur með tilvísun til fátæktar sinnar komizt upp með að lagfæra ekki bilaðan hreinsunarbúnað. Engan veginn er hægt að kalla það eftirlit, þótt járn- blendiverinu sé skylt að senda Hollustuvemd ríkisins árlegar skýrslur um rekstur hreinsibúnaðarins. Slíkt má kalla síðbúna tilkynningarskyldu, en á ekkert skylt við eftirlit af hálfu umhverfisyfirvalda ríkisins. í kjölfar þessarar spurningar vaknar sú spuming, hvort ástæðan fyrir þessari léttúð hins opinbera gagn- vart mengun frá jámblendiverinu sé hin sama og ástæð- an fyrir léttúð þess gagnvart mengun frá Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi, sem einnig er í eigu ríkisins. Spumingin verður þá, hvort ríkið sé sem aðaleigandi mengunarvaldandi verksmiðja fært um að gæta hags- muna borgaranna gagnvart þessum verksmiðjum. Dæm- in sýna, að svo sé ekki. Ríkið lætur þessar verksmiðjur einfaldlega komast upp með yfirgang í mengunarmálum. Athyglisvert er, að þetta em einmitt þær tvær verk- smiðjur, sem fá ódýrasta orku frá enn einu fyrirtækinu, sem er í meirihlutaeigu ríkisins, það er Landsvirkjun. Ríkið lætur borgarana greiða niður raforku til þessara tveggja verksmiðja, af því að það á þær sjálft. Þessi dæmi sýna, hve varhugavert er, að ríkið sé að vasast í stofnun og rekstri orkufýrirtækja og stóriðjufyr- irtækja, sem hafa svo mikilla hagsmuna að gæta, að rík- ið verður í reynd að láta almannahagsmuni víkja og mis- fara þannig með umboð sitt frá almenningi. Þessi misheppnaða þjónustulund ríkisins gagnvart mörgum herrum í senn er ekki ókeypis. Það kemur núna í ljós, þegar ríkið vill setja upp fleiri stóriðjufyrir- tæki við hlið jámblendiversins á Grundartanga. Sú ákvörðun reynist vera komið, sem nú fyllir óánægju- mælinn. Ef ríkið hefði hagað málum á annan og betri veg í samskiptum við eigið fyrirtæki á Grundartanga, hefði það ekki lent í óvæntri andstöðu við fyrirhugaða bygg- ingu álvers á sama stað. Þá hefði væntanlega ekki allt farið á hvoif í Kjós með tilheyrandi borgarafundum. Eigendur Columbia álfyrirtækisins em vafalaust í góðri trú, þegar þeir segja, að nýr og fullkominn hreinsi- búnaður verði settur upp í gamalli verksmiðju, sem á að flytja til Grundartanga. En það dugir bara ekki, þegar borgaramir geta ekki treyst eigin stjómvöldum. Fólk er orðið vant því, að ráðherrar gefi loforð út og suður og beri nákvæmlega enga virðingu fyrir orðum sínum. Þess vegna reikna margir með, að mengun og orkuverð lendi í sama klúðri í samningum við álverið og þeir þekkja frá reynslunni af jámblendiverinu. Markaðsþjóðfélög nútímans standa og falla með trausti. Þegar stjómvöld hafa sífellt bmgðizt trausti, geta þau ekki búizt við, að menn trúi þeim í þessu máli. Jónas Kristjánsson „Menntun og frjálsar rannsóknar skila einatt ávinningi sem ekki er hægt aö sjá fyrir,“ segir meðal annars í grein Vésteins. - Háskóli íslands. Um íslenskan þekkingarbúskap - hann sáði - og sker upp, síðari grein í fyrri grein færði ég rök að því að rangt væri að líta svo á að verð- mæti yrðu aðeins til í framleiðslu seljanlegrar vöru og þjónustu, en með starfsemi hins opinbera sé hluta þessara verðmæta síðan eytt. Störf á vegum hins opinbera eru meðal annars í þágu fram- leiðslunnar en þjóna einnig öðrum markmiðum sem samfélagið setur sér. Þetta er ekki sagt til að drepa á dreif þeirri einföldu en mikilvægu staðreynd að arðbær framleiðsla vöru eða þjónustu er undirstaða þess sem viö verjum til einka- neyslu og starfsemi á vegum hins opinbera. í nútímasamfélagi eru með réttu gerðar sívaxandi kröfur til þess að fé sem varið er til menntunar beri ávöxt, meðal ann- ars í aukinni íramleiðni, verðmæt- ari söluvamingi, það er í hagsæld sem farsæld. Málvísindi mik- ilvæg Fyrirvara er þó þörf: Menntun og frjálsar rannsóknir skila einatt ávinn- ingi sem ekki er hægt að sjá fyrir. íslendingum var kennt að lesa svo að þeir gætu með- tekið Lúterstrú, og sumir þurftu að læra latínu og dönsku til að geta framfylgt skip- unum erlendrar stjómar. í kaup- bæti fékk þjóðin aðgang að hug- myndum um menningu, þjóðfélag og atvinnumál sem urðu forsenda allra framfara í landinu. Ef vísindaleg menntim nýtist ekki framleiðslu okkar jafhóðum í hlutfalli við kostnað mun hún þó verða forsenda fyrir þeirri fram- tíðarþróun sem þjóðin óskar sér. Tækniþróun síðustu alda hvílir á vís- indalegum uppgötv- unum, þekkingarleit sem stjórnaðist af forvitni en sjaldnast af viðleitni til að leysa hagnýt vanda- mál. Hér er ekki ein- göngu um eðlisfræði og skyldar greinar að ræða. Málvísindi hafa t. d. á tímum upplýsingatækni orðið mikilvæg fyrir tækniþróun og fram- leiðslu, auk þeirrar þýðingar sem þau hafa fyrir menning- arsamskipti. Þekkingarleitin þarf því að vera frjáls. Þekkingin hefur eigið gildi sem meðal annars mun koma framleiðslunni til góða. Mikilvægt er auðvitað að hagnýta þekkinguna jafnóðum, en til lengri tíma litið mun frjáls þekkingarleit skila meiru til þjóðarbúsins en sú sem bundin er af skammtímaþörf- um framleiðslunnar. Hljóölát bylting Ástæðumar til þess hve fáir há- skólamenntaðir íslendingar hafa farið til starfa í framleiðslugrein- um hafa verið frrnn- stæð framleiðsla og lít- il fyrirtæki. Á þessu eru nú að verða stór- stígar breytingar. Lengstaf hefur þróun í framleiðslu okkar byggst á innfluttri tækni. íslensk fyrir- tæki eru nú í farar- broddi við þróun há- tækni í sjávarútvegi, og þar er vaxtarbrodd- ur í útflutningsgrein- um okkar. íslensk fyrirtæki hafa lengstaf tekið lítinn þátt í rannsóknastarf- semi, en framlag þeirra er nú orðið 30% af heild, og mikið af þessum rannsóknum fer fram í mjög ungum fyrirtækjum, smáum og meðalstórmn. Það er ekki aðeins á sviði tækni sem háskólamenntun heldur inn- reið sína í atvinnulífið og þar sem þörf þess fyrir menntað fólk er mikil og vaxandi. Viðskipti og rekstur rís nú meira á þekkingu en spákaupmennsku verðbólguár- anna, stóraukin alþjóðleg sam- skipti gera kröfu um þekkingu á tvmgu, siðum, menningu, samfé- lagi og löggjöf viðskiptaþjóöa nær og Qær. Þörfin fýrir að kynna okk- ar eigin menningu á grundvelli vísindalegrar þekkingar er líka vaxandi og tengist bæði útflutn- ingi og ferðaþjónustu. Á síðustu árum er hafin hljóðlát bylting í þekkingarbúskap okkar. Á næstu öld mun hagsæld okkar og farsæld velta á því að við virkj- um og nýtum þann auð sem býr í hæfni allra manna til að afla sér þekkingar og nýta hana. Vésteinn Ólason „Ef vísindaleg menntun nýtist ekki framleiðslu okkar jafnóð- um í hlutfalli við kostnað mun hún þó verða forsenda fyrír þeirrí framtíðarþróun sem þjóðin óskar sér.u Kjallarinn Vésteinn Ólason bókmenntafræöingur Skoðanir annarra Unga fólkið harðast uti „Það er nokk sama hvert litið er, unga kynslóðin hefur orðið hvað haröast úti í aðgerðum ríkisstjóm- arinnar. Hún hefur farið illa út úr jaðarsköttum, er með svívirðilega háa endurgreiðslubyrði af náms- lánum og svo mætti lengi telja. Ég skil ekki hvað það er sem gerir að verkum að þessi kynslóð sér von í Sjálfstæðisflokknum. Það má vera að þetta snúist að einhverju leyti um áróðursaðferö. Fólk vill vera með í vinningsliðinu. Þessi niðurstaða þarf ekki að vera vísbending um varanlegt ástand en hún er merkileg. Bryndís Hlöðversdóttir í Alþýðubl. 8. jan. Háir tollar hamla viðskiptum „Gatt-samningamir á sínum tíma byggðu á þeirri forsendu að breyta innflutningsbönnum í tollavemd sem síðan átti að fara lækkandi í áfóngum á sex ára aðlögunartímabili. Núverandi rikisstjóm bjó sér hins vegar til reikningsdæmi sem fólst í því að breyta banninu í ofurtolla sem virka áfram sem bann, og þar sem tollarnir lækka ekkert á sex ára að- lögunartímabUi þá fer aðlögunartímabUið forgörð- um. ToUamir em svo háir að ekkert verður úr við- skiptum." Jón Baldvin Hannibalsson í Alþbl. 8. jan. Hafa meira fyrir kaupmættinum „Loks má ekki gleyma því að verðlagssamanburð- ur segir engan veginn aUa söguna um mun á lífs- kjömm á íslandi og í Evrópusambandinu. Aðeins í fátækustu ríkjum ESB er landsframleiðslan á vinnu- stund minni en á íslandi. Eingöngu í Portúgal og Grikklandi er greitt lægra tímakaup. islendingar hafa því miklu meira fyrir kaupmætti sínum en aðr- ar Evrópuþjóðir. Þetta er mál, sem brýnt er að taka á í komandi kjarasamningum." Úr forystugrein Mbl. 8. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.