Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Síða 15
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 15 Hefja þarf biskupsval Kristján Björnsson vill láta hefja biskupsval sem fyrst þar sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, hafi þegar tilkynnt hvenær hann hyggist láta af emb- ætti. Það er nauðsyn- legt að hefja undir- búning að biskups- vali á allra næstu vikum. Við síðasta vígslubiskupsval komu í ljós veru- legir vankantar á reglugerð kirkju- málaráðherra um biskupsval þar sem óvissa ríkir um hverjir það eru sem taka eiga þátt í valinu. Um þetta atriði fjallaði umboðsmaður Al- þingis á sínum tíma og benti á nauðsyn þess að endurskoða reglu- gerðina. Ráðuneyt- ið þarf því að vinna heimavinnu sína til að eyða óvissu um kjörmennina en þetta varðar einkum þá presta sem sinna sérþjónustu á stofhunum. Sjálft biskupsvalið verður ekki af- greitt á einni nóttu en fyrir liggur að það þarf að fara fram á þessu ári. Eftir að reglugerðaróvissu hef- ur verið eytt getur framkvæmd kosninganna tekið nokkrar vikur enda er biskupsval skriflegt. Kjörseðlar eru sendir til kjör- manna í pósti og hefur hvert skref kosninganna sinn fyrirvara í tíma. Ef ekki næst afdráttarlaus meiri- hluti um einn mann í kosningunni er gert ráð fyrir annarri umferð í biskupsvali og tekur það jafnlang- an tíma í framkvæmd. Það er því ekki óeðlilegt að áætla að það geti tekið allt að þremur til fjórum mánuðum að ljúka biskupsvali vegna þessara sérstöku aðstæðna sem nú eru uppi. Ekki eftir neinu aö bíöa Annars vegar snýst undirbún- ingur að biskupsvali um þessa lagalegu framkvæmd sem að mestu leyti er 1 höndum kirkju- málaráðherra og kallar á frum- kvæði hans. Ekki er eftir neinu að bíða þar sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, hefur þegar lýst þvi yflr frá hvaða tíma hann muni biðjast lausn- ar frá embætti. Jafhvel þótt ekki lægi fyrir skrif- leg lausnarbeiðni nú hafa opinber og afdrátt- arlaus orð svo háttsettra manna formlegt gildi samkvæmt gamalli hefð. Það eykur gildi þessarar yfirlýsingar að hún kom fram í opinberri setning- arræðu prestastefnu og vísaði biskup þar til þess að kirkjumálaráðherra hefði fallist á þessa áætl- un um starfslok. Hins vegar snýr þetta að hópi kjörmanna sem þurfa að gera upp hug sinn á þessu misseri og velja eftir bestu sam- visku þann sem best er til þess fallinn að gegna þessu háa embætti. Okkur kjörmönnum er nokkur vandi á höndum, þótt hann sé léttvægur samanborið við þann vanda sem lagður verður á herðar næsta biskupi. Sá maður, karl eða kona, fær það verðuga verkefni að leiða þjóðkirkjuna inn í 21. öldina. Það mun sannarlega reyna á brjóstvit og þekkingu þess er valinn verður til forystu. í kirkjulegu embætti mun þó ætíð reyna mest á trú þess einstaklings, vitnisburð og þjónustu. í bisk- upsvali er enginn í framboði en allir í kjöri sem rétt hafa til að gegna embættinu samkvæmt lög- um. Þetta kerfi kallar á menn til að gegna þjónustunni þannig að óeðlilegt er að einhver geti sóst eftir að sitja á biskupsstóli. Til að auðvelda kjörmönnum að kynnast þeim mönnum vel, sem þeir vilja treysta til þessarar upphefðar og vandastarfa, er nauðsynlegt að efna til formlegra funda um þær áherslur og leiðir sem yfirstjóm kirkjunnar þarf að halda á lofti í framtiðinni. Óæskileg spenna Kjörmannahópur- inn er að vísu samsettur úr ýms- um áttum og þeir safnast að jafn- aði ekki saman á einum fundi eða ráðstefnu. Stærstur meirihluti kjörmanna er þó úr einni stétt, sem er presta- stéttin. Prestafé- lag íslands er því best fallið til að standa fyrir slíkum málfund- um þar sem öll- um kjörmönn- um yrði boðin þátttaka en get- ur auðvitað vís- að því til deilda Prestafélagsins er starfa í land- inu. Það er skoð- un mín að þessi hluti undirbún- ingsins þurfi að eiga sér stað á þessu misseri og fyrir vorið. Ég hvet þvi til þess að starf þetta fari af stað sem fyrst því all- ir atburðir eiga sinn aðdrag- anda. í flestum kirkjudeildum, þar sem biskup er kosiim, er það gert með góðum fyrir- vara. Það er ekki óalgengt að sá tími sé heilt ár en mjög víða er stefnt að þvi að niðurstaða liggi fyrir um val á eftirmanni biskups að minnsta kosti hálfu ári áður en skiptin verða. Það er vissa mín að slíkt muni valda minnstri röskun og draga úr óæskilegri spennu. Það er mikilvægt að næsti biskup fái nokkurra mánaða undirbún- ingstíma til að taka við biskups- embættinu og því verði stefnt að þvi að niðurstaða liggi fyrir strax i sumar. Slíkur var kristinna manna háttur í þessu landi áður fyrr. Er þaðan komið orðið bisk- upsefni um mann sem valinn hafði verið biskup en beið þess að taka við embætti. Kristján Björnsson Kjallarinn Kristján Björnsson sóknarprestur og rit- stjóri Kirkjuritsins „Sjálft biskupsvalið verður ekki af■ greitt á einni nóttu en fyrir liggur að það þarf að fara fram á þessu ári. Eftir að reglugerðaróvissu hef- ur verið eytt getur framkvæmd kosninganna tekið nokkrar vikur enda er biskupsval skriflegt.u Stuðningur við samruna - innanlands sem utan Margir hafa furðað sig á því hvemig eini flokkurinn sem opin- berlega styður aðild íslands að Evrópusambandinu geti ætlað sér að sameinast svörnum andstæð- ingum sínum á því sviði. Ef litið er á flokkaflóruna hefur Fram- sóknarflokkurinn ítrekað lýst and- stöðu sinni við aðild íslands að Evrópusambandinu. Kvennalist- inn er meira á gráu svæði: tökum - ekki - afstöðu - heldur - bíðum - og - sjáum. Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkm virðast eiga fulla samleið hvað þetta mikilvæg- asta utamíkismál okkar varðar: Ríkið og þjóðin hvorki á né má ræða kosti og galla ESB-aðild- ar. Núverandi ríkisstjóm hefur til að mynda stöðvað þá at- hugun sem sett var af stað að til- hlutan Alþýðu- flokksins í síð- ustu rikisstjórn á kostum og ókostum aðildar íslands að ESB. Hvers vegna í ósköpunum ættu þá allir þessir hörðu Evrópusinnar að vilja sameinast ákveðnum hluta þessara andstæðinga sinna í einum flokki þegar útséð er um að samstaða næst í þessu máli? Ekki þarf annað en að líta til hinna margumtöluðu nágranna- þjóða okkar til að sjá svarið. Þær em allar búnar að ganga i gegnum umræður, baráttu og kosningar um ESB. Þar hafa flokkar verið klofnir fram og til baka í afstöðu sinni, þar á meðal jafnaðarmanna- flokkamir. í Noregi barðist meiri- hluti AUF, hinnar gríðarsterku xmgliðahreyfingar jafnaðarmanna þar í landi, gegn meirihluta flokksforystimnar sem studdi að- ild. Og hafði betur, Norðmenn sögðu nei. Lýöræöiö njóti sín En það datt engum í hug að standa upp og segjast ekki sjá hvemig þetta fólk ætti heima í sama flokki vegna þessa ágrein- ings. Hvorki innanflokks né utan. Klofhingur, út af ESB? Aldrei. Enda væri það fáránlegt - jafn fá- ránlegt og að láta samvinnu jafn- aðarmanna hér uppi á íslandi stranda á því. Hin nýju samtök jafnaðarmanna hafa það á stefnuskrá sinni að þjóðin gefi álit sitt á aðildarum- sókn í þjóðarat- kvæðagreiðslu, að undangenginni viða- mikilli, upplýstri um- ræðu og skilgrein- ingu samningsmark- miða. Þannig fær lýð- ræðið að njóta sín og þetta er raunar einnig sú leið sem Evrópusambandið hefur lagt til að verði farin hjá þeim ríkj- um sem sækja um héðan í frá svo minni líkur séu á að áralöng samningavinna fari í súginn eins og gerðist í tilfelli NorðmEuina. Síðan fer að sjálfsögðu einnig fram þjóðaratkvæðagreiðsla um samn- inginn þegar hann liggur fyrir ef niðurstaða fyrri kosninga leiðir til þeirrar niðurstöðu að þjóðin kýs að sækja um. Hrópa á samvinnu Það eru hin's vegar mörg brýn verkefhi sem hrópa á samvinnu jafnaðarmanna hér heima fyrir og samviska Evrópusinnaðra alþýðu- flokksmanna getm ekki leyft þeim að standa í vegi fyrir því í krafti þeirrar sannfæringar sinnar að íslandi sé best borgið innan raða ESB- ríkja. Hér þarf bara góðan slatta af umburðarlyndi og virðingu fyrir skoð- unum annarra. Vissulega er málefna- ágreiningur milli hinna ólíku stjórn- málaflokka á vinstri væng, yfir það er ekki verið að reyna að breiða fjöður. En það er i fyrsta lagi ekkert sem ekki má jafna og í öðru lagi er hluti hans þess eðlis að það ber ekki nauðsyn til og er í raun ómögulegt að ná samstöðu um. Þar á meðal eru mál eins og ESB og NATO. Upplýst umræða er hins vegar nauðsynleg. Ekkert ríki gengur inn í paradís við að verða hluti af ESB. Þar leika heldur ekki logar helvítis. Eitthvað þarna mitt á milli bíður okkar og ég treysti mér fyllilega til að vera í sama flokki og Hjörleifur Guttormsson þegar kemur að ESB. Hann hefur bara eitt atkvæði eins og ég. Þóra Arnórsdóttir „Það eru hins vegar mörg brýn verk- efni sem hrópa á samvinnu jafnaðar- manna hér heima fyrir og samviska Evrópusinnaðra alþýðuflokksmanna getur ekki leyft þeim að standa i vegi fyrir því í krafti þeirrar sannfær- ingar sinnar að íslandi sé best borg- ið innan raða ESB-ríkja. Kjallarinn Þóra Arnórsdóttir háskólanemi Með og á móti Bergmálsmælingar á þorskstofninum Góðar upplýs- ingar um hegð- un þorsksins Páll Reynisson, leiöangursstjóri hjá Hafrannsókna- stofnun. „Markmið fyrirhugaðs leiðangurs er að kanna möguleika á bergmálsmæl- ingu á þorski á Vestfjarðamið- um. Svæðis- bundnar at- huganir af þessu tagi geta, þar sem aðstæöur leyfa, komið að gagni á ýmsan hátt. I fyrsta lagi fæst hugmynd um útbreiðslu og magn á tilteknu svæði. I öðru lagi fást góðar upp- lýsingar um hegðun þorsksins og hugsanlegt göngumynstur. Einnig gætu árlegar athuganir af þessu tagi, og hugsanlegt samhengi þeirra við aðrar upplýsingar sem fyrir liggja, orðið gagnlegar er fram líða stundir. Um það ér ekki ágreiningur að trúlega verður seint hægt að beita bergmálsað- ferðinni til þess að meta þorsk- gengd á öflúm íslandsmiðum, m.a. vegna þess hve fiskurinn er að öllú jöfnu botnlægur og dreifð- ur. Væntanlega munu athuganir með botnvörpu og greining á lönduðum afla úr mismunandi veiðarfærum gegna áfram lykil- hlutverki í * þorskrannsóknum okkar um ókomin ár. Hins vegar er bergmálsmæling kjörin til þess að afla viðbótarupplýsinga, m.a. í þeim tilvikum þegar hluti stofns- ins er ekki aðgengilegur til mæl- inga með öðrum aðferðum og þeg- ar aðstæður eru eins og þær voru á Halamiðum i janúar 1966.“ Gefur engar vísbendingar „Veiðiskip- in eru með sömu græjurn- ar sem Haf- rannsókna- stofnun ætlar að nota en það er bara þannig að það er oft ekki fræðileg- ur möguleiki að sjá á dýpt- Grétar Kristjánsson, skip- stjóri á Dagrúnu IS. armælum hvar fiskurinn er. Oft sjáum við ekki fiskinn á mælum fyrr en innkomumælar gefa til kynna að fiskur sé að fara inn I troll. Einnig er hægt að lenda í dúndrandi lóðningum en fá engan fisk. Fiskurinn er oft svo botnlægur að þaö er enginn leið að sjá hann á dýptarmælum. Það er ósjaldan sem maður er alveg viss um aö það sé enginn fiskur á því svæði sem verið er að veiða á en svo reynist bara vera kúffullt af fiski. Ég hef enga skýringu á því af hverju þetta er svona. Við teljum að þessar bergmálsmæl- ingar gefi enga hugmynd um ástand stofnsins. Ég vildi hafa þá hæfileika sem þeir hjá Hafrann- sóknastofnun hafa. Það væri gott að geta stímt af stað og ákveðið hvar sé fiskur og hvar ekki. Það myndi spara mikinn tíma og mikla fjármuni." -JHÞ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.