Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 19
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 27 DV Stórtíðindi í ensku knattspyrnunni: - tekur Dalglish Kevin Keegan hætti í gær sem framkvæmdastjóri enska úrvals- deildarliðsins Newcastle eftir fimm ára starf hjá félaginu. Keegan átti fund með stjórn félagsins í gær- morgun og þar lýsti hann þvi yfir að hann vildi láta af störfum í lok tímabilsins en niðurstaða fundarins var sú að Keegan hætti starfi sínu tafarlaust. Ákvöröun mín og engra ann- arra „Þetta var ákvörðun mín og engra annarra. Ég nefhdi það eftir siðasta tímabil að hætta starfi mínu en stjómin sannfærði mig um að halda áfram. Ég er þeirrar skoðunar að ég hafi farið eins langt með liðið og ég gat og því best að hætta,“ sagði Keegan á símalínu stuðnings- manna Newcastle í gær en hann ætlar að leggja knattspyrnuna til hliðar í bili að minnsta kosti. Ekki hefur komið fram einhlít skýring á þessari ákvörðun Keegans nema sú að allt álagið sem fylgir því að stýra stórliði i ensku úrvalsdeild- inni hafi orðið honum um megn. Keypti leikmenn fyrir 6 millj- arða Keegan tók við liðinu í erfiðri stöðu í 2. deild í febrúarmánuði árið 1992 og tókst að bjarga liðinu frá falli í 3. deild. Ári siðan vann Newcastle sér sæti i deild hinna bestu og hann ásamt Sir John Hall, forseta félags- ins, setti sér það markmið að koma liðinu í fremstu röð. Ekkert var til sparað í þeim til- gangi að gera liðið að meistara í fyrsta sinn síðan 1927 og keyptir vom leikmenn fyrir 6 milljarða. Til að setja punktinn yfir i-ið var Alan Shearer keyptur frá Blackburn fyrir 1,5 milljarða króna fyrir þessa leik- tíð og með hann innanborðs ætlaði Keegan að gera Newcastle að meist- urum. Newcastle var með vænlega stöðu á síðasta keppnistimabili en missti Manchester Únited fram úr við Newcastle? sér á lokasprettinum. Newcastle hefur verið í toppbar- áttunni í allan vetur og eftir magr- an mánuð þar sem liðinu tókst ekki að vinna sigur í 7 leikjum hefur lið- ið unnið tvo góða sigra og er i 4. sæti deildarinnar. Liðið er fallið út úr deildabikarkeppninni, en mætir Charlton aftur í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Þá er liðið komið í 8 liða úrslit í Evrópukeppninni og því kemur þessi ákvörðun mjög á óvart. Terry McDermott aðstoðarfram- kvæmdastjóri og Arthur Cox þjálf- ari munu í sameiningu stjóma liði Newcastle þar til nýr framkvæmda- stjóri verður ráðinn. Hann verður ekki auðfundinn enda erfitt fyrir hann að feta í fót- spor Keegans sem hefur átt miklum vinsældum að fagna hjá leikmönn- um og stuðningsmönnum félagsins sem tóku fréttunum af brotthvarfi Keegans illa. Margir kallaðir Nokkur nöfn hafa þegar verið nefnd í stjórastólinn svo sem Johan Cruyff, fyrrum þjálfari Barcelona, Kenny Dalglish, fyrrum stjóri Liver- pool og Blackburn, John Toshack, þjálfari Deportivo La Coruna, Bobby Robson, þjálfari Barcelona, Terry McDermott, aðstoðarstjóri Newcastle, og Peter Beardsley, leik- maður Newcastle. Veðbankar tippa á Dalglish Veðbankar á Englandi fóm strax á stúfana og samkæmt þeim eru mestar likur á að Kenny Dalglish setjist í stólinn, eða 4/5, en minnst- ar að Paul Gascoigne verði stjóri, eða 1/100. „Kevin skilur við Newcastle í betri stöðu nú en þegar hann byij- aði. Liðið sem hann hefur byggt upp er eitt það sterkasta í Evrópu,“ sagði Douglas Hall, stjómarformað- ur Newcastle. -GH Dean Holdsworth fer í leyfí Joe Kinnear, stjóri Wimbledon, hefur ákveðið að gefa Dean Holds- worth tímabundið leyfi en hann á í miklum erfiðleikum í einkalífmu. Eins og kom fram í DV á mánudaginn hefur hinn 28 ára gamli Holdsworth, sem er giftur og á tvo unga drengi, orðið uppvís að því að halda framhjá konu sinni og þá hefur hann átt í vandræðum með áfeng- isflöskuna samhliða þessu. „Fjölskylda Deans er mikilvægari en fótboltinn. Þegar ég átti viö hann orð fann ég mikinn óróa í huga hans. Hann bað mig um að fá tima til að hugsa sinn gang og ég sagði honum að taka sér þann tíma sem hann þyrfti enda er hann ekki beint með hugann við knattspyrnu um þessar mundir," sagði Kinnear. Holdsworth, sem hefur verið metinn á 500 milljónir króna, var eftir- sóttur af stóru liðunum fyrir leiktiðina en tímabilið hefur verið honum ansi erfitt enda hefur hann lengst af verið varamaður í vetur. -GH Roma vill fá Redknapp Franco Sensi, forseti ítalska 1. deildar liðsins Roma, er kominn til Liverpool í Englandi þar sem hann ætlar að bjóða Liverpool 500 milljónir í miövallarleikmanninn Jamie Redknapp að sögn ítalska íþróttablaðins Gazzetta dello Sport. Redknapp hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá Liverpool enda óhress með að vera ekki í byrjunarliðinu. Það kemur einnig fram í ítalska íþróttablaðinu að Roma sé á höttunum eftir tveimur öðrum leikmönnum, Brasilíumanninum Emerson hjá Middlesbrough og hollenska landsliðsmanninum Edgar Davis sem leikur með AC Milan. Roma hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum og hefur dottið úr 6. sæti niður í það 11. -GH íþróttir Kevin Keegan fór meö lærisveina til Singapúr fyrir keppnistímabiliö. Þá lék allt í lyndi og Keegan mjög bjartsýnn á aö gera Newcastle aö enskum meisturum í fyrsta sinn síöan 1927.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.