Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 26
34
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
Afmæli
Hanna Vigdís Siginðardóttir
Hanna Vigdís Sigurðardóttir,
fyrrv. húsfreyja á Oddsstöðum í
Lundarreykjadal, Borgarfirði, varð
sjötug í gær.
Starfsferill
Hanna fæddist á Oddsstöðum og
ólst þar upp. Hún gekk í farskóla
Lundarreykjadalshrepps og stund-
aði síðan nám við Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað í tvo vetur og
var þar á vomámskeiði í garðyrkju.
Hanna var húsfreyja á Oddsstöð-
um í Lundarreykjadal 1953-84 en
flutti þá í Borgames. Þar hefur hún
stundað ýmis störf, m.a. á Hótel
Borgamesi en þó einkum hjá Kaup-
félagi Borgfirðinga.
Hanna er heiöursfélagi i Ung-
mennafélaginu Dagrenningu í
Lundarreykjadal, tekur virkan þátt
í starfi Kvenfélags Lundarreykja-
dalshrepps og sat þar í stjóm og var
formaður um nokkurra ára skeið.
Hún hefur einnig verið virkur þátt-
takandi í starfi Skógræktarfélags
Borgarfjarðar og verið fulltrúi fé-
lagsins á skógræktar-
þingum.
Fjölskylda
Hanna Vigdís giftist
29.1. 1952 Ragnari Sveini
Olgeirssyni f. á Skelja-
brekku 3.1. 1926, skrif-
stofumanni og fyrrv.
bónda. Hann er sonur 01-
geirs Friðfinnssonar frá
Borgum í Vopnafirði,
verkamanns í Borg-
amesi, og Helgu Finns-
dóttur frá Ferstiklu í Hvalfirði,
verkakonu í Borgamesi. Þau bjuggu
í Borgamesi en eru bæði látin.
Synir Hönnu og Ragnars eru Sig-
urður Oddur, f. 12.6. 1953, bóndi á
Oddsstöðum, búfræðikandítat frá
Bændaskólanum á Hvanneyri og
stundaði auk þess nám við Land-
búnaðarháskólan í Uppsölum í Svi-
þjóð í tvö ár, kvæntur Guðbjörgu
Ólafsdóttur frá Bámstöðum í Anda-
kil og eru höm þeirra Ólafur Ágúst,
f. 6.6. 1979, Ragnar Finnur, f. 17.6.
1983, Sigurður Hannes, f.
24.1. 1989, og Sigurborg
Hanna, f. 28.2. 1991, en
sonur Sigurðar Odds fyr-
ir hjónaband er Jörgen, f.
10.5. 1976, og er móðir
hans Kristbjörg Jörgens-
dóttir frá Vopnafirði; 01-
geir Helgi, f. 29.3. 1966,
rekstrarfræðingur frá
Samvinnuháskólanum á
Bifröst, nemi við Rekstr-
arfræðadeild II í Sam-
vinnuháskólanum, frétta-
maður fyrir Dag-Tímann
á Vesturlandi og rekur útgáfuþjón-
ustu, kvæntur Theodóm Þorsteins-
dóttur, skólastjóra Tónlistarskóla
Borgarfjarðar og söngkennara, og
em dætur þeirra Sigríður Ásta, f.
15.4. 1994, og Hanna Ágústa, f. 18.6.
1996.
Systur Hönnu Vigdísar: Ástríður,
f. 9.12.1913, húsmóðir á Oddsstöðum
D, gift Krisljáni Davíðssyni, bónda á
Oddsstöðum, og eru höm þeirra Sig-
urður, f. 2.12. 1949, og Sigrún, f.
24.12. 1955; Ingibjörg f. 29.4. 1919, d.
8.2. 1987, verkakona á Akranesi, en
eftirlifandi eiginmaður hennar er
Guðjón Bjamason, bifreiðastjóri á
Akranesi, og era böm þeirra Sig-
urður, f. 17.3. 1942, Vigdís Hallfríð-
ur, f. 27.10. 1946, Bjami, f. 7.8. 1954,
og Ástríður Lilja, f. 15.11. 1955.
Uppeldissystir Hönnu Vigdísar
var Ástríður Torfadóttir, f. 18.8.
1905, d. 6.7. 1996, lengi húsfreyja á
Akranesi, var gift Hannesi
Jónassyni, sem einnig er látinn, en
synir þeirra eru Sigurður Ástvaldur
f. 22.1. 1938, d. 3.8. 1990, Birgir Vikt-
or f. 29.9. 1941, og Jón Kristján, f.
10.11. 1947. Ástriður og Hanna Vig-
dís voru einnig systradætur.
Foreldrar Hönnu Vigdísar voru
Sigurður Bjarnason, f. á Hömrum í
Reykholtsdal í Borgarfirði 28.7.1883,
d. 22.7.1960, bóndi á Oddsstöðum, og
Vigdís Hannesdóttir, f. í Deildar-
tungu í Reykholtsdal í Borgarfirði,
18.7. 1882, d. 25.9. 1977, húsfreyja á
Oddsstöðum.
Hanna Vigdís er að heiman.
Hanna Vigdís
Sigurðardóttir.
Ásgeir S. Ásgeirsson
Ásgeir S. Ásgeirsson fram-
kvæmdastjóri, Hliðarvegi 51, Ólafs-
firði, varð sextugur á sunnudaginn
var.
Starfsferill
Ásgeir fæddist í Ólafsfirði og ólst
þar upp. Hann stundaði nám við
Bama- og unglingaskólann í Ól-
afsfirði, við Héraðsskólann á Laug-
arvatni og lauk verslunarprófi frá
VÍ 1959.
Ásgeir hóf ungur sjósókn á sumr-
in, einkum á síldveiðum með föður
sínum sem var fengsæll skipstjóri í
Ólafsfirði. Eftir verslunarskólapróf
hóf Ásgeir störf á bókhaldsdeild
Flugfélags íslands. Hann varð fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafs-
fjarðar í ársbyijun 1960, varð bæjar-
gjaldkeri á Ólafsfirði 1967
og síðar bæjarritari þar
en því starfi gegndi hann
til 1987.
Ásgeir var einn af
stofnendum Sæbergs hf.
1972 sem nú starfrækir
fjóra skuttogara. Hann
hóf störf hjá Sæbergsút-
gerðinni 1987 og starfaði
þar í fimm ár en hefur
síðan starfað við eigið
fjölskyldufyrirtæki, Sæ-
unni Axels ehf.
Ásgeir hefur verið
stjórnarformaður útgerðarfélagsins
Sæbergs hf. frá upphafi og er enn.
Hann starfaði lengi með Leikfélagi
Ólafsfjarðar og hefur sungið með
Kirkjukór Ólafsfjarðar um árabil. Þá
hefur hann setið í bæjarstjórn í Ólafs-
firði fyrir sjálfstæðismenn
og starfað í sjálfstæðisfé-
lögum Ólafsfjarðar.
Fjölskylda
Ásgeir kvæntist 5.1. 1963
Sæunni Axelsdóttur, f.
25.2. 1942, yfirverkstjóra
og matsmanni. Hún er
dóttir Axels Péturssonar
sjómanns, sem er látiim,
og Petreu Rögnvaldsdótt-
ur, fyrrv. verkakonu og
húsmóður.
Börn Ásgeirs og Sæunnar em Ás-
geir Long, f. 3.6. 1963, kvæntur
Kristínu Brynhildi Daviðsdóttur og
eiga þau tvær dætur; Axel Pétur, f.
18.5. 1965, kvæntur Auði Eggerts-
dóttur; Sigurgeir Frímann, f. 18.3.
1967, kvæntur Ólöfú Stefánsdóttur
og eiga þau tvö böm; Kristján Ragn-
ar, f. 16.11. 1977.
Sonur Ásgeirs er Halldór Ingi, f.
18.2. 1962, og er dóttir Halldórs Inga
Elín Inga.
Ásgeir á einn bróður á lífi. Sá er
Jón Steindór, f. 22.5. 1931, vélstjóri
Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar.
Systkini Ásgeirs sem eru látin:
Sigríður Soffia, f. 23.6. 1923, d. 4.12.
1966; Sigurgeir Frímann, f. 16.8.
1926, d. 20.6. 1940; Hildigunnur, f.
23.4. 1927, d. 20.9. 1989; Kristján, f.
19.4.1929, d. 7.11.1975; Helga Jónína,
f. 23.9. 1934, d. 22.2. 1985.
Foreldrar Ásgeirs voru Ásgeir
Frímannsson, f. 24.9. 1901, d. 2.8.
1973, skipstjóri í Ólafsfirði, og
Gunnlaug S. Gunnlaugsdóttir, f.
17.6. 1900, d. 25.8. 1970, húsmóðir.
Ásgeir S.
Ásgeirsson.
Fréttir
Eskifjörður:
Flugeldum
skotið af
Hólmatindi
úr 985
metra hæð
DV, Eskifirði:
Nýr aðili hóf sölu flugelda á
Eskifirði um þessi áramót,
slysavarnadeild Brimrúnar, en
áður vora Austramenn með
þennan markað einir.
Brimrún stóð fyrir brennu á
gamlárskvöld og var með stór-
glæsilega flugeldasýningu í
bænum en lét sér það ekki
nægja. Nokkrir félagar gengu
upp á Hólmatind, sem er í 985
metra hæð, á þrettándanum og
skutu þaðan flugeldum. Ganga á
tindinn tekur um 3 tíma hvora
leið og þvi góð æfing fyrir strák-
ana og góð skemmtun fyrir Esk-
firðinga og nærsveitunga því af
tindinun sést vítt um Austur-
land.
Sýningin var kl. 21 við mik-
inn fógnuð bæjarbúa sem fylgd-
ust vel með. Mjög gott veður
var, logn og stjömubjartur him-
inn og sást því vel til fjalla. Öfl-
ug starfsemi hefur verið í Brim-
rúnu undanfarin ár, bæði í
björgunarsveitinni og unglinga-
starfi. -ÞH
Fjölmenni í afmæli
Guttormur Óskarsson, fyrrum
gjaldkeri Kaupfélags Skagfirðinga,
hélt á dögunum upp á áttræðisafmæli
sitt. Mætti þar fjöldi gesta enda Gutt-
ormur vinsæll maður sem víða hefur
komið við sögu. Hann var lengi for-
maður kjördæmissambands fram-
sóknarmanna í Norðurlandskjördæmi
Guttorms
vestra og sat í stjóm Framsóknarfélag
Skagfirðinga. Var lengi fréttaritari
Tímans og hefur látið málefhi æsku-
lýðs og hestamanna til sín taka. -MÓ
Guðmann Tobiasson, formaður Framsóknarfélags Skagafjaröar, og Herdís Sæmundsdóttir, formaður Framsóknar-
félags Sauðárkróks, færðu Guttormi bókagjafir frá félögunum.
Guttormur ásamt Ingveldi Rögnvaldsdóttur, eiginkonu sinni, og Páli Péturssyni ráöherra. DV-myndir Magnús Ólafsson
# ¥;y y riXijL Vfijjf 1 p ^ JIMB
i| ./Mm
Til hamingju með afmælið 9. janúar
85 ára
Lilja Þorvarðardóttir, Hringbraut 50, Reykjavík.
80 ára
Rannveig Hálfdánardóttir, Háholti 3, Akranesi.
75 ára
Haraldur Auðunsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Pálmi Karlsson, Lindasíðu 2, Akureyri. Svensína G. Víglundsdóttir, Ólafsvegi 14, Ólafsfirði.
70 ára
Ólafúr Bergsson, Laugalæk 46, Reykjavík.
60 ára
Snorri Hannesson, Kleppsvegi 40, Reykjavík.
50 ára
Þórhallur Aðalsteinsson, Rangárseli 20, Reykjavík. Stefán Jónsson, Garðhúsum 10, Reykjavík. Vigdís A. Jónsdóttir, Heiðnabergi 1, Reykjavík. Amar Guðmundsson, Fýlshólum 7, Reykjavík. Bergur Hólmsteinsson, Silfurtúni, Hólahreppi. Guðleif Sigurðardóttir, Flyðrugranda 18, Reykjavík.
40 ára
Kristtn Ingibjörg Gunnars- dóttir, Hvassaleiti 153, Reykjavík. Þuríður Una Pétursdóttir, Víðimýri 7, Neskaupstað. Runóífur Þór Sigurðsson, Esjubraut 30, Akranesi. Ari Sævar Michelsen, Heiðarbrún 54, Hveragerði. Ámi Þorvaldsson bóndi, Bíldsfelli, Grafiiingshreppi. Ámi tekur á móti gestum að heimili sinu, laugardaginn 11.1. eftir kl. 20.00. Martin Guðmundsson, Álfaskeiði 48, Hafnarfirði. Þorsteinn Óli Sigurðsson, Logafold 129, Reykjavík. Líney Soffia Daðadóttir, Melgötu 3, Grýtubakkahreppi. Þorgimur Sverrisson, Skólavegi 16, Fáskrúðsfirði. Kristín Finnbogadóttir, Nesbala 108, Seltjarnamesi. Sigurlína Kristín Magnús- dóttir, Laugarnesvegi 104, Reykjavík. Ólafúr Öm Þorláksson, Hraunbæ 16, Reykjavík. Ingólfur Sigurjónsson, Torfúfelli 46, Reykjavík. Elías Hákonarson, Huldugili 64, Akureyri.
Áskrifendur
«10%
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV