Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 3
DV FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
HLJÓMPLjÍTU
öiiiímji
BossaNova - Laiv
Óhætt að óska tíl hamingju ***
Hljómsveitin BossaNova
er átta manna stórhljóm-
sveit sem eingöngu flytur
ósungna tónlist. Athygli
vekur vmgur aldur hljóð-
færaleikaranna en þeir eru
á aldrinum 14-17 ára. Samt
er hljómsveitin nokkurra
ára gömul. Hún á rætur að
rekja til Tónlistarskólans á
Seltjamamesi og er gott
dæmi um hið mikla tóniist-
amppeldisstarf sem þar fer
fram. Hijómdiskurinn Laiv
er að mestu tekinn upp á einum degi í Hljóðveri F.Í.H. en þrjú lög
hafa krafist meiri yflrlegu og em tekin upp í hljóðverinu Stöðin.
Það em íslensku verkin Á Sprengisandi, Icelandic Rhapsody eftir
Ríkharð Öm Pálsson og Jovena Galore e Morena eftir Láms H.
Grimsson. Verk Ríkharðs byggist á kunnuglegu þjóðlegu stefi og
er einkar vel flutt. Verk Lámsar er í samba- og bossanovastíl og
ná piltamir ekki alveg flugi í því enda ekki heiglum hent. Þar
kemur fram helsti galli hijómsveitarinnar, sem má kannski skrifa
á reynsluleysi, að þessi óútreiknanlega djass- og latínsveifla vill
stundum týnast. Salsalög koma hins vegar vel út og kemur þessi
diskur á óvart hvað varðar frammistöðu spilaranna og metnaðar-
fullt efnisval. Prýðisútsetningar em flestar gerðar af Kára Einars-
syni og Gylfa Gunnarssyni.
Þorvaldur trommari og Helgi Hrafii básúnuleikari era áberandi
bestu spilaramir en hinir síga óðum á og það er óhætt að óska
strákunum til hamingju með svo ágæta byrjun.
Ingvi Þór Kormáksson
Krossgötur - þú lifir
Áheyrileg íög ***
Útgefandi geislaplötunn-
ar Þú lifir em Krossgötur.
Innihaldið er tónlist með
trúarlegum textum. Ekki
sálmalög heldur lög í rokk-,
popp- og kántrýstíl, samin
af Lofti Guðnasyni sem
einnig orti textana. Söngv-
arar em meðal annarra Sig-
ríður Guðnadóttir, Karl
Guðnason, Ingibjörg Guðna-
dóttir og höfúndur. Reyndar
era fleiri söngvarar þama
og Páll Rósinkranz syngur
tvö lög sem bæði em með enskum texta.
Lög Lofts em áheyrileg og sum nokkuð grípandi. Dæmi er
Drottinn fram á foldu gengur. Þó em þau öll frekar fyrirsegjanleg.
En þannig er sum tónlist og má jafiivel segja að þannig eigi hún
að vera. Sumum finnst ekki við hæfi ?ð hafa trúarlega söngva
eins og hver önnur dægurlög. Ekkert orkaöi þó ankannalega í
textum Lofts. Þórir Baldursson á heiðurinn af smekklegum og
áreynslulausum útsetningum og er söngur og annar flutningur
með ágætum.
Herbert Guðmundsson - Dawn of the
Human Revolution
Gamall smellur gengur aftur***
DAVVN
,01 'IHK
HU,\f/\X
Ki:\oi.i;noý
Hhl>Bi:iU'
a;miii»jijsso\!
É*v
p N
Ferill Herberts Guð-
mundssonar hefur senni-
lega gengið meira upp og
niður en hjá nokkrum öðr-
um söngvara hérlendum og
ef til vill lýtur ferillinn
sömu lögmálum og hin niu
líf kattarins. Einn daginn
er Herbert á toppnum, hinn
næsta er hann gleymdur og
áður en nokkurn varir hef-
ur honum skotið upp að
nýju. Og hann er einmitt i
uppsveiflu núna, þökk sé
ungu fólki sem uppgötvaði
nýlega meira en áratugargamalt lag hans, Can’t Walk Away.
Herbert endurútgaf plötu sína Dawn of the Human Revolution
af þessu tilefni og var kannski löngu kominn tími til að hún yrði
fáanleg á geisladiski. Platan hefst á Can’t Walk Away sem verð-
ur að játast að ber höfuð og herðar yfir aðrar tónsmíðar Herberts
(og hefur hann þó samið allnokkrar grípandi laglínur á ferlin-
um). Annað sem athygli vekur er hve góður tónninn er á plöt-
unni þótt hún sé orðin rúmlega ellefu ára. Þótt ekki sé nema
vegna þessara tveggja atriða var það fyllilega réttlætanlegt að
gefa Dawn of the Human Revolution út að nýju. Og nú er aö sjá
hvemig Herbert tekst að fylgja vinsældunum eftir.
Ásgeir Tómasson
Hann lét fýrst á sér kræla í söng-
leiknum Hárinu, lék síðan Júdas á
móti Stefáni Hilmarssyni í Sú-
perstar og í sumar þeysti hann um
landið með hljómsveit sem heitir
Zalka. Hann er með rödd sem fólk
tekur eftir og ekki skemmir nafnið
fyrir. Þór Breiðfjörð er tuttugu og
fimm ára gamall söngvari sem hef-
ur nú snúið baki við pöbbaspila-
mennskimni á íslandi í bili. Þess í
stað nemur hann við The Arts
Educational London Schools
allt það sem við kemur söng-
leikjum, hvort heldur er
dans, söngur eða
hádramatísk
leiklist.
leyfi í Bretlandi og segist líklega
eiga eftir að reyna fyrir sér þar
áöur en hann snýr heim aftur. Að-
almarkmiðið með náminu er hins
vegar að breikka það hæfileikasvið
sem þegar er fyrir. Það era líka
fáir íslendingar sérhæfðir í námi
sem þessu og vinsældir söngleikja-
formsins hér á landi verða sífellt
meiri.
GBG
Þór Breiðfjörö er f söngleikjanámi í Englandi.
Inntökupróf...
... í skólann era haldin reglulega
en áhugasamir utan Englands-
stranda geta sent VHS kynningar-
spólu í staðinn fyrir að mæta á
svæðið. Þór tók saman helstu upp-
tökur af sýningum Súperstar og
Hársins, sendi út og komst inn í
fyrstu tilraun. Ég var vissulega
ánægöur yfir því að hafa komist
strax inn, segir Þór, enda er um-
ræddur skóli mjög virtur á sínu
sviöi. The Arts Educational
London Schools era í raun ein
stofnun og söngleikjadeildin, sem
Þór nemur í, er framihaldsdeild fyr-
ir leikara, söngvara og dansara
sem vilja verða færir á öllum svið-
um. „Leikhúsið er skemmtilegur
miðill sem mig langaði að vinna
meira við,“ segir Þór. Hann segir
ennfremur að meginmvmur á leik-
húsinu og pöbbaspilamennskunni
sé fjölbreytnin sem leikhúsið býð-
ur upp á, jafnt í hlutverkum og
hugarheimum, sem er heilmikil til-
breyting frá einhæfri ballspila-
mennsku. Áhugi Þórs í tónlist
beinist þó jafiit að lagasmíðum og
söngleikjum. Það er vonandi að
hann geti sameinað þetta tvennt í
framtíðinni.
Erfiðast að dansa
Þór er í skólanum frá klukkan
níu til sex og tekst á þeim tíma við
allar hliðar söngleikjanna. „Ég hef
enga hefðbundna mennfim í ballet
eða djassballet og því líklega mesta
áreynslan fyrir kennara skólans að
kenna 25 ára gömlum manni að
dansa,“ segir Þór en hann býst þó
við að verða svellfær eftir árið.
Þegar árs námi í skólanum lýkur
síðan fær Þór tveggja ára atvinnu-
JJUJJJ
7JJ1UJJJJ
Heilir átta mánuðir hafa
liðið án þess að nýtt efhi hafi
veriö gefiö út með hljóm-
sveitinni Blur. Nú hillir hins
vegar undir breytingu á
þessu og verður smáskifan
Beetlebum gefin út 20. janú-
ar. Lagiö er af nýrri plötu
sem er einfaldlega kölluö
Blur og kemur út 10. febrúar
næstkomandi. Beetlebum
hefur hlotið afar góðar við-
tökur á öldum ljósvakans í
Bretlandi en þar he
veriö mikið spilaö.
hafa hlustað á nýju Blur-þ
una segja hana lofa góöu. Á
henni sé myrkari tónn en á
The Great Escape. Eins og
vera ber stendur mikið til hjá
Blur vegna útkomu nýju plöt-
unnar og er sveitin búin að
bóka sig á fjölda tónleika og í
sjónvarpsþætti eins og Top of
the Pops og The Chart Show.
-JHÞ