Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 TfrXy 26 MYHDBAm ÍDl The Incredibly True Adventure of 2 Girls in Love. Rómantísk gamanmynd ★★■*★ Eins og nafnið gefur til kynna er þetta mynd um tvær ástfangnar stelpur. Randy Dean er hvít lágstéttar- stelpa sem býr hjá frænku sinni og kærustunni hennar. Hún kynnist Evie Roy, sem er svört hástéttarstelpa og býr i risastóru húsi með móður sinni. Hún er að mörgu leyti andstæða Randy, gengur vel í skóla og er vinsæl með- al samnemenda sinna. Þær verða ástfangnar hvor af annarri, flestum vin- um þeirra og vandamönnum til mikils ama. Þetta er einhver best heppnaða mynd um samkynhneigð sem ég hef séð. Hún reynir ekki að leysa öll vanda- mál samkynhneigðra, er hvorki subbuleg né uppfull af háleitum boðskap. Myndin leggur upp með að vera rómantísk og fýndin, mannleg og skemmti- leg og tekst ætiunarverk sitt fullkomlega. Stígandin í frásögninni er góð og nær hámarki í óborganlegu lokaatriði þar sem hér mn bil allar sögupersón- umar koma saman í farsakenndri allsheijarkrísu. Leikarar standa sig flest- ir vel og þá sérstaklega Laurel Holloman sem Randy en næmur leikur Nicole Parker (Clueless) kemur einnig skemmtilega á óvart. Það er afar sjaldgæft að rómantískar gamanmyndir nái að stýra fram hjá væmni en þessi gerir það og er afar smekkleg og vel heppnuð. The Incredibly True Adventure of 2 Girls in Love. Útgefandi: Skífan. Leik- stjóri: Maria Maggenti. Aðalhlutverk: Laurel Holloman og Nicole Parker. Bandarísk, 1995. Lengd: 91 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -PJ Happy Gilmore Rustalegur goifleikari ★★ Happy Gilmore er fremur misheppnaður einstakling- ur. Hans æðsta takmark er að verða atvinnumaður í ís- hokkí. Því miður er hann afar lélegm- íshokkíleikmað- ur - hann getur að vísu slegið pökkinn fastar en flestir aðrir en hann kann nánast ekkert á skautum og missir þar að auki stöðugt sfjórn á skapi sínu. í byrjun mynd- arinnar mistekst honum enn einu sinni að komast að hjá atvinnumannaliði staðarins og til að bæta gráu ofan á svart missir hann vinnuna og kærustuna og að lokum tekur skatturinn húsið af ömmu hans. Þegar Happy kemst að því að hann getur slegið golfkúlu lengra en nokkur gotfleikari tekur hann þátt í áhugamannamóti og vinnur sér keppn- isrétt í röð atvinnumóta þar sem hann reynir að safna verðlaunafé tU að kaupa húsið hennar ömmu aftur. Hann er vægast sagt skrautlegur golfleik- ari, sérstaklega þegar illa gengur en þá fleygir hann kylfum og lemur keppi- nauta sína. Grínið í myndinni gengur að mestu leyti út á einkennilega til- burði aöalsöguhetjunnar við golfið og tekst bærilega upp. Adam Sandler er kjörinn í hlutverkið og sýnir oft skemmtilega takta en aðrir eru varla með. Christopher McDonald nær litlum dampi sem vondi, snobbaði atvinnugolfar- inn. Myndin stendur sig betur en flestar aðrar íþróttagrinmyndir sem ég hef séð og er oft nokkuð fyndin. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Dennis Dugan. Aðalhlutverk: Adam Sandler. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -PJ H«ipp> Gilmorc / /s The Crossing Guard ★★★ fltakasaga Sean Penn er hér á ferð með aðra mynd sína sem leikstjóri. Sú fyrri var The Indian Runner, mjög persónuleg átakasaga þar sem samskipti tveggja mjög ólíkra einstaklinga tengdra sterkum böndum er drifkrafturinn í sög- unni. The Crossing Guard er lík hinni fyrri að þessu leyti en hér takast á John Booth og Freddy Gale sem tengjast í gegnum dóttur Freddys Gales sem John Booth varð að bana þegar hann keyrði hana niður drukkinn. Við upphaf myndarinnar er John Booth að sleppa úr fangelsi og Freddy hefst handa við ætlunarverk sitt - að drepa hann. Freddy er tómur maður sem sækir huggun í klámbúllur og getur ekki sætt sig við missinn. Hann hefur ekki aðeins misst dóttur sína því konan hans gafst upp á honum, enda tekst hún á við sorgina með öðrum hætti. John Booth er hin hliðin á peningn- um. Hann verður að eiga við sektarkennd sina og finna hjá sér tilgang og lífslöngun. Hann fmnur einhvem skilning hjá ástkonu sinni en þegar allt kemur til alls getrn- hún ekki losað hann við drauga fortíðarinna. Að lok- um hlýtur að koma að uppgjöri milli þessara manna. Þetta er afar „djúp“ mynd og heimspekileg. Sagan er mjög vel skrifúð af Sean Penn sjálfum og fiallar um viðfangsefnið af miklu innsæi. Öflugur leikhópur tryggir trú- verðugleika persónanna en Jack Nicholson skortir að vísu nokkra næmni í mestu tilfinningaatriðunum. David Morse er frábær en hann virðist i miklu uppáhaldi hjá Penn og var einnig í aðalhlutverki í The Indian Runn- er. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Sean Penn. Aðalhlutverk: David Morse og Jack Nicholson. Bandarísk, 1995. Lengd: 110 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. -PJ The Rock Gíslataka CUNNHKY 1.01,1. IIAKHIt, "'j-iwi:” % p * U •-•1^«««^ o Alcatraz. Þegar inn er komið ganga hermennimir í gildru og sérsveitinni er stútað en sérfræðingarnir tveir komast undan og taka höndum saman um að bjarga málunum. Hér er enn farin sú leið að fá auglýsinga- og tónlistar- myndbandaleikstjóra til að leikstýra hasarmynd og gengur vel upp. Hann notar gjaman mörg sjónarhom í sama atriðinu ásamt snöggum klippingum og skiptir hratt milli nærmynda og fjarlægari sjónarhoma. Sagan er heimskuleg eins og vanalega en persónusköpunin er sterk og skemmtileg þótt einfóld sé. Þá em góðir leikarar i aðalhlutverkum. Sean Connery og Nicolas Cage em gott tvíeyki og traustir leikarar (Ed Harris, William For- sythe, Michael Biehn) sinna aukahlutverkum af festu. Útgefandi: Warner-myndir. Leikstjóri: Michael Bay. Aðalhlutverk: Sean Connery, Nicolas Cage og Ed Harris. Bandarísk, 1996. Lengd: 130 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. -PJ w v * , í Alcatraz ★★★ Hershöfðinginn Hummel fær nóg af óréttlæti í hem- um og ákveður að gera eitthvað 1 málunum sjálfur. Harrn rænir stórhættulegum efnavopnum og tekur 81 túrista sem gísla á Alcatraz-eyjunni og beinir eldflaugum, hlöðn- um efnasprengjum, að San Fransisco. Ákveðið er að senda sérsveit til eyjunnar og tveir sérfræðingar eiga að vera henni til fulltingis. Annar er efnavopnasérfræðing- ur alríkislögreglunnar og hinn er gamall, breskur njósn- ari, sem hefur verið haldið í fangelsi án dóms og laga í 30 ár og er sá eini sem nokkm sinni hefúr tekist að flýja frá Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA t-e' ... TITILL ÚTGEF. TEG. 1 10 2 Trainspotting Warner-myndir Spenna 2 2 3 From Dusk till Dawn Skrfan Spenna 3 1 3 Copycat Warner -myndir Spenna 4 3 3 .i1 Kingpin ' í Sam-myndbönd Gaman 5 4 5 Sgt. Bilco ClC-myndbönd Gaman 6 5 6 s Primal Fear ClC-myndbönd Spenna 7 6 5 Juror Skrfan Spenna 8 7 W/KBSS&i 8 Executive Decision Warner-myndir Spenna 9 8 7 ! Money Train Skífan Spenna 10 12 ‘ 6 : ^m Down Periscope Skífan Gaman 11 11 3 ! Agnes Myndform Drama 12 ! 13 4 : i Dont be a Menace Skffan Gaman 13 ; 9 io : Birdcage Warner-myndir Gaman 14 NÝ ! 1 i Crying Freeman Myndform Spenna i5 i6 ; 5 ; Before and After Sam-myndbönd , Spenna 16 18 7 Nick of Time ' ClC-myndbönd Spenna 17 ! 19 ! 4 . American Quilt ClC-myndbönd < Drama >» NÝ 1 Girl 6 ■hhhk Skífan Gaman 19 ! 17 - 3 : II Postino Sam-myndbönd 1 Drama 20 14 7 Santa Clause Sam-myndbönd > Gaman Trainspotting tekur undir sig stórt stökk þessa vik- una, fer úr tíunda sæti yfir í það fyrsta og Copycat veröur aö gera sér aö góöu aö fara í þriöja sætiö eft- ir aö hafa veriö í efsta sætinu aöeins eina viku. Aö ööru leyti eru ekki miklar sviptingar á iistanum og veröur aö fara alla leiö niöur í fjórtánda sætiö til aö finna nýja mynd en þaö er spennumyndin Crying Freeman. Sjálfsagt á hún eftir aö hækka sig eitthvaö og þaö sama má segja um aöra nýja mynd, Girl 6, sem er í átjánda sæti en stormandi inn á listann næstu viku kemur The Rock og leggur örugglega undir sig eitt af efstu sætunum. Trainspotting Ewan McGregor og Johnny Lee Miller. I þessari frægu bresku kvikmynd kynnumst við nokkrum mismgluð- um persónum sem búa í Edinborg og eiga það sameigin- legt að hafa farið út af sporinu í lífinu. Þetta eru dópistinn Mark Renton og vin- ir hans, kvennamað- urinn Sick Boy, hinn vonlausi Spud, hinn glataði Tommy og mgludallurinn geð- veiki, Begbie. Þeir lifa í veröld eitur- lyfia og bíða allir eft- ir dóplyftunni sem sífellt er á ferðinni - á leiðinni upp. From Dusk till Dawn Quentin Tar- antino og Geor- ge Clooney. Hinir hættulegu Gecko- bræður era á flótta. Á leiðinni taka þeir Fuller-fiöl- skylduna í gíslingu og ætla að freista þess að nota húsbíl fiölskyldunnar til að komast yfir landa- mærin til Mexíkó. Þeir komast yfir landamærin og þar verður fyrir þrim barinn Titty Twister sem er sá alvilltasti sem þeir hafa kynnst enda kemur í ljós þegar nátta tekur að sumir gestir og starfsfólk er blóð- þyrst í meira lagi. Copycat Sigourney Wea- ver og Holly Hunter Sigourney Wea- ver leikur afbrotasál- fræðing sem fékk taugaáfall eftir að hafa orðið fyrir árás morðingja og hefur lokað sig inni í íbúð sinni mánuðum sam- an. Þegar hrottaleg morð eru framin stendur lögreglan á gati yfir því hver morðinginn er. Af- brotasálfræðingur- inn lætur vita af því að hún geti sagt hver morðinginn er og fer lögreglukona á fund hennar. Þessar tvær konur stilla saman strengi sína eftir stirða byrjun í leit að morðingjanum. Kingpin Woddy Harrelson og Randy Quaid. Roy hefði getað orðið stórt nafn í keilu. En frá því hann varð meistari árið 1979 hefur aUt gengið á afturfótun- um. Dag einn hittir hann furðulegan ná- unga, Ishmael, sem virðist fæddur til að spila keilu. Eina vandamálið er að hann er Amishtrúar, klæðist svörtum jakkafótum og er með hatt. Það er því erfitt fyrir Roy að sannfæra hann um að hann geti orðið góður atvinnumaður í keilu en Roy er vanur að beita brögð- mn og hefur sitt fram. STEVEMAKnN SGŒBHJÍ) Sgt. Bilko Steve Martin og Dan Aykroyd. Bilko liðþjálfa hef- ur á einhvern óskýr- anlegan hátt tekist að koma sér fyrir innan hersins á allt annan hátt en aðrir liðþjálfar. Hann hef- ur safnað um sig liði sem hefur lært veð- mála- og fiárhættu- spilaklæki og listina að skjóta sér undan ábyrgð í stað þess að læra herkúnstir. í herskálanum hefur verið komið upp þægilegri aðstöðu tO að reka spilavíti. Dag einn er öllu stefiit í voða þegar gamall „kunningi" Bilkos, Thom major, kemur í skoðunarferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.