Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Blaðsíða 11
Joel og Ethan Coen hcifa átt náið
samstarf í rúmlega áratug. Ethan
framleiðir og Joel leikstýrir, en þar
að auki skrifa þeir handritin saman
og klippa myndir sínar sjálfir og hafa
þar með mikið sjálfstæði sem kvik-
myndagerðarmenn. Þeir eru þekktir
fyrir frumleg efnistök og sérstakan
stíl í frásögn og kvikmyndun, þar
sem myndavélin er gjarnan á mikilli
hreyfingu og óvenjuleg sjónarhom
notuð. 1985 gerðu þeir fyrstu mynd
sína, hina stílíseruðu film-noir
glæpasögu Blood Simple, sem vakti
strax mikla athygli á þeim og hlaut
mikið lof gagnrýnenda. Tveimur
árum síðar gerðu þeir farsagrín-
myndina Raising Arizona og 1990
kom Millers Crossing út, glæpona-
saga í stíl gömlu bannáramyndanna.
1991 má segja að ferill þeirra hafi náð
hámarki með Barton Fink, sem hlaut
verðlaun sem besta mynd og fyrir
besta leikstjóra og besta leikara á
Cannes-kvikmyndahátíðinni, ásamt
tvennum gagnrýnendaverðlaunum í
New York, þremur óskarsverðlaun-
atilnefningum og einni tilnefningu til
Golden Globe verðlaunanna. Þeir
fylgdu henni eftir með The Hudsuc-
ker Proxy, sem hlaut litla aðsókn og
slælega dóma, en Fargo hefúr hins
vegar hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Afturhvarf til upprunans
Fargo er að tvennu leyti afturhvarf
til upprunans fyrir Coen-bræðuma. í
fyrsta lagi svipar myndinni til fyrstu
myndar þeirra, Blood Simple, að því
leyti að græðgi, svik og morð eru ás-
amir sem snúa hjólunum í sögu-
þræðinum og meginþemu myndar-
innar. I öðra lagi er sögusviðið norð-
vesturfylkið Minnesota, en þar uxu
þeir úr grasi. Coen-bræðumir kann-
ast því vel við sig í þessu umhverfi
og hafa innsæi í hegðun og talsmáta
fólksins, sem leikur stórt hlutverk í
sögunni. Minnesota er eitt af nyrstu
fylkjum Bandaríkjanna og þekkt þar
í landi fyrir snjóhörku, en veturinn
1995, þegar myndin var gerð, var ein-
hver sá mildasti sem um getur í
Minnesota. Snjóleysið olli því að
bræðurnir þurftu að taka sitt haf-
urtask og flytja sig um set lengra
norður í landið til að fá það umhverfi
sem þeir vildu i myndina.
Sagan byggir á sönnum atburðum
og er þetta í fyrsta skipti sem Coen-
bræðumir gera mynd sem ekki er
skáldskapur frá rótum. Þeir halda
því fram að þeir hafi ekki tekið sér
mikið skáldaleyfi í frásögn og per-
sónusköpun. Þeir hafi að vísu aldrei
hitt raunverulegu persónurnar og
ekki orðið vitni að samræðum milli
þeirra, en með því að rannsaka mál-
ið og nýta sér reynslu sína af íbúum
svæðisins hafi þeir getað getið sér til
um hegðun, ætlanir, gjörðir og við-
brögð þeirra. Þeir segjast ekki hafa
breytt neinum persónum frá raun-
veruleikanum, heldur aðeins leyft
þeim að leika sitt hlutverk í sögunni.
Misheppnað mannrán
Myndin er glæpasaga sem gerist í
Minnesota fyrir tiu árum og segir frá
bílasölumanninum Jerry
Lundegaard, sem er orðinn svo
skuldugur að hann grípur til örþrifa-
ráða. Hann fær tvo glæpamenn til að
ræna konu sinni og er meiningin að
fá lausnargjald frá ríkum föður henn-
ar. Glæpamennirnir eiga að fá smá-
hluta af lausnargjaldinu að launum,
en Jerry ætlar að halda restinni eftir
fyrir sjálfan sig. Áætlunin snýst upp
í blóðbað þegar glæpamennirnir
drepa lögreglumann og tvo vegfar-
endur, og þá kemur lögreglustjóri
staðarins, hin ólétta Marge Gunder-
son, til sögunnar.
Frances McDormand leikur Marge
Gunderson, en hún er eiginkona Jo-
els og hefur m.a. leikið stór hlutverk
í myndum hans, Blood Simple og
Raising Arizona. Meðal annarra
mynda sem hún hefur leikið í eru
Chattahoochee, Darkman, Hidden
Agenda, The Butchers Wife og
Passed Away, en nýjustu myndir
hennar eru Short Cuts, Beyond
Rangoon og Talk of Angels.
í hlutverki bílasölumannsins er
William H. Macy, sem hefur leikið í
fjölmörgum myndum, ásamt því að
leika mikið á sviði og i sjónvarpi.
Mr. Hollands Opus, Murder in the
First, The Client, Searching for
Bobby Fischer, Benny and Joon,
Shadows and Fog, Radio Days og
Down Periscope era meðal frægustu
mynda hans, en hann á einnig feril
sem handritshöfundur og leikstjóri
og er fastur leikstjóri hjá Atlantic-
leikhópnum í New York.
Þess má einnig geta að Steve Bus-
cemi leikur annan mannræningjann
og er þetta í fjórða skipti sem hann
leikur fyrir Coen-bræðurna. Áður
hefur hann leikið í Millers Crossing,
Barton Fink og The Hudsucker
Proxy. Steve Buscemi sló í gegn þeg-
ar hann lék i mynd Quentins Tarant-
inos, Reservoir Dogs, og hefur átt
vinsældum að fagna síðan. Á síðasta
ári lék hann í mörgum myndum, þ.á
m. Desperado og Things to Do in
Denver When You’re Dead. Nýjasta
mynd hans er Trees Lounge, sem
einnig er frumburður hans sem
handritshöfundar og leikstjóra.
-PJ
Joel og Ethan Coen við tökur á Fargo. Þeir vinna mjög náið saman og þótt
annar þeirra sé titlaður leikstjóri þá eru kvikmyndir þeirra yfirleitt taldar
þeirra verk í sameiningu.
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Jóhann Sigurðarson leikari
„Eg var að horfa á kvik-
myndina Juror með Demi
Moore í gærkvöld. Hún var mjög
fin, enda er ég hrifinn af Demi
Moore. Myndin fjallar um konu
sem tekur þátt í kviðdómi og er
kúguð til að tala þvert um
hug sér vegna þess að
henni og syni henn
ar er hótað lífláti
ella. Mjög spenn
andi mynd.
Ríkharður
þriðji er í
miklu uppá-
haldi hjá mér.
Leikritið er
gott og stykkið
mjög vel skrif-
að. Ég er búinn
að sjá myndina
7-8 sinnum og er
þá að velta i
mér hvemig m:
in er leikin,
hvemig hún er
uppbyggð og
hvernig mynd-
vinnsla, klipp-
ing og tónlist
vinna saman.
Það er hluti af starf-
inu að spá í kvikmyndun, leik,
leikstjóm, tónlist, leikmynd, bún-
inga og allt sem því fylgir.
Silence of the Lamb er einnig
mjög eftirminnileg mynd en svo
er ég líka hriftnn af evr-
ópskum myndum. Ég
leigi mér mjög
oft myndir, þó
mest yfir vetr-
armánuðina.
Stundum tek
ég mér mynd
2-3 í viku
yfir dimmustu
mánuðina. Ég
er hrifinn af öll-
um vel gerðum
myndum sem
haia eitthvað að
segja manni og
fjalla um örlög
fólks, hvort sem það
eru söngleikjamynd-
ir, gaman-
myndir,
drama eða
annað.“
Flipper
Flipper er sannkölluð ljúflings-
mynd og er hún byggð á sjónvarps-
seríu sem
naut mikilla
vinsælda í
Bandaríkjun-
um á sínum
tíma. Aðal-
persónan er
táningurinn
Sandy sem er
ekki par
ánægður
með að þurfa
að eyða
sumrinu hjá
frænda sínum á afskekktri eyju fyr-
ir utan Florida-strendur þannig að
þegar hann kemur á staðinn getur
hann ekki ímyndað sér neitt annað
en að framundan sé stórt leiðinda-
sumar. Það kemur þó á daginn að
frændinn er alls ekki svo slæmur en
það sem bjargar sumrinu er þegar
Sandy tekst fyrir tilviljun að bjarga
lífi fiögurra mánaða höfrungskálfs
sem upp frá því verður besti vinur
hans og félagi. í stað ömurlegheit-
anna, sem Sandy bjóst við, upplifir
hann ævintýri lífs sins með höfr-
ungnum Flipper.
í aðalhlutverkum era Elijah
Wood, sem leikur Sandy, og ástr-
alski leikarinn Paul Hogan sem
leikur frændann.
ClC-myndbönd gefa út Flipper og
er hún leyfð öllum aldurshópum.
Útgáfudagur er 14. janúar.
Mulholland Falls
Mulholland Falls fiallar um hóp
lögreglumanna og er sögusviðið Los
Angles á
fimmta ára-
tugnum.
Hópurinn
hafði fengið
viðurnefnið
Hattadeildin
þar sem þeir
voru allir
með hatta og
ávallt vel
klæddir.
Þetta eru
hörkutól sem
veigra sér ekki við að fara aðeins á
bak við lögin ef málstaðurinn er fyr-
ir hendi. Tilveru Hattadeildarinnar
er ógnað einn daginn þegar það
kemur í ljós að einn þeirra, sjálfur
foringinn, er á einkennilegan hátt
bendlaður við alvarlegt morðmál
sem þeir eru að rannsaka.
Úrvalsleikarar eru í flestum hlut-
verkum, sjálfar hattalöggurnar
leika Nick Nolte, Chazz Palmintieri,
Michael Madsen og Chriss Penn en
aðrir leikarar era Melanie Griffith,
Treat Williams, John Malkovich,
Daniel Baldwin og Jennifer Conn-
elly.
Myndform gefur út Mulholiand
Falls og er hún bönnuð börnum
innan 16 ára. Útgáfudagur er 14.
janúar.
In the Bleak Mid-
winter
Eftir aö
hafa leik-
stýrt og leik-
ið í stór-
myndunum
Much ado
about Not-
hing og
Franken-
stein sló
Kenneth
Brannagh á
léttari og
ódýrari
strengi í In the Bleak Midwinter,
sem er gamanmynd um uppsetn-
ingu á Hamlet eftir Shakespeare.
Aðalpersónan er atvinnulaus leik-
ari sem unnustan hefúr nýlega sagt
upp. Hann ákveður að setja upp
Hamlet í niðurníddri kirkju sem á
að fara að rífa. Hann auglýsir eftir
leikurum og velur sex til að fara
með 24 hlutverk, fiögur hlutverk á
mann. Æfingatíminn er hálfur mán-
uður og það gengur á ýmsu í sam-
skiptum leikaranna, enda ólíkir
sauðir í hópnum, þá þarf líka að
finna áhorfendur.
Ekki leikur Kenneth Brannagh
sjálfur í myndinni en meðal leikara
eru Richard Briers, Joan Collins og
John Session.
Skífan gefur út In the Bleak Mid-
winter og er hún leyfð öllum ald-
urshópum. Útgáfudagur er 15. jan-
úar.