Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Page 5
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 Wnlist„ Tónleikaferð um Bretland: Hitar upp fyrir Blur Rokksveitin Botnleðja blandaði sér kannski ekki í toppslag jólasölunnar á síðasta ári en hún náði þó þeim merka áfanga að selja tvöfalt meira af plötunni Fólk er fífl en hún seldi af plötunni Drullumall eða rúmlega þrjú þúsund eintök. Botnleðja var þó vinsaelasta upphitun- arhljómsveitin fyrir erlendar sveitir á síðasta ári ef marka má nýjustu fréttir úr sístækkandi íslenskum tónlistarheimi. Liðsmenn hljóm- sveitarinnar Blur voru nefnilega svo yfír sig hrifnir af frammistöðu Botnleðju í Laugardals- höllinni í sumar að þeir eru búnir að bjóða strákunum með sér í tónleikaferðalag um Bret- land daganna 20.-28. janúar nk. „Þeir höfðu samband við okkur í gegnum Rabba fyrir jól, að frumkvæði Damons sem hef- ur verið boðinn og búinn til að aðstoða okkur og verið mjög vingjarnlegur," segir Heiðar, gít- arleikari og söngvari hljómsveitarinnar Botn- leðju, sem mun nefnast Silt á erlendri grund en það er bein þýðing á íslensku nafíii sveitarinn- ar yfir á ensku. Umboðsmaðm- sveitarinnar staðfesti síðan tilboðið milli jóla og nýárs og tríóið heldm því út 19. janúar. Fyrstu tónleik- amir verða daginn eftir i Cambridge Junction og verða síðan sem hér segir: 22. jan. - Newcastle Mayfair, 23. jan. - Glasgow Bar- rowlands, 24. jan. - Liverpool Royal Court, 26. jan. - Nottingham Rock City, 27. jan. - Leeds Town and Country Club og 28. jan. - Southend Pavillions. Tíu lög verða á upphitunar- prógrammi Silt, 2 á íslensku en unnið hefur verið að enskri textagerð við 8 lög síðan mn miðjan desember. Þessa dagana er hljómsveitin í hljóðveri ásamt Ken Thomas og Rafni Jóns- syni (útgefanda) við upptökur á efhinu á ensku en það er tekið tiltölulega jafnt af báðum plöt- um sveitarinnar. Framkvæmdarstjórar tónleikaferðarinnar tóku það sérstaklega fram að það þýddi ekkert fyrir okkur að reyna að syngja á íslensku segir Heiöar, sem er ekki að svíkja lit enda báðar plötur sveitarinnar sungnar á íslensku. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir Botnleðju? Fyrir utan að vera mjög góð byrjun á nýju ári gefur þessi tónleikaferð hljómsveitinni ýmsa möguleika. Hún verður að sjálfsögðu ekki heimsfræg á einni nóttu en fleiri ferðir gætu fylgt þessari og hver veit. Kannski þeytir hljómsveitin Silt Super Furry Animals út af kortinu líkt og hún gerði í Tunglinu um daginn? Það væri gaman að sjá. Botnleðja fær alla vegana hugheilar heillaóskir frá DV með von um rokkandi ríkt ár. GBG Botnleöja fer í tónleikaferð með Blur. Islensku tónlistar- verðlaunin Uppskeruhátíð tónlistariðnar- ins, íslensku tónlistarverðlaunin 1997, verður haldin um miðjan febrúar á Hótel Borg. í fyrra bar mest á Björk og Páli Óskari Hjálm- týssyni. Björk var valin söngkona, flytjandi og lagahöfundur síðasta árs en Páll Óskar hlaut titilinn söngvari ársins. Einnig má geta þess að Botnleðja var valin bjartasta vonin í fyrra og eins og kemur fram aimars staðar hér á tónlistarsíðum DV virðast þeir piltar hafa staðið vel undir þeim titli. Lesendur DV geta haft áhrif á valið með því að fylla út atkvæða- seðla sem birtast í blaðinu á næstu vikum. í fyrra var afar góð þátt- taka meðal lesenda og er vonast til þess að þeir láti ekki sitt eftir liggja í ár. -JHÞ The Platters á Hétel íslandi Unnendur bandaríska sönghóps- ins The Platters hafa svo sannar- lega dottið í lukkupottinn. Hópur- inn mun leika á Hótel Islandi fostudaginn 10. janúar og laugar- daginn 11. janúar. Eftir tónleika The Platters bæði kvöldin mun hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar leika fyrir dansi. Það eru orðnir rúmlega fjórir áratugir síðan The Platters slógu í gegn með laginu Only You. Lagið seldist í 10 milljónum eintaka og hefur síðan verið hljóðritað á 20 tungumálum. Paul Robi stjórnaði flutningi og útsetningu á Only You og hann stofnaði söngsveitina. í kjölfarið fylgdu lögin Smoke Gets in Your Eyes, The Great Pretend- er, The Magic Touch, Harbour Lights, Remember when, Twilight Time, My Prayer, You’ll never Know, Red Sails in the Sunset og Enchanted. Tónlist Platters hefur eins og flestir vita komið við sögu í mörgmn þekktum bandarískum kvikmyndum en sennilega er American Graffiti þeirra frægust. Árið 1990 vann söngflokkurinn höfundaréttarmál gegn umboðs- manni sínum til margra ára en hann hafði árum saman gert út fjölda Platters-sönghópa og þannig féflett hin upprunalega Platters- hóp illilega. Með sigri sínum í rétt- arsölum tryggði hópurinn, sem nú skemmtir á Hótel íslandi, einka- rétt á Platters-nafninu. Þeir sem skipa Platters núna eru þau Fransesca Robi, en hún er dóttir Pauls Robi; Ritchie Jones, en hann er fyrsti tenór og aðal- söngvari; Charles Granst, en hann er annar tenór, og Mario Kinsley sem er frægur fyrir djúpa bassa- rödd. Stjómandi Platters er John Ray Gomez -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.