Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Side 9
I IV FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
*•» helgina
Styrktarfélag íslensku óperunnar:
Sannkölluð tónlistarveisla
Næstu tónleikar Styrktarfélags
íslensku ópenmnar verða haldnir
í íslensku óperunni á morgun,
laugardaginn 11. janúar kl. 14.30.
Þar koma fram Sigurbjörn Bem-
harðsson, fiðluleikari, og John
Howsmon, píanóleikari.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Sigurbjörn Bernharðsson getið sér
gott orð sem afburða fiðluleikari.
Hann hóf fiðlunám sex ára og
stundaði nám við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík hjá Guðnýju Guð-
mundsdóttur. Þaðan lauk hann
einleikaraprófi aðeins nítján ára
gamall og hélt síðan til Bandaríkj-
anna þar sem hann er í masters-
námi við tónlistarskólann í Illino-
is.
Sigurbjörn hefur unnið til gölda
verðlauna og viðurkenninga hér-
lendis og í Bandaríkjunum þar
sem hann hefur einnig hlotið
styrki til náms. Hann hefur tekið
þátt í ýmsum tónlistarhátíðum og
nú síöasta sumar var hann ráðinn
við Bowdoin tónlistarhátíðina við
tónleikahald og sem aðstoðarkenn-
ari. Hann var einn af þeim sem
fóm fyrir strengjasveitinni ESTA í
Englandi undir stjórn Y. Menhuin
og í haust starfaði hann sem að-
stoðarkonsertmeistari Sinfóniu-
hljómsveitar South Bend borgar.
Sigurbjörn hefur geflð út einn
Sigurbjörn Bernharðsson
fiðluleikari og John
Howsmon pianóleikari
munu kæta tonlistaraödá-
endur meö tónleikum sín-
um i íslensku óperunni á
morgun.
geisladisk ásamt píanistanum
John Howsmon, sem er meðleikari
hans á tónleikum Styrktarfélags-
ins.
John Howsmon kemur nú í
fyrsta skipti fram á íslandi. Hann
er prófessoru við meðleikaradeild-
ina í tónlistarháskólanum í Oberl-
in. Hann er meðlimur í Cleveland
kvartettinum og hefur komið fram
á yfir fimm hundruð tónleikum í
Evrópu og N- Ameríku.
Á efnisskrá tónlistarmannanna
er sónata eftir Brahms og verk eft-
ir Paganini, Webern, Ravel og Þor-
kel Sigurbjömsson.
Kaffileikhúsið:
Einieikir
Völu Þórs
Richard Wagner félagið á Islandi:
Niflungahringurinn
í Norræna húsinu
LEIKHÚS
Þjóðleikhúsið
Villiöndin
sunnudag kl. 20.00
Kennarar óskast
föstudag kl. 20.00
Þrek og tár
laugardag kl. 20.00
Leitt hún skyldi vera
skækja
föstudag kl. 20.30
Borgarleikhúsið
Fagra veröld
laugardag kl. 20.00
Dómínó
föstudag kl. 20.00
BarPar
fostudag kl. 20.30
Loftkastalinn
Áfram Latibær
sunnudag kl. 14.00
Á sama tima að ári
laugardag kl. 20.00
Kaffileikhúsið
Einleikur Völu Þórs
laugardag kl. 21.00
Hermóður og Háðvör
Birtingur
fostudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Nemendaleikhúsið
Hátlð í Lindarbæ
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
Á morgun, 11. janúar, kl. 21.00
hefjast sýningar á tveimur ein-
leikjum Völu Þórsdóttur leikkonu
og leikritahöfundar í Kaffileikhús-
inu í Hlaðvarpanum. Þann fyrri,
„Eða þannig", sýndi Vala í Kaffi-
leikhúsinu síðastliðið vor við mjög
góðar undirtektir og þann síðari,
„Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og
rusl“, sýndi Vala þrisvar í dag-
skrá sem hún og dúettinn
Súkkat settu saman
fyrir Kaffíleikhús-
ið í nóvember.
í smnar og
haust sýndi
Vala „Eða
þannig" í
Napólí á
Ítalíu á
ítölsku og í
Kaup-
manna-
höfn á
ensku
auk þess
sem hún
hefur
sýnt
einleik-
lendinga hér heima. Viðbrögð á
þessum sýningum urðu til þess að
hún ákvað í desember síðastliðn-
um að sýna báða einleikina á
ensku í „The Lion and Unicom“
leikhúsinu í Ketish Town í Lund-
únum. Gengu þær sýningar mjög
vel og fengu mjög góöa gagnrýni.
Þess má geta að í framhaldi af sýn-
ingunum í Lundúnum var Völu
boðið að sýna einleikina í
tveimur öðrum leik-
húsum í borginni
og verða þær
sýningar í
apríl og maí
á þessu ári.
Auk þess
fyrirhugar
Vala leikferð
um Bret-
landseyjar.
Næstu
sýningar
verða
föstudag-
inn 17.
janúar
inn 18.
januar.
mn
fyrir
ýmsa
hópa
út-
Á sunnudaginn kl. 15.00 mun
Richard Wagner félagið á íslandi
hefja sýningar á Niflungahring
Richards Wagner í Norræna hús-
inu. Við samningu Niflungahrings-
ins leitaði Richard Wagner mjög
fanga í íslenskum fornbókmennt-
um svo sem Eddukvæöum, Snorra-
Eddu og Völsungasögu. Útkoman
varð lengsta verk óperasögunnar
sem í raun er fjórar óperur: Rínar-
gullið, Valkyrjan, Sigurður Fáfnis-
bani og Ragnarök, og taka þær
samanlagt um 16 tíma í flutningi.
Ein sýning í mánuði
Sýnd verður ein ópera í einu
með mánaðar millibil og verða
sýningarnar annan sunnudag
hvers mánaðar frá janúar fram í
apríl og hefjast alltaf á sama tima.
Á undan hverri sýningu munu þau
Anna M. Magnúsdóttir og Reynir
Axelsson halda stuttan fyrirlestur
með tóndæmum þar sem leiðsögu-
stef (Leitmotiv) óperanna eru
kyxmt. Á undan sýningunni á Rín-
argullinu á sunnudaginn kemur
munu þau auk þess rekja í stuttu
máli ferilinn að samningu þessa
meistaraverks.
Uppfærsla frá Bayreuth
Sýnt verður af leysidisk á stór-
um sjónvarpsskermi og verður
enskur skjátexti. Uppfærslan, sem
sýnd verður, gekk í Bayreuth á
áranum 1988-92 undir stjóm hinna
þekktu listamanna Daniels Baren-
boims og Harrys Kupfers. í helstu
hlutverkum í Rínargullinu era
John Tomlinson, Gúnter von
Kannen, Graham Clark, Helmut
Pampuch, Linda Finnie og Eva Jo-
hannsson.