Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
Fréttir
Ólafur Helgi Gíslason bóndasonur er með igrætt nýra frá 1983 sem nú hefur gefið sig:
Báðir fætur Ólafs fjar-
lægðir og einn fingur
- berst við að aðlaga sig fötlun, safnar kröftum og vonast eftir nýrri nýrnaskiptaaðgerð
Ólafur Helgi Gíslason, 39 ára
bóndasonur frá Brúum í Aðaldal i
Suður-Þingeyjarsýslu, liggur nú á
Landspítalanum í Reykjavík eftir að
fjarlægja þurfti báða fótleggi hans
og einn fíngur vegna alvarlegrar
kalksöfhtmar í æðum sem stafar af
alvarlegum galla í nýrum. Vegna
fötlunar sinnar og þeirrar stað-
reyndar að hann verður að fara í
nýmavél annan hvem dag hefur
Ólafur Helgi meira og minna þurft
að dvelja á spítalanum frá því í
ágúst.
Hann gekkst undir nýmaskipta-
aðgerð í Danmörku árið 1983. Það
nýra er nú að heita má orðið óstarf-
hæft. Engu að síður vonast Ólafur
Helgi eftir því, ef hann nær styrk og
heilsu á ný þrátt fyrir fötlun sína,
að hann geta á ný gengist undir
nýmaskiptaaðgerð. Nú hafa ýmsir
stuðningsmenn hans ákveðið að
freista þess aö fá fólk til að leggja
Ólafi Helga lið í baráttu hans til að
líf hans geti oröið bærilegra en raun
ber vitni.
Ólafúr Helgi fæddist á Húsavík
þann 17. október 1957. Hann
greindist ungur með skemmd í
nýrum. Á unglingsaldri fóm gall-
amir að koma í ljós en á fram-
haldsskólaárunum var ástandið
orðið alvarlegt. Eftir tvítugt varð
Ólafúr Helgi að fara reglulega í
nýmavél og árið 1983, þegar hann
var 26 ára, gekkst hann undir
nýmaskiptaaðgerðina í Dan-
mörku.
Eftir aðgerðina náði Ólafur Helgi
það góðri heilsu að hann gat stund-
að búskap með foreldrum sínum að
Brúum í Aðaldal. Nýja nýrað hélt í
rúman áratug þannig að hann gat
lifað nokkuð eðlilegu lífi. Fyrir
þremur árum fór hins vegar að
halla verulega undan fæti - ígrædda
nýrað fór að gefa sig og svo fór að
Ólafur Helgi varð á ný að fara í
nýmavél.
Síðastliðið sumar var kalksöfnun
orðin svo alvarleg í æðum Ólafs
Helga vegna nýmaskemmdanna að
blóðstreymi náði ekki að halda lík-
amsstarfsemi eðlilegri í útlimum. í
september var svo komið að drep
var komið i fætur hans og þurfti þá
að fjarlægja þá báða. Einn fingur
var fjarlægður nokkmm vikum sið-
ar.
En Ólafur Helgi gefst ekki upp.
Þrátt fyrir að þurfa að vera í
nýmavél annan hvem dag, 4
klukkustundir í senn með viðeig-
andi óþægindum og slappleika á
eftir, er hann nú að venjast gervi-
fótum en slíkt þarfnast mikillar
þjálfunar.
Þær fáu stundir sem hann fær að
fara út af spítalanum dvelst hann
hjá bróður sínum, Þórhalli Geir
Gíslasyni, sem búsettur er í Reykja-
vík. Ólafúr Helgi hefur alla tíð tekið
veikindum sínum með jafnaðargeði
en hann stefnir nú að þvi að komast
sem fyrst í endurhæfingu að
Reykjalundi. í framhaldi af því er
það ósk hans aö komast í þjónustuí-
búð fyrir fatlaða.
Stuttar fréttir
Gjaldheimtan hættir
Borgarstjóri og íjármálaráð-
herra hafa undirritað samkomu-
lag um að leggja niður sameigin-
lega gjaldheimtu ríkis og borgar
og verður Gjaldheimtan lögð nið-
ur 1. janúar 1998 og ríkið tekur
við ailri innheimtu opinberra
gjalda
Gömul gatnanöfn
Borgarráö hefur samþykkt að
setja upp 50 götunafna- og núm-
eraskilti í miðbænum með göml-
um nöfnum gatnanna. Austur-
stræti mun fá nafhið Langastétt,
Vallarstræti Kæmnergade og
Vesturgata Hlíðarhúsastígur.
Engin mengun
Sérfræðingar sem Stöð 2 talaði
við segja að íbúum við Hvalfjörð
stafi engin hætta af mengun frá
stóriðju.
Risaálver á Keilisnesi
Stöð 2 segir að Atlantsálhópur-
inn eigi nú í viðræðum við íslend-
inga um risaálver á Keilisnesi.
Jón passar Díönu
Jón Valfells, starfsmaöur Rauða
krossins í Angóla og fyrrverandi
fréttamaður Sjónvarpsins, er sér-
stakur fylgdarmaður Díönu
prinsessu í Angóla. Stöð 2 sagði frá.
Ufrarbólga á Vogi
Lifrarbólga af C-stofni er nú al-
geng meðal sprautufíkla og hjá
þeim sem leita sér lækninga á
Vogi.
Gasofnar í jaröskjálftum
Veitustjórinn á Selfossi vill aö
keyptir verði gasofnar fyrir íbú-
ana á veitusvæðinu til að halda á
sér hita eftir Suðurlandsskjálfta
og rafmagnslaust verður. Dagur-
Tíminn segir frá.
Kosiö í Dagsbrún
Ekkert mótframboð hefur kom-
ið fram gegn stjóm Halldórs
Bjömssonar í Dagsbrún í árlegu
stjómarkjöri félagsins. Morgun-
blaðið segir ffá.
Óvænt matarinnkaup
í könnun á viðhorfum erlendra
ferðamanna á íslandi þykir koma
mest á óvart að yfir 69% ferða-
mannanna sem á annað borð
versla á íslandi kaupi matvöm í
matvöruverslunum. Ferðamenn-
irnir virðast sáttir við verðlag á
matvöm og gistingu. Morgunblað-
ið segir ffá. -SÁ
Ólafur Helgi með fjölskyldu sinni á heimili sínu og foreldra sinna að Brúum I Aðaldal áður en fjarlægja þurfti fætur
hans. Á bak við foreldra sína standa systkinin, frá vinstri, Halldór, þá Ólafur Helgi, Þorgeröur og Þórhallur Geir. Sitj-
andi eru foreldrarnir Jóhanna Halldórsdóttir og Gísli Ólafsson bóndi. DV-mynd Valgerður Jónsdóttir
Séra Pétur Þórarinsson í Laufási um fötlun Ólafs Helga:
Bara það að halda
haus tekur mikið á
- hann er maöur hógværöar - slíkt fólk má ekki týnast
„Þegar maður horfir á ungan
mann sem fótunum hefur verið
kippt undan í orðsins fyllstu merk-
ingu er mikilvægast að skapa að-
stæöur hans og umhverfi með þeim
hætti að hann geti lifaö sem bestu
lífi. Þaö verður ekki horft fram hjá
veikindum og fötlun Ólafs Helga en
margt er hægt að gera til að gera
honum iífið léttvægara og notalegra
- fyrst og fremst þannig að hann
geti verið þátttakandi í daglegu lífi
eins mikið og hann óskar sér og sé
ekki að burðast of mikið með fjár-
hagslegar áhyggjur af eigin fram-
færslu, t.a.m. rekstri bíls og hús-
næðis. Bara að halda haus tekur
mikið á eins og komið er fyrir hon-
um,“ sagði séra Pétur Þórarinsson í
Laufási um fötlun og veikindi Ólafs
Helga Gíslasonar úr Aðaldal.
Við að meta eigin stöðu, sem í
raun er ekki mjög ósvipuð ef mið er
tekið af fötlun, kveðst Pétur engu að
síður telja aö margt sé hægt að bæta
hvað varðar hlutskipti Ólafs Helga:
„Ef ég horfi á hann sem persónu
er staða okkar kannski dálítið ólík.
Ég hef verið töluvert í sviðsljósinu
og fengiö mjög mikinn almennan
stuðning og samúð. Hann er hins
vegar maður hógværðar og þagnar-
innar og því í raun og veru ekki
þessi almenningseign sem allir
fylgjast með. Stundum er hætta á
að slíkt fólk týnist þótt kerfið sé
nokkuð tryggt á bak við þaö. Líf
j>ess verður í raun og veru sett í
fjötra með því að geta ekki tekið á
lifmu og dvalist þannig nánast ein-
göngu í sinni íbúð. Þannig er hætt
við að fólk missi lífskraftinn og
dampinn. Þess vegna er mikilvæg-
ast að gera aðstæður Ólafs Helga
sem bestar.
Ég held að úr þessu sé skylda
okkar og samfélagsins að gera hon-
um kleift að lifa lífinu og hafa efni á
hlutunum. Ég geri mér á hinn bóg-
inn grein fyrir að hann er bundinn
við að eiga þjónustu Landspítalans
annan hvem dag og líka því að fá
hjálp og leiðsögn stoðtækjasmiða og
lækna. Því fannst mér mikil skyn-
semi af hans hálfu og ótrúleg yfir-
vegun að vera búinn að ákveða að
hafa búsetuskipti. Mér finnst það
karlmennska í hæsta lagi aö horfa
þannig blákalt á hlutina að aðstæð-
ur eru bestar fyrir sunnan - þannig
ætlar hann að gera best úr hlutun-
um,“ sagði Pétur.
-Ótt
Tónleikar til
_ styrktar
Ólafi á laug-
ardag
Á laugardag klukkan 15 verða
haldnir tónleikar í Glerárkirkju á
Akureyri til styrktar Ólafi Helga
Gíslasyni frá Brúum í Aðaldal.
Þar mun fiöldi listamanna koma
fram. Séra Pétur Þórarinsson frá
Laufási mun einnig ávarpa gesti
en kynnir verður Atli Guðlaugs-
son skólastjóri.
Á tónleikunum mun Tjarnar-
kvartettinn koma fram, Álfta-
gerðisbræður, nýstofnaður karla-
kór Eyjafjarðar, sem þama mun
koma fram í annað skiptið opin-
berlega, og Sálubót, blandaður
kór úr Suður-Þingeyjarsýslu,
syngur nokkur lög. Þráinn Karls-
son leikari verður með upplestur
þg Jóhann Már Jóhannsson og
Öm Birgisson munu syngja ein-
og tvísöng.
Allir miðar á styrktartónleik-
ana era happdrættismiðar. Meðal
vinninga era flugfar fyrir tvo
með Flugfélagi Norðurlands til
Reykjavíkur, trérista eftir Þor-
gerði Sigurðardóttur og glæsileg
ostakarfa frá Osta- og smjörsöl-
unni. Miðaverð er 1.300 krónur.
Þeim sem ekki komast á tón-
leikana en vilja styðja Ólaf Helga
á annan hátt er bent á að tekið er
á móti framlögum á reikningi
númer 5.000 í Sparisjóði Suður-
Þingeyinga og númer 8.500 í Bún-
aðarbankanum á Akureyri. -Ótt
Bláa lónið:
Gestir 150
þúsund 1996
DV, Suöumesjum:
„Við eram mjög ánægð með
síðasta ár. Bláa lóniö heldur
áfram að styrkjast sem helsta aö-
dráttarafl á íslandi fyrir erlenda
ferðamenn. Við eram bjartsýnir
með árið 1997,“ sagði Grímur Sæ-
mundsen, framkvæmdastjóri
Bláa lónsins hf., í samtali við DV.
Alls komu 150 þúsund gestir í
Bláa lónið í fyrra sem er 20%
aukning frá árinu 1995 en þá vora
þeir 125 þúsund. Að sögn Gríms
fer árið í ár vel af stað. 25% fleiri
gestir sóttu lónið fyrstu 13 dagana
á nýju ári miðað við sama daga-
fjölda í fyrra. -ÆMK