Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Side 7
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 7 Fréttir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða: Úthluta á kvótanum til sjómanna og verkafólks „Ég hef lengi haldið því fram að úthlutun aflaheimilda, eins og hún hefúr verið, sé óeðlileg. Menn skulu athuga að það eru ekki bara útgerð- armenn og ættingjar þeirra sem hafa aflað veiðireynslunnar. Það eru fyrst og fremst sjómennimir sem veitt hafa fiskinn og fisk- vinnslufólkið í landi, sem tók við honum og vann dag og nótt við að gera úr honum verðmæti, sem skap- að hafa aflareynsluna. Án þessa fólks hefði aflareynslan aldrei safn- ast upp,“ segir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vest- fjarða, i samtali við DV. Hann segir að auðvitað sé hægt að teygja þetta lengra því í íslensku sjávarþorpi er um eina keðju í þessu sambandi að ræða. Þar hafi allir sitt viðurværi af sjónum. „Ég geri mér grein fyrir því að ekki væri rétt að afhenda hveijum og einum einhver kíló af þorsk- kvóta. Og til þess að gera ekki upp á milli manna í þessum byggðarlög- um væri eðlilegast að til kæmi byggðarkvóti. Ábyrgir sveitar- stjómarmenn myndu síðan úthluta honum til skipa með það fyrir aug- um að skapa sem allra mesta at- vinnu í landi því líf fólksins byggist á því sem dregið er úr hafínu." Pétur segir að þegar hann hafi hreyft þessum skoðunum sinum Guðbjörg ÍS: Rekstrargrundvöll- urinn brast en verðið hækkaði - vegna rækjukvóta Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri og einn aðaleigandi Guðbjargar ÍS, sagði við fféttamenn þegar útgerð- arfélagið Hrönn hafði sameinast Samheija, að rekstrargrundvöllur Guðbjargarinnar væri brostinn. Á siðasta ári hefði Guðbjörgin ÍS veitt 1600 lestir af rækju utan kvóta á Flæmingjagmnni og staðið undir ? sér. Nú væri kominn kvóti á rækju- veiðamar á þessu svæði og Guð- björgin mætti ekki veiða nema 360 lestir í ár. Þar með væri rekstrar- grundvöllurinn brostinn. „Þama afhjúpaði Ásgeir eitt mesta óréttlætið og einn stærsta veikleika kvótakerfisins. Um leið og rekstrargrundvöllur skipsins brast hækkaði verð þess því það fékk 360 lesta kyóta sem fyrirtækið má eign- færa. Áður átti það engan rækju- kvóta á Flæmingjagrunni. Það að verð skipsins skuli hækka við það að rekstrargrundvöllurinn brestur er svo öfugsnúið að engu tali tek- ur,“ sagði Sighvatur Björgvinsson alþingismaður í samtali við DV. Ekki liggur fyrir hvert verður kvótaverð á rækju á Flæmingja- grunni á þessu ári. Heyrst hefur tal- an 140 krónur fyrir varanlega sölu. Þess má geta að í nóvember var verð á rækjukvóta hér á heimamið- um 400 krónur fyrir kílóið af varan- legri sölu. Allir em sammála um að verðið á rækjukvóta á Flæmingja- grunni verði mun lægra. -S.dór Maðurinn enn meðvitundarlaus Maður á fertugsaldri, sem lenti I alvarlegu slys þegar bíll hans valt niður Vattamesskriður, liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að sögn Kristins Sigvaldasonar, læknis á gjörgæsludeild, er maður- inn með mjög alvarlega höfúðá- verka. -RR hafi mörgum blöskrað og kallað þetta sósíalisma og jafhvel þjóðnýt- ingu. „Ef svo er þá er það allt í lagi. Ég er alveg sannfærður um að ef menn ætla að tryggja lífæðar sjávarplás- sanna og byggð í þessu landi þá verður heildin að fá umráð yfir afla- heimildunum. Ef kvótinn á að vera eingöngu í útgerðarfyrirtækjunum verður eignaraðild að þeim að breytast frá því sem nú er. Ég held að ÚA á Akureyri hafi sannað þetta,“ segir Pétur Sigurðsson. -S.dór Fárántegur í tilefni 25 ára afinælis okkar bjóðum við mikið úrval af vörum með fáránlegum afslætti. Ferðatæki með geislaspilara - útvarpi - segulbandi og fjarstýringu, Verð áður 33.300 Verö nú 19.995 stgr.afsl. 40% SC-100 reiknivél fyrir framhaldsskóla með alm. brot og brotabrot Verð áður 3.495 Verö nú 1.995 stgr.afsl. 42% ATV W-6973 29" breiðtjaldstæki með nicam stereo og ísl. textavarpi Verð áður 144.500 Verö nú 89.900 stgr.afsl. 37% 81006B vandað úr með leðuról Verð áður 5.900 Verð nú 1.995 stgr.afsl. 66% Z-1500 hljómtæki með 3 diska geislaspilara, front surround hátalara, tvöf. segulb., útvarp með stöðvaminni, fullkomin fjarstýring Verð áður 88.880 Verö nú 59.900 stgr.afsl. 32% HPA 171 heyrnartól Verð áður 1.295 Verö nú 795 stgr.afsl. 38% 81019W úr með stálkeðju Verð áður 8.200 Verð nú 2.990 stgr.afsl. 63% VH231RC þægilegt og vandað 2 hausa myndbandstæki, fullkomin fjarstýring Verðáður 33.300 Verð nú 25.900 stgr.afsl. 22% Y122AA fjölsviðsmælir Verð áður 2.995 Verö nú 1.995 stgr.afsl. 33% Z-2300 heimabíóhljómtæki með öllu - 3 disk geislaspilara, tvöfalt segulb. útvarp með minnum, fullkomin fjarstýring. Verö áður 133.380 Verð nú 89.900 stgr.afsl. 32% og heilu haugarnir af vörum meö 30-70% afslætti Spirit AF myndavél fyrir 35 mm filmur Verð áður 3.995 Verð nú 2.295 stgr.afsl. 42% ÁRMÚU 38 SÍMI5531133 PR-10 reiknivél með strimli Verð áður 2.980 Verð nú 1.995 stgr.afsl. 33%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.