Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 Spuriiingin Er tölva á þínu heimili? Gunnar Gunnarsson, sjómaður: Já, Ambratölva en ég er ekki nettengdur. Dóra Þórsdóttir, starfsmaður Hótel Loftleiða: Nei, en það styttist í það. Snæbjörn Guðmundsson, nemi: Já, Hyundaitölva en ekkert net. Ólöf Guðmundsdóttir nemi: Nei, þar er ekki tölva. Ási Markús: Já, Hyundaitölva. Lesendur Nei, ráðherra Bréfritari segir vilja Kjósarmanna skýran. Hún hvetur iðnaðarráöherra til þess að taka stefnuna út Hvaifjörð og að Keilisnesi. Fyrir það landsvæöi hafi veriö greitt hátt verð. - Myndin er tekin á mótmælafundi í Kjós á dögunum. Kristín Marísdóttir skrifar: Nú gekkst þú of langt, virðulegi ráðherra. Ég get ekki orða bundist eftir að ráðamaður Colombia Vent- ures kom á sjónvarpsskjáinn og birti sína persónulegu úttekt á fundinum að Heimaborg þar sem lítill hluti heimamanna tók til máls og lýsti vanþóknun sinni á ál- veri á Grundartanga. Þessi ágæti maður taldi aö þeir sem ekki komust að stæðu hans megin og væru sáttir við gjöminginn. Hver er siður í hans sveit? Virða menn fundarreglur eða kalla menn mein- ingu sína yflr samkomuna eins og við sjáum í erlendum fréttum í sjónvarpi? Herra ráðherra, liggur þér svona á að reisa þér minnis- varða að þú getur ekki nýtt þér þann rétt sem fékkst fram þegar Keilisnes var valið og greitt fyrir með stórri fjárfúlgu. Þú, sem ráð- herra flokks sem kennir sig við græna línu og hampar gæðum lands okkkar viö hátíðleg tæki- færi, getur þú með góðri samvisku sagt já við þessu? Loksins þegar bændur eygja markað úti í heimi fyrir afurðir jarða sinna vegna hreinleika landsins þá er því spillt. Ráðherra, vilji okkar íbúanna er skýr og við ættum ekki að þurfa að útskýra með mörgum orðum það tjón sem getur orðið af mengun sem varir stöðugt og er hvað hættulegust. Ráðherra, ég vil höfða til skynsemi þinnar og góðs viija til að standa að góðum málum. Taktu stefnuna út Hvalfjörð, að Keilisnesi og þú munt hijóta þakk- læti okkar allra. Ósvífnar auglýsingar Jóhann Einarsson skrifar: Stundum finnst manni sem fyrir- tæki fari yfir strikið þegar veriö er að reyna að segja fólki ósatt um kosti og hagkvæmni kaupa á ein- hverri vöru. Úr hófi fram hafa keyrt auglýsingar frá Brimborg þar sem fólki er sagt að það borgi bara 9.900 krónur á mánuöi fyrir einhvem smábíl og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir flottan Volvo. Þetta á allt að greiöast í 36 mánuði og þeg- ar reiknihæft fólk tekur til starfa kemur í ljós að það er bara alls ekk- ert verð á þessum bílum og því ástæöa til þess að skella sér á einn slíkan í hvelli. Það sem kemur síðan í ijós þegar að er gáð er að þama er verið að segja fólki ósatt, ekki bara hálfan sannleikann heldur beinlínis ósatt. Hagsmunasamtök neytenda hafa enda mótmælt þessum auglýsingum og krafist þess að þeim verði breytt. í sjónvarpsfréttum eitthvert kvöldið kom framkvæmdastjóri þessa fyrirtækis og segir að fólk sé í auglýsingunni hvatt til þess að kynna sér málið frekar, það hafi verið mistök að greina ekki frá réttu verði bílanna í auglýsingun- um og að þeim verði breytt. Ég hélt í sakleysi mínu að þama hefði ver- ið gripið í tauma og auglýsingamar hreinlega bannaðar en það var nú aldeilis ekki. í fyrsta auglýsinga- tíma eftir fréttimar, og reyndar eft- ir það, birtist þessi ágæti leikari og þylur upp lygaþvæluna enn einu sinni. Að minu mati þarf aö vemda okk- ur neytendur fýrir svona löguðu með því aö refsa þeim sem gerast brotlegir á þessu sviði. Menn eiga ekki að komast upp með að segja að um mistök hafi veriö að ræða því þeir hagnast án efa á allri umræð- unni og til þess er leikurinn vænt- anlega gerður. Borgaði jólagjöfina mína Bréfritara finnst tollurinn leggja fullmikinn toll á vínið sem hann fékk í jóla- gjöf. - Hér sjást tollveröir í Sundahöfn að störfum. Mirjam skrifar: Glaður varð ég þegar ég fékk sendan jólapakka að utan fyrir jól- in en heldur minnkaði gleðin þeg- ar ég fékk hann ekki fyrr en ég hafði reitt fram 2.500 krónur. Á blaði sem fylgdi pakkanum las ég að meðal annars væri einn lítri af víni í þessum glaðningi og augljóst var að tollur var tekinn af því. Ég ætlaði ekki að sætta mig við þetta og hringdi í hann Hörð hjá tollinum. Vonir mínar miöuðu að því að ég myndi hitta á einhvem góðhjartaðan mann hinum megin á línunni sem myndi bara taka tollinn af og leyfa mér að taka á móti jólapakkanum mínum í ár. En það skjátlaðist mér. Hörður fræddi mig á því að settur er tollur á allt vín sem kemur til landsins, hvort sem það era jól eða ekki. Og það þýddi ekki að tala meira við hann, ég átti bara að hafa samband við þá hjá ráðuneytinu. Þegar pabbi minn, sem sendi mér pakkann, frétti af þessu varð hann illa spældur. Hann borgaöi 800 krónur fyrir flöskuna ytra og borgaði síðan annað eins í póst- burðargjöld. Halda þeir hjá ríkinu að það borgi sig að flytja inn vín í stóram stíl á þennan hátt? Annaðhvort varð ég að senda allt út aftur eða láta þá hjá tollin- um hirða vínið úr pakkanum og láta þá senda mér afganginn. Mér fannst ekki borga sig að senda þetta út aftur og láta pabba kaupa frímerki á hitt sem var í pakkan- um (raunar heföi hann heldur ekki lengur staðið undir nafni sem jóla- pakki). Ég skálaði sem sagt fyrir nýja árinu í víni sem kostaði á fimmta þúsund krónur, og ég sem keypti allar jólagjafirnar hér heima, þótt ég hefði verið í útlönd- um í nóvember. Ofan í kaupið er mér síðan gert að borga einnig mínar eigin jólagjafir. Er þetta nú ekki fufllangt seilst í álagningu og tollun? DV Besti þátturinn hættur Kona hringdi: Ég vil mótmæla því að einn mesti menningarþáttur út- varpsins, Ljóð dagsins á rás 1, sé tekinn út af dagskrá. Allt lagðist á eitt við að gera þenn- an þátt góðan, frábær vand- virkni Njarðar P. Njarðvík í vali á Ijóðum, fallegt málfar hans og eftirminnilegur upp- lestur fólks sem allt var auð- heyrilega ljóðavinir og minnti oft á klassískan upplestur Andrésar Björnssonar. Þessi stutti þáttur var perla. Hver man eftir þáttunum? Guðríður Steinþórsdóttir hringdi: Mig langar til þess að vita hvort einhver man eftir sjón- varpsþáttum sem sýndir voru í sjónvarpinu 1992 eða 1993. Þess- ir þættir fjölluðu um skipskaða við ísland á stríðsárunum. Mig langar til þess að vita nafnið á þessum þáttum og ef einhver getur hjáípað mér þá þætti mér vænt um ef hann vildi hringja til mín í síma 486-3381. Sameign þjóðarinnar Siggi hringdi: Nú hafa útgerðarkóngarnir birt tölur um hversu miklar eignir þeir eiga og þær eru að mestu leyti byggðar upp á sam- eign þjóöarinnar, þ.e. fiskinum í sjónum. Útgerðarfyrirtækin, skip og annað eru aðeins brot af þeim auði sem þessir greifar eiga, hitt er allt fé sem þeim hefur verið fært á silfurfati af stjómvöldum þessa lands. Hvers konar stjórnarfar er eig- inlega í þessu landi? Mismikill hávaði Berglind hringdi: Mig langar til þess að koma einu á framfæri og það er nokk- uð sem pirrar mig fyrir framan sjónvarpið á hverju kvöldi. Mér finnst mjög pirrandi hversu hljóðið er mishátt, annars veg- ar á milli dagskrárliða og hins vegar á milli rása. Hvernig stendur á þessu og er ekki hægt að laga þetta? T.d. era auglýs- ingarnar í Sjónvarpinu alltaf mikla hærra stilltar en annað efhi. Sóöalegt á móttöku- stöðum Hermann hringdl: Það fer afskaplega mikið í taugarnar á mér hveru mikill sóðaskapurinn er í Endur- vinnslunni hér í Reykjavík. Ég fer gjama með tómar flöskur og dósir og alltaf verð ég jafhillur þegar ég sit fastur í klístruðu gólfinu og druflan fylgir mér hvert sem ég fer. Nú hvet ég starfsmenn Endurvinnslunnar til þess að reyna að sjá til þess að það sem eftir er í gosflösk- unum fari ekki fyrst á gólfið og síöan heim á parket hjá við- skiptavinunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.