Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Side 17
16
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
25
íþróttir
íþróttir
itfc
DEILD KARLA
Afturelding 15 13 0 2 399-358 26
Haukar 15 11 2 2 389-358 24
KA 15 10 1 4 405-388 21
Fram 15 8 2 5 359-330 18
iBV 13 7 0 6 321-300 14
Stjaman 14 6 1 7 368-357 13
FH 14 6 0 8 343-371 12
Valur 14 4 3 7 312-324 11
ÍR 13 4 1 8 316-314 9
HK 15 4 1 10 350-371 9
Selfoss 15 4 1 10 371-417 9
Grótta 14 2 2 10 325-360 6
Markahæstir:
Róbert Duranona, KA...........123
Valdimar Grímsson, Stjömunni . 110
Sigurður V. Sveinsson, HK.....96
Juri Sadovski, Gróttu..........94
Zoltán Belánýi, ÍBV............93
Róbert Rafnsson hjá Gróttu
meiddist eftir aðeins 12 mínútur gegn
KA og kom ekki meira inn á. Hann
var búinn að vera mjög frískur og
skora 3 mörk á upphafskaila leiksins.
Hermann Karlsson, fyrrum Þórs-
ari, stóð sinn annan leik í marki KA
í forföllum Guðmundar Amar Jóns-
sonar, sem er meiddur. Hermann hef-
ur heldur betur nýtt tækifærið vel og
staðið sig frábærlega.
Halldór Ingólfsson gat ekki leik-
ið með Haukum í gær vegna meiðsla
i hné og hann gæti þurft að fara aftur
í speglun. Haukamir vonast til að
geta notað hann í stórleikjunum gegn
Aftureldingu og FH.
Ólafur Sigurjónsson, hinn
snaggaralegi leikmaöur ÍR, meiddist
á öxl þegar hann skoraði fyrsta mark
liðsins gegn Haukum og gat lítið beitt
sér eftir það. Hann skoraði þó tvö
glæsimörk í seinni hálfleiknum.
Tveir leikmenn Fram, Oleg Títov
og Njörður Ámason, léku nefbrotnir
gegn Aftureldingu.
Félagarnir nefbrotnu máttu
ekki leika með grímur sér til vamar.
Þær vom bannaðar frá og með síð-
ustu áramótum.
Ármann Sigurvinsson, Fram,
skaR illa í gólfið og opnaðist skurður
á augabrún sem saumaður var saman
í leikhléi.
Sigurjón Bjarnason lék aðeins
með Aftureldingu í síðari hátfleik en
hann er meiddur í baki. Þá kom Páll
Þórólfsson lítið við sögu en hann hef-
ur verið veikur.
Oleg Títov skoraði 100. mark sitt
fyrir Fram frá upphafi í deild og bik-
ar í fyrri hálfleik gegn Aftureldingu.
Skúli Gunnsteinsson, aðstoðar-
þjálfari Vals, lék ekki með Val gegn
IBV. Brynjar Haröarson liðsstjóri var
heldur ekki til staðar.
Davíð Hallgrímsson lék ekki með
ÍBV. Hann missti málningarfotu á fót-
inn á sér á dögunum og ristarbrotn-
aði. Hann verður ffá næstu vikur.
Hallgrímur Jónasson, mark-
vöröur Selfyssinga, átti afleitan leik í
marki liðsins í Garðabænum í gær-
kvöld og varði aðeins 3 skot. Hann sá
samt ástæðu til að kenna dómurun-
um um ófarir liðsins eftir leikinn og
hlaut að launum rautt spjald.
Varnarleikur Selfyssinga var
litið skárri en markvarslan. Liðið
fékk á sig 16 mörk á fyrstu 23 mínút-
um leiksins, Síðan gerðist „eitthvað
ótrúlegt" eins og einn stuðningsmað-
ur Selfyssinga sagði þegar þeir héldu
markinu hreinu síöustu 7 minútur
fyrri hálfleiks.
Björgvin Rúnarsson, fyrirliði
Selfyssinga, hefur náð sér eftir slæm
meiðsli og lék með sínum mönnum í
gærkvöld. Hann skoraði fjögur mörk
en þau dugðu skammt því Selfyssing-
ar töpuðu leiknum.
Framarar betri
a ollum sviðum
- og unnu topplið Aftureldingar, 26-25
Framarar fognuðu gífurlega þeg-
ar sigur var í höfn gegn toppliði Aft-
ureldingar í Framhúsinu í Nissan-
deildinni í gærkvöld, 26-25.
Enginn fagnaði þó meira en Guð-
mundur Guðmundsson, þjálfari
Fram, og fyrrverandi þjálfari Aftur-
eldingar. Guðmundur hafði ríka
ástæðu til að vera ánægður með
sína menn. Framarar voru betri á
öllum sviðum handknattleiksins og
stemningslaust lið Aftureldingar
náði sér ekki á strik fyrr en það var
um seinan.
Leikur liðanna var mjög góður,
mikill hraði, en spenna var þó ekki
fyrir hendi nema á lokamínútunni.
Sterkur varnarleikur Fram í 45
mínútur og góð markvarsla lagði
grunninn að þessum sigri en á
fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks
skoraði Afturelding aðeins tvö
mörk. Þetta var aðeins annað tap
Aftureldingar í deildinni í vetur en
síðast tapaði liðið fyrir Stjörnunni í
2. umferð 22. september.
Fram hefur ekki enn tapað leik á
heimavelli og liðið er mjög spenn-
andi eins og oft er um lið sem eru í
mótun. Liðið hefur burði til að kom-
ast í allra fremstu röð með meiri
stöðugleika sem kemur með meiri
reynslu. Oleg Titov var bestur
Framara í leiknum ásamt Reyni Þór
Reynissyni markverði. Annars áttu
allir leikmenn liðsins góðan dag.
Hjá Aftureldingu var andleysið
ríkjandi ásamt ótrúlegu áhugaleysi.
Liðið var þó með lífsmarki síðustu
15 mínútur leiksins en það dugar
einfcddlega ekki í leik sem stendur
yfir í 60 mínútur. -SK
Baráttusigur FH
„Það var fyrst og fremst baráttan
sem skóp þennan sigur og það var
mjög ánægjulegt að ná að fylgja eftir
sigrinum á Val. Annars er bara mik-
il uppsveifla í liðinu og mjög góður
andi. Það er erfltt fram undan og við
þurfum að leggja okkur alla í þá
leiki,“ sagði Gunnar Beinteinsson,
þjálfari FH, eftir sigur á HK í Digra-
nesi í gærkvöld, 25-61.
Spenna hljóp í leikinn um miðjan
seinni hálfleik þegar þremur FH-ing-
um var vikið af leikvelli og HK náði
að jafna með fjórum mörkum í röð.
Skorað að vild
Það var ekki rishár handknattleikur sem boðið var upp á í leik Stjörnunn-
ar og Selfoss í Garðabæ í gærkvöldi. Stjarnan sigraði frekar auðveldlega i
leiknum, 34-27, og er í toppbaráttu deildarinnar en hlutskipti Selfyssinga
virðist vera fallbaráttan, alla vega ef marka má þennan leik.
Stjömumenn höfðu undirtökin allan leikinn með Konráð Olavsson og
Hilmar Þórlindsson sem bestu menn. Markvarsla Garðbæinga var með
ágætum en sama var ekki upp á teningnum hjá gestunum þar sem aðeins
sex skot voru varin allan leikinn. Vamarleikur Selfyssinga var lítið skámi
og Stjömumenn gátu nánast skorað að vild. Tröllið Sigfús Sigurðsson hélt
Selfyssingum á floti með góðum leik og Örvar Þór Jónsson átti ágæta
spretti.
-RR
HK (11) 25
FH (15) 31
1-1, 3-3, 4-7, 6-9, 7-12, 8-14 (11-15),
14-18, 18-20, 21-21, 22-22, 22-27, 24-28,
25-31.
Mörk HK: Siguröur V. Sveinsson
7/3, Óskar Elvar Óskarsson 6, Gunn-
leifur Gunnleifsson 5, Guðjón Hauks-
son 2, Hjálmar Vilhjálmsson 2, Jón
Bersi Ellingsen 1, Alexander Arnar-
son 1, Már Þórarinsson 1.
Varin skot: Hlynur Jóhanness. 10.
Mörk FH: Guðmundur Pedersen
9/3, Hálfdán Þórðarson 6, Knútur Sig-
urðsson 4, Gunnar Beinteinsson 3,
Guðjón Ámason 3, Valur Arnarson 3,
Sigurjón Sigurðsson 3.
Varin skot: Lee Suk-Hyung 14.
Brottvísanir: HK 6 min., FH 12
mín.
Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og
Gunnar Viðarsson, oft dæmt betur.
Áhorfendur: 200.
Maður leiksins: Lee Suk-Hyung,
FH.
1-0, 3-1, 5-3, 7-5, 11-6, 13-9, 15-10
(16-12), 19-14, 20-17, 21-19, 24-20,
24-22, 27-22, 29-24, 31-25, 34-27.
Mörk Stjörnunnar: Konráð
Olavsson 10, Valdimar Grimsson 9/5,
Hilmar Þórlindsson 6, Jón Þórðarson
3, Magnús Agnar Magnússon 2, Viðar
Erlingsson 1, Einar B. Árnason 1, Sig-
urður Viðarsson 1.
Varin skot: Axel Stefánsson 9,
Ingvar Ragnarsson 7.
Mörk Selfoss: Sigfús Sigurðsson
7., Björgvin Rúnarsson 4/2, Gylfi
Agústsson 3, Hjörtur Pétursson 3,
Örvar Jónsson 3, Alexei Demidov 3,
Erlingur Klemenzson 3, Valdimar
Þórsson 1.
Varin skot: Hallgrímur Jónasson
3, Gestur Þráinsson 3.
Brottvisanir: Stjaman 4 mín., Sel-
foss 10 min.
Dómarar: Einar Sveinsson og Þor-
lákur Kjartansson, þokkalegir.
Áhorfendur: Um 150.
Maður leiksins: Konráð Olavs-
son, Stjömunni.
0-1, 34, 5-5, 8-8, 12-8, 14-10 (15-11),
17-12, 20-13, 23-17, 25-20, 25-23, 26-23,
26-25.
Mörk Fram: Oleg Títov 9, Daði
Hafþórsson 4, Sigurpáll Árni Aðal-
steinsson 4/1, Guðmundur Helgi Páls-
son 3, Magnús Amar Amgrímsson 3,
Njörður Ámason 2, Páll Þórir Beck 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson
11, Þór Björnsson 2/1.
Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig-
urðsson 6, Einar Gunnar Sigurðsson
6, Ingimundur Helgason 4/3, Gunnar
Andrésson 3, Sigurður Sveinsson 2,
Jón Andri Finnsson 2, Alexei Trúfan
1, Páll Þórólfsson 1.
Varin skot: Bergsveinn Berg-
sveinss. 3, Sebastían Alexanders. 5/1.
Brottvísanir: Fram 10 mín., Aft-
urelding 6 mín.
Áhorfendur: 463.
Dómarar: Anton Pálsson og Hlyn-
ur Leifsson. Efnilegir, gerðu nokkur
slæm mistök en þurfa leik sem þenn-
an til að veröa góðir.
Maður leiksins: Oleg Titov, Fram.
Golac er
líklegur
DV, Akranesi:
Nú virðist líklegast að Ivan Golac frá
Júgóslavíu verði næsti þjálfari ÍA. Gylfi
Þórðarson, nýkjörinn formaður Knattspymu-
félags ÍA, sagði á aðalfundinum í gærkvöldi
að Golac væri væntanlegur til viðræðna eftir
nokkra daga. „Ef okkur list á hann og honum
á okkur em miklar líkur á að við semjum við
hann,“ sagði Gylfi.
Pálmi Haraldsson er kominn aftur til ÍA
eftir árs dvöl hjá Breiðabliki. Þá er líklegt að
Skagamenn kræki sér i erlendan framherja,
jafnvel tvo ef Bjarni Guðjónsson hverfur á
braut eins og menn telja orðið afar líklegt.
-DVÓ
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA í gærkvöldi:
M ■■■■ ^ ■
Tapiö 8 milljonir
- 16,5 milljónir frá UEFA vegna Evrópukeppni - heildartekjur 50 milljónir
A aðalfundi Knattspymufélags
ÍA í gærkvöldi kom fram að félag-
ið tapaði um 8,2 milljónum króna á
árinu 1996. Þetta er i fyrsta skipti á
10 árum síðan Knattspymufélag ÍA
var stofnað sem tap er á rekstrin-
um.
Enn fremur kom fram að skuld-
ir félagsins eru um 28 milljónir
króna. Af þeim eru um 18 milljón-
ir langtímaskuldir vegna mikilla
framkvæmda síðustu ár en 10
milijónir em skammtímaskuldir.
Bygging stúkunnar hefur verið
talsverður baggi á félaginu en stutt
er i að Akranesbær taki þar við og
hefji að greiða sinn hluta.
Eignimar era hins vegar um-
talsverðar og nema alls um 34
milljónum króna. Þar era félagsað-
staðan, æfíngasvæðið og áhorf-
endastúkan metin á um 20 milljón-
ir og félagið á tvær íbúöir sem alls
eru metnar á rúmar 9 milljónir.
Heildartekjur ársins hjá ÍA
námu um 50 milljónum en rekstr-
argjöld ásamt fjármagnsliðum
voru rúmar 58 milljónir. Greiðslur
UEFA til ÍA vegna Evrópukeppn-
innar vora um 16,5 milljónir króna.
Tveir liðir eru mjög áberandi
hvað varðar rekstur félagsins.
Leikmanna- og launakostnaður er
rúm 21 milljón og ferðakostnaður
um 16 milljónir. Þar vega þungt
feröir til Rússlands og Makedóníu
í Evrópukeppni og æfingaferðin til
Kýpur. Sennilega hafa þessar ferð-
ir kostað ÍA um 10-11 milljónir.
Fráfarandi formaður Knatt-
spymufélags ÍA, Gunnar Sigurðs-
son, sagði m.a. i ræðu sinni að
átak þyrfti að gera í fjármálum,
skera niður á öllum sviðum og
gera fjármálastjórnina markviss-
ari. Gylfi Þórðarson var kjörinn
formaður til tveggja ára í stað
Gunnars á fundinum. -VS
Síðan átti HK hvert stangarskotið á
fætur öðru, FH-ingar brunuðu hvað
eftir annað upp í hraðaupphlaup og
innsigluðu sigurinn.
Óskar Elvar stóð sig best hjá HK
og Hlynur varði oft vel í markinu.
Annars er ljóst að HK-liðið getur
betur og heppnin var heldur ekki
með því. Hjá FH er allt önnur bar-
átta en framan af tímabilinu, allt
annað að sjá til liðsins. Guðmundur
var mjög sterkur og þá er það styrk-
ur að fá Kóreumanninn Lee í mark-
inu loksins í gang. -JKS
Gunnleifur Gunnleifsson úr HK stöövar
hins vegar ekki aö stööva FH sem vann
Hálfdán Þórðarson úr FH snyrtilega í
mikilvægan sigur og komst af mesta
leik liöanna í Digranesinu í gærkvöldi. HK tókst
hættusvæöi 1. deildarinnar. DV-mynd ÞÖK
England:
Glæsimark
frá Shearer
Glæsilegt mark frá Alan Shea-
rer, beint úr aukaspymu,
tryggði Newcastle 2-1 sigur í
framlengdum leik á Charlton í
gærkvöldi í fyrsta leik liðsins
undir stjóm Kenny Dalglish. Lee
Clark kom Newcastle yfir en
Mark Robson jafnaði fyrir
Charlton í venjulegum leiktíma.
Dalglish var vel fagnað af
stuðningsmönnum Newcastle
fyrir leikinn. Eftir hann sagðist
hann vera ánægður með leik
liðsins en hann væri opinn fyrir
því að styrkja það með nýjum
leikmönnum.
Úrslit í 3. umferð ensku bikar-
keppninnar í gærkvöld:
Coventry-Woking ....frestað
Leicester-Southend .....2-0
Stoke-Stockport.........0-2
Newcastle-Charlton......2-1
Sunderland-Arsenal......0-2
West Ham-Wrexham .....frestað
Dennis Bergkamp kom
Arsenal á bragðið í Sunderland
með stórkostlegu marki og
Stephen Hughes innsiglaði góð-
an sigur.
Steve Claridge og Ian Mars-
hall skoruðu fyrir Leicester.
Lárus Orri Sigurðsson og fé-
lagar í Stoke féllu óvænt á
heimavelli fyrir 2. deildar liði
Stockport. -VS
Haukar (12) 25
ÍR (10) 23
1-0, 3-2, 6-4, 6-8, 10-10 (12-10), 12-11,
15-12, 18-15, 19-18, 23-20, 24-23, 25-23.
Mörk Hauka: Petr Baumruk 5,
Aron Kristjánsson 4/2, Rúnar Sig-
tryggsson 3, Jón F. Egilsson 3, Sigurð-
ur Þórðarson 3, Óskar Sigurðsson 2,
Þorvarður T. Ólafsson 2, Þorkell
Magnússon 2, Gústaf Bjamason 1.
Varin skot: Bjami Frostason 5/1,
Magnús Sigmundsson 3.
Mörk ÍR: Ragnar Óskarsson 7/5,
Frosti Guðlaugsson 3, Ólafur Sigur-
jónsson 3, Hans Guömundsson 3,
Magnús Þórðarson 3, Ólafur Gylfason
2, Jóhann Ásgeirsson 2/1.
Varin skot: Baldur Jónsson 15.
Brottvísanir: Haukar 10 mín., ÍR
0 mín.
Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson
og Stefán Amaldsson, mjög góðir.
Áhorfendur: 350.
Maður leiksins: Petr Baumruk,
Haukum.
KA (16) 26
Grótta (11) 24
1-0, 4-3, 7-5, 10-5, 12-8, 15-9 (16-11),
16-14, 18-16, 20-18, 22-19, 24-22, 25-24,
26-24.
Mörk KA: Sergei Ziza 9/2, Róbert
Duranona 5, Jakob Jónsson 3/2, Heið-
mar Felixson 3, Jóhann G. Jóhanns-
son 3, Sævar Ámason 2, Björgvin
Björgvinsson 1.
Varin skot: Hermann Karlsson 19.
Mörk Gróttu: Juri Sadovski 10/3,
Róbert Rafnsson 3, Þórður Ágústsson
3, Guðjón V. Sigurðsson 2, Bjöm
Snorrason 2, Einar Jónsson 1, Þor-
steinn 1.
Varin skot: Sigtryggur Albertsson
18/2.
Brottvisanir: KA 10 mín., Grótta 6
mín.
Dómarar: Ólafur Haraldsson og
Guðjón L. Sigurðsson, hryllilegir.
Áhorfendur: 485.
Maöur leiksins: Juri Sadovski,
Gróttu.
Fjórtán í röð
„Við Siggi vissum að þetta yrði erf-
iður leikur enda ÍR-ingar með gott lið.
Það var kannski erfitt að ná upp ein-
beitingu, enda menn með hugann við
leikinn við Aftureldingu, en þetta vora
tvö góð stig sem þurfti að hafa mikið
fyrir," sagði Páll Ólafsson, aðstoðar-
þjálfari Hauka, við DV eftir sigur á ÍR-
ingum í gærkvöld, 25-23.
Haukar þurftu svo sem engan stór-
leik en unnu á seiglu og baráttu og
kannski af gömlum vana því þetta var
14. sigurinn í röð hjá þeim. Baumrak
lék best Haukanna, var gríðarlega
sterkur í vöminni og skoraði mikilvæg
mörk undir lokin. Haukar hafa á að
skipa sterku liði þar sem breiddin er
góð.
ÍR-ingar fóra illa að ráði sínu, eink-
um í fyrri hálfleik, en með skynsömum
og öguðum leik hefðu þeir átt að vera
yfir. Þeir gerðust hins vegar alltof
kappsamir og klúðraðu hverju hraða-
upphlaupinu á fætur öðra. ÍR-ingar
léku góða vöm og Baldur Jónsson stóð
sig vel í markinu en í sókninni áttu
þeir I vandi-æðum með framstæða
vöm Haukanna. -GH
Skriðjökullinn seigur
IUVR K ÓiPLEUí UIR#;
DV, Akureyri:
Vetrarleikurinn er að hefjast (3. leikviku) og stendur hann yfir
í 10 vikur og gildir árangur 8 bestu viknanna. |
úmiTr tzm niÆ uvtjwí EsIp
\
Eftir einn sinn besta leikkafla i vetur
þar sem KA náði sex marka forskoti
máttu leikmenn liðsins hafa sig alla við
til að sigra Gróttu, 26-24. Þeir höfðu það
á lokakaflanum á meiri styrk og heima-
vellinum.
í fyrri hálfleiknum lék KA oft á tíðum
snilldarlegan sóknarleik, sýndi þá það
sem liðið á að geta og menn héldu að það
væri loksins að springa út. Gróttan leyf-
ir hins vegar engu liði að slaka á, það er
eins og skriðjökull sem stoppar aldrei og
komst smám saman inn í leikinn sem
varð spennandi undir lokin þegar Grótta
minnkaði muninn í eitt mark.
Það er ljóst að Gróttuliðið getur meira
en það hefur verið að sýna og það er
með einn heimsklassamann, Juri
Sadovski, sem var mjög góður ásamt
Sigtryggi Albertssyni í markinu. Her--
mann Karlsson markvörður var bestur
KA-manna. -GN
Kristinn í heimsbik-
arinn á sunnudag
- vann aftur í Val Gardena í gær
Kristinn Björnsson, sem í gær
vann sigur annan daginn í röð á
FlS-móti í svigi, tekur þátt í heims-
bikarmóti í svigi í Wengen í Sviss á
sunnudaginn og mætir þar flestum
af bestu skíðamönnum heims.
Kristinn sigraði öðra sinni í Val
Gardena í gær og varð 40/100 úr
sekúndu á undan Joha Járvi frá
Finnlandi sem varð annar.
„Kristinn er í mjög góðu formi og
þetta er næstbesti árangur sem
hann hefur náð, 11,26 punktar, og
það var aðeins á fyrra mótinu á
þriðjudag sem hann hefur gert bet-
ur. Kristinn á heima í keppni þeirra
bestu en það er mjög erfitt að kom-
ast inn í heimsbikarinn og fá þar
sæmilegt rásnúmer. Það kemur að
því en það tekur tíma,“ sagði Krist-
inn Svanbergsson, framkvæmda-
stjóri Skíðasambands fslands, í sam-
tali við DV í gær.
FlS-mótin, eða mót Alþjóða skíða-
sambandsins, era nokkurs konar 3.
deild hjá skíðamönnum. Fyrir ofan
þau er Evrópubikarinn, þar sem
Kristinn hefur oft keppt, og síöan er
það heimsbikarinn sjálfur en þar
hefur Kristinn verið með einu sinni
í vetur.
-VS
Tobbi tuktar dómarana
Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari sendi handboltadómuram heldur bet-
ur tóninn í leikskrá KA í gærkvöld og sagði þar meðal annars: „Svo virð-
ist sem dómarar hafi setið og etið um hátíðamar meðan leikmenn notuðu
fríið til undirbúnings fyrir seinni hluta mótsins. Svo ótæpilega virðast
menn hafa sett ofan í sig að steikin er enn að byrgja mönnum sýn. Þetta
er mér verulegt áhyggjuefni, bæði leikmenn og áhorfendur eiga skilið aðra
og betri umgjörð um leikinn en svona frammistöðu." GN/VS
IBV gerði grín að Val
- og sigraði örugglega, 31-25
DV, Eyjum:
„Við höfum sett stefnuna á úr-
slitakeppnina. Við gefum svo út
frekari yfirlýsingar þegar þangað er
komið,“ sagði Þorbergur Aðalsteins-
son, þjálfari ÍBV, eftir öruggan sig-
ur ÍBV gegn Val, 31-25.
ÍBV gerði hreinlega grín að Val
og þurfti ekki stórleik til að rúlla
Val upp.
Þríeykið, Arnar, Gunnar Berg og
Belaánýi, lék við hvem sinn fingur
í liði ÍBV og Sigmar Þröstur í mark-
inu. Eyjaliðið er til alls líklegt í
framhaldinu.
Slök frammistaða Valsliðsins er
ótrúleg. Aðeins þjálfarinn, Jón
Kristjánsson, sýndi eitthvað af viti
en hann getur ekki klárað leiki upp
á eigin spýtur fyrir Valsliðið.
-ÞoGu
Kekic med
Grindvíkingum
DV, Suðurnesjum:
Sinisa Kekic, sem lék með
Grindvikingum í 1. deildinni í
knattspymu í fyrra, kemur aftur
til þeirra í vor. Jónas Þórhalls-
son, varaformaður knattspyrnu-
deildar Grindavíkur, sagði við
DV í gær að ákveðið hefði verið
að semja aftur við Kekic og hann
kæmi til landsins í apríl en hann
spilar nú með liði i Júgóslavíu.
-ÆMK
Sotomayer úr
leikíhalftar
Kúbverski hástökkvarinn Jav-
ier Sotomayer verður að taka sér
frí frá æfingum og keppni næstu
sex mánuði. Þetta upplýsti þjálf-
ari hans í Havana á Kúbu i gær.
Sotomayer, einn besti há-
stökkvari heims, hefur átt við
þrálát ökklameiðsli að stríða og
missir lílega af heimsmeistara-
mótinu utanhúss sem verður í
Aþenu í byrjun ágúst. -JKS
Juventus burst-
aði Paris SG
Evrópumeistarar Juventus
burstuðu Evrópubikarmeistara
Paris SG, 1-6, í fyrri leik liðanna
um stórbikar Evrópu í knatt-
spymu sem fram fór í París í
gærkvöldi. Michele Padovano 2,
Sergio Porrini, Ciro Ferrara,
Attilio Lombardo og Nicola
Amoruso skoruðu fyrir Juvent-
us en Rai fyrir Parísarliðið. Síð-
ari leikurinn á Ítalíu er nú
nánast formsatriði. -VS
&
ENGLAND
Dion Dublin, leikmaöur Coventry,
var í gær úrskurðaður í sjö leikja
bann af aganefnd enska knattspymu-
sambandsins. Dublin fékk að líta
rauða spjaldið í tveimur leikjum i
röð, gegn Sunderland og Blackbum.
Arsenal hefur gert tveggja ára
samning við Nicolas Anelka, 17 ára
gamlan Frakka sem leikur með Paris
SG. Pilturinn þykir griðarlegt efni og
kemur til Arsenal í júní en hann er
ekki sáttur við veru sína í París.
Miklar likur em á að sænski
landsliðsmaðurinn Jonas Thern
gangi til liðs við Blackbum en samn-
ingur hans við Roma rennur út í
sumar. Svíinn Sven Göran Eriksson
hefur unnið að þessu máli en eins og
kunnugt er þá fer hann frá Samp-
doria eftir tímabilið og tekur við
stjórastöðunni hjá Blackbum.
Þorvaldur Örlygsson lék sinn
fyrsta leik í mánuð þegar hann kom
inn á sem varamaður hjá Oldham í
bikarleik gegn Bamsley í fyrrakvöld.
Þorvaldur tók út tveggja leikja bann
um jólin og síðan hafði öllum leikjum
Oldham í deild og bikar verið frestað.
ÍBV (15) 31
Valur (12) 25
0-2, 1-3, 6-5, 8-5, 11-10 (15-12), 18-14,
20-15, 24-17, 27-19, 28-20, 30-24, 31-25.
Mörk ÍBV: Amar Pétursson 8,
Gunnar B. Viktorsson 7, Zoltán Bel-
ánýi 7/3, Svavar Vignisson 3, Guð-
finnur Kristmannsson 2, Ingólfur Jó-
hannesson 1, Sigurður Friðriksson 1,
Daði Pálsson 1, Erlingur Richardss. 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Ósk-
arsson 15/1.
Mörk Vals: Jón Kristjánsson 11,
Ingi Rafn Jónsson 3, Mihoubi Aziz 3,
Kári Guðmundsson 2, Valgarð Thor-
oddsen 2, Davíð Ólafsson 2, Theodór
Valsson 1, Eyþór Guðjónsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafn-
kelsson 4, Svanur Baldursson 3/1.
Brottvisanlr: ÍBV 4 mín., Valiu 6
mín.
Áhorfendur: 315.
Dómarar: Gisli H. Jóhannsson og
Hafsteinn Ingibergsson, mjög slakir.
Maður leiksins: Arnar Péturs-
son, ÍBV.
ÞORRABLOT ÞROTTAR
VERÐUR HALDIÐ 1. FEBRÚAR 1997
Félagar, fjölmennið og takiö með ykkur gesti.
Upplýsingar í síma 581 2817 og 892 1932.
OPIÐ HUS:
Þróttarar og íbúar í Þróttarahverfinu, munið opið hús
í félagsheimilinu mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og
laugardaga, kl. 11-14.
Tilvalið að koma og skokka og fara í gufu.
Léttar veitingar í afgreiðslunni. Aöalstjórn Þróttar
NBA i nott og fleiri iþrottafréttir á bls. 26
t
15% staögreiöslu-
og greiöslukortaafslóttur ol't milll hiny^
og stighœkkandi
birtingarafsláttur D
DV