Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Page 18
26
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
íþróttir
Enska knattspyrnan:
. Norskir leikmenn
rjúka upp í verði
- 16 Norömenn í úrvalsdeildinni
Frammistaða Norðmanna í ensku
úrvalsdeildinni hefur valdið verð-
skuldaða athygli. Þeim hefur fjölgað
jafnt og þétt síðustu tvö ár og á eft-
ir að fjölga. í dag leika 16 Norðmenn
í ensku úrvalsdeildinni og hefur
* söluverð á þeim hækkað töluvert
frá upphaflegu kaupverði. Að und-
anfömu hefur Norðmaður ekki
komið í ensku knattspymuna fyrir
minna en 300 milljónir.
Ole Gunnar Solskjær, sem kom til
Manchester United frá Molde, er
verðlagður á 750 milljónir en United
greiddi fyrir hann um 150 milljónir.
Övind Leonhardsen hjá Wimbledon
er verðlagður á um 600 milljónir en
enska liðið greiddi einungis 70 millj-
ónir króna fyrir hann.
Blackbum keypti Henning Berg á
sínum tíma fyrir 40 milljónir en nú
em settar á Berg um 550 milljónir.
Tottenham keypti fyrir skemmstu
Steffen Iversen frá Rosenborg fyrir
^ 280 milljónir en færi ekki undir 400
milljónum yrði hann seldur núna.
Nottingham Forest keypti Alf-
Inge Haaland frá Bryne á 35 milljón-
ir en núna vill Forest fá fyrir hann
um 350 milljónir. Stig Inge Bjöme-
bye hjá Liverpool væri falur fyrir
400 milljónir ef liðið setti hann á
sölulista en hann kom til Liverpool
á 65 milljónir króna. Southampton
keypti eigi cills fyrir löngu Egil
Österstad frá Vikingi í Stavanger á
90 milljónir en enska liðið fengi fyr-
ir hann í dag um 200 milljónir.
Þessari upptalningu væri hægt að
halda áfram en aðeins einn leikmað-
ur úr þessrun 16 hópi er talinn hafa
lækkað í verði. Það er Jan Age Fjör-
toft sem leikur með Middlesbrough
og þar áður með Swindon. Middles-
brough keypti hann fyrir ári á 130
milljónir en fengi varla nema um
100 milljónir í dag.
Samviskusamir og
heiöarlegir
Það er sem sagt í flestum tilvik-
um góð fjárfesting í leikmönnum frá
Noregi. Almennt séð er ánægja með
leikmenn sem koma frá Norður-
löndunum.
Þeir eru samviskusamir og heið-
arlegir og hægt að treysta þeim
fullkomlega. Engin vandamál hafa
fylgt þeim. Þeir koma í enska knatt-
spymuna fullir ákafa en þeir hafa
allir fylgst með henni frá blautu
barnsbeini. Þegar svo stóra stundin
rennur upp eru þeir allir sem einn
ákveðnir í að standa sig og það
gengur eftir í flestum dæmum.
-JKS
Maldini til Chelsea
fyrir 1,7 milljaröa?
Chelsea er sagt reiðubúið að
kaupa ítalska vamarmanninn
Paulo Maldini hjá AC Mllan fyr-
ir 1,7 milljarða króna. Það vora
ítalskir fjölmiðlar sem greindu
frá þessu í gær. Maldini hafði
áður lýst yfir áhuga á að leika á
Englandi.
Chelsea hefur átt i viðræðum
við Milan út af þessu máli en
Ruud Gullit hefur ekkert farið í
felur með það að þennan sterka
vamarmann vilji hann fá á
Stamford Bridge.
Herrera hættir
að leika á Ítalíu
Vamarmaðurinn sterki, Jose
Oscar Herrera frá Úrúgvæ, sem
leikur með ítalska 1. deildar lið-
inu Atalanta, hefur farið fram á
að verða settur á sölulista. Her-
rera vill helst af öllu snúa heim
að nýju til Montevideo.
Dóttir kappans á við hjarta-
galla að stríða og vill Herrera
koma henni undir læknishendur
heima í Úrúgvæ. Forráðamenn
Atalanta hafa fullan skilning á
málinu og vilja aðstoða Herrera
eins og kostur er.
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
afsláttur
af annarri auglýsingunni
oWt mil/i himin.
Smáaugtýsingar
5SO5O0O
Jón Arnar Magnússon fær eflaust harða keppni a afmælismóti ÍR sem haldiö
veröur í Laugardalshöllinni 25. janúar. Þaö stefnir allt í hörkumót enda er
unniö aö því aö fá sterka frjálsíþróttamenn á mótiö.
I>V
isf----------------------
■SjjÍ XBik
13. umferð í 1. deild karla í
keilu fór fram í fyrrakvöld. Ein-
um leik varð að fresta vegna vél-
ai'bilunar í keOusal. Hæsta leik
karla átti Hjalti Garðarsson í
Keiluböölum, alls 245. Hæstu
seríu átti Halldór Ragnar Hall-
dórsson í PLS, alls 624 stig, og
hæstu seríu liðs áttu Keiluböðl-
ar, 2382 stig.
Lærlingar era sem fyrr í efsta
sætinu og er forysta liðsins 10
stig.
Úrslit í 13. umferð urðu þessi:
Lærlingar-Úlfamir . ... . . . 6-2
Keiluböðlar-KR-A . . . 8-0
Keilugarpar-Keflavík-A frestað
Stormsveitin-KR-B . . . 6-2
ET-Keilulandssveitin .. . . . . 0-8
Þröstur-PLS Staðan: . . 2-6
Leikir Stig
Lærlingar 52 82
Stormsveitin 52 72
PLS 52 64
KR-A 52 60
Keilulandssveitin 48 56
Keilugarpar 48 52
Keiluböðlar 48 52
Þröstur 52 52
Keflavík-A 48 44
KR-B 52 26
Úlfamir 52 24
ET 52 24
í 1. deild kvenna sigruðu
Flakkarar Keilusystur, 8-0.
Annað kvöld verða háðir tveir
leikir í 1. deild. Leika þá annars
vegar Keiluálfar og Bombumar
og hins vegar Tryggðatröll og
Afturgöngurnar.
-JKS
Alþjóðlegt afmælismót ÍR í Laugardalshöll 25. janúar:
Jón Arnar etur
kappi við Barker
- Zmelik, fyrrum
Frjálsíþróttadeild ÍR hefur náð
samkomulagi við bandaríska tug-
þrautarmanninn Ricky Barker um
að keppa við Jón Amar Magnússon
í þríþraut á afmælismóti ÍR í Laug-
ardalshöll 25. janúar. Keppnisgrein-
arnar sem hér um ræðir eru lang-
stökk, kúluvarp og 50 metra grinda-
hlaup.
Besti árangur Barkers í tugþraut
er 8404 stig eða um 130 stigum
meira en besti árangur Jón Amars.
Það er því alveg ljóst að hér gæti
orðið um skemmtilega keppni að
ræða á milli þeirra félaga. Jón Am-
ar fær hingað til lands verðugan
andstæðing sem er i hópi sterkustu
ÓL-meistari, hefur
tugþrautarmanna heims í dag. Á
síðasta ári var Barker með 9. besta
árangurinn í tugþraut en árangur
Jón Amars, 8274 stig, kom honum í
19. sæti yfir besta árangurinn 1996.
Svipaöur árangur þeirra í
sjöþrautinni
Árangur þeirra Jóns Amars og
Barkers er mjög áþekkur í sjöþraut
innanhúss en þar hefur Barker sjö
stiga forskot á Islendinginn. Barker
hefur þar mest náð 6.120 stigum en
Jón Arnar 6.110 stigum í Gautaborg
á síðasta ári.
Pólverjinn Robert Zmelik, ólymp-
íumeistari í tugþraut frá leikunum í
áhuga á að koma
Barcelona, hefur lýst yfir áhuga á
að keppa á þessu sama móti í Laug-
ardalshöllinni. Besti árangur
Zmeliks í tugþraut er 8.627 stig og
6.118 stig í sjöþraut innanhúss.
Ekki hafa náðst samningar við
Zmelik og því ekki hægt að fullyrða
um þátttöku hans í afmælismótinu
á þessari stundu. Engu að síður yrði
mikill fengur af þátttöku hans enda
íþróttamaður í fremstu röð.
Það verður spennandi að fylgjast
með þessu móti enda ekki á
hverjum degi sem gefst kostur á að
sjá fremstu frjálsíþróttamenn heims
keppa hér á landi.
-JKS
Bandaríski körfuboltinn í nótt:
Bulls heldur uppteknum hætti
- sami vandræðagangurinn hjá San Antonio
Átta leikir voru í NBA-deildinni í
nótt og urðu úrslit þeirra þessi:
Charlotte-New Jersey......1X6-104
Philadelphia-Golden State . 111-128
Dallas-Orlando Magic .......66-78
Minnesota-Chicago Bulls . . 102-112
San Antonio-New York .......77-94
Seattle-Toronto ...........122-78
Vancouver-Detroit..........79-103
LA Clippers-Indiana........93-108
Chicago heldur uppteknum hætti og í
nótt var Minnesota fyrir barðinu á Jord-
an og félögum. Framan af var leikurinn í
jafhvægi en styrkur og reynsla Chicago
reyndist vel á lokasprettinum. Scottie
Pippen gerði 29 stig fyrir Chicago og Jor-
dan lét sér nægja 23 stig. Eftir leikinn í
nótt er Jordan í 8. sæti yfir stigahæstu
leikmenn i NBA-deildinni.
Charlotte lék vel gegn New Jersey og
uppskeran var eftir því. Glen Rice átti
frábæran leik og skoraði 35 stig, Vlade
Divac var enginn eftirbátur, skoraði 25
stig, tók 12 fráköst og 8 stoðsendingar.
Kendall Gill skoraði 30 stig fyrir Nets.
Vancouver beið lægri hlut fyrir Detroit
á heimavelli sem vann sinn 7. leik í 9
leikjum. Grant Hill skoraði 31 stig fyrir
Detroit.
Dallas tapaði eina ferðina enn á heima-
veili, nú fyrir Orlando. Penny Hardaway
skoraði 26 stig fyrir Magic i leiknum.
Derek Harper og Jim Jackson voru með
12 stig hvor fyrir Dallas.
LA Clippers tapaði illa á heimavelli
fyrir Indiana. Reggie Miller fór fyrir liði
Indiana, skoraði 25 stig.
Latrell Sprewell gerði 38 stig fyrir
Golden State, þar af 16 stig i fyrsta leik-
hluta. Þetta var kærkominn sigur, sá
annar í síðustu sex leikjum. Clarence
Weatherspoon skoraði 34 stig fyrir 76’ers.
Seattle lék Toronto sundur og saman.
Sam Perkins skoraði 26 stig og Shawn
Kemp 25 stig.
Sami vandræðagangurinn heldur
áfram hjá San Antonio. New York var
miklu betra og vann stórsigur. Allan
Houston skoraði 20 stig fyrir Knicks og
Patrick Ewing 18 stig og tók 11 fráköst.
Vemon Maxwell var með 22 stig fyrir
San Antonio.
-JKS