Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Side 19
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
27
DV
Fréttir
Kópavogsbúar óánægöir meö staðsetningu:
Vilja hafa ríkið
nær miðbænum
- hagstæðasta tilboðið, segir ÁTVR
„Þetta var boðið út á sínum tíma
og óskað eftir samstarfsaðilum til
að reka áfengisverslun, útvega hús-
næði og starfsfólk. Það komu þrír
staðir til greina, i vesturbænum, í
Hamraborg og á Dalvegi. Hagstæð-
asta tilboðið reyndist vera verslun á
Dalveginum og því var tekið,“ sagði
Þór Oddgeirsson, aðstoðarforstjóri
ÁTVR. Óánægju hefur gætt á meðal
Kópavogsbúa hvað varðar staðsetn-
riði. Það var leitað til bæjaryfir-
valda um hvaða svæði hentaði und-
ir þetta og þar voru ekki sett nein
skilyrði fyrir því að útibúið yrði að
vera nálægt miðbænum heldur voru
þessi þrjú svæði talin alveg jafn-
gild,“ sagði Þór sem sjálfur segist
ekki hafa orðið var við neina óá-
nægju.
„Þetta getur t.d. verið mjög hag-
kvæmt fyrir þá sem eru á leiðinni
%
%
Áfenglsútsala %
að Dalvegi 2
Áfengisútsala
í Mjódd
ingu nýrrar áfengisútsölu sem fyrir-
hugað er að opna í mars. Nýja úti-
búið, og það eina í Kópavogi, verður
að Dalvegi 2 í Kópavogi, rétt fyrir
veslan Shellstöðina. Finnst mörgum
sem alltof stutt sé á milli þeirrar
ál'engisútsölu og útsölunnar í Mjódd
og að nær hefði verið að hafa versl-
unina í Kópavogi nær miðbænum,
þ.e. Hamraborginni.
„Þetta er í sjálfu sér alltaf matsat-
til Garðabæjar eða Hafnarfjaröar,
að keyra út af veginum og inn á
hann aftur, þó þetta hafi ekki verið
hugsað þannig í upphafi,“ sagði Þór.
Hann sagðist ekki eiga von á því að
fleiri útibú yrðu opnuð í Kópavogi í
framtíðinni en nýja verslunin verð-
ur um 300 fermetrar að stærð með
hefðbundið úrval áfengistegunda.
Útsölustjórinn verður á launum hjá
ríkinu. -ingo
Taktu þér tak
Tilboð á þolfimi
fatnaði og skóm
hjá okkur!
Aerobic fatnaður
með 10 - 80%
afslætti!
Eftirtaldir Aerobic skór með 20% afsiætti!
Nike Max Structure (dömuskór) Verð áður 11.850 Nú 9.480
Adidas Stripes Lite (dömuskór) 8.990 6.990
Nike Air Digs Mid (herraskór) 8.850 6.990
Nike Air Wibe (dömuskór) 7.980 6.392
Reebok Big Hurt (herraskór) 7.990 6.392
Adidas Equip Wild (dömuskór) 7.550 5.990
Reebok Big Hurt (unglingastæröir) 6.990 5.592
Reebok Versa (dömuskór) 6.490 4.990
Reebok Freestyle (dömuskór) 4.990 3.992
Eigum einnig handlóð, grip, og sippubönd, ofl. ofl.
Komdu við í Útilífi á leið til betra lífs!
CmuF“
Glæsibæ - Sími 5812922
Kærunefnd Jafnréttisráðs:
Kallar eftir gögnum frá Orkustofnun
- vegna kæru Hrefnu Kristmannsdóttur
Kærunefnd jafnréttismála hefur tekið fyrir kæru
Hrefnu Kristmannsdóttur á hendur Orkustofnun
vegna meintra brota á jafnréttislögum en Hrefna telur
að orkumálastjóri hafi gengið fram hjá sér við ráðn-
ingu karlmanns í yfirmannsstöðu hjá stofnuninni.
Samkvæmt jafnréttislögum ber að ráða konu sæki
jafnhæfir einstaklingar af báðum kynjum um stöðu.
DV sagði frá kærunni nýlega, en svo sérkennilega
vill til að fyrir fáum árum sóttu Hrefna og sami mað-
ur og nú hefur verið ráðinn i tiltekna yfirmanns-
stöðu hjá Orkustofnun um tímabundna stjórnunar-
stöðu hjá stofhuninni. Karlmaðurinn var þá, eins og
nú, ráðinn. Hefna kærði ráðninguna og féll úrskurð-
ur kærunefndar Jafnréttisráðs henni í vil.
Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttis-
ráðs, segir að kærunefndin hafi kallað málsaðila á
sinn fúnd í síðustu viku og óskað gagna í málinu til
að geta fjallað efnislega um það. Hún telur líklegt að
málið verði á dagskrá nefndarinnar á næsta fundi
hennar sem verður í næstu viku. -SÁ
___ Hefsl ó morgun!
UTSHLfl
)■■■■ Vetrarfatnaður, útívístarvörur,
tjöíd, bakpokar, svefnpokar,
gönguskór o.m.fl.
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 5 I I 2200
18" pizza m/2 áleggsteg
kr. 890.
ATH. Einnig frábœr tilboð í heimsendingum!
VVVVVVVVVf VVVVVVVVVVV?VWVVVVV|