Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Fréttir Utandagskrárumræður um fyrirhugað álver á Grundartanga: Landinu verði ekki spillt fyrir stundargróða - andstaðan gegn álverinu þungbær áminning til ráðamanna, sagði Kristín Halldórsdóttir Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, hóf í gær utandag- skrárumræðu um fyrirhugað álver á Grundartanga, andstöðuna gegn því og mengunarhættu af þess völd- um. Umræðan stóð í tvo klukku- tíma. Kristín sagði að sú andstaöa sem myndast hefði gegn álverinu á Grundartanga gæti markað tíma- mót í atvinnu- og umhverfismálum hér á landi. „Hún er til marks um aukinn skilning á nauðsyn umhverfis- verndar og þeim miklu möguleikum sem felast í náttúru landsins í hreinu og lítt spilltu umhverfi. Hún er þungbær áminning til ráða- manna um hverja ábyrgð þeir bera á því að þessum möguleikum verði ekki spillt í skammsýnni sókn eftir stundargróða,“ sagði Kristín. Hún sagði meðal annars að enda þótt fyrirhugað álver á Grundar- tanga væri í brennidepli umræð- unnar nú væri málið í raun mun víðtækara en svo að það snúist aðeins um eitt álver. Hún sagði það snúast um stefnu okkar í atvinnumál- um, um atvinnukosti og möguleika til uppbyggingar. Það snúist einnig um alþjóð- legar skuldbindingar okkar í umhverfismálunm. Hún gagnrýndi það að um ára- tugaskeið hefði orkufrek stóriðja verið áhersluatriði í atvinnustefnu íslenskra stjómvalda. Miklum tíma og peningum hefði verið eytt í að leita að fjárfestum í þvi skyni. Hún rakti þá sögu og nefndi dæmið þegar lág laun hér á landi, lágt orkuverð og lágmarkskröfur um meng- unarvamir var notað sem agn ytra. Síðan rakti hún hvemig og hvað hefði verið gagnrýnt við álver á Grund- artanga og lagði fjölmargar Kristín Halldórsdóttir og Hjörleifur Guttormsson voru bæöi meö utandagskrárum- ræöu á Alþingi í gær. DV-mynd BG Reglugeröin sem stóöst ekki lög: Grafalvarlegt mál - sagöi Hjörleifur Guttormsson í utandagskrárumræðu „Ég hef óskað eftir þessari utan- dagskrárumræðu vegna máls sem snertir samskipti löggjafar- og fram- kvæmdavalds. Ég tel þetta grafal- varlegt mál sem hér er á ferðinni sem eru breytingar umhverfisráð- herra á mengunarvamareglugerð síðastliðið sumar,“ sagði Hjörleifur Guttormsson alþingismaður þegar hann hóf utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Reglugerðarbreytingin sem þarna um ræðir er sú sem sagt var frá í DV á mánudag og aflagði áfrýjunar- nefnd mengunarmála. Þegar Hjör- leifur tók eftir þessu í haust hóf hann baráttu fyrir því að þetta yröi leiörétt og tókst það því umhverfis- ráðherra viðurkenndi mistök sín. Hjörleifur hélt því fram í umræð- unum í gær að umhverfisráðherra hefði ætlað með þessu að ýta frá óþægilegum atriðum og þrengja rétt almennings til að láta reyna á at- hugasemdir í tengslum við af- greiðslu starfsleyfis fyrir álbræðslu á Grundartanga. Hann sagðist vilja að Alþingi tæki þetta mál upp og rannsakaði hvaða hvatir hefðu legið þarna aö baki. Hann spurði líka hvaða áhrif þetta hefði á undirbún- ing og vinnslu starfsleyfis fyrir ál- bræðsluna á Grundartanga sem nú er unnið að. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra sagðist auðvitað sem ráðherra vera ábyrgur fyrir þeim mistökum sem þarna áttu sér stað. Hann sagði að meiningin með reglu- gerðarbreytingunni hefði verið sú að starfsleyfi sem ráðherra gefur út væri endanlegt og yrði ekki vísað til úrskurðarnefndarinnar. Það hafi alls ekki verið ætlan sín að brjóta lög eða þrengja rétt almennings. Enda hefði reglugerðinni verið breytt aftur þegar í ljós kom að hún stóðst ekki lög. Þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson bentu á að þetta dæmi sýndi glöggt að Alþingi þyrfti að vanda sig betur. Það væri oft tal- að um gallaða löggjöf vegna tíma- skorts. Réttast væri að reglugerð fylgdi lagafrumvarpi þegar það færi í gegnum Alþingi. -S.dór spurningar fyrir umhverfisráðherra sem hann svaraði misítarlega en þær snerust flestar um mengunar- mál stóriðju. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra svaraði og sagði að eitt meginverkefni stjórnvalda á hverj- um tíma væri að skapa í landinu traust atvinnulíf, treysta efnahags- lífið, skapa fjölbreyttari kosti og setja atvinnulífmu leikreglur sem hægt væri að fara eftir. Hann sagði að þegar stóriðju hefði borið á góma hefði ævinlega verið ágreiningur um staöarval bæði vegna byggðar- þróunar, atvinnuþróunar og meng- unarmála. Guðmundur sagði varðandi fyrir- hugað álver á Grundartanga að þá hefði verið búið að taka það svæði út og komið í ljós að þaö hentaði vel fyrir stóriðju samkvæmt umhverfls- mati og þar væri stóriðja fyrir. Guð- mundur sagði að hér hefðu menn talið ásættanlegt að vera ekki með sömu viðmiðanir varðandi mengun vegna þess að talið væri að hér væru aðrar aðstæður meðal annars vegna veðurfars og náttúrufars. Farið hefði verið eftir lögum og reglum varðandi fyrirhugað álver á Gnmdartanga. Fjölmargir þingmenn tóku til máls. Fjórir þingmenn Vesturlands lýstu allir yflr eindregnum stuðn- ingi við álver á Grundartanga. Þeir sögðu það styrkja atvinnulífið í kjördæminu sunnan Skarðsheiðar en þar hefði fólki fækkað undanfar- ið vegna minnkandi atvinnu. Hjörleifur Guttormsson lýsti sig andvígan álverinu og var tíðrætt um mengun sem því mundi fylgja. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði ekkert hafa gerst í stóriðju- málum í 20 ár fyrr en nú. Taldi hann álverinu flest til ágætis. Allir stjómarandstöðuþingmenn sem töluðu voru á móti álveri á Grundartanga nema alþýðuflokks- menn sem eru því hlynntir. -S.dór Dagfari Formaður í vitlausum flokki Alþýðubandalagið hélt aðalfund miðstjómar um helgina. Það bar helst til tíðinda að formaður Al- þýðubandalagsins, Margrét Frí- mannsdóttir, flutti setningarræðu sem kom flatt upp á flokksmenn hennar. Margrét vildi opna um- ræðu innan flokksins um hugsan- lega aðild að Evrópusambandinu og hún taldi alls ekki fráleitt að Al- þýðuhandalagið tæki þátt í störfum þingmannaráðs Nató. Hún útilok- aði heldur ekki konsingabandalag með öðnun vinstri flokkum og fór það fyrir brjóstið á mörgum góðum alþýðubandalagsmanninum sem hefur eytt sinni pólitísku starfsævi í að fjandskapast við þá flokka sem formaðurinn vill nú sameinast. Það var sem sagt ýmislegt sem formaðurinn lagði til í þessari ræðu sinni sem alþýðubandalags- menn könnuðust ekki við og vildu ekki heyra minnst á. Fór svo á endanum að fundurinn samþykkti ályktun sem hreinsaði flokkinn af þeim hugmyndum sem formaðurinn hafði sett fram. Var Margrét formaður látin skrifa und- ir tillögumar til að undirstrika að hún hefði ekki meint það sem hún sagði. Um þessa sömu helgi var mið- stjórnarfundur í Alþýðuflokknum og þar var Margréti, formanni Al- þýðubandalagsins, boðið að ávarpa samkunduna og brá þá svo við að hún var hyllt af þingheimi og ætl- aði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Af þessum atburðum má draga þær ályktanir að annaöhvort sé Margrét í vitlausum flokki eða þá að flokkurinn sem hún er í sé með vitlausan formann. Það getur auð- vitað komið sér illa fyrir báða, enda er erfitt að vera formaður í flokki sem er í andstöðu við skoð- anir formannsins eða þá formaður- inn í andstöðu við flokkinn. Ekki síst ef fyrir er í landinu einn flokk- ur sem tileinkar sér algjörlega og aldeilis skoðanir formanns annars flokks. Þessi tilvistarkreppa er því aug- ljósari þegar flokkurinn sem er sammála formanninum í hinum flokknum getur ekki stutt for- manninn og formaðurinn getur heldur ekki stutt hinn flokkinn, sem hún er ekki i, af því að flokk- urinn sem hún er í viil ekki taka undir þá pólitík sem hentar for- manninum og öðrum flokki, sem ekki er sami flokkurinn og formað- urinn stýrir. Sú lausn kemur vissulega til greina að flokkurinn sem er sam- mála formanninum í hinum flokknum sameinist hinum flokkn- um til að efla formanninn til áhrifa en þá er sú hætta fyrir hendi að þeir flokksmenn annars flokksins sem ekki eru sammála formanni sínum og hinum flokknum gangi út og stofni nýjan flokk með nýjum formanni og eyðileggi sameiningu þeirra flokka sem eru sammála um að sameinast. Ef menn ganga þannig úr flokki sem þeir eru í, þótt þeir séu sam- mála flokknum og sameiningunni en á móti formanninum, eru þeir raunverulega að yfirgefa þá stefnu sem þeir eru sammála en geta ekki fellt sig við af því að hinn flokkur- inn hefur samþykkt það sem for- maðurinn vUl að gert sé, sem er í andstöðu við þeirra eigin stefnu. Sem betur fer hefur úr þessu ræst í bili. Margrét formaöm: hefur samþykkt aö vera á móti sjálfum sér og hafnað sínum eigin hug- myndum til að ruglast ekki á flokk- um og fagnaðarlátum næst þegar hún tekur til máls í pólitíkinni. Maður verður að standa sig í for- mennskunni, jafnvel þótt maður sé í vitlausum flokki, til að flokkur- inn sætti sig við vitlausan for- mann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.