Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 20
32 + MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Sviðsljós Aukablað um tölvur Miðvikudoginn 5. febrúar mun nuknblað um tölvur og tölvubúnað BlaSiS verSur fjölbreytt og efnismikiS en í því verSur fjallaS um flest þaS er viSkemur tölvum og tölvunotkun. I blaSinu verSa upplýsingar um bæSi hugbúnaS og vélbúnaS, (Dróun og markaSsmál ásamt smáfréttunum vinsælu. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaSiS er bent á aS hafa samband viS Jón HeiSar Þorsteinsson í síma 550-5819 fyrir fimmtudaginn 30. janúar. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á aS aug- lýsa í þessu aukablaSi vinsamlega hafi sam- band viS Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hiS fyrsta í síma 550-5720, í síSasta lagi fimmtudaginn 30. janúar. Mel Gibson hefur fallist á aö vera kynnir við afhendingu óskarsverðlaunanna í mars- mánuði. Mel, sem fór heim með tvær styttur í fyrra fyrir myndina um hetjuna William Wallace, er ekki ókunnugur starfinu, hefur gegnt því fimm sinnum áður. Hann er fyrsti kynnirinn sem greint hefur verið frá opinberlega. Whitney fram- leiðir bíómynd Söngkonan Whitney Hous- ton hefur getið sér gott orð fyr- ir kvikmyndaleik á undanfbm- um misserum. Hún hefur ekki í hyggju að láta þar staöar numið heldur ætlar að færa sig upp á skaftið og framleiða rómantíska gamanmynd sem heitir þvi ágæta nafni: Hvem- ig á að giftast blökkumanni. Myndin er byggð á metsölubók eftir tvær konur. Erfitt að fá Lindu upp að altarinu Frá því að ofurfyrirsætan Linda Evangelista og kvikmyndaleikarinn Kyle Maclachlan, sem þekktur er fyrir leik sinn í Twin Peaks, hittust og urðu ást- fangin fyrir fjórum árum hefur hann reynt að fá hana til að ganga upp að altarinu. Það virðist þó sem Lindu liggi ekkert á þó hún hafi lýst yfir áhuga á að stofna fjölskyldu einhvem daginn. Hún hefur verið með Kyle frá því að hún skildi við mann sinn, Gérald Marie, sem stjómar fyrirsætuumboðinu Elite. Ekki hafa sést nein merki um að brestir séu í sambandi Lindu og Kyle né heldur áhugaleysi. Hún virðist bara vilja vera ógift enn vun sinn. Kyle Maclachlan og Linda Evangelista. t Mel verður kynnir á ósk- arsathöfn Amerísku tónlistarverðlaunin afhent í Los Angeles: Braxton og Morissette fóru klyfjaðar heim Blökkusöngkonan Toni Braxton vakti mikla athygli þegar hún tók lagið við afhendingu Amerísku tónlistarverölaunanna á mánudags- kvöld. Toni fór heim með tvenn verölaun. Hið sama gerði hin kanadíska Alanis Morissette en Mariah Carey fékk engin, þrátt fyrir flest- ar tilnefningar. Sfmamynd Reuter Það á ekki af henni Mariuh Carey að ganga, óhamingju henn- ar verður allt að vopni þessa dag- ana. Einn einu sinni fóm leikar svo að hún fékk ekki tónlistar- verðlaun sem þó hefði mátt ætla að hún mundi fá. Hér er átt við Amerísku tón- listarverðlaunin sem vom afhent við hátíðlega at- höfh í Los Angel- es á mánudags- kvöld. Stöllur hennar, þær Toni Braxton og Alanis Moris- sette, fóm aftur á móti heim með fullt fangið af verðlaunagrip- um. Braxton og Morisette fengu hvor um sig tvenn verðlaun. Carey hafði hins vegar fengið flestar tilnefning- ar, eða fimm stykki. Það dugði þó skammt, ekki frekar en tilnefn- ingamar sex sem hún fékk fyrir Grammy verð- launin á síðasta ári. Sjálfsagt hefur Carey fundið þetta á sér því hún hafði ekki einu siimi fyrir því að mæta á skemmtunina. Margir aðrir frægir og flottir hlutu verðlaun að þessu sinni. Þar skal nefha sveitasöngvarann Garth Brooks, gamla brýnið Eric Clapton, sveitimar Metallicu, Smashing Pumpkins og Hootie and the Blow- fish, að ógleymdri hinni fjórtán ára sveitasöngkonu LeAnn Rimes. Braxton fékk verðlaun fyrir að vera uppáhaldslistakonan og eiga uppáhaldsplötuna í flokki ryþmabl- ústónlistar. Hún tók lagið á samko- munni og þótti búningur hennar í djarfara lagi. Alanis Morissette kom ekki fram á hátíðinni en hún fékk samsvarandi verðlavm fyrir popp- tónlist. Rapparinn Tupac Shakur, sem var myrtur í skotárás í Las Vegas á síðasta ári, var kjörinn vinsælasti rapparmn. Loks skal geta söngkonunnar Jewel sem er nýliði í bransanum og hélt afar hjartnæma þakkarræðu þar sem fram kom að hún hefði nú búið í bílnum sínum fyrir ekki svo löngu en núna væri hún stigin á verðlaunapall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.