Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 Viðskipti DV Hræringar á dagvörumarkaðnum: Rimaval í Grafarvogi verð- ur 10-11 búð frá 1. mars Vöruveltan, fyrirtæki Eiríks Sig- urðssonar, sem áður var kenndur við verslunina Víði, hefur keypt verslunina Rimaval við Langarima 23 í Grafarvogi af Snnrra Hialta- syni, kaupmanni og byggingaverk- taka. Vöruveltan rekur verslana- keðjuna 10-11 búðirnar. Kaupverð er ekki gefið upp, en Vöruveltan tekur við rekstri Rimavals þann 1. mars nk. en þá verður verslunin opnuð á ný undir merkjum 10-11 búðanna. Mikill vöxtur 10-11 verslanakeðj- unnar að undanfomu hefur vakið athygli en samkvæmt heimildum DV er meiri vöxtur á næstu grös- um því að fyrirhugað mun vera að opna 10-11 verslun við Hverfisgötu í Reykjavík og í Hafnarfirði á næstu vikum. Rimaval er önnur dagvöruversl- unin í Grafarvogshverfmu, fólks- flesta og jafnframt bamflesta hverfi borgarinnar, en fyrir er Hagkaup með verslun við Hverafold í eldri hluta hverfisins. Rimaval var stofn- að af Snorra Hjaltasyni við Langa- rima en hann reisti síðan verslana- miðstöð hinum megin við götuna þar sem Rimaval er nú til húsa. Þróun í dagvöruverslun á land- - stöðug þróun í átt til öflugra verslanakeðja Forráöamönnum Hagkaups féll þaö ekki vel þegar verslunin 10-11 var opnuö í Kringlunni í Reykjavík og svo fór aö henni var fljótlega lokaö. Eiríkur Sigurösson, eigandi 10-11 verslananna, opnar nú innan skamms verslun í Grafar- vogi og tekur upp samkeppni viö Hagkaup í fjölmennasta hverfi Reykjavíkur. DV-mynd GS inu hefur verið í átt til stórra versl- anakeðja og em kaup Vömveltunn- ar á Rimavali liður í henni. Þar með er hin fríska 10-11 keðja enn að færa út kvíarnar og farin að velgja bæði Nóatúnskeðjunni, Bón- usi og Hagkaupi vel undir uggum á Reykjavíkursvæðinu. Þá hefur hópur kaupmanna sam- einast um innkaup og í seinni tíð einnig sameiginlegt andlit verslana sinna út á við undir nafninu Þín verslun en allar þessar keðjur reka orðið langflestar dagvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar því að á Vcstfjörðum rekur formaðm- Kaupmannasamtakanna verslanir á Isafirði og í Hnifsdal undir samheitinu Þín verslun auk þess að reka verslunina Vömval í Bolungarvík. Á Vestfjörðum hefur Kaupfélag Suðurnesja einnig haslað sér völl og yfírtekið verslunarrekstur Kaupfélags ísfirðinga og er versl- unin rekin undir nafni Samkaupa. „Hvatinn að þeim samruna sem hefur orðið og er að verða er fyrst og fremst innkaupaþátturinn," seg- ir Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna. -SÁ Vöruflutningar: Þjónustugjöld- um skipafélag- anna andæft Félag íslenskra stórkaup- manna og Kaupmannasamtökin hafa andmælt nýjum og háum þjónustugjöldum Eimskips sem félagið hefur lagt á ýmsa þætti þjónustu sinnar. Meðal annars er um að ræða gjöld fyrir útgáfú farmskírteina sem félögin segja að útflytjendur hafi sjálfir annast hingað til, auk annarra gjalda sem fullyrt er aö séu hærri en þekkist annars staðar. Gagnrýnt er að félögin hafi lagt þessi þjónustugjöld á án fyrirvara og án þess að tilkynna það áður og óháð gildandi flutn- ingasamningum. -SÁ Nýjung í tryggingum: Viðskiptalána- trygging Sjóvá-Almennar bjóða nú út- flytjendum nýja gerð trygginga, viðskiptalánatryggingar, sem greiða þeim tap sem þeir verða fyrir ef kaupandi vöru eöa þjón- ustu verður gjaldþrota og getur ekki greitt umsamið verð þegar greiöslufrestur er útrunninn. Útflytjendur kaupa viðskipta- lánatryggingar fyrir viðskipti við hvem einstakan viðskipta- vina sinna og þegar tryggingafé- lagið hefur samþykkt hann og ákveðiö vátryggingarhámark fyrir hann getur tryggingin geng- ið í gildi. Þessum hámarkstrygg- ingarupphæðum má síðan breyta eftir þvi sem viö á hverju sinni. Sjóvá-Almennar hafa samstarf um viðskiptatryggingar við norskt útibú frá þýsku viðskipta- tryggingafélagi í Köln sem nefn- ist Gerling. í samstarfmu felst að Sjóvá-Almennar hafa aðgang að gagnabönkum um allan heim með upplýsingum um fjárhags- stöðu þúsunda fyrirtækja, auk aðgangs að sérfræðiþekkingu á þessu sviöi. -SÁ Innílutningur 1996: Bílainnflutn- ingur jókst um 43% - innflutningur vöru og þjónustu jókst um 13% Innflutningur á vöru og þjónustu jókst um tæp 13% á fostu verði á ný- liðnu ári. Einkum var um að ræða aukinn innflutning bíla, heimilis- tækja og fjárfestingarvamings, m.a. vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Bilainnflutningur jókst um 43% og heimilistækjainnflutn- ingur um tæp 20% en innflutningur matar- og drykkjarvara og fatnaðar jókst mun minna. Þetta eru niður- stöður Þjóðhagsstofnunar sem unn- ar era úr bráðabirgðatölum úr toll- skýrslum. í frétt frá Þjóðhagsstofnun segir aö þessi innflutningur sé svipaður og gert var ráð fyrir í haustspá stofnunarinnar. Velta samkvæmt vsk-uppgjöri bendi hins vegar til þess að umsvif hafi aukist minna en innflutningstölur benda til. Þannig hafi velta í heildverslun aukist á tímabilinu janúar-október um 12,5% en 4,5% í smásöluverslun. Þá virðist velta í innlendri framleiðslu og þjónustu hafa orðið minni en ráð var fyrir gert, eða um 3,5%. Einkaneyslu segir Þjóðhagsstofn- un hafa aukist í flestöllum neyslu- flokkum. I þjóðhagsáætlun hafi ver- ið gert ráð fyrir því að hún ykist um 7% í fyrra en aukningin virðist hafa orðið nokkru minni, eða 6,5%. Taka verði þó tillit til þess að þessar töl- ur ná ekki til útgjalda íslendinga er- lendis né einkainnflutnings manna á bílum. -SÁ Framleiðsla á neytendamarkað: Vél sem framleið- ir fyllta sjávarrétti - tilbúnir í ofninn eða á pönnuna „Með vél af þessu tagi er hægt að framleiða tilbúna fisk- og kjöt- rétti af ýmsu tagi, bæði til útflutn- ings og á innanlandsmarkað. Frumvinnslan og frystingin hefur í vaxandi mæli verið að flytjast út á sjó og landvinnslustöðvarnar hljóta því að huga að vinnslu beint á neytendamarkað til að skapa aukin verðmæti og at- vinnutækifæri,“ segir Jóhannes Ingi Friðþjófsson hjá Rökrás sem hefur hafið innflutning á jap- anskri vél sem framleiðir tilbúna fyllta sjávarrétti. Vélin er smíðuð samkvæmt jap- önsku einkaleyfi og afkastar mn 360 kilóum af fullbúnum réttum á klst., tilbúnum i ofninn eða á pönnuna. Að sögn Jóhannesar má hugsa sér að framleiöa fyllta fisk- fingur úr fiskhakki eða mamingi með t.d. rækjufyllingu og er hægt að stilla vélina á fjölmarga vegu þannig að þykktin utan um fyfl- inguna getur verið mjög mismun- Fylltir fiskfingur - eða fiskbollur - úr einni og sömu vélinni. Betri hráefnisnýting og verðmætari vara, segir innflytjandi vélarinnar. andi, sem og stærð og lögun hins tilbúna fyllta fiskréttar. Slíkur til- búinn matur, að öðru leyti en því að aðeins er eftir að elda hann, er mjög eftirsóttur af bæði einstak- lingum og matsölustöðum, ekki síst skyndibitastöðum erlendis, að sögn Jóhannesar Inga Frið- þjófssonar. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.