Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar - Heildarútgáfa: Lög síns tíma ** Þegar sveitaballsstemningin var sem mest upp úr 1960 komu fram á sjónarsviðið hljómsveitir sem áttu allt sitt undir slíkum samkomum. Ein slík var Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar sem gerði út frá Selfossi. Á sveitaböllum var meira gert út á að ná upp réttri stemningu en gæði tón- listarinnar. Heildarútgáfa laga sem komin er út með Hljóm- sveit Þorsteins Guðmundsson- ar ber þess merki, þetta eru lög síns tíma. Fyrir flesta sem ekki voru komnir til vits og ára á uppgangstíma hljómsveitarinnar er kannski erfitt að skflja húmorinn. Þorsteinn Guðmundsson eða Steini spil eins og hann var kallað- ur stofnaði hijómsveit sína árið 1965 á Selfossi. Þar og í grenndinni voru aðalvígstöðvar hennar og máttu þær sín lítils höfuðborgar- hijómsveitimar í samkeppninni um dansleikjagesti í þessum lands- hluta. Hljómsveitin starfaði allar götur til 1986. Ekki voru Þorsteinn og félagar afkastamiklir á sviði plötuútgáfu þegar miðað er við starfsaldur og eftir þá liggja tvær fjögurra laga plötur og ein LP, Grásleppu-Gvendur. Upptökumar bera þess merki að þama fara menn sem vanari em að láta til sín heyra á öðmm vettvangi. Frum- sömdu lögin em keimlík og sum hver eiga heima í glatkistunni, er- lendu lögin em vel þekkt og flest enn rauluð í dag. Frumsamdir textar era engin listasmíð en gera sitt gagn. Flutningur er misgóð- ur en þegar þeir félagar ná sér á strik má vel skilja þær vinsældir þeirra á sveitaböflum þar sem gestir hugsuðu fyrst og fremst um að skemmta sér yfir glasi af séniver og kók og dillandi dansmúsík. Hilmar Karlsson Trá - Jarðsími Dálítið djúpt á húmornum ★★ Heilmikfl gróska er í útgáfu alls konar tónlistar um þessar mundir. Það er ekki eins óyfir- stíganlegt fjárhagslega að gefa út plötu nú og var fyrir örfáum áram. Margir stíga á stokk og margt er og misjafnt efnið sem lendir á geisladiskum. Sem betur fer er það ekki alvont sem lítt þekktir eða jafnvel óþekktir aðilar láta frá sér fara. Platan Jarðsími með hijómsveitinni Tré er ein af mörgum sem ekki kom út með miklum látum en hefúr að geyma býsna athyglisverðar tilraunir í tónlistarsköpun. Þeir félagar flytja rokkmúsík sem er aflhrá en ekki alvarlega hráslagaleg. Það era meiri pælingar í gangi en í eintómu keyrslurokki. Sumt gengur bærilega upp, annað veröur heldur endasleppt og sérstaklega er erfitt að fá nokkum botn í textana. Héma má finna verk fyrir slag- verk (Opus 1), allt að því popþlag; í versum en ekki viðlagi (Tenel- even), hálfgert pönkrokk (Skáldið), hamagang (Hillary) og algert flipp (Allt í einu ...). Einhver húmor er meðferðis þótt dálítið djúpt sé yfirleitt á honum. Ingvi Þór Kormáksson Celine Dion - Live A Paris Kemur á óvart Kanadíska söngkonan Celine Dion átti sér einn draum þegar hún sigraði Stormskerið, Stebba Hilmars og fleiri í Eurovision 1988. Hún ætlaði að verða heimsfræg. Það hefur henni tekist svo að um munar en lögin með henni, sem hafa komist efst á vinsældalistana, hafa verið fremur einlit. Eink- anlega átakamiklar ballöður með tilfinningaþrangnum söng. Á plötunni Live A Paris er svo sem nóg af slíku en Celine Dion sýnir einnig að hún ræður vel við annars konar tónlist. Hún skákar Tinu Tumer að vísu ekki í River Deep Mountain High en út- gáfa hennar á þessu sögufræga lagi er eigi að síður vel boðleg. Það er helst að framburður söngkonunnar sé fulUinur. En miðað við að að- eins örfá ár era liöin síðan hún lærði ensku verður frammistaðan að teljast viðunandi. Ef marka má plötuna í heild virðist Celine Dion bjóða upp á tals- vert frísklegri tónlist á tónleikum sínum en á hljóðversplötum. Þar af leiðandi kom hijómleikaplatan Live A Paris þægilega á óvart. Kannski í og með vegna þess að maður reiknaði ekki með neinu sér- stöku fyrirfram. Ásgeir Tómasson 'itónlist ' *★ * Herb Reed og hans útgáfa af Platters. Kvöldið sem Bill Clinton sór emb- ættiseið öðra sinni sem forseti Bandaríkjanna var efnt til tuttugu hátíðardansleikja í höfuðborginni Washington honum og fjölskyldu hans til heiðurs. Söngsveitin góð- kunna, The Platters, kom fram á einum þessara dansleikja og skemmti gestum forsetaembættisins með söng sínum. Einum stofnanda Platters, Herb Reed, var hins vegar ekki skemmt og sá hann ástæðu til lét óánægju sína i Ijósi. Það gerði einnig Carl Gardner, fyrrverandi liðsmaður The Coasters, sem sagð- ist vera hneykslaður á að nokkur réði til sín söngsveit með gamla nafninu til þess að syngja gömlu þekktu lögin, svo sem Poison Ivy og Charlie Brown, söngsveit sem hefði nákvæmlega engan þátt átt í að gera gömlu lögin vinsæl. Larry Marshak hjá RCI Managa- ment segir hins vegar að það sé tón- við gömlu hljómsveitina þótt enginn upprunalegu liðsmannanna sé leng- ur með.“ Marshak bendir líka á að yfir tuttugu manns hafi verið í Drifters um lengri eða skemmri tíma meðan söngsveitin stóð á hátindi frægöar sinnar og jafnframt hefur verið bent á að í raun og vera hafi það verið tvær Drifters sveitir sem hafi sent frá sér lög á vinsældalista. Sú fyrri sló í gegn 1953 undir forystu Clydes Klagaði The Platters fyrir Bandaríkjaforseta að bera fram formlega kvörtun við forsetann yfir því að söngsveit með því nafni væri ráðin til að skemmta á vegum embættisins. Kvörtuninni hefúr enn ekki verið svarað, að þvi er kemur fram í dagblaðinu Was- hington Post. The Platters var ekki eina gamla sveitin sem kom fram að kvöldi inn- setningardagsins 20. janúar. Þar skemmtu einnig The Coasters og The Drifters. Allar þijár áttu sveit- imcir það sameiginlegt að í þeim var enginn liðsmannanna sem sungu með þeim meðan þær stóðu á hátindi frægðarinnar á sjötta ára- tugnum. Nefndin sem skipulagði há- tíðardansleikina í Washingston sneri sér til umboðsskrifstofunnar RCI Management í New York sem Larry Marshak rekur. Hann hefúr síðastliðna tvo áratugi átt nöfnin Platters, Drifters og Coasters og mannað þessar gömlu söngsveitir eins og honum hefur sýnst, gömlu liðsmönnunum til lítillar hrifning- ar. Herb Reed, sem fyrr var nefnd- ur, kemur til dæmis enn fram í söngsveit sem hann nefnir Herb Reed’s Platters og sú sveit kom tví- vegis hingað til lands fyrir nokkr- um árum á vegum Þorsteins Viggós- sonar veitingamanns í Kaupmanna- höfn. Að sögn Washington Post var Reed mjög misboðið þegar hann frétti að The Platters ættu að koma fram á innsetningardansleik án sín. Fjórum dögum fyrir dansleikinn sendi hann Clinton forseta símbréf þar sem hann kvaðst vera agndofa á því að embættið væri að ráða óekta söngsveit sem hefði nákvæmlega ekkert með foma frægð The Platters að gera. Hann bað forsetann að taka í taumana. Það var ekki gert. Þetta mál þykir vandræðalegt í ljósi þess að nefndin, sem annaðist hátíðarhöldin í Washington daginn sem embættistakan fór fram, lét framleiða aragrúa af minjagripum sem seldir vora mjög dýra verði. Hart var gengið fram í baráttunni við óprúttna framleiðendur sem létu búa til eftirlíkingar og seldu þær gegn vægu verði. Þykir ýmsum sem baráttan við eftirlíkingamar hefði átt að ná lengra en til minja- gripanna. Herb Reed var ekki hinn eini sem listin en ekki gömlu flytjendumir sem áheyrendumir vilji fá. „Ég held að fólki sé sama, það er komið tfl að skemmta sér og heyra gömlu smel- lina. Fólkið sem skipar þessar sveit- ir er á fertugs- og fimmtugsaldri og allir vita að það var ekki með í upp- hafi. Því er ekki verið að blekkja neinn. Fólk vill bara að skemmtun- in takist vel og það mætir til að hlusta á hljómsveit sem hefur tengsl McPatthers. Fimm áram síðar var mannskapurinn endurnýjaður gjör- samlega þegar söngsveitin The Crowns skipti hreinlega um nafn og kallaði sig upp frá því Drifters. Aðalsöngvari hennar var Ben Nel- son sem síðar tók sér nafnið Ben E. King. Kvartanir varðandi The Drifters era því nokkuð flóknari en í tUfellum The Coasters og The Platters. Eins og allir vita hefúr Björk Guðmundsdóttir slegið rækilega í gegn 1 Evrópu en nú er horft til Bandaríkjanna. Um þessar mundir er plötufyr- irtækið Elektra að gefa út plötu hennar, Telegram, í Bandaríkjunum. Á þessari plötu „íslensku prinsessunn- ar“, eins og hún er kölluð í raf- rænni útgáfú tímaritsins Bill- board, er aö finna endurhljóö- blandanir af lögum af plötu Bjarkar, Post. Þar á meðal eru Possibly Maybe, Hyperbaflad, Enjoy og Isobel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.