Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 31. JANUAR 1997 myndbönd * Mennimir á bak við Inde- pendence Day (eða ID4 eins og hún er gjaman nefnd) em Roland Em- merich og Dean Devlin, sem einnig stóðu að Stargate 1994, sem átti sinn þátt í að endurvekja áhuga á vís- indaskáldskap í kvikmyndum. Þeir félagar skrifuðu handritið saman, Roland Emmerich leikstýrði og Dean Devlin framleiddi og eru þeir í sömu hlutverkum í ID4. Samstarf þeirra félaga nær aftur til þess þeg- uðum myndum og það leiddi til þess að Emmerich leikstýrði Universal Soldier 1992 eftir handriti Devlins sem síðan færði sig upp í framleið- endastólinn í Stargate. Það var einmitt á blaðamannafundi tengd- um Stargate sem upp kom hug- myndin um það hvað myndi gerast ef fólk labbaði út á götu dag einn og sæi risastór geimskip svífa yfir öll- um borgum heimsins sem er einmitt það sem gerist í ID4. Bill Pullman leikur forseta Banda- ríkjanna. ar Dean Devlin lék eitt af aðathlut- verkunum 1 mynd Emmerich, Moon 44. Þeir komust að því að þeir höfðu svipaöar skoðanir og áhuga á svip- f stíl stórslysamynda áttunda áratugarins Myndin er í grundvallaratriðum í stíl við vísindaskáldskap og ævin- týramyndir á borð við Stjömu- stríðsmyndirnar en Emmerich og Devlin sækja einnig innblástur í stríðsmyndir fimmta áratugarins og stórslysamyndir áttunda áratugar- ins. Þessar tvær gerðir mynda eiga það sameiginlegt að skarta yfirleitt breiðum hópi leikara, þar sem margar persónur koma við sögu, í stað þess að einbeita sér að ein- hverri einni hetju og slík er raunin í ID4. Þar em í raun þrjár aðalsögu- hetjur sem tákna heila, hjarta og sál myndarinnar, en það em vísinda- maðurinn og snillingurinn David (Jeff Goldblum), ormstuflugmaður- inn Steven Hiller (Wili Smith) og sjálfur forseti Bandaríkjanna (Bill Pullnam). Að auki em fjölmörg mikilvæg hlutverk í myndinni og meðal leikcira em Mary McDonnell, Judd Hirsch, Margaret Colin, Randy Quaid, Robert Loggia, James Rebhom, Harvey Fierstein, Harry Connick, jr., Vivica Fox, James UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Hermann Gunnarsson Myndbandið sem er í mestu uppáhaldi hjá mér inniheldur myndina The Graduate sem margir kannast við. Það er eina myndin sem ég hef látið mig hafa að horfa á svona tíu til fimmtán sinnum. Þetta er ein fyrsta myndin þar sem Dustin Hoffman sló í gegn og sömuleiðis mótleik- kona hans, Katharine Ross. Þarna voru ungir elskendur og ástin blossaði. Ég áttaði mig á því seinna að það var kannski ekki þessi dramatíska ástar- saga unga fólks- ins sem hreif mig. Þetta er dæmi um það hvemig for- eldrar eiga ekki að haga sér gagnvart bömunum sinum. Þeir eiga ekki að stýra þeim eins og er allt of algengt í okkar þjóðfélagi og öðrum. Böm eiga ekki að gera það sem foreldram- ir gerðu eða gerðu ekki. Þá fá þau ekki aö vera þau sjálf. Núna horfi ég á þessa mynd allt öðrum augum en ég gerði á sínum tíma. Það er alls ekki langt siðan ég horfði á hana síðast og ég vil líka taka fram að tónlistin í myndinni er einhver sú besta sem ég hef heyrt. Þar era á ferðinni Simon og Garfunkel með bestu lög sín sem era eins konar rauður þráöur í gegnum alla s myndina. Ég gæti þess . vegna horft á mynd- ina m lokuð augun og líkað vel.-ilk Duval og Brent Spiner. Einnig má segja að sjónhverfmg- ar og tæknibrellur séu í aðalhlut- verki í ID4 sem er með allra dýrustu myndum sem gerðar hafa verið og skartar umfangsmestu tæknibrell- um kvikmyndasögunnar. Allt var gert til að útlit myndarinnar yrði sem glæsilegast og voru alls konar mismunandi aðferðir sameinaðar til að ná því besta út úr hverri aðferð. Stafræn tölvuteiknun var notuð ásamt einfoldustu brellum eins og flugvélamódelum hangandi á vír. Mikið af módelum voru búin til, sum voru notuð í tiiþrifamiklar bar- dagasenur og mörg enduðu ævi sína í eldhafi en myndin býður upp á heljarmiklar sprengingar og læti. M.a. er mörgum stórborgum eytt í miklum eldsprengingum. Geim- verubúningar voru hannaðir og framleiddir og sömuleiðis margar mismunandi sviðsmyndir. Tökur hófust í Manhattan og tökuliðið færði sig síðan yfir til Wendover í Utah þar sem atriði voru kvikmynd- uð á flugvellinum í Wendover og Bonneville salteyðimörkinni. Tök- um lauk síðan í Los Angeles þar sem m.a. var kvikmyndað atriði þar sem áhugamenn um fljúgandi furðuhluti reyna aö komast í sam- band við geimverumar á þaki há- hýsis. Hetjurnar þrjár Will Smith er hér í stærsta hlut- verki sínu til þessa en hann sló í gegn með hasarmyndinni Bad Boys og mun næst sjást í Men in Black. Hann vakti mikla athygli með leik sínum i myndinni Six Degrees of Separation en er einnig frægur fyr- ir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Fresh Prince of Bel-Air. Áður en hann sneri sér að leiklistinni stofnaði hann ásamt Jeff Townes rapp-dúettinn DJ Jazzy Jeff and the Fresh Prince. Bill Pullnam sást á skjánum í fyrsta skipti í Ruthless People og hefur síðan sést í myndum eins og Spaceballs, The Serpent and the Rainbow, The Accidental Tourist, Sibling Rivalry, Sleepless in Seattle, Sommersby, Malice og Mr. Wrong. 1995 lék hann í tveimur metsölu- myndum, While You Were Sleeping og Casper, og í kjölfar ID4 er von á honum í mynd David Lynch, Lost Highway. Jeff Goldblum á langan feril að baki og kom fyrst fram í hinni klassísku Charles Bronson mynd, Death Wish. f kjölfarið kom hann fram í tveimur myndum eftir Ro- bert Altman; Califomia Split og Nashvilie, og síðan fylgdu myndir eins og Annie Hall, Invasion of the Body Snatchers, The Right Stuff, The Big Chiil, Silverado, The Tall Guy og The Fly en segja má að fer- ill hans hafi náð hámarki með hlut- verki hans í öðrum tæknitrylli, Ju- rassic Park. Von er á The Great White Hype á myndbandi en enn á eftir að sjást í bíó nýjasta mynd hans, Trigger Happy. -PJ Tvö ný myndbönd með íslensku tali: Aladdín og Tímon og Púmba Tvær af vinsælustu teikni- myndum sem Walt Disney-fyrir- tækið hefur gert eru Aladdín og Konungur ljónanna. Þessa dag- ana eru Sam- myndbönd að gefa út á sölumyndböndum tvær myndir sem tengjast þessum kvikmyndum og ber þar fyrst að telja Aladdín og konung þjóf- anna en þetta er þriðja myndin Giftist Aladdtn Jasmínu í Aladdín og konungi þjófanna? um Aladdín. Fyrst var það Aladdín, síðan Jaffar snýr aftur og nú er það Aladdín og konung- ur þjófanna. í ensku útgáfunni var Robin Williams fenginn til að endurtaka leikinn og tala fyr- ir Andann en í íslensku útgáf- Tímon og Púmba lenda í miklum ævintýrum á heimsreisu sinni. unni eru það sömu leikarar sem tala inn á myndbandið og gerðu það í kvikmyndinni. Edda Heiðrún Backman er Jasmín, Felix Bergsson er Aladdín og Laddi tekur við hlutverki Robins Wiiiiams og talar fyrir Andann. Þess má geta að enska útgáfan er einnig gefin út í myndinni er komið að stóru stundinni. Aladdín og Jasmín ætla að giftast og það er Andinn sem sér um skipulag brúðkaups- ins. Því miður fyrir hið ham- ingjusama par tryllist fílahjörð og sá sem veldur því er konung- ur hinna alræmdu fiörutíu þjófa. Tímon og Púmba er þriðja myndbandið um þessa vinsælu félaga úr Konungi ljónanna og er það að sjálfsögðu einnig með íslensku tali. Að þessu sinni hyggjast þeir félagar halda af stað í mikið ferðalag og eins og þeirra er von og visa er fariö í marga heimshluta. Fylgst er með töktum nautabana á Spáni, sérstaklega þó E1 Toro hins hug- umstóra, farið er í siglingu um hin fögru Suðurhöf, þá má sjá Tímon bregða sér í hlutverk læknis þegar Púmba veikist. Til að kóróna ferðalagiö slást þeir Simbi og Rafiki með í ferðina og sjá um að halda Tímon og Púmba við efnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.