Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Side 3
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997
HLJÓMPljTU
umm
Bush - Razorblade Suitcase
Rokk í anda nýrri meistara ★★*
Hljómsveitin Bush er hér á
ferðinni með aðra plötu sína
sem verður að teljast í það
minnsta athyglisverð fyrir
áferð og lagasmíðar. Það er
heilmikiil kraftur í þessari
rokksveit frá Bretlandi sem
þurfti að fara alla leið til
Bandaríkjanna til þess að land-
ar hennar tækju eftir henni.
Bush á hins vegar við þann
leiða vanda að stríða að líkjast
um of fyrirrennurum sínum á
sístækkandi rokkmarkaði.
Segja má að Bush sé sambland
af Nirvana og Smashing Pumpkins, sem er ekki slæmt nema hvað það
vantar „nýsköpunarelementið“ sem er svo mikilsvægt í allri listsköpun.
Bush fetar troðnar rokkslóðir á plötunni og gerir það vel. Gítarleikur er
kraftmikill, hljómsveitin þétt og eins og áður segir smellpassa lagasmíð-
amar i það mót sem fyrmefhdar hljómsveitir (o.fl.) hafa skilið þeim eft-
ir til sköpunnar. Söngurinn minnir ekki um of á Kurt Kobain eins og
erlendir fjölmiðlar hafa haldið fram. Gavin Rossdale hefur kannski ekki
mikla rödd, en hún er rám og rokkuð og fellur vel við undirspilið.
Hljómsveitin kemst á flug í lögum á borð Personal Holloway, Swall-
owed, Greedy Fly og Insect Kin og í laginu Commuicator falla þeir nið-
ur á rólega rokkaðar nótur sem fara sveitinni mjög vel.
Ef Bush nær að brjóta sig úr mótinu á hún framtíðina fyrir sér í
rokkbransanum og jafnvel þó platan Razorblade Suitcase sé ekkert
meistaraverk ætti hún að eiga fastan stað í góðu rokksafni, maður veit
nefnilega aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.
Guðjón Bergmann
Ýmsir - Sæluvikulög
Þakkarvert framtak ★★*
í tengslum við Sæluviku
Skagfirðinga hefúr um nokkurt
skeið verið haldin
söngvakeppni og í fyrra kom út
geisladiskur með tólf lögum
sem komst í úrslit. Það er kven-
félag Sauðárkróks sem stendur
fyrir keppninni og gefur út um-
ræddan geisladisk. Keppnin er
öllum opin og er svona framtak
þakkarvert á þessum síðustu
(og verstu) tímmn, þegar dug-
leysi Sjónvarpsins er jafn ræki-
legt og raun ber vitni, en engin
almenn undankeppni í Evrópu-
söngvakeppninni hefur verið haldin þar á bæ árum saman. Má segja að
kvenfélagið fyrir norðan geri fjölmiðli allra landsmanna skömm til,
bæði með því að halda þessa keppni og einnig með útgáfu laganna.
Eins og gefur að skilja eru flest lögin í hefðbundnum popp- og dægur-
lagastíl. Ef til vill hafa sum þeirra átt að fara í einhverja Söngvakeppni
Sjónvarpsins sem aldrei var haldin. Sveiflan sem stvmdum er kennd við
Geirmund Valtýsson er þama til staðar, enda kannski ekki við öðru að
búast á hans heimaslóðum. Hann á sjálfúr þrjú lög á diskinum og ann-
ar efnilegur laga- og textasmiður, Sigurður Ægisson, á önnm- þrjú. Hún-
vetningurinn Bjöm Hannesson og Ingvar Grétarsson frá Akureyri eiga
sitt lagið hvor. Aðra smiði laga og texta kannast ég ekki við, en ffarn-
lag allra er alveg bærilegt.
Söngvarar era flestir þrautreyndir úr söngvakeppnum liðinna ára og
atvinnubragur er á hljóðfæraleik og útsetningum, en þar kemur Magn-
ús Kjartansson mikið við sögu. Ingvi Þór Kormáksson
Keven Mahogany:
Lrfsháskann vantar ★★★
Seint á síðasta ári kom út
geislaplata með bandaríska
söngvaranum Kevin Ma-
hogany. Platan heitir engu sér-
stöku nafni og ekkert er um
manninn að finna í diskabæk-
lingi. Það skal þó upplýst hér
að Mahogany er fyrrverandi
saxófónleikari sem sneri sér að
söng ekki alls fyrir löngu og
hefur síðan sent frá sér nokkr-
ar plötur sem hafa gert hann
nokkuð vinsælan í djass- og
blúsheiminum. Hann flytur á
þessari plötu nokkrar blúsaðar
ballöður á borð við Yesterday I did the Blues og I Love You more than
Youlll ever know eftir gömlu blúshetjuna A1 Kooper, einn af stofnend-
um hljómsveitarinnar Blood, Sweat and Tears. Það era líka héma ívið
hressilegri lög eins og Oh! Gee og Ilm Walking eftir Fats Domino. Með
söngvaranum leikur prýðissextett en ekki kannast ég við nöfii hljóð-
færaleikaranna nema Kirk Whalum saxafónleikara og Larry Golding
sem leikur á Hammondorgel.
Kevin Mahogany hefur þægilega barítonrödd, kann sitt fag ágætlega
og fer vel með ópusana; „skattar" líka svolítið án erfiðismuna. Öll er
músíkin hin þægilegasta en heldur of slétt og felld til að hún hreyfi
verulega við manni, nema fyrmefiit lag Als Koopers. Lífsháskann vant-
ar og óvænta ævintýramennsku en mikið er þægilegt að hafa hana lágt
í spilaranum. Ingvi Þór Kormáksson
*%ónlist
■
Dúettinn Lamb er um andstæð-
ur. Þrumandi ástríðulaus
trommutaktur og jarðneskur til-
talinu þegar hann spurði Louise
hvort hún væri sæt. Þegar þau
hittust hins vegar small allt sam-
an. Útkoman varð =
andstæður.
Louise
klígjuleg. Millistigið er hins vegar
ástríðuþrungin tónlist.
Fyrsta plata sveitarinnar hefur
fengið mjög góða dóma erlendis og
er lesendum DV bent á að fylgjast
með dómi um fyrstu plötu sveitar-
finningaþrunginn söngur.
Mitt á milli LTJ Bukem og Joni
Mitchell, útskýrir dúettinn í
fréttatilkynningu frá útgáfufyrir-
tækinu Fontana.
Louise Rhodes og Andrew Bar-
low koma líka úr gagnstæðum átt-
um. Louise ólst upp í kringum
tónlist. „Sumt fólk hlustar aðeins
á eina tegund tónlistar nú á dög-
um,“ segir hún. „Minn tónlistar-
bakgrunnur hefur hins vegar
breikkað það tónlistarsvið sem ég
hlusta á. Leonard Cohen eina mín-
útuna, þrumandi þungan
drumbassa hina. Mismunandi tón-
listartegundir fyrir mismunandi
tilfinningaástand. Aðalatriðið er
að tónlistin komi frá hjarta þess
er hana samdi.“ Árið 1992 heyrði
Louise lag eftir Peter Bouncer,
„Love Is All We Need“. Undirspil-
ið var brjálað „breakbeat", söng-
urinn var sál, greinilega búinn til
á staönum. Hún hafði til lengri
tima leitað að einhverjum til að
vinna með og þama heyrði hún
dæmi þess sem hún vildi gera.
Það voru andstæðumar sem heill-
uðu.
Andrew Barlow hefur hins veg-
ar aldrei líkað söngur. Hann ólst
upp í hip-hop mnhverfi í Phila-
delphia í Bandaríkjunum og jafn-
vel þó honum líkaði aldrei rappið
þakkar hann nú hip-hoppinu:
„Þetta snýst allt um taktinn hjá
mér,“ segir hann. Andrew kynnt-
ist síðan danstónlist þegar hann
sneri aftur heim til Bretlands og
heillaðist mikið. Eftir heimkom-
una tók hann sig til og lærði upp-
tökustjóm og fór að fikta sig
áfram í taktsköpun undir nafhinu
Hip Optimist. Andrew hitti
nokkra vini Louise í hljóðveri í
London við sköpun á danstakti
þegar hann sagðist vilja gera eitt-
hvað hægara, þyngra, veigameira.
Vinir Louise hringdu í hana:
„Þér gæti líkað vel við þennan,"
sögðu þau. „Hann er aðeins of
skrítiim fyrir okkur, svo þið ætt-
uð að ná vel saman.“
Andrew var samt næstum bú-
inn að eyðileggja allt í fyrsta sím-
finnst
mikið
„techno“
vera eins og
kínverskar vatnapyndingar og
Andrew finnst „soul“ tónlist
innar sem birtist væntanlega á
næstu vikum.
-GBG
•J
Bandaríska
verið beðin um að
man-myndina. írs
umar i U2 sömdu
ir síöustu Batman
ig aö The
(frábær
garðinn