Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Síða 11
lyndbönd
25
FÖSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1997
Last Man Standing:
Akira Kurosawa geröi árið
1961 kvikmyndina Yojimbo, sem
náði þeirri stöðu að teljast eitt af
klassiskum verkum kvikmynda-
sögunnar og hefur orðið ófáum
kvikmyndagerðarmönnum inn-
blástur. Hún segir frá flökku-
samúræja á seinni hluta
nítjándu aldar sem
kemur í bæ sem er
að sökkva í fen villi-
mennsku og spilling-
ar vegna átaka
tveggja glæpaforingja
Last Man Standing byggist á
sömu sögu og er það ekki í
fyrsta skipti sem sagan úr
Yojimbo er notuð í kvikmynd í
Bandaríkjunum. Frægur er spag-
hetti-vestrinn For a Few Dollars
More, með Clint Eastwood í aðalhlut-
verki.
í Last Man Standing er sögusviðið
fært í bandarískan smábæ nálægt
mexíkönsku landamærunum á tíma
bannáranna og sagan tekur á sig
svip gangster-mynda, en leik-
stjórinn Walter Hill notar
blöndu ýmissa stílbragða
til að gefa myndinni
sérstaka áferð, og
má þar sjá áhrif
frá pulp-bók-
menntum, hasar-
blöðum, film noir,
samúræjamynd-
um og jafnvel
Biblíunni.
jakkaföt, í bláum og gráum litum. Þá
voru hattar notaðir sem tákn um
stöðu einstaklinga í bæjarfélaginu.
Klíkuforingjamir fengu Homburg-
hatta, sem skörtuðu stuttum, upp-
brettum börðum, venjulegir klíku-
meðlimir fengu venju-
lega fedora-hatta og
aðrir barðalausar húf-
ur. Bruce Willis var
síðan fenginn fedora-hatt-
ur með breiðara hattbarði og
hærri kúf, og klæddur í einlit
blá jakkafot.
Fyrir utan Bruce Willis era
margir þekktir leikarar í auka-
rnn.
og David Patrick Kelly, en sá síðar-
nefndi vakti athygli í sínu fyrsta
kvikmyndahlutverki þegar hann lék
tyrir Walter Hill í The Warriors. Aft-
ur lék hann fyrir Walter Hill í 48 Ho-
urs, en einnig hefur hann sést í
myndum eins og Wild at Heart,
Crooklyn, Malcolm X, The Crow og
nú síðast Flirting with Disaster. í
helstu kvenhlutverkum eru Alex-
andra Powers (Dead Poets Society,
Rising Sun) og Karina Lombard (The
Firm, Legends of the Fall) og að lok-
um ber að nefna Wifliam Sanderson
(Stayin Alive, Coal Miners Daughter,
Blade
Runner,
Fletch,
The Cli-
ent) í
hlutverki
bareigand-
ns sem reyn-
ir eftir fremsta
megni að
styggja hvorug-
an bófaflokk-
Annálað
hörkutól
Einfari milli
tveggja elda
Bruce Willis leikur einfara sem á
leið um smábæinn Jericho, þar sem
tvö gengi berjast um völd og yfirráð
yflr smyglleiðum frá Mexíkó. Annars
vegar er angi af ítalskri mafíu og
hins vegar írsk bófaklíka. Willis
lendir upp á kant við annað gengið
og drepur einn af helstu byssumönn-
Bruce Willis leikur einfarann, sem kemur í smábæ þar sem glæpagengi berjast um völdin.
um þess. í kjölfarið ræður hann sig í
vinnu til skiptis hjá hvoru gengi og
svíkur og drepur á báðar hendur
þangað til enginn stendur eftir nema
hann.
Til að gera bófaflokkana vel að-
greinanlega var skapaður sérstakur
fatastill fyrir hvom flokkinn. ítalarn-
ir vora klæddir í rauð og brún, tein-
ótt jakkafot en íramir fengu köflótt
nýlega sást í Mulholland Falls, er í
hlutverki hins spillta lögreglustjóra
borgarinnar. Christopher Walken,
sem hefur leikið í ófáum stórmynd-
um svo sem The Deer Hunter, The
Dead Zone, Batman Retums, Pulp
Fiction og Nick of Time, er í hlut-
verki hins stórhættulega irska morð-
ingja Hickey. Þá eru foringjar glæpa-
gengjanna leiknir af Ned Eisenberg
Stjarna myndar-
innar, Bruce Willis,
er orðinn einn af
launahæstu leikurum
Hollywood, og má sennflega
þakka það vinsældum Die
Hard myndanna að miklu leyti.
Hann vakti fyrst athygli fyrir
túlkun sína á einkaspæjaranum Dav-
id Addison í hinum vinsældu sjón-
varpsþáttum Moonlighting og fyrsta
kvikmyndahlutverk hans var í grín-
myndinni Blind Date. 1988 skapaði
hann þekktustu persónu sína, lögg-
una og hörkutólið John McClane í
Die Hard, og hefur hann leikið hana
tvisvar siðan, í Die Hard 2: Die Hard-
er og Die Hard with a Vengeance.
Aðrar myndir sem hann hefur leikið
í eru m.a. Pulp Fiction, Nobodys Fo-
ol, In Country, The Color of Night,
The Bonfíre of the Vanities, Mortal
Thoughts, Death Becomes Her, The
Player, Look Whos Talking, Look
Whos Talking Too, Four Rooms og 12
Monkeys, en við eigum von á honum
næst í vísindaskáldsögu Luc Besson,
The Fifth Element.
Christopher Walken leikur miskunn-
arlausan atvinnumorðingja.
Leikstjórinn Walter Hill sló í gegn
með hasarmynd sinni 48 Hours, en
áður hafði hann gert m.a. Hart Ti-
mes, The Driver, The Warriors, Sout-
her Comfort og Streets of Fire. Hann
hefur mikinn áhuga á vestrum og
hefur leikstýrt fjórum slíkum, The
Long Riders, Geronimo: An Americ-
an Legend, Extreme Prejudice og
Wild Bill. Meðal annarra mynda
hans eru Another 48 Hours, Red
Heat, Johnny Handsome og Brewst-
ers Millions. -PJ
UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Finnur Ingólfsson
Það myndband sem er
mér minnisstæðast af
þeim sem ég hef séð að undan-
fórau er mynd Friðriks Þórs, Böm
náttúrunnar. í myndinni tekst
Friðriki með látlausum en áhrifa-
miklum hætti að lýsa ævikvöldi
tveggja íslendinga á þann hátt að
allir skilja, hvort sem þeir eru bú-
settir hér eða í útlöndum. Myndin
hefur fyrir vikið vakið
athygli á íslenskri
kvikmyndagerð og
á íslenskri þjóð.
Þetta gæti aukið
fjölda ferðamanna
hingað til lands
eins og árangur
íslenskra
tón-
listarmanna. Við
sjáum að erlendir fjölmiðlar
hæla íslenskum tónlistarmönnum
á hvert reipi, íslenskar akstursí-
þróttir munu verða á sjónvarps-
skjám um allan heim innan
skamms og í uppsiglingu gæti ver-
ið þýðingarmikil samvinna ís-
lenskra leikstjóra og heimsfrægra
Hollywoodleikstjóra. Þetta eru at-
vinnugreinar með ófyrirsjáanlega
vaxtarmögifleika. Raunveruleg
„Börn náttúrunnar" eru því ís-
lenskir frumkvöðlar, ekki síst í af-
þreyingariðnaöinum, frumkvöðlar
sem láta sér fátt fyrir brjósti
brenna, halda ótrauðir á brattann.
Bjóða örlögunum birginn, rétt
eins og þau Gísli Halldórsson og
Sigriður heitin Hagalín gerðu í
mynd Friðriks Þórs.
-ilk
Hestamaðurinn á
þakinu
The Hor-
semen on the
Roof er frönsk
úrvalsmynd sem
leikstýrt er af
Jean-Paul
Rappaneau sem
þykir einn vand-
virkasti leik-
stjóri Frakka.
Hann gerir fáar
en góöar myndir
og er skemmst
að minnast útfærslu hans á Cyrrano
de Bergerac með Gerard Depardi-
eau í aðalhlutverki.
The Horseman on the Roof hefst í
Frakklandi árið 1843 en þar ríkir al-
gjör upplausn í mörgum borgum
vegna kólerufaraldurs sem geisar.
Unga aðalskonan Pauline hefúr orð-
ið innlyksa vegna kólerunnar og
kemst ekki til heimkynna sinna.
Hún kynnist austurrískum flótta-
manni og dragast þau hvort að
öðru.
Með aðalhlutverkið fer ein vin-
sælasta leikkona Frakka í dag, Juli-
ette Binoche, en hún leikur meðal
annars í The English Patient sem
spáð er mikilli velgengni við af-
hendingu óskarsverðlaunanna. Mót-
leikari hennar er Oliver Martinez.
Skífan gefur út The Horseman on
the Roof og er hún bönnuö börn-
um innan 12 ára. Útgáfudagur er
19. febrúar.
Powder
Undiríónn Powder er sú hræðsla
og fælni sem manneskjan hefur
gagnvart þeim
sem eru öðruvísi.
Aðalpersónan er
Powder sem hef-
ur verið lokaður
frá mnheiminum
allt frá fæðingu.
Það er lögreglu-
stjóri í smábæ
sem uppgötvar
tflvist hans, en
ástæðan fyrir því
að amma hans
lokaði hann frá
umheiminum var að hún taldi hann
vera viðrini. Hann er skjannahvítur
á hörand og hárlaus og af þeim sök-
um er hann kallaður Powder
(hveiti). Þegar Powder er sendur í
skóla taka nemendur honum illa -
era hálfhræddir við sérkennilegt út-
lit hans og útskúfa honum vitandi
og óafvitandi. Það kemur hins vegar
í ljós að Powder er skarpgreindur
og búinn hæfileikum langt umfram
skólafélaga sína. Það veldur honum
samt miklum vonbrigðum að finna
fyrir andúð og uppgötva að jafnaldr-
ar hans vilja ekki viðurkenna hann
vegna útlitsins.
Sean Patrick Flannery leikur
Powder en meðal annarra leikara
era Mary Steenburgen, Jeff Goldbl-
um og Lance Hendriksen.
Sam-myndbönd gefa út Powder
og er hún bönnuð börnum innan
12 ára. Útgáfudagur er 20. febrúar.
Space Truckers
Space Truckers er framtíðarmynd,
en sjálfsagt bregður einhverjum í
brún þegar horft
er á hana því hún
er að mörgu leyti
frumleg og hefur
góðan húmor.
Myndin gerist
2196, einhvers
staðar úti í geimn-
um. Aðalpersónan
er John Canyon
sem er vörubíl-
stjóri. Eins og gef-
ur að skilja er far-
artæki hans eng-
inn venjulegur vörubíll heldur frekar
geimfar sem líkist vörubíl. Canyon
hefur unnið fyrir fyrirtækið en hefur
fengið sig fullsaddan á vinnunni þar
og tekur að sér flutning á vamingi
sem hann fær ekkert að vita um.
Hann veit að áhættan er mikfl en
launin eru góð eftir því. Vamingur-
inn á að fara tfl jarðarinnar og til að
stytta sér leið er ekið í gegnum svæði
þar sem bæði er mikið af rusli og er
vígvöllur geimræningja og fljótt lend-
ir Canyon í klónum á Macanudo, sem
er að mjög litlu leyti mennskur en
því meira vélmenni.
Dennis Hopper leikur Canyon en
meðal annarra leikara era Charles
Dance, Stephen Dorff og Debi Mazar.
Leikstjóri er Stuart Gordon.
Bergvík gefur Space Truckers út
og er hún bönnuð börnum innan
16 ára. Útgáfudagur er 18. febrúar.