Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Page 3
JLX!/' FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 HLJÓMPLjjTU David Bowie - Earthling: Hin fullkomna nýjungagirni *** Tónlistin á Earthling virkar sem stööugt áreiti, hávær, ögrandi og oftar en ekki talsvert ffamandi I- FTgwHlfJ þeím sem fékk æviskammtinn sinn B| y" ' af danstónlist fyrir hálfum öðrum H|KZZf > A áratug. David Bowie og fylgiflskar . i&iBRjí.' - sá hans eru hins vegar svo gæfusam- [ ir aö drekkja sér ekki alveg í tísku- | ýtg/ straumum sem ýmist eru kailaöir Lu»"iiá£~7 y \3EBB3B acid eða drum'n' bass. Þeh fa meö- Laðtf ,.t T', ferö þroskaðra tónlistarmanna sem marga hildi hafa háö og lært aö I nýta sér þá tónlist sem hæst ber og gera hana að sinni. Margt skemmtilegt ber fyrir eyru á Earthling. Sér í lagi má nefiia gít- arleik Reeves Gabrels, stráksins sem Bowie uppgötvaði á síðasta áratug og bauð að leika með sér í hljómsveitinni Tin Machine (blessuð sé minn- ing hennar og megi hún aldrei upp rísa). Frammistaða Gabrels er raunar slík að spyrja má hvort David Bowie hefði ekki átt að skrá plötuna á þá tvo. Gabrels lætur ekki einungis til sín taka sem hljóðfæraleikari. Hann semur jafhframt mörg laganna á plöttmni með Bowie og Mark Plati upptökumanni og hljóðblandara. í fljótu bragði virðast ekki mörg lög af Earthling eiga eftir að rata á Greatest Hits-plötur framtíðarinnar og fæst eiga þau möguleika á vin- sældalistasetu nema kannski Little Wonder. Það er þó síður en svo eina ffambærilega lagið á plötunni, skárra væri það. Seven Years in Tibet er til dæmis afbragðs lagasmíð og Looking for Satellites og Dead Man Walking venjast vel. David Bowie hefur náð sér vel á skrið eftir hörmungarárin í kjölfar Let’s Dance-plötunnar. Earthling og Outside sem út kom fyrir tveimur árum sanna það. Plöturnar eru afskaplega ólíkar, enda hefur Bowie sagt að Earthling sé eiginlega útúrdúr, hljómsveitarplata. Sfðar verði þráð- urinn tekinn upp að nýju ásamt Brian Eno og haldið áffam að spinna ffá því þar sem Outside sleppti. Ásgeir Tómasson Linda Thompson - Dreams Fly Away: Vitnisburður um góða söngkonu *** Tíu ár eru liðin á þessu ári frá því að Linda Thompson söng síðast inn á plötu og níu síðan söngrödd hennar þagnaði alveg. Linda er þó ekki látin heldur varð hún fyrir því að rödd hennar þvarr svo gjörsam- lega að hún hefur ekki getað sung- ið tón í háa herrans tíð. Platan Dreams Fly Away kom út fyrir stuttu og hefur að geyma nokkurs konar þverskurð af ferli Lindu. Á plötunni eru hins vegar margar útgáfur gamalla laga sem ekki hafa komið út áður og þegar saman er talið eru raunar aðeins sex af tuttugu lögum plötunnar óbreytt frá því er þau komu út á sínum tíma. Önnur eru ýmist áður óútgefín eða hefur verið breytt í hljóðblöndun. Aðdáendur Lindu og mannsins hennar fyrrverandi, Richards Thompsons fínna því eitt og annað fram- andi á Dreams Fly Away. Platan sannar að þegar Lindu tókst best upp var hún afbragðs söng- kona. Hér og þar átti hún í erfiðleikum með að skila sínu en yfirleitt stóð hún sig með ágætum. Minnisstæðust af Dreams Fly Away eru lög- in Walking on Wire, Dimming of the Day og auðvitað I Want to see the Bright Lights Tonight. Þau sýna ekki einungis að Linda var góð söng- kona heldur einnig hversu góður lagasmiður Richard Thompson er. Ásgeir Tómasson Komnir aftur á rétta braut Blur-Blur ★★★ Mikið var! Hljómsveitin Blur hefur loksins snúið af villu vin- sældavegar poppsins og upphefúr nú rokkið á ný. Sjálfsagt verða margir þeir sem keyptu Parklife og The Great Escape fyrir nokkrum vonbrigðum með þetta nýja verk Blur sem er meira í ætt við fyrstu tvær plötur sveitarinnar og í raun rökrétt framhald plötunnar Modem Life is Rubbish. Blur hefur á þessari plötu snúið sér meir að rafmagnsgíturunum og breska hrá- leikanum með amerísku rokkívafi, sem verður að teljast breyting til betri vegar eins og fram kom 1 byrj- un. Nýja platan byrjar að vísu á heldur bítlalegu lagi sem varð fyrir val- inu sem fyrsta smáskífa plötunnar og nefiiist það Beatlebum. Ágætlega grípandi lag. Strax í lagi nr. 2 sem heitir einfaldlega Song 2 er hlustand- inn sleginn með háum, hrámn gítarleik sem minnir helst á Botnleðju (þeirra uppáhald). Þegar líður á plötuna bætast effektar á strákslega rödd Damon sem gerir strax mikið og hljómsveitin leyfir sér notkun á hinrnn ýmsu tölvutöktum til að auka breiddina. Yfirbragð plötunnar er hrátt og hljóðfæraleikur einfaldur í flestmn tilfellum (engin Satriani-gítarsóló eða flókin trommubreik) en meðlim- ir sveitarinnar skila sínu í frumlegheitum frekar en fæmi. Bestu lög plötunnar að mínu mati era: Country Sad Ballad Man, M.O.R., On Your Own (verðandi útvarpssmellur), Youre so Great og Death of a Party (sem stendur sér á parti sem besta lag plötunnar). Hljómsveitin fær líka bónuspunkta fyrir lagið Essex Dogs. Platan telst þó ekki vera meistarastykki, en efhiviðurinn er til staðar, svo mikið er víst. Að síðustu fær Blur síðan hrós fyrir að taka baksíðumyndina á ís- landi. íslandsvinir lengi lifi! Húrra... Guðjón Bergmann - önnur breiðskífa sveitarinnar vekur athygli Breska hljómsveitin Reef hefúr verið að gera vart við sig á plötu- markaðnum upp á síðkastið. Út- varpshlustendur ættu nú þegar að kannast við lagið Place Your Hands sem hefúr að margra mati verið ofspilað á útvarpsstöðvum landsins það sem af er ársins. Lag- ið er tekið af annarri plötu sveitar- innar sem ber nafnið Glow og nú þegar hefur X-ið 97,7 kynnt annað hljómsveitin Reef spilamennsku. Þeir létu ekki þar við sitja, heldur hættu þeir i skólanum, fluttu sam- an í stóra ibúð miðsvæðis og byrj- uðu að semja tónlist. Fyrsta breið- skífa sveitarinnar kom síðan út árið 1995, en vakti ekki endilega athygli sem skyldi. Önnur breið- skífa sveitarinnar ætlar þeim greinilega önnur forlög og hefur þegar vakið á hljómsveitinni verð- skuldaða athygli. Reef spilar hrátt, melódískt rokk og framburðm: söngvarans minnir um margt á framburð Mick Jag- ger, en nánar verður fjallað um það í plötudómi hér í DV innan skamms. Nettengdir aðilar sem vilja nán- ari upplýsingar um sveitina Reef geta farið á slóð http://www.reef.co.uk. GBG Reef samanstendur af: Jack Bessant bassaleikara, Dominic Greensmith trommuleikara, Kenwyn House gítarleikara og hinum rifraddaða söngvara, Gary Stringer. lag af plötunni sem liklegt er til vinsælda. Reef samanstendur af: Jack Bessant bassaleikara, Domin- ic Greensmith trommuleikara, Kenwyn House gítarleikara og hinum rifraddaða söngvara, Gary Stringer. Forsaga sveitarinnar er forlaga- saga. Þannig vildi nefnilega til að Gary, Jack og Kenwyn voru allir aldir upp í andlegasta hluta Eng- lands, nefnilega Glastonbury. Gary og Jack áttu það til að spila saman í hljómsveitum og vissu af gítarleikaranum Kenwyn en það var ekki fyrr en allir þrir voru fluttir til London að hljómsveitin Reef myndaðist. Svo heppilega vildi til að Jack og Kenwyn voru þar í sama tónlistarskólanum og eftir að þeir höfðu kynnst í gegn- um sameiginlegan vin beggja hóf ÍlEJJjJ yjJíiijjjjjjj Aðdáendur gítargoðsins Jimi Hendrix ættu að kæt- ast þar sem nú er á leiðinni geislaplata með sjaldgæfri og áður óútgefmni tónlist hans. Það er fjölskylda kappans sem stendur aö út- gáfunni en hún náði nýlega útgáfuréttinum að lögum kappans af lögmanni nokknun sem hafði makaö krókinn á því að gefa út tónlist Jimi Hendrix. Þetta markmið náöist eftir löng málaferli (þau stóðu í tvo áratugi) en flölskylda Jimi Hendrix naut aðstoð millj- arðamæringsins og með- stofnanda Microsoft, Pauls Allens. Geislaplatan kemur út í Bandaríkjunum þann 22. apríl næstkomandi. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.