Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Qupperneq 5
DV FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 19 To^listarviðb ársins 1996 Tónleikar Bjarkar Guðmunds- dóttur, David Bowie og bresku sveitarinnar Pulp voru haldnir undir merkjum Listahátíðar í síð- astliðið sumar og taldist vera tón- listarviðburður ársins á íslensku tónlistarverðlaununum. David Bowie lét sig ekki muna um það að fylla Laugardalshöllina þann 23. júní. Alls sóttu 5500 manns tónleikana sem þóttu hinir glæsilegustu. Hljómsveitin Lhooq hitaði upp fyrir stjömuna en allt ætlaði vitlaust að verða þegar Bowie tók gömlu slagarana sína eins og Heroes og Under Pressure sem hann gerði frægt með hljóm- sveitinni Queen á sínum tíma. Daginn eftir var komið að Björk Guðmundsdóttur að leika i Laug- ardalshöll og þó ekki hefðu jafn- margir komið til þess að sjá hana og Bowie var það mál manna að tónleikar hennar hefðu verið afar vel heppnaðir þó einhverjir hafi haft það á orði að hún hefði mátt vera lengur á sviðinu. Sérstaka lukku vakti þegar hún söng á ís- lensku þau lög sem hún hefur gert fræg erlendis á ensku. Tvö ár vom frá því að Björk hélt tónleika síðast á fslandi. Með Björk spil- uðu breska hljómsveitin Metal Headz Plaid og imnusti hennar Goldie. Um fimm þúsund manns fögn- uðu Jarvis Cocker og félögum hems í sveitinni Pulp gífurlega þegar hún hélt tónleika í Laugar- dalshöllinni þann 2. júlf síðastlið- inn. Jarvis, sem er þekktur fyrir að yrkja ekki um neitt nema það tengist kynlífi, fór á kostiun og náði góðu sambandi við áheyrend- ur sína með léttu spjalli milli laga um Hvítárferðir og heimspekileg- um vangaveltum. Margir þeirra voru reyndar orðnir aðframkomn- ir vegna hita og þreytu áður en Pulp hóf leikinn. fslensku sveit- imar Funkstrasse, Botnleðja og SSSól höfðu nefnilega hitað þá hressilega upp. Eins og við var að búast var fögnuður áhorfenda mestur þegar lög eins og Disco 2000 og óðurinn góði inn meðaljón- inn, Common People, voru flutt. -JHÞ ★ . - ^ nlist ir *ir Gunnar Þórðarson er heiðursverð- launahafi íslensku tónlistarverðlaun- anna 1997. Hann hefúr verið atvinnu- maður í tónlist í þrjá áratugi. Hann vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Skuggum en er þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitunum Hljóm- um og Trúbrot. Gunnar Þórðarson er einn afkastamesti lagasmiður lands- ins og hefur samið vel yfir 300 lög. Hann hefur ekki einungis samið dæg- urtónlist heldur hefur hann einnig samið sinfóníska tónlist. Undanfarin ár hefúr hann snúið sér að alvarleg- um tónsmíðum en hann stendur enn upp úr sem dægurlagasmiður. Stjama Páls Rósinkranz hefúr skin- ið bjart undanfarin misseri enda hef- ur lag hans, I Believe in You, af sam- nefiidri gospelplötu verið afar vin- sælt. Platan gekk einnig vel í tónlist- arþyrsta íslendinga. Páll var einnig valinn söngvari ársins í hittifyrra. Aðrir sem hlutu tilnefningu voru Bjami Arason, Bubbi Morthens, Páll Óskar og Stefán Hilmarsson. Emilíana Torrini hefúr gert garð- inn frægan á tveimur stöðum að und- anfómu. Hún átti söluhæstu plötuna fyrir síðustu jól, sú heitir Merman. í öðra lagi söng hún í söngleiknum Stone Free (og á samnefndum geisla- diski). Aðrar sem hlutu tilnefningu vora Andrea Gylfadóttir, Anna Hall- dórsdóttir, Björk Guðmundsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir. Anna Halldórsdóttir söngkona, sem gaf út plötu sína Villtir morgnar fyrir jólin, var valin bjartasta vonin í ár. í fyrra hlutu rokkjöframir í Botnleðju þennan titil en þeir eru óskoraðir sig- urvegarar íslensku tónhstarverðlaun- anna 1997. Dead Sea Apple, Margrét Kristin Sigurðardóttir, Quarashi og Slowblow voru einnig tilnefnd. Stefán Hilmarsson, Máni Svavars- son og Friðrik Sturluson hljóta sam- eiginlega titilinn lagahöfundur ársins. Þeir unnu saman að plötu Stefáns, Eins og er, en þar eru famar ótroðnar slóðir. Aðrir sem vora tilnefndir eru Bubbi Morthens, Jóhann Helgason, Magnús Eiríksson og Þorvaldur Bjami Þorvaldsson. Magnús Þór Jónsson (Megas) er textahöfúndur ársins. Hann gaf út nýja plötu fyrir síðustu jól sem hann kallar Til hamingju með fallið og þar er að finna beitta texta eins og á öllum öðrum plötrnn hans. Andrea Gylfa- ar voru þeir Stefán S. Stefánsson sax- ófónleikari, Hilmar Jensson gítarleik- ari og Bjöm Thoroddsen gítarleikari tilnefndir. dóttir, Bubbi Morthens, Magnús Ei- ríksson og KK og Stefán Hilmarsson vom einnig tilnefiid. Eiður Amarsson sem spilar í Tod- mobile og hefur einnig leikið í Snigla- bandinu er bassaleikari ársins 1997. Hann tók þátt í endurreisn Todmobile sem gengið hefur afar vel. Aðrir sem voru tilnefndir eru Jakob Smári Magnússon, Jóhann Ásmundsson, Ragnar Páll Steinarsson og Róbert Þórhallsson. Kristinn Ámason telst eiga klass- íska geislaplötu ársins í ár. Hún kall- ast Northem Light/Sor Ponce. Aðrir sem vom tilnefiidir vora Hljómeyki með plötu sína Koma, Marta G. Hall- dórsdóttir og Öm Magnússon með plötuna íslensk þjóðlög (Safn Engel Lund), Þorsteinn Gauti Sigurðsson með Píanókonsert nr. 2 í c- moll eftir Rachmaninov og Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar með plötuna Grand Partita eftir Mozart. Friðrik Karlsson úr gæðasveitinni Mezzoforte var valinn gítarleikari árs- ins. Haim starfar í London og hefúr verið gítarleikari fyrir Madonnu. Mezzoforte gaf nýlega út plötuna Mon- key Fields og hlotið góðar viðtökur er- lendis. Eðvarö Lárusson, Guðmundur Sigurður Flosason saxófónleikari er jazzleikari ársins. Fyrri tvö árin sem þessi heiðursverölaun hafa verið veitt hefur Eyþór Gunnarsson píanó- leikari fengið verðlaunin. Eyþór var tilnefiidur i ár og auk hans og Sigurð- Pétursson (sem var gítarleikari ársins þrjú undanfarin ár), KK og Þorvaldur Bjami Þorvaldssson voru einnig til- nefndir. Velgengni félaganna úr Mezzoforte í íslensku tónlistarverðlaununum er mikil. Óskar Guðjónsson úr þeirri ágætu sveit er blásturshljóðfæraleik- ari ársins en Jóel Pálsson, Sigurður Flosason, Stefán S. Stefánsson og Veigar Margeirsson vom einnig til- nefndir. HlíÓTnborösleikari Eyþór Gunnarsson er nú valinn hljómborðsleikari ársins í þriðja sinn. Hann er meðlimur í Mezzoforte og hefúr einnig spilað með Bubba Morthens. Aðrir þeir sem voru til- nefndir eru Jón Ólafsson (hann hreppti hnossiö í hittifyrra), Kjartan Valdemarsson, Máni Svavarsson og Pálmi Sigurhjartarson. Gunnlaugur Briem úr Mezzoforte er valinn trommuleikari ársins í fjórða skipti og er hann eini tónlist- armaðurinn sem hefur hlotið ís- lensku tónlistarverðlaunin öll árin sem þau hafa verið veitt. Einar Val- ur Scheving, Haraldim Freyr Gísla- son, Jóhann Hjörleifsson og Matthí- as Hemstock vom einnig tilnefndir sem trommuleikari ársins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.