Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 Fréttir Verkalýðshreyfingin og kjarasamningar: Þröng miðstýring á ekki lengur við í samningum - segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur samningum er mál þeirra sem því halda fram. Þaö veröur hver að hafa það fyrir sig. Ég tel að við höf- um gert, eftir atvikum, góðan kjara- samning. Það er því kannski rétt að spyrja okkar viðsemjendur að þvi hvort þeir séu tilbúnir að gefa eitt- hvað sérstaklega eftir vegna þess að menn telji þetta einhverja pólitik. Ég hef ekki þekkt samtök vinnu- veitenda að slíku. Það er nógu erfitt að fá þá að samningaborðinu til samningsgerðar. Ég hef aldrei fund- ið fyrir því að þeir séu tilbúnir að gefa eitthvað eftir bara eftir því hvaða pólitískur litur er á viðmæl- endum þeirra.“ Breyttar aöstæöur - Þú nefndir áðan að þjóðfélagið væri að breytast. Hefur verkalýðs- hreyfingin breytt sínum vinnu- brögðum i takt við það? „Nei, en hún verður að gera það. Verkalýðshreyfingin verður að laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfé- laginu. Annars situr hún eftir með sárt ennið. Ég get nefnt sem dæmi um breytt vinnubrögð hjá okkur að Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur verið að vinna að þessum kjarasamningi, sem nú hefur verið undirritaður, síðan i nóvember 1995. Þá hófst vinna við okkar kröfugerð sem við lögðum síðan fram við okkar viðsemjendur 10. febrúar síðastliðinn." - Það hefur verið ýjað að því, Magnús, að Verslunarmannafélag Reykjavíkur sé á leið úr Alþýðu- sambandi íslands eftir átökin og at- burðina á síðasta þingi VSÍ þegar verslunarmönnum þótti að sér veg- ið? „Ég kannast ekkert við þetta og tel þetta fjarri lagi,“ sagði Magnús L. Sveinsson. -S.dór „Auðvitað er maður aldrei full- komlega ánægður með kjarasamn- inga en ég er tiltölulega sáttur við þennan samning. Hann er í takt við það sem við sömdum um við Félag íslenskra stórkaupmanna. Þar var ramminn að þessum samningi myndaður. Ef allt gengur eftir skil- ar hann okkur 8 til 10 prósenta kaupmáttaraukningu á næstu 3 árum og það er alltaf markmið við gerð kjarasamninga að þeir skili kaupmáttaraukningu," sagði Magn- ús L. Sveinsson, formaður Verslun- armannafélags Reykjavikur, eftir að hann hafði undirritað nýjan kjarasamning við vinnuveitendur í gær. Forysta VR - Verslunarmannafélag Reykja- víkur, undir þinni stjóm, hefur óvænt tekið forystuna í þessum samningaviðræðum og lokið sinni samningagerð. Hvaða skýring er á því? „Ég skal ekkert segja um það hvort við höfum tekið forystu. Viö höfum í raun ekki gert annað en fylgja eftir þeirra hugmyndafræði sem við höfum verið að vinna að hjá Verslunarmannafélagi Reykja- víkur um alllangt skeið.“ - Kjarasamningagerð hefur um langt árabil verið með nokkuð hefð- bundnum hætti. Nú hefur orðið breyting á og eitt félag, að vísu stórt, tekur forystuna og leggur lín- urnar. Hvað veldur? Breytt þjóöfélag „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þjóðfélagið er að breyt- ast. Sú þrönga miðstýring sem ráð- ið hefur ferðinni við gerð kjara- samninga á undanfömum áratug- um á ekki lengur við. Við höfum verið að berjast fyrir því í VR og ég hef verið mjög harður baráttumað- ur fyrir því að breyta samnings- Magnús L. Sveinsson, formaöur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, tók óvænt forystuna í kjarasamningaviðræöun- um og geröi nýjan samning aöfaranótt mánudagsins. Hér takast þeir í hendur, Magnús L. Sveinsson og ólafur B. Ólafsson, formaöur Vinnuveitendasambands íslands forminu. Ég hef viljað fara með það út i starfsgreinar og jafnvel fyrir- tæki og það er að takast núna. Það sýnir sig að það er jarðvegur fyrir þessu núna. Þegar við vorum búin að gera samninginn við Félag ís- lenskra stórkaupmanna, sem er auðvitað hreinn starfsgreinasamn- ingur, þá opnuðust leiðir til að gera kjarasamninga við ýmis stór fyrir- tæki. Þau vom fús til samnings- gerðar og töldu eðlilegt að samn- ingsformið færðist nær þeim. Þetta er að mínum dómi liður í því að færa samningana nær fólkinu sjálfu." DV-mynd ÞOK Pólitískur samningur? - Er þetta pólitískur samningur eins og sumir hér í Karphúsinu halda fram? „Þetta er kjarasamningur á gmndvelli þeirra krafna sem við lögðum fram. Hvort menn finna einhverja pólitíska lykt af þessum I I < ( ( ( ( Dagfari Æ, æ, engin verkföll Það eru slæmar horfur í samn- ingamálunum. Síðustu fréttir em þær að það sé komið samninga- hljóð í mannskapinn. Menn em famir að semja. Það boðar ekki gott. Það þýðir að einhver hefur gefist upp. Éinhver hefur gefið eft- ir en samningar í karphúsinu ganga einmitt út á það að taka menn á taugum. Láta ekki á neinu bera, vera ískaldur fram á síðustu stundu, lemja í borðið, hóta, neita, ganga út, skella dymm, sem sagt haga sér eins og samningar komi ekki til greina og þá gefur viðsemj- andinn sig. Þá bila þeir sem eiga að bila. Verkalýðsfélögin voru búin að afla sér verkfallsheimilda. Þeir hjá Mjólkursamsölunni vom meira að segja famir af stað. Verkalýðsfor- ingjarnir vom komnir með verk- fallshótanimar upp á vasann og búnir að skipuleggja verkfollin út í æsar og það var blómatíð fram undan. Verkalýðsforingarnir voru búnir að vera sérlega grimmir í framan og höfðu staðið sig frábær- lega vel. Þeir sýndu það aftur og aftur í sjónvarpinu hvers þeir voru megnugir. Sjónvarpið er lykilatrið- ið. Það veit enginn út í verkalýös- félögunum hvað menn segja á samningafundum, hver sofi og hver vaki og það veit enginn um frammistöðu einstakra foringja nema það sem kemur í sjónvarp- inu. Og þess vegna verða menn að standa sig í sjónvarpinu. Vera grimmir, vera harðir, hóta, neita, berjast fram í síðustu setningu fyr- ir verkalýðinn og málstaðinn. Þetta hefur mörgum verkalýðs- foringjanum tekist og launafólkið hefur fengið byr undir báða vængi og menn herðast í stéttarátökunum og bíta í skjaldarrendur og sam- þykkja orðalaust að fara í verkfall. Að minnsta kosti að hóta að fara í verkfall. Það er svipan sem dugar, hugrekkið sem felst í samstöðunni, alvaran á bak við kaupkröfurnar. Og þetta var búin að vera góð lota. Vinnuveitendur voru linir og taugaveiklaðir. Stórkaupmenn sviku lit og sömdu, þeir fyrir aust- an sömdu og Verslunarmannafé- lagið var búið að gera samninga, sem voru að vísu ómögulegir samningar, en samningar þó sem brutu samstöðuna hjá vinnuveit- endum á bak aftur og þetta var tangarsókn sem hinir verkalýðs- foringjarnir voru ekki fullkomlega sáttir við en VR hafði samt samið og það sýndi að hægt væri að semja þótt menn treystu sér full- komlega til að semja betur. Nú var bara að hafa þolinmæði og taugar og menn voru komnir með verkfallshótanir og sumir höfðu gengið út, jafnvel tvisvar, jafnvel oftar og þetta leit afar vel út fyrir helgi. Það voru engir samn- ingar framundan og allt stefndi í verkfoll. En auðvitað vilja menn ekki verk- foll. Auðvitað var verkfallshótunin ekki ætluð til raunverulegra verk- falla. Hver hefur efni á verkfalli? Hver er tilbúinn að afsala sér vinnu og launum fyrir einhverjar skitnar prósentur sem hvort eð er hverfa í verðbólguna. Það hefur enginn efni á verkfalli þegar til kastanna kemur og kannske er það best að semja eins og VR og semja bara einhvem veginn og allir sáu jú í sjónvarpinu að verkalýðsforingjamir höfðu gert sitt besta. Þeir höfðu neitaö og fuss- að og gengið á dyr og verið alvarleg- ir í framan og náð mjög góðum ár- angri í öllum viðtölum sem við þá hafa verið tekin. Þetta hefur verið löng og ströng samningalota og menn eru orðnir þreyttir og nenna þessu ekki leng- ur. Sjónarspilið hefur jú tekist. Dagfari ( ( ( ( ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.