Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997
7
Fréttir
> Líöur vítiskvalir en hefur beöið eftir aögerð í fimm mánuði:
Lífiö hefur ver-
ið píslarganga
síðan 1991
\ - segir Eyþór Ragnarsson, Hornfirðingur á fertugsaldri
„Eg þori lítið að hugsa um bata-
horfur mínar og læt hverjum degi
nægja sínar þjáningar. Ég veit ekk-
ert hvað framtíðin ber í skauti sér
og þori ekki og get ekki tekið nein-
ar ákvarðanir um hvað muni
verða. Ég var heppinn að hitta
Halldór Jónsson bæklunarlækni
því honum þakka ég það að geta þó
staulast um í dag. Ég var nánast al-
veg orðinn rúmfastur," segir Ey-
' þór Ragnarsson, Homflrðingur á
fertugsaldri, sem beðið hefur sár-
þjáðrnr eftir aðgerð á bæklunár-
skurðdeild Landspítalans síðan í
október.
Eins og fram kom í svörum heil-
brigðisráðherra á Alþingi á dögun-
um eru biðlistar eftir að komast í
aðgerðir á sjúkrahúsunum mjög
langir og sumir hafa þurft að bíða
I í allt að þrjú er eftir að komast að.
Á bæklunarskurðdeild bíða nú
1.300 manns eftir að komast í að-
gerð og því er Eyþór aðeins eitt
dæmi af ótal mörgum.
„Ég áfellist ekki sjúkrahúsin og
alls ekki læknana en það er afskap-
lega pirrandi að heilbrigðiskerfið
skuli ekki vera í stakk búið til þess
að þjóna sjúklingum betur en raun
ber vitni. Fjöldi fólks er frá vinnu
vegna þessa og það hlýtur að vera
hagur þjóðfélagsins að gera þó
ekki væri nema hluta þessa fólks
vinnufært sem fyrst.“
Eyþór segir bakvandamál sitt
hafa byrjað með brjósklosi fyrir
um tíu árum og síðan 1991 hafi líf
hans verið ein píslarganga. Hann
var fyrir nokkru nánast alveg
kominn í rúmið en nú „staulast
hann um“ og er ósjálfbjarga að
miklu leyti. Hann segist vera með
stanslausa verki í bakinu og að
annar fóturinn sé hálflamaður.
„Það gáfu sig liðir í hryggnum,
þeir hafa verið skrúfaðir saman og
það er gífurlegt magn af jámi inni
í mér til þess að halda mér sam-
an.“
Eyþór bíður þess nú að komast í
sína nírrndu bakaðgerð og hann er
starfsfólki og yfirlækni bæklunar-
skurðdeildar innilega þakklátur
fyrir þá umönnun sem hann hefur
fengið. Hann var búsettur á Homa-
firði, þar á hann hús og vanda-
menn, en vegna krankleika síns
hefur hann ekki getað búiö eystra
í nokkur ár. Hann býr nú í gestaí-
búið Sjálfsbjargar í Hátúni í
Reykjavík þar sem vel er um hann
hugsað.
„Ég vorkenni ekki sjálfum mér
en fólk getur ekki gert sér það í
hugarlund hversu mikil áhrif
langvarandi veikindi hafa á fólk.
Ég hugsaöi ekki út í þessa hluti
Hraðfrystistöð Þórshafnar:
Eyþór Ragnarsson líöur vítiskvalir en hefur þurft aö bíða eftir bakaögerö á
bæklunardeild Landspítalans síöan í október síöastliönum. Hann segir aö líf
sitt hafi verið ein píslarganga síöan 1991 en viö brjósklos hefur hann glímt í
tfu ár. DV-mynd Hilmar Þór
fyrr en ég lenti í þessu og þannig
er það eflaust með marga fleiri.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur og fólk ætti að hugsa
meira um heilsuna. Hún er það
dýrmætasta sem við eigum,“ segir
Eyþór Ragnarsson. -sv
>
>
>
>
Ibúar fá forkaups-
rétt á hlutabréfum
DV, Akureyri:
íbúum Þórshafharhrepps var
fyrir helgi send greinargerð sveit-
arstjóra hreppsins um sölumál
hlutabréfa í Hraðfrystistöð Þórs-
hafhar þar sem sveitarstjórinn
rakti gang þeirra mála undanfarin
ár. Um leið fengu íbúarnir senda
tilkynningu um forkaupsrétt
þeirra á hlutabréfum í HÞ.
íbúunum er gefinn kostur á að
kaupa hlutabréf sem eru í eigu
FRÆS ehf. sem er eignarhaldsfélag
sveitarsjóðs og fer með hlutafiár-
eign sveitarfélagsins. Hámarks-
upphæð sem hverjum einstaklingi
verður heimilt að kaupa fyrir sam-
kvæmt forkaupsrétti nemui
389.700 krónum og tekur sú upp-
hæð mið af því að nýta að fvólu
skattaafslátt vegna hlutabréfa-
kaupa eins og hann er í dag.
Bréfin eru boðin með 5% afslætti
frá vegnu meðalgengi á forkaups-
réttartímanum en síðasta skráða
sölugengi þeirra er 4,30. Bréfin
veröa seld gegn staðgreiðslu en í
samvinnu við Sparisjóð Þórshafnar
og nágrennis verður boðið upp á
fjármögnum kaupanna til allt að 36
mánaða, gegn handveði í viðkom-
andi hlutabréfi. Forkaupsréttartím-
inn er til og með 20. mars. -gk
>
>
>
>
>
>
>
>
>
Akureyri:
Leigjendasam-
tök stofnuð
DV, Akureyri:
Leigjendasamtök Norðurlands
verða stofhuð á fundi sem boðað
hefur verið til nk. fimmtudags-
kvöld kl. 20 í Alþýðuhúsinu á
Akureyri. Undirbúningsnefnd
hefur starfað að stofnun samtak-
anna síðan í haust og gengið
mjög vel, að sögn Sigurjóns
Pálmasonar, formanns nefndar-
innar.
Ákveðið er að Leigjendasam-
tök Norðurlands þjónusti Norð-
urland allt og verði hagsmuna-
samtök leigjenda sem upplýsi og
aðstoði leigjendur í hveiju því
sem tengist leigumálum. Eitt af
fyrstu áherslumálum hinna nýju
samtaka verður að hvetja þau
sveitarfélög sem ekki greiða hú-
saleigubætur til að taka það upp.
Undirbúningshópurinn segir að
það sé engan veginn veijandi að
leigjendur í sumum sveitarfélög-
um þurfi að þola misrétti sem er
í því að sum sveitarfélög greiði
slíkar bætur en önnur ekki, og
brýnt sé að ríki og sveitarfélög
komi sér saman um hvernig fjár-
magna skuli húsaleigubótakerfið.
Sigurjón Pálmason segir að
kynning á stofnun samtakanna
hafi gengið sérstaklega vel, en í
undirbúningshópnum hafa m.a.
starfað fulltrúar framhaldsskól-
anna á Akureyri og fleiri aðilar
eins og verkalýðsfélög, húsnæðis-
samvinnufélög og stofnanir á
vegum ríkis og sveitarfélaga hafi
heitið stuðningi sínum.
-gk
ÞÆR ERU KOMNAR TIL AB VERA!!!
INSTITUTE-FOR-SKII\I-THERAPY
SNYRTIVÖRUR STJARNANNA í H0LLYW00D!
Ótrúlega áhrifaríkar, náttúrulegar, ofnæmisprófaðar og ilmefnalausar snyrtivörur - án og með
ávaxtasýru. (AHA 5 -10%). Framleiddar í Kaliforníu, USA, þar sem fólk hefur hvorki tíma né áhuga
á að bíða eftir SÝNILEGUM árangri. Vill aðeins það allra besta - STRAX!
Næturkrem (AHA10%), augnkrem (AHA 5%), dagkrem, hreinsikrem, hand- og líkamskrem (heldur
niðri psoriasis), andlitsmaskar o.fl.ofl. Líka einstaklega virk krem- og maskameðferð ætluð
bóluhúð.
Snyrtivörurnar frá INSTITUTE-FOR-SKIN-THERAPY eru einungis fáanlegar á völdum snyrtistofum
í Kaliforníu og nú líka á íslandi hjá Snyrtistofunni MAJU, Bankastræti 14, Reykjavík, Snyrtistofu
DÍU, Bergþórugötu 5, Reykjavðík og Snyrtistofu Löllu, Grænumörk 10, Hveragerði.
Fást bæði í venjulegum umbúðum og stærri vinnuumbúðum fyrir snyrtistofur.
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ.
g É Heildsala-smásala-upplýsingar
Síðumúla 17 • 108 R. • Sfmi: 588-3630 • Fax: 588-3731
Opi6 kl. 10-12 og 17-19 daglega
ÞAÐ SÉST RAUNVERULEGUR MUNUR
Á HÚÐINNI Á ÖRFÁUM DÖGUM.
HÚN VERÐUR HEILBRIGÐ, SLÉTT OG
SKÍNANDI