Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997
5
Fréttir
pv____________________________
Kjarasamningagerðin er að breytast:
Vægi heildarkjarasamn-
inga er að minnka
- segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ
„Ég skal viðurkenna það að ég
var ekki kátur yfir samningi VR
og stórkaupmanna á dögunum. Ég
hefði viljað sjá samning á lægri
nótum heldur en sá samningur
var og sá sem nú var verið að und-
irrita,“ sagði Þórarinn V. Þórar-
insson, framkvæmdastjóri VSÍ, í
samtali við DV, eftir að hann hafði
undirritað nýja kjarasamninga við
VR.
Hann sagði að það hefði alltaf
verið markmið Vinnuveitenda-
sambandsins að gera samninga
sem væru samræmanlegir mark-
miðum um að verðbólgan færi
ekki yfir 2 prósent. Þessum nýju
kjarasamningum muni fylgja
meiri verðbólga en 2 prósent en
þeim muni ekki fylgja nein óða-
verðbólga.
„Hins vegar er alveg ljóst að
samningarnir sem VR gerði við
heildsalana markaði ákveðið gólf
fyrir VR að standa á í samningum
og raunar síðan Rafiðnaðarsam-
bandið,“ sagði Þórarinn.
Hann var spurður hvort búið
væri með þessum samningum að
brjóta ísinn og aðrir samningar
jorðu eins og þessir:
„Það met ég svo. Þessir samn-
ingar eru þríþættir að því leyti að
samningurinn við Iðju er mjög á
þeim nótum sem við höfum verið
að ræða um frá því í síðustu viku.
Samningurinn við VR byggir
meira á fyrirtækjaþættinum. í
honum er atriði sem við höfúm
verið að þróa með okkur síðan í
haust um staðlaðan fyrirtækja-
þátt. Þar er um að ræða að starfs-
fólk í verslunum getur tekið upp
sveigjanlegan dagvinnutíma gegn
hærra kaupi. Samningurinn við
rafiðnaðarmennina er svona
Kj arasamningarnir:
Kauphækk-
unin frá 12,3
til 13,4 pró-
sent
Þeir þrír kjarasamningar sem
gerðir voru í fyrrinótt milli Verslun-
armannafélags Reykjavíkur, Rafiðn-
aðarsambandsins og Iðju annars veg-
ar og VSÍ hins vegar, eru í aðalatrið-
um mjög líkir nema samningstíminn.
Hjá VR hækka öll laun um 4,7 pró-
sent við undirritun samningsins.
Þann 1. janúar 1998 hækka launin um
4,0 prósent og 1. janúar 1999 um 3,65
prósent. Samningurinn gildir til 15.
febrúar árið 2000. Lægsti taxti af-
greiðslufólks, eftir þessa samninga, er
byrjunarlaun fyrir 18 ára sem eru
61.884 krónur á mánuði. Eftn fimm
ára starf hjá sama fyrirtæki er taxti
afgreiðslufólks 67,120 krónur á mán-
uði.
Hjá rafiðnaðarmönnum hækka
launin um rúm 14 prósent i samning-
um þeirra á almennum markaði og
við Reykjavíkurborg en um 13,4 pró-
sent í samningum við stórkaupmenn.
Þá lengist orlof þeirra um 3 daga auk
ýmissa breytinga á launataxtakerfinu.
Launahækkunaráfangar eru við und-
irritun og síðan 1. janúar 1998,1. jan-
úar 1999 og 1. janúar árið 2000.
Hækkun á taxta iðjufólks er svip-
aður því sem gerist hjá verslunar-
mönnum nema hvað allra lægstu taxt-
arnir hækka verulega. Samningur
Iðju gildir fram i október 1999.
1 öllum þessum samningum er
ákvæði um að dagvinnutími megi
vera 8 stundir á tímabilinu frá klukk-
an 7.00 til klukkan 19.00. -S.dór
meira einfaldur prósentuhækkun-
arsamningur," sagði Þórarinn.
Hann var spurður um það sem
haldið var fram í karphúsinu í
gær að um pólitíska samninga
væri að ræða:
„Það er algerlega fráleitt að
halda slíku fram. Ef menn horfa á
þetta af sanngirni hljóta þeir að
sjá að það er fólk úr öllum stjórn-
málaflokkum sem hefiu- komið að
þessari samningsgerð. Ég fúllyrði
einnig af langri reynslu að afstaða
manna til stjórnmálaflokka hefur
ekki ráðið gerðum forystumanna í
verkalýðshreyfingunni um mörg
undanfarin ár. Það hefur heldur
ekki gerst i þessum samningum."
Ertu sammála því að umhverfíð
sé að breytast hvað kjarasamn-
ingagerð varðar?
„ Já, ég held að þessir samningar
nú, séu liður í því að færa samn-
ingagerðina nær fyrirtækjunum.
Ég sé fyrir mér að vægi heildar-
samninga með hátíðlegum undir-
skriftum eins og nú minnki á kom-
andi árum,“ sagði Þórarinn V.
Þórarinsson. -S.dór
LIONSKLUBBURINN EIR
kynnir
» ' ......... .... '
„Þessi mynd er galdur sem dáleidir þi$
þér gjörsamlega í sitt band og þú óskar
að hún megi aldrei hætta".
(Ásgrímur Sverrisson. Land og sytii
rit kvikmyndagerðarmanna)
„Ljúfasta mynd ársins ... Hjartastyrkjai
perla sem hlýtur að fá erlenda óskarinn".
(Þorfinnur Ómarsson. Land og synir)
KOLYA
HÁSKÓLABÍÓI 12. MARS KL. 20.30
Sérstök forsýning.
Allur ágóði sýningarinnar rennur til vímuvarna.
EFTIRTALIN FYRIRTÆKI STYRKJA ÞESSA SYNINGU:
I t.i ■..niKf tmllii hf
HeimmstæKi ni
s TRYCONCA MBSTÖÐiNHF.
VERSLUNARA4AN NAFEIAC HAFNARFJAKÐA8
TCAGIom
Landsbanki
fslands
I Bankl allra Ujndsxnanna
RÁÐGAKURM
si^m\RœHEKsni«RÁÐqOF
i®pn r^n
Faid.nl 14 og lOóbaa Hafrwllri
Slmar S4XS05 og S«S4)1«S
. OSTA OG
í SHJÖRSALAN SF.
ÍSLENSKA VERSLUANRFÉLAGIÐ • ÁRGERÐI • TEXTI H/F • ÁRBÆJARAPÓTEK • TP OG C/O • Ó.M. BÚÐIN • SÓL OG
SÆLA, MIÐBÆJARMARKAÐI• HOLTS APÓTEK • ÓLAFUR ÞORSTEINSSON EHF • KREDITKORT • ANDRÉS FATAVERSLUN
• VERKFRÆÐISTOFAN VISTA • BERGVÍK, SKIPAÞJÓNUSTA - SKIPAVARAHLUTIR