Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997
Utlönd
Uppreisnarmenn í Albaníu treysta Berisha forseta ekki lengur:
A það skilið að vera
hengdur á tungunni
Uppreisnarmenn í Albaníu lögöu
nokkra bæi til viðbótar í suðurhluta
landsins undir sig í gær og víða
mættu þeir engri mótspymu af
hálfu stjómarhersins. Uppreisnar-
mennimir hafna alfarið samkomu-
lagi Salis Berishas forseta við
stjórnarandstöðuna um þjóðstjóm
fram aö kosningum í júní. Sam-
komulagið kveður einnig á um sak-
aruppgjöf til handa þeim uppreisn-
armönnum sem leggja niður vopn
innan viku. Uppreisnarmenn neita
að leggja niður vopn fym en forset-
inn er farinn frá.
ítölsk stjómvöld fengu því hins
vegar framgengt í gær að bundinn
yrði endi á átök í hafnarbænum
Vlore, sem hefur verið eins konar
miðstöð uppreisnarinnar. Fulltrúar
uppreisnarmanna undirrituðu yfir-
lýsingu þar sem hvatt er til að sam-
komulagi forsetans og stjómarand-
stöðunnar frá því um helgina verði
hrint í framkvæmd hið fyrsta. Yfir-
lýsingin var undirrituö á ítölsku
herskipi úti á Adríahafi eftir viðræð-
ur við sendiherra Ítalíu í Albaníu.
Bandarísk stjómvöld fógnuöu til-
raunum manna til að koma á friöi
og hvöttu uppreisnarmenn í suður-
hluta Albaníu til að leggja niður
vopn.
Síðustu svæðin sem uppreisnar-
menn hafa lagt undir sig eru hinn
fomi bær Berat, nágrannabærinn
Kucove þar sem tvær stórar bæki-
stöðvar albanska flughersins eru, og
Permet, afskekktur ijallabær.
„Niður með Berisha, niður með
morðingjann!“ söng um þrjú þús-
und manna hópur sem sótti útför
fimm manna sem féllu í átökunum
sem urðu áður en uppreisnarmenn
náðu Peret á sitt vald.
Að minnsta kosti fjörutíu manns
hafa fallið á átökunum í Albaníu
undanfama tíu daga.
Stjóm og stjómarandstaða hafa
komið sér saman um skiptingu ráð-
herraembætta í þjóðstjóminni sem
á að undirbúa kosningamar. Ber-
isha velur forsætisráðherrann en
stjómarandstaðan aðstoðarforsætis-
ráðherrann.
Margir uppreisnarmenn saka
Berisha um að hafa ekkert aðhafst
til að vara grunlausan almenning
við því að fjárfesta í sjóðum sem lof-
uðu hárri ávöxtun á skömmum
tíma. Fimm sjóðir eru farnir á haus-
inn og hundmð þúsunda Albana
töpuðu aleigunni.
„Við treystum honum (Berisha)
ekki lengur,“ sagði Sokol, einn upp-
reisnarmanna í Berat. „Hann á skil-
ið að vera hengdur upp á tung-
unni.“ Reuter
tk ....
vf'
Bróðir Tomors Mularaj, sem féll í átökunum um bæinn Permet í Albaníu, kyssir enni hins látna viö athöfn í kirkjugaröinum í Permet í gær. Mularaj, sem var
53 ára gamall kennari, féll á sunnudagskvöld ásamt nokkrum öörum óbreyttum borgurum. Sfmamynd Reuter
Hörð átök milli ísraela og Palestínumanna:
Blóðug árás á ísraelskan
varðmann í skjóli nætur
Forsætisráðherra ísraels, Benjamin Netanyahu, var boöiö upp á salt og
brauö áöur en hann ræddi viö kaupsýslumenn og borgarstjóra Moskvu.
Sfmamynd Reuter
Ellefu brunnu
til bana
í strætisvagni
Ellefu manns létu lífið og 24
særðust þegar sprenging varö í
strætisvagni í Gvatemalaborg í
gær. Farþegar komust ekki út um
neyðarútgöngudyr að aftan þar
sem fyrir þeim var jámstöng sem
var skrúfuð fóst. Stöngin hindr-
aði einnig störf slökkviliðs-
manna. Sprengingin varð er tveir
menn stigu inn í troöfúllan stræt-
isvagninn með logandi sígarettur
og dósir með málningarþynni.
Rifkind spáir
nýju járntjaldi
stækki
ekki NATO
Utanríkisráðherra Bretlands,
Malcolm Rifkind, varaði í gær
við nýjum þjóðflokkadeilum í
Evrópu tækist Rússum að koma í
veg fyrir áætlanir Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, um stækk-
un í austur. Sagði utanríkisráö-
herrann að ef ný aöildarríki
fengju ekki inngöngu lokuöust
fyrrum bandamenn Sovétiúkj-
anna í Austur-Evrópu af vegna
nýs járntjalds. Rifkind var talinn
vera að svara forystugreinum í
bandarísku pressunni þar sem
lýst er yfir andstöðu við áhuga
Bandaríkjastjórnar á stækkun
NATO. Reuter
ísraelsmaður særðist alvarlega
er hann var stunginn 20 sinnum í
nótt þar sem hann var á verði við
Omarim gyðingabyggðina skammt
frá Hebron á Vesturbakkanum.
Talið er að árásarmennimir hafi
verið tveir.
Til harðra átaka kom í gær milli
ísraelskra hermanna og um hund-
rað Palestínumanna sem reyndu að
koma í veg fyrir að opnaður yrði
vegur fyrir ísraelska landnema ná-
lægt Hebron. Beittu hermenn kylf-
um og byssum og særðust að
minnsta kosti tíu Palestínumenn.
Era þetta fyrstu alvarlegu átökin
milli Palestínumanna og ísraela
síðan Netanyahu, forsætisráðherra
ísraels, ákvað á föstudaginn að af-
henda aðeins 9 prósent af þeim 30
prósentum lands á Vesturbakkan-
um sem ísraelsmenn höfðu skuld-
bundið sig til samkvæmt friðar-
samningum.
Háttsettur bandarískur embætt-
ismaður, sem ekki vill láta nafns
síns getið, lýsti í gær yfir áhyggjum
sínum yfir að aðalsamningamaður
Frelsissamtaka Palestínu, PLO,
skyldi hafa sagt af sér. Samninga-
maðurinn, Mahmoud Abbas, af-
henti Yasser Arafat, forseta Palest-
ínu, uppsögn sína eftir fund með
David Levy, utanríkisráðherra
ísraels, á sunnudaginn. Sagði
Abbas af sér samningastörfum
vegna ósveigjanleika ísraels-
manna.
Netanyahu forsætisráðherra er
nú í Moskvu. Hann mun í dag ræða
við rússneska ráðamenn um við-
skipti og hlutverk Rússlands í við-
ræðunum um frið í Miðausturlönd-
um. Reuter
Stuttar fréttir i>v
Tugir bíla í árekstri
Fjórir létust og sextíu slösuðust
er tugir bíla lentu í árekstri í þoku
skammt frá Birmingham í Englandi
í gær.
Sameiginleg stefna
Emma Bonino, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í ffarn-
kvæmdastjóm Evr-
ópusambandsins,
segir það nauðsyn-
legt fyrir sambandið
að hafa sameigin-
lega stefnu í utan-
ríkismálum, sem
meirihlutinn hefur samþykkt, til að
hægt sé að bregðast réttilega við al-
þjóðlegum kreppum. Samkvæmt
gildandi samkomulagi þarf atkvæði
allra til að ákvarðanir séu teknar í
utanríkismálum.
Viöræðum aflýst
Samningamaður Perústjómar af-
lýsti í gær viðræðum við skæruliða
sem halda 72 gíslum. Sagði hann
skæruliða hafa dregið til baka ýmis-
legt sem þeir höfðu samþykkt.
Neyddar í hjónaband
Æðsti prestur írans, Ali
Khamenei, segir það ekki í sam-
ræmi við íslamstrú að neyða stúlk-
ur í hjónaband.
Flúðu óveður
Hundruð ferðamanna flúðu óveð-
ur i Queensland í Ástralíu þar sem
spáð hafði verið hvirfilbyljum. Veð-
urstofan dró síðan viðvaranir til
baka.
Veiðar bannaðar
Spænskum togara hefur verið
bannað að veiða við austurströnd
Kanada þar sem togarinn var með
meiri afla af grálúðu en hann gaf
upp.
Aðstoða Króatíu
Ivana Trump, fyrrum eiginkona
fjármálamannsins
Donalds Trumps,
hitti króatíska emb-
ættismenn í Zagreb
í gær til að ræða
hvernig efla megi
straum ferðamanna
til Króatíu.
Togari kyrrsettur
Spænskur togari skráður á
Englandi var kyrrsettur á írlandi í
gær eftir árekstm viö írskan fiski-
bát. Irski skipstjórinn lét lífið í slys-
inu.
Námumenn mótmæla
Þúsundir reiðra þýskra kola-
námumanna söfnuðust saman í
Bonn í gær til að mótmæla áformum
um niöurskurð á opinberum stuðn-
ingi við kolaiðnaðinn.
Minni rasismi
Þýsk yfirvöld skýrðu frá því í gær
að íkveikjuárásum kynþáttahatara
á gistiheimili fyrir flóttamenn og út-
lendinga hefði fækkað í fyrra miðað
við árið á undan.
Enginn 3. maður
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS
segir að alríkislögreglan FBI sé ekki
að leita að 3. manninum i tengslum
við sprengjutilræðið í Oklahoma-
borg fyrir tveimur árum, þótt blöð
segi annað.
Chirac vill tölvuvæða
Jacques Chirac Fi'akklandsforseti
fékk ekki háa ein-
kunn hjá sijómar-
andstæðingum fyrir
ffammistöðu í
löngu sjónvarpsvið-
tali þar sem hann
sagðist ætla að
tölvuvæða skóla
landsins, útrýma ólæsi og hvetja
fyrirtæki til að ráða ungt fólk í
vinnu.
Til í niðurskurö
Bandarisk stjómvöld hafa tilkynnt
þeim rússnesku að þau séu til í að
semja um frekari fækkun lang-
drægra kjarnavopna en óvíst er
hvort rammi um slíkar viðræður get-
ur orðið tilbúinn fyrir fúnd Clintons
og Jeltsíns í næstu viku. Reuter