Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997
Spurningin
Hverju tekur þú helst eftir í
fari karlmanna?
íris D. Kristmundsdóttir nemi:
Rassinn og andlitið á karlmönnum
heilla mig mest og síðan þarf hann
að vera rómantískur.
Henný Sigurjónsdóttir nemi:
Hann þarf að vera góð persóna og
brosið og augun heilla líka.
Júlia Þorvaldsdóttir sjúkraliði:
Skórnir skipta mestu máli, annars
geta þeir gleymt þessu. Þeir þurfa
líka að hafa falleg augu og vera
glaðværir.
Guðfinna Guðjónsdóttir stuðn-
ingsfulltrúi: Augun og tennumar
skipta mestu máli og góður húmor.
Bergþóra Hólm stuðningsfull-
trúi: Augun, og svo þurfa þeir að
vera góðir og heiðarlegir.
Ingunn Guðmundsdóttir nemi:
Góður persónuleiki skiptir mestu
Lesendur
Hún sá fegurð-
ina í hrauninu
Við íslendingar sjáum raunar ekkert við þetta eyðiiega landslag. Aðeins út-
lendingar gera það.
Halldóra skrifar:
Manni datt margt í hug við að
hlusta á viðtal við konu eina, amer-
íska, sem heldur sýningu hér þessa
dagana. Eins og margir aðrir útlend-
ingar kom kona þessi til íslands án
þess að hafa lesið mikið um land eða
þjóð. Hún bjóst samt við miklu meiri
kulda og enn þá meira myrkri en
raun bar vitni.
Hún sagðist hafa heillast við
fyrstu sýn, þegar hún lenti hér að
morgni dags. Þetta var eins og hún
hafði ímyndaði sér að lenda á tungl-
inu. Á leiðinni frá Keflavík til
Reykjavíkur, varð hún strax heilluð
af aðstæðum. Það rigndi eins og hellt
væri úr fótu og heiðin, melamir og
hraunið lýstu engu öðra en landi
sem væri enn ósnert. Hún sá hraun-
ið allt öðrum augum en við gerum
þegar við ökum þessa leið. Við ís-
lendingar sjáum raunar ekkert sér-
stakt við þetta eyðilega landslag. Út-
lendingar gera það.
Kona þessi tók til við að gera
myndir hér á landi og voru nokkrar
sýndar í fréttaviðtalinu við hana i
Sjónvarpinu. Þetta vora allt annars
konar myndir en nokkur hérlendur
maður myndi gera. Þama var allt
annar blár litur en við höfum séð í
málverkum innlendra manna. Og
svona er hægt að gera ísland fjöl-
breytilegt. - Við sjáum þetta ekki og
þó er þetta allt fyrir framan augun á
okkur.
En við hverju geta útlendingar bú-
ist er þeir heyra um ísland? Nafnið
er kalt og fráhrindandi, lega lands-
ins á hnettinum er ekki sú æskileg-
asta til að laða að ferðamenn nema
þeir hafi alveg einstakan áhuga á að
sjá hvað hér leynist.
Það er líklega engin ástæða til að
vera að fegra ímynd íslands með lit-
skrúðugum bæklingum á erlendum
vettvangi til þess svo að valda von-
brigðum fyrir ferðamenn sem hing-
að koma? Kannski er besta auglýs-
ingin að segja ekkert um landið eða
þjóðina, og hætta að gefa út glans-
bæklinga fyrir væntanlega ferða-
menn. Vera má að besta auglýsingin
sé að segja ekki frá neinu nema þvi
að hér sé gisting fyrir hendi og næg-
ur matur. - Slagorðið verði einfald-
lega: Komið til íslands og sjáið það
með eigin augum, látið ekki aðra
segja ykkur frá. Því meiri verður
undrun erlendra ferðamanna hér.
Alvara Hanes-forræðismálsins
- hjónin brutu lög
Margrét Aunie skrifar:
Mikið hefur verið skrifað um for-
ræðismál þeirra Hanes-hjónanna.
Ég hef verið að velta því fyrir mér
hvort íslenska þjóðin skilji alvöru
málsins. Hjónin brutu lög er þau
rændu barninu frá móður sinni.
Það skiptir ekki máli hvort hinn
seki var amman eða ekki. Lög era
lög og þau vora brotin og fólk verð-
ur að taka út refsingu í öllum tilvik-
um. Annars eru ekki allir jafnir fyr-
ir lögunum.
Og þess vegna eru sett lög, til þess
að fólk viti muninn á réttu og
röngu. Og því aðeins getum við lif-
að í siðferðilegu samfélagi. Fólk er
að tala um að dæma ekki og að sýna
þurfi kærlega. Ef við gerðum það
gagnvart öllum afbrotamönnum, þá
væru lög óþörf, og kærleikurinn
einn nægði. Það verður eitt yfir alla
að ganga. Það er ekki hægt að fría
einn og dæma annan.
Það er ósköp skiljanlegt að fólk sé
sárt og að því finnist hafa verið
brotið á rétti sínum. Fólki sem
dæmt er í óhag finnst þetta oftast.
íslenska þjóðin veit ekki allt í þessu
máli. Það hefur aðeins hlustað á
eina hlið málsins og það er hlið
Connie Hanes. Málstaður Kelly
Helton hefur varla fengið að líta
dagsins ljós til þessa.
Þetta mál hefur vakið upp mikinn
sársauka fyrir íslenskar fjölskyldur
hér á landi. Til að geta grætt sárin
væri best fyrir íslensk stjómvöld að
láta Hanes-hjónin fara af landi
brott. íslenska þjóðin er ekkert
bættari með því að hylma yfir með
afbrotafólki.
Hvalveiðar, já takk!
Umræöan um fitu ætti að hvetja íslendinga til aö neyta meira hvalkjöts.
Harpa Karlsdóttir skrifar:
Síðustu daga hefur mikið verið
rætt um hvort íslendingar skuli
veiða hval eður ei. Ég hef alltaf ver-
ið hlynnt hvalveiðum enda er þarna
um meinhollt kjöt að ræða og ætt-
um við íslendingar að leggja okkur
það meira til munns i allri umræð-
unni um fitu. - Japanir hafa kunn-
að að meta hvalkjöt sem hefur verið
okkar helsta útflutningsvara til Jap-
an.
Nú er uppi ágreiningur milli
nokkurra ferðamálafrömuða og
meirihluta þjóðarinnar um hvort
leyfa skuli hvalveiðar. Þeir fyrr-
nefndu halda því fram að ferða-
menn muni ekki leggja leið sina til
íslands ef hafnar verða hvalveiðar.
Margir Bandarikjamenn líta á hvali
sem fósturböm sín.
Fyrir stuttu sat ég við hliðina á
bandarískum hjónum á leið minni
frá New York, og þau spurðu mikið
um land og þjóð, enda höfðu þau
ættleitt einhvern John frá íslandi
og borguðu vissa upphæð í dollur-
um á mánuði til halda honum uppi.
John þessi mun hafa verið hvalur
samkvæmt gíróseðli frá Green
Peace!
Nú leggja ferðamenn leið sína til
Ríó de Janeró, sérstaklega á kjöt-
kveðjuhátíðinni. Jafnvel Banda-
ríkjamenn, eins og hjónin sem ég
hitti. í Brasiiíu er fátæktin svo mik-
il, að böm selja jafnvel líkama sinn
til að hafa ofan í sig og dæmi eru
um að lögregla hafi skotið fjölda
munaðarlausra götubama því þau
era óhentug sjón fyrir hinn velmeg-
andi ferðamann. - Ég vona að hjón-
unum hafi snúist hugur eftir kynn-
in og styrki eitthvert munaðarlaust
bam í heiminum fremur en hvali.
DV
„Auðlindin"
okkar?
Halldór skrifar:
Það er sifellt klifað á orðinu
„auðlindin" okkar, og er þá átt
við fiskinn eða fiskimiðin í
kringum landiö. Mér finnst nú
skjóta skökku við að flokka fisk-
inn undir orðið „auðlind“ þegar
sí og æ er verið að klípa af henni.
Auk þess sem við eigrnn svo aðr-
ar auðlindir og jafnvel miklu
verðmætari. Ég á þar við orkuna
í fallvötnunum og svo kannski
annað sem gæti orðið miklu
verðmætara. Hér á ég við hugs-
anlega olíu við landið norðan-
vert, sem nú er farið að ræða um
að verði að rannsaka. Olíu-
vinnsla yrði enginn smá bú-
hnykkur fyrir okkur.
Líkamsárásir
aukast á ný
Friðjón hringdi:
Eftir dálítið hlé á líkamsárás-
mn og ofbeldi af svipuðu tagi hef-
ur nú aftur tekið við röð ofstopa-
verka eins og sést og heyrist í
fréttum þessa dagana. Maður
varð fyrir árás tveggja manna í
Pósthússtræti um nótt í miðri
viku og leigubílstjóri varð fyrir
áverka af völdum konu og
tveggja karla. Þessi atvik sýna að
nú má ekkert gefa eftir í refsing-
um og fangelsun þessara glæpa-
manna og halda þeim inni sam-
kvæmt ýtrastu dómum. Það
gengur ekki að láta svona fólk
ganga laust, eins og gerðist hjá
drengnum sem tók til hendinni á
Eskifirði fyrir nokkru, en hafði
verið margdæmdur en afþlánað
sékt sína.
Enga kristni-
tökuhátíð
Elin Sigurðardóttir skrifar:
Mörgrnn þykir furðu sæta að
við íslendingar skulum gera okk-
ur svo smáa, að halda sérstaka
hátíð i tilefhi þess að kristni var
lögleidd í landinu. Frekar ættum
við aö fela þá gjörð en flagga.
Með lögleiðingunni var nefnilega
girt fyrir trúfrelsi í landinu. Tal-
að er um ríkistrú hér á landi, þ.e.
lúterstrú (að vera lúterstrúar!).
Þetta er auðvitað ekki við hæfi.
Við eigum að mótmæla sértakri
hátíð í tilefhi afnáms trúfrelsis í
landinu og óhemju- eyðslu úr rík-
issjóði í kringum hana.
Heimskuleg
happaþrennu-
auglýsing
Magnús Sigurðsson skrifar:
Maður er hreinlega aö gefast
upp á hinni hrottalega heimsku
happaþrennuauglýsingu sem hel-
ríður hverjum auglýsingatima á
útvarps- og sjónvarpsstöðvun-
um. - Þessi söngur (mér liggur
viö að segja ,,píkuskrækur“), og
þessi texti! Og svo „kaupi ég
happaþrennu fyrir afganginn"!
Drottinn minn, hvað þetta er
simpilt og spillt. Ég hefði ekki
trúað að hægt væri að gera svona
hraðheimska auglýsingu.
Sjómanna-
afslátt á að
afnema
Þorvarður hringdi:
Þaö er ekkert annað en frekja
og hreinn yfirgangur í sjómönn-
um að þeir einir skuli fá ríflegan
skattaafslátt vegna starfa sinna.
Ekki eru ráðamenn skárri að
þora ekki að taka á þessu máli.
Eins og t.d. núna, þegar þessi svo-
kallaði sjómannaafsláttur stend-
ur í vegi fyrir því að hægt skuli
að lækka tekjuskattinn hjá öðr-
um launþegum þessa lands. - Nú
era sjómenn búnir að fá sitt fram
i aflaskiptamálinu með dómi. En
enginn þorir að taka á þessu
óréttlæti með skattafsláttinn.