Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 i I i i I i i i i i l i i i i i i i i i i i i i i i i i i > Þung blöð og létt ég rakst á einhvers staðar þá segja þeir sem lesa „Hello" að „Vanity Fair“ sé uppáhalds- blaðið sitt. Ég er ein þeirra. Kaupi „Vanity Fair“, læt meira að segja taka það frá svo fólk viti hvað ég er á háu plani, fer og sæki það í bókabúðina með elegans og gýt svo augunum flóttalega í tímarita- rekkana til að gá að „Hello“, kippi því kæru- leysislega niður og segi hátt svo allir í búðinni heyri, „best ég grípi þetta sorprit handa stelpunum, þær þurfa að lesa eitthvað á ensku“. En nú kem ég aftur að þessum sunnudagsmogga sem mér leist svo vel á. Það er skemmst frá því að segja, að þetta eru verstu blaða- kaup sem ég hef gert lengi. Af 96 bls. voru 40 um ferming- ar. Allt frá brauðtertum nið- ur í nærfatnað á móður fermingar- bamsins sem var hrika- lega kynæsandi samfella með blúndum og fæst í Líf- stykkjabúðinni. Verst að ég er búin að ferma einkasoninn, sá hefði kunnað að meta mömmu í samfellunni að skreyta tertur. Já, þar fúku 40 blaðsíður af þykka mogganum ólesnar í endurvinnsluna. Hvað var þá eftir? 56 bls. og 41 og háif af þeim voru auglýsingar. Þá voru eftir 14 og hálf ef mér bregst ekki stærðfræðin. Þær síð- ur voru mestan part lífsreynslusögur, sem ég var búin að lesa mig fullsadda af í þeim dönsku. Tæpar sex síður voru minningargrein- ar. Hvað var þá eftir? Skapillskukast út í við- lesnasta blað landsins fyrir að fara svona með pappírinn, þó ekki væri annað. Síðasti sunnudagsmoggi leit út fýrir að vera skínandi góð kaup. Hann var hnausþykkur og tælandi í sjoppuhillunhi og eiginlega ekki ann- að hægt en að láta hann eftir sér, víkka heldur betur sjóndeildarhringinn og komast inn í öll möguleg mál, komast nú að því sem efst er á baugi. Blaðið var hvorki meira né minna en níutíu og sex blaðsíð- ur. En - maður skyldi aldrei láta þyngd blaða ráða kaupunum. Undanfarnar tvær vikur er ég búin að lesa tæp 30 kg af dönsku blöðun- um, sem mér áskotnuðust, og er orðin ákaflega dönsk í lund. Sið- asta faggreinin sem ég las í einu af hin- um dönsku blöðum var um það hvað það er algengt að fólk kunni ekki að pissa rétt. Ég ætla ekkert að fara ít- arlegar út í þessa dönsku grein, hugsaði bara með mér að ekki væri að spyrja að þessum andskotum, frændum okkar, „spekuler- ende“ í öllu mögulegu og ómögulegu, sem okkur ís- landsmönnum myndi ekki einu sinni detta í hug að ræða við lækninn okkar um. Samt er ofboðslega gaman að lesa dönsku blöðin, þó að maður vilji ekki viðurkenna það í ákveðnum kreðsum. Eins og Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir Ástríður Ein lítil þríund verður að mögnuðum seið músíkalskra tilfinninga og ástríðna og hlustandinn er sem hengdur upp á þráð. Blíða og mýkt, ólga og spenna, allar kenndir tilfmningalitrófsins eru i þessum galdri. Hann lifir í þrjá stundarfjórðunga og heitir Píanókvintett í f-moll ópus 34; höfundur: Jóhannes Brahms. Fá tónverk eru jafh listilega smíðuð og þetta; ein lítil þríund er grunneining allra stefja fjögurra þátta en samt er það ferskt og frumlegt frá upphafí til enda. Kvintett skipaður fiðluleikurunum Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sig- urlaugu Eðvaldsdóttur, Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara, Richard Talkowsky sellóleikara og píanóleikaranum Richard Simm lék verk- ið á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöldið þar sem aldarártíðar Jóhannesar Brahms var minnst. Kvintettinn var afar vel leikinn. Þetta verk krefst mikils af flytjendum og verður ekki annað sagt en að þeir hafi staðið sig með prýði. Leikurinn var dýnamískur og mjög músíkalskur. Fá verk krefjast jafn mikillar snerpu í hrynj- andi og var gaman að hlusta á kraftinn og spennuna í synkópum og öðrum hrynbrellum Brahms í þriðja og fjórða þættinum. Píanóið er í stóru og erfiðu hlutverki og var leikur Richards Simms fallega mót- aður. Richard Talkowsky lék þríundarstefið á sérlega þokkafúllan hátt eftir hægan inngang lokaþáttarins. í heild var þetta djörf spila- mennska - í anda verksins. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir Alína Dúbik söng fyrst þrjá ljóðasöngva við píanómeðleik Richards Simms; Botschaft, Sapphische Ode og Von ewiger Liebe. Alína hefur dásamlega rödd, silkimjúka og heilsteypta. Hún söng þessa ástar- söngva hvem öðrum betur og Richard Simm lék með af góðri tilfinn- ingu. Von ewiger Liebe hreif sterkt, magnað lag og ákaflega fallega sungið. Á eftir komu víólulögin tvö ópus 91 þar sem víólan leikur með söng og píanói. Þessi lög vora líka vel flutt, einkum Geistliches Wi- egenlied, þar sem Brahms tvinnar saman eigið sönglag við ljóð Geibels og gamalt þýskt lag, Vögguvísu Maríu, Josef Lieber Josef Mein, sem víólan leikur. Túlkun söngkonunnar á þessu lagi var hríf- andi. Það verður gaman að heyra aftur í Alínu Dúbik. Lokaverkið á efnisskránni var Klartnettukvintett í h-moll ópus 115 og var nú Einar Jóhannesson mættur til leiks með strengjunum. í samanburði við fyrri kvintett kvöldsins ber klarinettukvintettinn merki þess að vera verk eldri manns; - ástríðumar eru ekki eins naktar og ákafar heldur stilltari og hamdari. Fallegur leikur ein- kenndi flutninginn, agaður en tilfinningarikm-. í hæga þættinum áttu Sigrún og Einar einstaklega fallegan samleik þar sem atlot klarinettu og fiðlu eru næstum munúðarfull af hendi Brahms. Þetta voru indælir tónleikar og óskandi að þessi hópur haldi áfram að spila saman. Úr sýningu Hermóðs og Háðvarar á Himnaríki. Ýkt en spennandi og trúverðugt „Það er ekki vegna þess að við séum treg að atburðarásin i Himna- ríki er leikin tvisvar heldur vegna þess að það eru tvær hliðar á sög- unni,“ segir í gagnrýni um upp- færslu Riksteatrets norska á Himna- ríki eftir Áraa Ibsen. Leikurinn var frumsýndur í Noregi um miðjan fe- brúar í þýðingu Tone Myklebost, þetta er farandsýning sem stefnt er að ungu fólki sem venjulega sækir ekki leikhús, og hún hefur fengið yf- irgnæfandi góða dóma. Gagnrýnend- um verður mikið úr grunnhugmynd verksins, að láta áhorfendur fylgjast með atburðum bæði inni og úti, og hæla því fyrir góð efnistök og gneistandi húmor - „du verden sá morsomt!" segir í Varden. Þó blöskrar einstaka gagnrýn- anda orðbragðið og lifnaðurinn á þessum ungu íslendingum. „Fyll og sex og sex og fyll“ heitir umsögnin í Nationen, og höfundi hennar finnst leikritið draga upp áhrifamikla en óhugnanlega mynd af æsku vest- rænna þjóða á okkar dögum -..jeg opplever 7. himmel nærmest som en dommedagsvision" segir þar, og rýnanda finnst verkið vera hvorki meira né minna en „briljant opp- visning i forfall og dekadense". Hon- um finnst þessi mynd ekki passa við niðurstöður könnunar þar sem fram kom að íslendingar væru hamingju- samasta þjóð í heimi. Einn skóli hefur bannað sýning- una vegna þess hvað persónurnar bölva mikið, og eitt blaðanna ber þá ákvörðun undir unga áhorfendur á öðram stað. Þeir eiga ekki nógu sterk orð til að hrósa sýningunni og bæta við: „Og það hefði verið óeðli- legt að sleppa blótsyrðunum og öll- um enskuslettunum," - svona tala unglingar víðar en á íslandi. enmng u Ritskoðuð Salka Valka í fyrirlestri Astrid Kjetsá lektors í Norræna húsinu á laugardaginn kom fram að skáldsagan Salka Valka hefði komið út sex sinntun í Noregi, síðast 1993, og hefði alltaf veriö endurprentuð athuga- semdalaust fyrsta útgáfan þótt á henni væru ófyrir- gefanlegir gallar. Norska útgáfan væri þýdd úr dönsku og hefði verið notuð dönsk þýðing frá árum þýska hernámsins í Dan- mörku sem var hast- 'arlega ritskoðuð. Um það bil áttatíu blaösíður vantar í þá útgáfú - einkum era það pólitískar umræöur og djarfar lýsingar á hegðun persónanna sem sleppt er - og þessar blaðsíður vantar sem sagt ennþá í nýjustu norsku útgáfúna. Meira af Nóbelskáldi Það er engu sleppt í þýðingu Jakobs Benediktssonar á Sjálfstæðu fólki sem kom út í þriðju útgáfu á dönsku fyrir skömmu. Verk Halldórs era vinsæl í Danmörku og sagði Politiken að þau yrði að gefa út fyrir hverja nýja kynslóð lesenda. Sjálfstætt fólk hefur komið út á 23 tungumálum og nýlega kom íslands- klukkan út á 23. tungmnálinu, fær- eysku. Það var Sigurð Joensen sem þýddi verkið en hann féll frá áður en það komst allt út á bók. Söguleg söngferð í gærmorgun hóf Tjamarkvartettinn úr Svarfaðardal tónleikaferð um Vestur- land á vegum verkefhisins Tónlist fyrir alla. Hann mun flytja yfir 2000 grunn- skólanemendum dagskrá sem gefur mynd af sönglist á íslandi fyrr og nú og byijar tónaferðalagið í íslenskri baðstofú á öldinni sem leið. Áheyrendur fá að heyra rímur kveðnar og fimmundarsöng, þjóðlög og svo lög tónskáldanna eins af öðru við ljóð góðskáldanna. Auk þess að syngja í skólunum heldur kvartettinn al- menna tónleika á kvöldin kl. 20.30; í Stykkishólmskirkju í kvöld, í Ólafsvíkur- kirkju annað kvöld og í sal Grundaskóla á Akranesi fostudaginn 14. mars. Skært lúðrar hljóma Hljómskálakvintettinn verður einnig á ferðalagi um Reykjanesbæ þessa viku á vegum Tónlistar fyrir alla. Hann ætlar að flytja um 2500 grann- og framhaldsskóla- nemendum fjölbreytta efnisskrá og kynna hljóöfæri sín. Nemendur tónlistar- skólanna í Keflavík og Njarðvík taka þátt í tónleikunum í heimabæjum sinum og allir taka saman þátt i fjölskyldutónleik- unum sem verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 15. mars kl. 16. Dubliners á íslandi ölver í Glæsibæ hefúr boðið til sín góðum gestum því þangað kemur irski þjóðlagahópurinn The Dubliners síðar í þessum mánuði. Þeir sungu á sama stað síðast þegar þeir komu hingað fyrfr átta árum. í þetta skipti halda þeir þrenna tónleika í stóra salnum í Ölveri, sem tekur um 400 manns, 20., 21. og 22. mars, og er sala aðgöngumiða þegar hafin þar á staðnum. Miðinn kostar 2.000 kr. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir wmmam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.