Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Síða 16
16 Aðdáendur öðruvísi liða í ensku knattspyrnunni: Að halda með Watford eru mín trúarbrögð - segir Magnús Valsson sem er með félagsmerkið húðflúrað á öxlinni Vinsældir ensku knattspymunn- ar eru geysimiklar á íslandi. Flestallir knattspyrnuáhugamanna um enska boltann eiga sér uppá- haldslið og halda fiestir með stóru liðunum, Manchester United, Liver- pool og Arsenal. Nokkuð margir halda með Tottenham, Leeds, West Magnús Valsson og er mikill aðdá- andi Watford sem leikur nú í 2. deild. Magnús hefur fylgt liði sínu i gegnum þykkt og þunnt undanfar- inn áratug og er meira að segja með merki félagsins húðflúrað á öxlinni. á nú flestar leikskrár síðan 1950. Magnús segist vita um einn annan á Is- landi sem heldur með Watford en það er Jón Ólafs- son, stjórnarfor- maður íslenska útvarpsfélags ins. -RR Magnús er húðflúraöur með Wat- ford-merkið á öxlinni. DV-mynd ÓG Ham, Chelsea og Everton. En þeir eru lika til sem halda með öðrum liðum en þeim „stóru“. I Vestmannaeyjum býr eflaust einn harðasti stuðningsmaður slíkra liða hér á landi. Hann heitir Á leikskrár og búninga „Ég hef farið 15 sinnum á leik með Watford og oftast séð það spila á Vicarage Road, heimavelli liðsins. Það var í einni slíkri ferð sem ég ákvað að láta húðflúra mig með merki félagsins sem er mynd af hreindýri. Watford var mjög gott fyrri hluta níunda áratug- arins þegar ég byrjaði að halda með því. Lið- ið hefur dalað undan- farin ár en það hefur samt ekki dregið úr áhuga mínum og að halda með Watford eru mín trúarbrögð," segir Magnús. Magnús á mikið af búning um Watford, bæði aðal- < varabúninga og hann hef- ur safnað leikskrám liðs- Magnús Valsson úr Vestmannaeyjum er mikill aðdáandi Watford og á leikskrá og ins af miklum dugnaði og búninga liðsins. Hann segir það að halda með Watford sé sín trúarbrögö. DV-mynd ÓG „Úlfurinn" Gunnar Sveinbjörnsson með plöturnar góðu. DV-mynd Hilmar Þór , Búinn að fylgja Úlfunum í gegnum súrt og sætt - segir Gunnar Sveinbjörnsson „Ég hef haldið með „Úlfunum" í aldarfjórðung eða síðan ég var smágutti. Ég tel mig vera gallharð- an aðdáanda því ég er búinn að fylgja þeim í gegnum súrt og sætt og þá aðallega súrt. Þeir féllu á fjórum árum úr efstu deild niður í þá neðstu en hafa nú unnið sig upp og eru sem stendur í 2. sæti í 1. deild. Ég er bjartsýnn á að þeir klári dæmið og komist upp í úr- valdsdeild í vor. Wolves er gamalt stórveldi og á hvergi heima nema í efstu deild,“ segir Gunnar Svein- björnsson, dyggur aðdáandi „Úlf- anna“. Gunnar var i námi í 3 ár í Eng- landi og fór þá oft á völlinn til að sjá sína menn leika. Hann segist oft hafa tekið lestina frá London upp til Wolverhampton og einnig elt liðið i útileiki. „Ég stefni á að að fara út sem fyrst og sjá þá vonandi í úrvals- deildinni á keppnistímabili. I gegn- um árin hef ég sankað að mér alls kyns hlutum sem tengjast Wolves en mér þykir einna vænst um tvær forláta hljómplötur sem á eru upp- tökur af útvarpslýsingu úr tveimur úrslitaleikjum í deildabikarnum sem „Úlfamir" léku. Ég er búinn að hlusta oft á þessar plötur en verð aldrei leiður á þeim,“ segir Gunnar. -RR Bjami Fel. keypti handa mér Q.P.R. merkið - segir Egill Sigurgeirsson, forfallinn aðdáandi Q.P.R. „Ég byrjaði að halda með Q.P.R. þegar ég var litill polli. Pabbi er mikill aðdáandi Q.P.R. og hann byrj- aði að halda með liðinu 1947 þegar það kom hingað fyrst enskra liða og lék m.a. við KR. Pabbi bað Bjarna Fel. eitt sinn að kaupa félagsmerki þeirra liða sem voru í toppbarát- tunni. Bjarni keypti Everton- og Q.P.R.- merkin, Ari bróðir fékk Ev- erton- merkið og ég Q.P.R.-merkið. Síðan hef ég haldið með því og það verður að segjast að ég er for- fallinn aðdáandi liðs- ins. Ég mundi halda með því þó það félli í utandeild. Ef FH, sem er mitt lið hér heima, mundi ein- hvem tíma leika gegn Q.P.R. þá mundi ég pottþétt halda með Q.P.R., ég bara get ekki annað,“ segir Egiil Sigurgeirsson, harður aðdáandi Queens Park Rangers. Hann er sonur Sigurgeirs Gíslason- ar sem er einn af mestu fræðimönn- um um ensku knattspymuna hér á landi og þó víðar væri leitað. Q.P.R. kemur frá London og hefur undanfarin ár leikið í úrvalsdeildinni en féll í 1. deild sl. vor. Liðið leikur heimaleiki sína á Loftus Road, sem er frekar lítill en fallegur og heimilisleg- ur völlur. Hinn bláhvíti, þverröndótti búningur liðsins hefur löngum þótt einn sá fallegasti í Englandi. „Blómatími liðsins var um miðj- an áttunda áratuginn þegar liðið vsn- meðal þeirra bestu. Ég hef alltaf verið mjög stoltur af Q.P.R. og ófeiminn við að segja frá því. Ég veit um nokkra % sem halda með Q.P.R. og mér hlýn- ar auð- vitað um hjartaræt- urnar að vita af því. Manni er oft strítt á þessu en ég tek það ekki nærri mér og hef bara gaman af því. Þegar litlu liðin eins og Q.P.R. vinna lifir maður miklu lengur á því og ég mundi Egill Sigurgeirsson erekki nenna eldheitur Q.P.R. maöur. að halda DV-mynd Hilmar Þórmeð ein- hverju af stóru liðunum eins og Liverpool eða Man. Utd.,“ segir Egill. -RR ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 Aðdáendaklúbbar enskra liða á íslandi Stuðningsmannaklúbbar enskra liða eru nokkrir á íslandi. Fjölmennastir eru Liverpool- klúbburinn á íslandi og Rauðu djöflarnir sem er klúbbur stuðn- ingsmanna Manchester United. Þessir tveir klúbbar hafa hvor um sig mörg hundruð stuðnings- menn innan sinnan raða. Aðdáendur Arsenal, Everton, Leeds, Sheffield Wednesday, Tottenham og Manchester City hér á landi hafa einnig stofnað klúbba til að styðja sín lið þó að þeir séu mun fámennari. Krossferðir Klúbbamir gefa margir út fréttabréf og eru með heimasíð- ur á Internetinu þar sem hægt er að finna nákvæmar upplýs- ingar um félögin. Aðdáenda- klúbbar Liverpool, Mancshester United, Arsenal og Everton hafa oft farið í krossferðir til Englands til að sjá liðin sín og átrúnaðargoöin spila. -RR Lárus Grétarsson sést hér meö húfu W.B.A. DV-mynd S j W.B.A. númer eitt í mínu hjarta I- segir Lárus Grétarsson „Ég fór að halda með West Bromwich Albion þegar ég var 11 ára gamall. Þá voru fótbolta- ■ myndir inni í tyggjópökkunum og ég fékk mynd af Albion með einum slíkum tyggjópakka. Ég j hreifst strax af liðinu og búningn- ;j um og hef haldið með þeim síðan. I Þeir voru mjög góðir i kringum 5 1980 þegar leikmenn á borð við :: Bryan Robson og Cyrille Regis I voru í liðinu og voru nálægt því að verða meistarar þá,“ segir Lár- j us Grétarsson, knattspymuþjálf- ari hjá Gróttu, en hann er dyggur stuðningsmaður W.B.A. Liðið kemur frá nágrenni Birmingham og er gamalt stór- veldi í enska boltanum. Undan- Ifarin 12 ár hefur liðið hins veg- ar leikið í neðri deildunum. Lárus segist hafa þvælst um hálft England til aö kaupa for- láta húfu með merki W.B.A. og hann segist bera hana oft. „Ég hef alltaf haft hug á að koma á heimavöll Albion sem heitir The Hawthoms og er mjög : flottur völlur. Það er draumurinn j og hann á eftir að verða að veru- : leika einhvem daginn. Ég hef í seinni tíð hrifist af Chelsea og BAston Villa en W.B.A. er og verð- ur alltaf númer eitt í mínu hjarta. Lengi hélt ég að ég væri eini stuðningsmaður W.B.A á íslandi nú af nokkmm sem iyggilega með liðinu. mínir hafa auðvitað mér fyrir að halda og ég fæ að heyra t skipti sem liðið tap- þeim að sá hlær best hlær og ég er öragg- i.A. á eftir að koma i úrvalsdeild á ný,“ S. -RR wmmmmmmmmmimmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.